Komdu fagnandi

Hörður er kominn aftur. Undiraldan í þjóðfélaginu fer vaxandi, vegna þess að stjórnmálamennirnir okkar hlusta ekki. Göran Person sagði við okkur farið ekki í kosningar, brettið upp ermarnar og takið að vinna þau verk sem vinna þarf. Ef þið bíðið þá mun kreppan dýpka. Stjórnmálamennirnir okkar fóru í kosningar og sögðu að þjóðin vildi kosningar. Síðan er beðið. Í kosningunum var okkur sagt að það ætti að byggja neina. Nú er okkur sagt að ekki sé fjármang til að byggja skjaldborg, og það sem til stóð að byggja hafi þegar verið byggt. Þegar líða tekur á haustið eykst atvinnuleysið og ólgan. Þá fyllist Austurvöllur af reiðu fólki. Þetta gera sér allir grein fyrir, nema stjórnmálamennirnir okkar. Þeir eyða tímanum í pólitískan hanaslag, sem enginn hefur áhuga á. Haustið nálgast.
mbl.is Funda á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhátíð?

Það er eins og síðustu ár, hafi tilefni 17. júní gleymst. Á fyrstu árunum eftir Lýðveldisstofnunina var öllum ljóst hverju var verið að fagna. Valdið var komið heim til þjóðarinnar, frá Dönum, sem þrátt fyrir allt fóru alls ekki svo illa með okkur, ef grant er skoðað. Með tímanum hefur inntakið í fagnaðarhöldnum gleymst. 17 júní er orðinn að fjölskylduhátíð, með blöðrum, andslitsmálun og sleikipinna. Aldrei er Ísland nær því en nú að glata sjálfstæðinu, sem barist var fyrir. Annars vegar erum við að taka á okkur skuldbindingar sem mjög erfitt er að sjá að við stöndum undir þeim álögum, nema sem fátækt þriðjaheimsríki. Hins vegar hefur hluti þjóðarinnar hafið baráttu fyrir því að við afsölum okkur sjálfræðinu til Brussel. Göngum í ESS. Baráttan í Evrópu er að gera ESS að þjóðríki og ef draumurinn rætist gætum við við tekið í framtíðinni þátt í Ólympíuleikum undir fána USE, (United states of Evropa). Þá hættum við að sjálfsögðu að halda upp á 17. júní.  

 


mbl.is Það er kominn 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Garðyrkjustóriðja?

Er það raunhæft að byggja hér upp ræktun á grænmeti í stórum stíl  með áherslu á rafmagnslýsingu? Þessu hefur verið slegið fram, en málið virðist ekki hafa verið krufið, hvorki í fjölmiðlum eða á opinberum vettvangi. Þetta mál hefur örugglega verið skoðað í stofnunum samfélagsins sem ættu að vera að skoða atvinnuuppbyggingu. Fyrir nokkru átti ég spjall við garðyrkjubónda og það kom mér mikið á óvart þegar hann sagði mér að hann borgaði hærra rafmagnsgjald fyrir gróðurhúsið, en til eigin heimilis.

Það væri áhugavert að einhver fjölmiðlanna tækju þetta mál og fjölluðu um hversu raunhæfir möguleikar okkar eru á þessu sviði.


mbl.is Styrkir innlenda matvælaframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað árið erfitt

Reynslan sýnir að annað árið í efstu deild er alltaf erfitt. Nýliðarnir leggja sig yfirleitt alla fram í öllum leikjum, og liðin sem fyrir eru í deildinni hafa tilhneigingu til þess að vanmeta kjúklingana. Oft missa nýliðarnir síðan leikmenn á öðru ári, annað hvort vegna þess að reyndir leikmenn ákveða að leggja skóna á hilluna, eftir velheppnað fyrsta ár í deildinni eða góðir leikmenn eru uppgötvaðir og fara til annarra liða. Þeir sem eftir eru ofmeta síðan stöðuna og leggja sig ekki nægjanlega fram.

Eitthvað vill þetta passa við Fjölni í ár, sem komu á óvart á síðasta ári. Þar við bætist að meiðsli eru að há Fjölnisliðið. Vönduð uppbygging innan Fjölnis er að skila sér upp í meistaraflokk, og má búast við því að nokkrir ungir leikmenn bætist í meistaraflokkshópinn þegar líða tekur á sumarið. Ásmundur þjálfari er kominn með talsverða reynslu, hann mun halda haus.  Þrátt fyrir að þetta líti ekki sérlega vel út í augnablikinu, hef ég trú á að liðið styrkist þegar líða tekur á sumarið.

Skemmtilegt að sjá kraftinn í Fylkisliðinu. Það vantar yfirleitt ekki baráttuna í liðin hans Ólafs Þórðarsonar. Það var einmitt sem vantaði hjá Fylki. Réttur maður á réttum tíma á réttum stað.


mbl.is Góður útisigur Fylkis í Grafarvogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laskaður forseti

Ég veit að það þykir ekki fínt í dag að hafa stutt Ólaf Rangar Grímsson til forseta, en ég gerði það samt. Held að Ólafur hafi gert margt vel og farið óvenjulegar leiðar. Margt af því sem hann hefur beitt sér fyrir hefur skilað sér til aukinna tengsla og til þess að efla íslenskt þjóðlíf. Í ljósi sögunnar held ég að afgreiðsla forsetans á fjölmiðlafrumvarpinu verði metið sem ,,pólitísk mistök" og afgreidd sem núningsviðbrögð milli hans og Davíðs Oddsonar. Ólafur Ragnar veðjaði á útrásarvíkingana og tapaði. Hann er því nú ótrúverðugur sem leiðtogi til þess að leiða þjóðina út úr þeim erfiðleikum sem við nú erum í og lætur því lítið fyrir sér fara. Það er sagt að stjórnandi sem tekur meira en 51% af sínum ákvörðunum sem flokkast undir að vera réttar teljist vera mikilmenni. Ólafur nær því sennilega ekki. Hins vegar er spurningin hvort ekki sé tími til komin fyrir þjóðina að leggja sveðjunum og hnífunum og fara að vinna sig út úr þeim erfiðleikum sem við sannarlega erum í. .... og taka Ólaf Ragnar Grímsson aftur í sátt.  


mbl.is Forsetinn hefur aldrei „hitt þennan mann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterkar grunnstoðir Íslands.

Við skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á möguleikum íslensku þjóðarinnar að ná sér út úr þeim erfiðleikum sem við nú erum í, var helsti styrkleiki okkar, sterkar grunnstoðir Íslands. Atvinnuþátttaka var mjög mikil miðað við aðrar þjóðir. Þjóðin ung og vel menntuð. Þá áttum við til auðlindir m.a.  fisk,orku, og vatn.

Með þessa styrkleika er efnahagslífið keyrt niður. Hamast er á að telja þjóðinni trú um að hér sé bullandi verðbólga, þegar hér er engin undirliggjandi verðbólga, og einu hækkanir sem hér eiga sér stað á vöru og þjónustu, stafa af lækkun á gengi og hækkun á opinberum álögum. Samt er talað um að hér ríki verðbólga. Þegar leitað er skýringa þá fara menn undan í flæmingi og tala um hækkanir á verðlagi síðustu 12 mánuði, sögulega verðbólgu, sem hefur jafn mikið með verðbólgu að gera og að skoða hitastig á landinu með því að skoða meðalhita mældan frá áramótum. Þetta er síðan látið réttlæta 12% stýrivexti, sem keyrir atvinnulífið niður.

Samdráttur í efnahagslífinu, sem aukinn er með stjórnvaldsákvörðunum, veldur því að atvinnuleysi eykst og þar með veikist möguleiki þjóðarinnar að rífa sig upp úr öldudalnum. Stjórnvöld gefa síðan út að atvinnuleysi aukist meira en álætlanir hafi sagt til um. Ef ríkisstjórnin gerir ekkert fram á haustið mun atvinnuleysið aukast enn frekar, og þá verður sjálfsagt sagt að það sé einnig umfram það sem áætlanir sögðu til um.

 Hér var um 6% atvinnuleysi um 1992, það kallaði á mikla ólgu meðal þjóðarinnar. Svona lítil þjóð á ekki að þurfa mikið atvinnuleysi og mun ekki sætta sig við slíkt ástand. Ef ekki verður gripið til samræmdra aðgerða, þá gæti atvinnuleysið verið komið í 14-16% með haustinu og þá er mikil hætta á nýrri búsáhaldabyltingu.

Helsta vonin er að Alþýðusambandið og Samtök Atvinnulífsins virðast vera að vinna vinnuna sína og vel það. Á milli forystumanna virðist ríkja traust. Það lofar mjög góðu. Ný störf verða ekki sköpuð í opinbera geiranum, í sveitarfélögunum eða hjá ríkinu. Þar verður bara skorið niður. Ný atvinnutækifæri koma úr grasrótinni og þá þarf að ríkja traust milli aðila og kalla fram bjartsýni. Til þess þarf hvatningu og örvun sem nú vantar.


Borgarbyggðarlausnin

Bæjarfulltrúar Borgarbyggðar hafa gefið tóninn. Þeir taka á erfiðleikunum með því að snúa bökum saman. Meirihlutinn ákveður að setja hag sveitarfélagsins og íbúanna ofar tilfinningunni að vera við völd. Með þessu gefur meirihlutinn sem samanstendur af Sjálfstæðisflokki og lista sem sjálfsagt samanstendur af Samfylkingu, VG og óháðum,  Framsóknarmönnum tækifæri að koma einnig að borðinu. Þetta er sú lausn sem hefði átt að grípa til í haust þegar hrunið var í þjóðmálunum og aftur nú í vor. Flokkarnir settu hins vegar hagsmuni sína ofar hag þjóðarinnar og við borgum með meiri atvinnuleysi og erfiðari efnahagsástandi. Það líður að því sem öllum má vera ljóst, að vinsældir þessarar ríkisstjórnar mun gera það eitt að dvína. Þegar fyrsta vinstri stjórnin fer frá, fer hún frá sem ein óvinsælasta ríkisstjórn allra tíma. Það var fyllilega eðlilegt að eftir mikla hægri sveiflu í pólitíkinni að við tæki vinstri stjórn, og að mörgu leiti afar æskileg sveifla. Þannig myndast jafnvægið. Mjög óvenjulegar aðstæður kölluðu hins vegar á óvenjulegar lausnir, en þá kröfu getum við ekki gert tíl íslenskra stjórnmálaflokka, ekki enn sem komið er. Til þess þarf að öllum líkindum sterkara lýðræði og öflugri grasrót. Borgarbyggðarlausnin er lausn stjórnmálamanna sem þora og geta hugsað út fyrir rammann.


Gullfiskabúrið

Ég verð bara að segja það ég gagnrýni einhliða, elítukennda umfjöllun ákveðinnar hirðar hér í fjölmiðalheiminum í þessu máli,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon um ESB-umræður í kosningabaráttunni. Þessi einhliða, elítukennda umfjöllun er oft án rökstuðnings, nema að talað er með yfirlæti og hroka um þá sem ekki er elítunni sammála. Rökstuðningur enginn.

Nú kemur einn þessara elítukrakka Ómar Valdimarsson fram á sjónarsviðið og segir okkur að þjóðin sé með gullfiskaheila, og gullfiskaminni. Þ.e. sá hluti þjóðarinnar sem ekki er sammála honum. http://umbiroy.blog.is/blog/umbiroy/Þessi málflutningur er það sísta sem íslensk þjóð þarf á að halda til þess að taka á að halda í uppbyggingarstarfinu. Ákvarðanir um ESB og um samninga um Icesave reikninganna á að taka eftir mat á upplýsingum, en ekki vegna þess að elítugullfiskar gáfu frá sér loftbólu.


Krísustjórnun

Íslenska þjóðin er sannarlega í krísu og þá er spurningin um hvort ekki sé tilvalið að nýta sér fræðigreinina krísustjórnun til lausnar.

1. Ganga hratt til verks

2. Segja satt og hafa grundvallarstaðreyndir á borðinu.

3. Hafa samstarf og samráð við helstu aðila.

4. Hafa aðgerðaráætlana skýra og upplýsa um hana og fylgja henni eftir.

5. Vinna með hagsmuni fólks í fyrirrúmi.

 Spurningin hvort verið sé að vinna eftir þessum leiðum við úrlausn þeirra stóru verkefna sem á boðinu eru?

 


mbl.is Bretar fagna Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegar blekkingar?

Efitr Arnóri Sighvatssyni aðstoðar Seðlabankastjóra er haft  á visi.is í dag.

 

 „Þá sagði hann að þótt samdráttur eftirspurnar og aukið atvinnuleysi hefði dregið úr verðbólguþrýstingi, gæti enn töluverðra gengisáhrifa í hækkun vísitölu neysluverðs.

„Þau skýra 1,1% hækkun hennar í maí að mestu leyti. Tímabundin hækkun húsnæðisliðar vísitölunnar stuðlaði einnig að hækkun hennar. Tólf mánaða veðbólga minnkaði úr 11,9% í apríl í 11,6% í maí. Haldist gengi krónunnar og nafnlaun stöðug, er þess að vænta að verðbólgan hjaðni svipað og spáð var maí og verði nálægt 2,5% markmiðinu í byrjun næsta árs.“

 

Ef neysluvísitalan er skoðuð s.l. 3 mánuði kemur í ljós að verðbólguhraðinn er um 4%, og þá verður að geta þess að á þeim tíma hefur gengið veikst um 10%. Undirliggjandi verðbólga er því engin, heldur verðhjöðnun.

 

 

Það er mjög alvarlegt mál að Arnór Sighvatsson láti hafa sig í að tala um tólf mánaða verðbólgu, þ.e. breytingar á neysluvísitölu síðustu 12 mánuði, og gefa þannig í skyn að verðbólgan sé 11,6%. Fagmenn Seðlabanka verða að geta lyft sér upp fyrir flokkapólitíkina. Það mál vel vera að það sé sárt að sjá 12% stýrivexti á sama tíma og hér er verðhjöðnun. Það er hins vegar verkefnið að takast á við.  

 
mbl.is Vextir lækkaðir í 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júní 2009
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband