Þjóðstjórn

Í nýrri bók Guðna Jóhannessonar kemur fram að Davíð Oddson lagði til þjóðstjórn þegar bankahrunið skall á. Samfylkingin hafi ekki viljað fara þá leið. Skiljanlegt og ekki skiljanlegt. Sjónarandstaðan var mjög veik, með Framsóknarflokkinn í mikilli upplausn og Frjálslinda flokkinn í öreindum. Vinstri Grænir sennilega eina stjórntæka aflið úr stjórnarandstöðunni. Verkefnið hefur ekki batnað nægjanlega og það þýðir skuldasöfnun hjá ríkissjóði. Mjög óráðlegar kosningar og þar með dráttur á að framkvæma nauðsynlegan niðurskurð. Það er vel skiljanlegt að sigurvegarar kosninganna hafi tekið ákvörðun að mynda stjórn, fyrstu vinstri stjórnina. Vandamálið er hins vegar svo stórt að sennilega er þjóðstjórn eina leiðin. Undiraldan verður bara stærri með hverri vikunni, og maður hefur á tilfinningunni að ráðamenn komi fram vikulega  og í stað að segja okkur hvað þeir ætli að gera koma ráðherrar fram og rauðir í framan og segja við þjóðina. ,,úps" síðan þurrka þau ennið og bæta við ,, þetta er miklu svakalegra en við áttum við" og síðna hverfa ráðherrarnir.

Þetta eykur bara vandann og ótta þjóðarinnar. Þjóðina þarf að upplýsa um stöðuna, og síðna segja okkur hvaða leiðir til lausna standi til boða og loks hvaða leið hafi verið valin og hvers vegna. Í skoðanakönnun kemur fram að stuðningur við ríkisstjórnina er ennþá mikill, en ég held að þegar kemur að næstu ákvörðunum þá muni fylgið hrynja.

Verkefnið er okkar

allra og ég sé ekki að það verði gert eins óvinsælar og aðgerðirnar munu verða, að lausnirnar verði teknar án þess hvaða flokkar eru í stjórn.
mbl.is Þyngri róður en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég held að það sé a.m.k. ljóst að núverandi stjórn ræður ekki við verkefnið. Það hefði verið farsælla að mynda þjóðstjórn á sínum tíma til að stuðla að meiri sátt í þjóðfélaginu.

Guðmundur St Ragnarsson, 3.6.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband