Inngrip inn í verðtrygginguna

Þrátt fyrir að boðaður hafi verið umtalsverð lækkun á stýrivöxtum, er almennt talið að lækkunin verði 1-2%. Ástæðan er inngrip frá AGS, vegna þess að þeir telji að stjórnvöld hafi ekki gert þær ráðstafanir til þess að draga úr ríkisrekstri sem gera þurfti. Stjórnvöld þurfa að taka þessa umræðu fyrir opnum tjöldum og jafnvel í beinni útsendingu, með fulltrúum AGS, auk sérfræðinga frá okkur.

 Stjórnvöld þurfa síðan að setja bráðabirgðalög þannig að þannig að  nauðsynlegar álögur t.d. á áfengi og bensín hækki ekki neysluvísitöluna.  


mbl.is Óvissa um stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnum um aðgerðir fyrir heimilin og fyrirtækin.

Það væri áhugavert að fá skoðanakönnun nú, um afstöðu til þess hvort almenningur telji að búið sé að byggja þá skjaldborg um heimilin  sem rætt var um fyrir kosningar. Einnig hvort almenningur telji að gert hafi verið nóg til þess að aðstoða fyrirtækin til þess að halda velli.

Í uppbyggingu eftir kreppur í öðrum löndum, hefur mestur árangur náðst með samstarfi ríkisvaldsins við lítil og miðlungsstór fyrirtæki. Með vaxtastefnunni sem ég þykist vita að t.d. Steingrímur Sigfússon standi ekki með, er verið að draga úr líkunum á því að árangur náist.  


mbl.is Niðurfelling þýðir kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt af stóru málunum.

Uppgjör á Icesave reikningunum er sannarlega eitt af stóru málunum. Þó að niðurstaðan í þessu máli virðist ætli að verða okkur hagstæðari en í upphafi var talið, er full ástæða til þess að skoða niðurstöðuna miðað við bjartsýna og svartsýna skoðun.

Það er áhugavert að sjá hversu virk Borgarahreyfingin hefur verið á þingi og komið sjónarmiðum sínum vel á framfæri. Vonandi halda þingmenn sjálfstæði sínu og veita ríkisstjórninni málefnalegt aðhald.

Fjölmiðlamaðurinn Þóra Kristín fær plús fyrir vinkilinn á fréttinni.


mbl.is Mótmæla Icesave samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðstjórn

Í nýrri bók Guðna Jóhannessonar kemur fram að Davíð Oddson lagði til þjóðstjórn þegar bankahrunið skall á. Samfylkingin hafi ekki viljað fara þá leið. Skiljanlegt og ekki skiljanlegt. Sjónarandstaðan var mjög veik, með Framsóknarflokkinn í mikilli upplausn og Frjálslinda flokkinn í öreindum. Vinstri Grænir sennilega eina stjórntæka aflið úr stjórnarandstöðunni. Verkefnið hefur ekki batnað nægjanlega og það þýðir skuldasöfnun hjá ríkissjóði. Mjög óráðlegar kosningar og þar með dráttur á að framkvæma nauðsynlegan niðurskurð. Það er vel skiljanlegt að sigurvegarar kosninganna hafi tekið ákvörðun að mynda stjórn, fyrstu vinstri stjórnina. Vandamálið er hins vegar svo stórt að sennilega er þjóðstjórn eina leiðin. Undiraldan verður bara stærri með hverri vikunni, og maður hefur á tilfinningunni að ráðamenn komi fram vikulega  og í stað að segja okkur hvað þeir ætli að gera koma ráðherrar fram og rauðir í framan og segja við þjóðina. ,,úps" síðan þurrka þau ennið og bæta við ,, þetta er miklu svakalegra en við áttum við" og síðna hverfa ráðherrarnir.

Þetta eykur bara vandann og ótta þjóðarinnar. Þjóðina þarf að upplýsa um stöðuna, og síðna segja okkur hvaða leiðir til lausna standi til boða og loks hvaða leið hafi verið valin og hvers vegna. Í skoðanakönnun kemur fram að stuðningur við ríkisstjórnina er ennþá mikill, en ég held að þegar kemur að næstu ákvörðunum þá muni fylgið hrynja.

Verkefnið er okkar

allra og ég sé ekki að það verði gert eins óvinsælar og aðgerðirnar munu verða, að lausnirnar verði teknar án þess hvaða flokkar eru í stjórn.
mbl.is Þyngri róður en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júní 2009
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband