Aðildarviðræður

Í aðdraganda þessa máls, var hamrað á að verið væri að fara í aðildarviðræður, eða könnunarviðræður. Þegar búið er að samþykkja pakkann heitir þetta réttu nafni, að verið er að sækja um aðild að ESB. Í morgun kom fram að ef við ekki samþykktum Icesave þá legðust Hollendingar og Bretar gegn aðildarumsókn okkar. Þessu hefur að sjálfsögðu verið mótmæt lágum rómi, og leitast við að sussa á málið.

Nú verður Icesavesamningurinn keyrður í gegn á ofurhraði. Hann verður að sjálfsögðu ekki lagður undir þjóðaratkvæði, þar sem fólkið í landinu er svo vitlaust að það skilur ekki svona samning. Angry

Ég hvet alla sem eru á móti þessum samningum að sýna andstöðu sína og láta í sér heyra.


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlætingin

Við getum alveg haft skoðanir á því hvað er rétt og hvað er rangt, en í réttarríki þá tökum við ekki lögin í okkar hendur. Við fáum sérfræðinga og skipum sérstaka saksóknara og úr þeirra vinnu kemur vonandi eitthvað fyrr en seinna. Þegar almennir borgarar ákveða hins vegar að taka að sér dómsvaldið og framkvæmd hegninga erum við komnir út á mjög hættulega braut.

Í gær var afgreidd tillaga á þingi þar sem samþykkt er að sækja um aðild að ESB. Mörgum finnst það jaðra við landráð. Er þá komin réttlætanleg ástæða til þess að heimsækja heimili þeirra sem fremst stóðu í baráttunni fyrir að sækja um aðild að ESB? Viljum við slíkar aðgerðir?

Ríkisstjórnin má gjarnan fara að ganga í ,,stóru málin" sem fjalla um skjaldborgina um heimilin og aðstoð við lítil og miðlungastór fyrirtæki. Þeir sem réttlæta aðgerðir eins og þær að eru á villigötum. Hvar á þá að setja mörkin?


mbl.is Málning á hús Bjarna Ármanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leið B

Að sjálfsögðu hefur aðildarumsókn okkar, sem sumir vilja kalla aðildarviðræður til þess að blekkja þjóðina, mikil áhrif í Noregi. Ég byrjaði að blogga um norsku krónuna á vormánuðum 2008 löngu fyrir bankahrunið. Þá voru við of stórir til þess að skoða aðra mynt. Ef við hefðum þá farið í viðræður við Norðmenn þá hefðu þeir eflaust tekið okkur fengins hendi.

Samkvæmt skoðanakönnunum hefur meirihluti þjóðarinnar viljað láta reyna á aðildarumsókn í ESB og sjá hvað sé í boði fyrir okkur. Meirihluti þjóðarinnar er hins vegar sannfærður um að það sem í boði sé, teljum við ekki ásættanlegt. Í þjóðaratkvæðagreiðslu munum við því fella tillöguna.. og hvað þá?

Norðmenn hafa hagsmuni að gæta. Vonandi erum við eftir 2-3 ár eitthvað farin á koma okkur upp úr öldudalnum. Að sjálfsögðu eftir að hafa fellt Icesavesamninginn. Þá er kominn tími til þess að hefja viðræður við frændur okkar Norðmenn um að taka upp norsku krónuna.  Þær viðræður eigum við að sjálfsögðu að undirbúa strax. Ef leið B er ekki fær, verðum við að skoða leið C, sem væri að taka upp dollar.


mbl.is Hefur ótvíræð áhrif í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínaflensa?

Það getur verið áhugavert að lesa fyrirsagnir blaðanna og netfjölmiðlanna.

Á Visi.is mátti nú lesa:

Alþingi hafnaði tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þorgerður situr hjá.

Guðríður Lilja situr hjá.

Varaformaður Framsóknar vill í aðildarviðræður.

Ragnheiður sagði já, við aðildarumsókn að ESB.

og loks Cherie Blair með svínaflensu.

 Þá er málið ljóst og útskýrt. Allt tal ESB elítunnar á blöðunum um einhverja spennandi kosningu, var að sjálfsögðu fjarstaða. Næst mun þetta lið samþykkja Icesave.


Mun Svavar Gestsson mun leiða aðildarviðræður við ESB?

Verið er að búa til spennu um ESB, eins og um væri að ræða spennandi kappleik sem framundan væri. Svo er ekki. Þingmenn eru 63 og það þarf tiltölulega skamman tíma til þess að finna út, hverjir munu greiða atkvæði með, hverjir munu sitja hjá, og hverjir greiða atkvæði í á móti. Allt þetta er þekkt. Ef uppá vantar munu einhverjir stjórnarliðar sem annars myndu greiða atkvæð á móti, sitja hjá og tryggja að málið nái fram að ganga. Það er því engin óvissa um ESB.

Samkvæmt algjörlega óstaðfestum fréttum réði sú tillaga Samfylkingarinnar úrslitum í afstöðu Vinstri Grænna, að Svavar Gestsson myndi leiða aðildarviðræðurnar við ESB! Þá var bara ekki hægt að hafna.


mbl.is Mikil óvissa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álit flokksins!

Álit flokksins Fulltrúar frá Seðlabanka koma fundi hjá þingnefndum Alþingis vegna Icesave samningsins og m.a. lögfræðingar. Í löfræðiáliti Seðlabankans koma fram alvarlegar athugasemdir um Iceesavesamninginn hvenig að honum var staðið. Árna Þór Sigurðssyni er alveg sammála um faglegt mat lögfræðinga Seðlabankans, hann spyr um álit Seðlabankans. Eflaust getur hann fengið hagfræðimenntaða stjórnendur Seðlabankans til þess að draga í land, eða pólitísk skipaða stjórn Seðlabankans til þess að hafa allt annað ályt. Það kannski hentar betur.

Málið snýst ekki um faglegt mat okkar bestu manna, enda réði það viðhorf þegar samninganefndin frá Íslandi var send út. Það er hins vegar mat mjög margra fagmanna að mun betur hafði átt að semja og val samninganefndarmanna okkar hafi verið verulega ábótavant. Steingrímur Sigfússon segist bera ábyrgð á þeirri vinnu. Í ljósi stöðunnar á að fella þennan samning vegna þess að hann er óásættanlegur. Ef Steingrímur er ekki að persónugera þá útkomu er okkur kjósendum það sléttsama.

Það að blanda Davíð Oddson inn í þetta mál var e.t.v. sniðugt hjá Árna Þor Sigurðssyni þá mínútu sem hann lét það út úr sér. Hins vegar er í því fólgin hótun til starfsmanna Seðlabankans og skilaboð frá ríkisstjórninni sem er afar óheppileg. Hótanir úr stjórnmálum sem tilheyrðu stjórnarháttum fyrri tíma.


Hrós dagsins

Hrós dagsins fær Ásmundur Einar Daðason fyrir einarða afstöðu sína í ESB málinu. Nú er það svo að skoðanir eru skiptar í öllum flokkum um ESB. Skoðanakannanir hafa þó ítrekað sýnt að meirihluti þjóðarinnar styður aðildarviðræður við ESB, en jafnframt telur meirihlutinn að ekki muni nást viðunandi niðurstaða. Ásmundur heldur því fram að ekki sé um neinar aðildarviðræður að ræða, heldur séum við að sækja um aðild að ESB, sem sem leiði til samningi sem síðan verði lagður fyrir þjóðina. Hann telur líka ljóst að viðunandi samningur muni ekki nást m.a. um landbúnað og sjávarútveg.

Það er mjög óvenjulegt þegar tiltölulega nýbyrjaður þingmaður tekur til sín taka eins og Ásmundur hefur gert. Það kemur ekki þeim á óvart sem til hans þekkja. Hér er á ferðinni stjórnmálamaður sem gusta mun af. Hann þorir að hafa skoðanir, getur rökstutt þær og fylgja þeim eftir. Jafnframt er hann málefnalegur. Það eru svona þingmenn sem við viljum hafa á þingi. Hvar í flokki sem þingmenn eru.


mbl.is Sjálfstæðismenn hrósa Ásmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnrýna Icesave-samning harðlega

Rúv var með þessa áhugaverðu fétt í kvöld. Bæti engu við. Alþingi getur ekki samþykkt þennan samning.

Gagnrýna Icesave-samning harðlega

Seðlabankinn gagnrýnir Icesave-samningana harðlega og telur að samkvæmt samningnum geti lánið, þar með öll erlend lán ríkisins, gjaldfallið ef fyrirtæki á borð við Landsvirkjun og Byggðastofnun greiði ekki á gjalddaga.

Lögfræðingar Seðlabankans gagnrýna Icesave-samninga harðlega í lögfræðiálit sem þeir hafa kynnt þingnefndum. Þeir telja að samkvæmt samningnum geti lánið sem tengist Icesave samningnum og þar með öll erlend lán ríkisins gjaldfallið ef fyrirtæki á borð við Landsvirkjun og Byggðastofnun greiði ekki á gjalddaga.

Fulltrúar Seðlabankans kynntu tveimur þingnefndum í morgun greiningu sína á skuldastöðu og skuldaþoli ríkisins í tengslum við Icesave-samninginn. Þá var lögfræðiálit kynnt nefndunum þremur sem eru efnahags og skattanefnd og fjárlaganefnd. Seðlabankinn biður enn um að þær tölulegu upplýsingar sem gefnar eru séu ekki gerðar opinberar strax.

Í lögfræðiáliti Seðlabankans kemur fram að ekki var leitað til lögfræðinga bankans við samningsgerðina og hafa þeir því ekki áður gefið álit sitt, hvorki á ríkisábyrgðinni né Icesave samningum. Þeir benda á að ekki verði séð að nein tilvísun sé í samningnum til hinna umsömdu Brussel viðmiða um að taka tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og að íslenska ríkið virðist ekki eiga beinlínis rétt á að samningurinn skuli tekinn upp og endursamið. Þá kemur fram í lögfræðiálitinu að greiði fyrirtæki eins og Landsvirkjun eða Byggðastofnun ekki af lánum sínum hærri en 10 milljón pund, á gjalddaga, sem ríkið ábyrgðist, gæti Icesave-lánið og þar með öll erlend lán ríkisins gjaldfallið.

Í dag kom síðan önnur frétt frá RÚV.  

 

Þingnefndir blekktar

Þingnefndir blekktar
Árni Þór Sigurðsson

Gagnrýni lögfræðinga Seðlabankans á Icesave-samninginn er persónuleg skoðun lögfræðinganna en ekki formlegt álit Seðlabankans.

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir nefndirnar hafa verið blekktar með framferði lögfræðinganna.

Lögfræðingar Seðlabankans funduðu með utanríkismálanefnd í gær og gagnrýndu þar Icesave -amning ríkisstjórnarinnar harðlega. Í gærkvöldi fékk Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, bréf þar sem borið var til baka að þetta væri álit Seðlabankans og þessu lýst sem persónulegu áliti lögfræðinganna.

 Árni segir að enginn í nefndinni hafi vitað annað en lögfræðingurinn talaði máli Seðlabankans í fundinum og  gagnrýnir þessi vinnubrögð harðlega.

Árni segir það draga mjög úr trúverðugleika álitsins þegar einstaklingur komi fram og tali í nafni vinnustaðar sins, í þessu tilviki Seðlabankans, og komi svo fram síðar og segist ekki hafa verið að tala fyrir hönd stofnunarinnar. Hann segist velta því fyrir sér hvort menn séu þarna á einhverju einkatrippi.

Árni segir að vissulega hafi lögfræðingar rétt á eigin skoðunum en það megi þá ekki koma fram á vegum Seðlabankans.

Árni segir að þegar fólk komi fram í nafni Seðlabankans ljái það málflutningi sínum aukið vægi, það sé verið að blekkja þingnefndirnar með þessum hætti. Árni segist ekki vita hvort um pólitískan tilgang hafi verið að ræða með þessu lögfræðiáliti, hins vegar spyr hann sig hvort fólk átti sig á því að það sé ekki ennþá að vinna fyrir Davíð Oddsson.

 

 


Fyrst útrásarvíkingarnir og svo stjórnvöld.

Þegar íslenska hrunið verður greint þegar frá líður, munu útrásarvíkingarnir örugglega fá afar slaka einkunn. Ég óttast að þá muni koma fram að mistök hafi verið gerð á fyrstu vikum eftir hrunið. Sum þeirra verða eflaust skrifuð á það upplausnarástand sem þá ríkti. Það gæti farið svo að núverandi stjórnvöld fái verstu dómana,. Fyrst  að hafa gert arfalélega samninga og það sem verra er knýja fram staðfestingu á þeim fyrir Alþingi þó að í ljós hafi komi þrátt fyrir að hafa verið bent á ágalla þeirra.  
mbl.is Starfsmenn AGS mótmæltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að borga hudruði milljarða að óþörfu?

 Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður og fyrrum borgardómari skrifaði stórmerkilega grein fréttablaðið föstudaginn 10 júlí. Þótt greining hafi vakið feiknarathygli ætla ég að halda henni til haga hér. 
ragnar hall
Ragnar Hall
 Er þetta rétt reiknað?
Um þessar mundir er hart deilt um það hér á landi hvort ríkissjóður eigi að taka á sig mörg hundruð milljarða króna skuldbindingu vegna Icesave innlánsreikninga Landsbankans í Bretl

Um þessar mundir er hart deilt um það hér á landi hvort ríkissjóður eigi að taka á sig mörg hundruð milljarða króna skuldbindingu vegna Icesave innlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Þótt hart sé deilt og margir láti málefnið til sín taka þykir mér á það skorta að gerð sé viðhlítandi grein fyrir því hvernig hin ætlaða skuldbinding hefur verið reiknuð út. Ég tel mig hafa ástæðu til að ætla að rangir útreikningar hafi leitt til þess að skuldbinding Íslands hafi verið ofmetin í samningsgerðinni.

Í eftirfarandi samantekt leiði ég hjá mér þann ágreining sem mest hefur verið fjallað um opinberlega, þ.e. hvort íslenska ríkið sé yfirleitt skuldbundið til að leggja Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta til fjármagn svo að sjóðurinn rísi undir skuldbindingu sinni gagnvart hinum erlendu innstæðueigendum. Þess í stað gef ég mér það, rétt eins og samninganefnd Íslands hefur gert, að Íslandi sé skylt að leggja þessa fjármuni til. Spurningin sem þá stendur eftir er þessi:

Hvernig gerum við dæmið upp?

Þar sem Landsbanki Íslands hf. er gjaldþrota verða menn að nálgast viðfangsefnið eftir þeim reglum sem gilda um gjaldþrotaskipti - engu breytir í því sambandi þótt bankinn sé í umsjá skilanefndar og úrskurður hafi ekki verið kveðinn upp um gjaldþrotaskipti. Kröfur Icesave-eigenda eru forgangskröfur við gjaldþrotaskipti, hliðsettar launakröfum eftir þá breytingu sem gerð var á réttindaröð krafna með svokölluðum neyðarlögum í október síðastliðnum. Þessir kröfuhafar eiga líka rétt á því að hinn íslenski tryggingasjóður greiði þeim út 20.887 evrur fyrir hvern slíkan reikning sem svo há innstæða var á eða hærri (að sjálfsögðu lægri upphæð ef innstæðan var lægri). Ef tryggingasjóðurinn gerir þetta, hvert er þá næsta skref?

Um leið og tryggingasjóðurinn greiðir út, þá eignast hann kröfu innstæðueigandans að því marki sem greitt er. Svo dæmi sé tekið um kröfu að fjárhæð 100.000 evrur, og íslenski tryggingasjóðurinn greiddi 20.887 evrur af henni, þá ætti tryggingasjóðurinn 20,887% af þessari kröfu en innstæðueigandinn ætti sjálfur 79,113% eftir.

Gefum okkur það síðan að breski tryggingasjóðurinn eigi að tryggja innstæðueigendum allt að 50.000 evrur af hverjum reikningi samkvæmt þarlendum reglum. Það þýðir að breski sjóðurinn greiðir 29.113 evrur til innstæðueigandans, sem þá á eftir 50% af upphaflegri kröfu sinni. Breska ríkið hefur síðan leyst til sín þennan hluta kröfunnar líka, umfram skyldu að mér virðist, en það skiptir ekki máli hér.

Túlkun á gjaldþrotareglum

Þá er ég kominn að kjarna málsins: Hvað á hver þessara aðila að fá stóran hluta upp í kröfu sína úr þrotabúi Landsbankans? Eigendur innstæðunnar, sem upphaflega var 100.000 evrur, eru nú orðnir þrír. Eru þeir jafnsettir við úthlutunina, eða hefur einhver þeirra forgang á annan? Ef þeir eru allir hliðsettir, þá mundi upphaflegi innstæðueigandinn fá úthlutun upp í eftirstöðvarnar jafnvel þótt úthlutunin væri undir 50% upp í forgangskröfur - það getur augljóslega ekki gengið. Tryggingasjóðirnir eiga að tryggja innstæðueigendum ákveðna lágmarksgreiðslu. Af því leiðir, að þegar þeir hafa gert það hlýtur úthlutunin fyrst að ganga til uppgjörs á þeim hluta sem tryggingasjóðirnir hafa leyst til sín. Á sama hátt hlýtur úthlutunin fyrst að ganga upp í kröfur íslenska tryggingasjóðsins áður sá breski fær nokkuð, því að skuldbinding breska sjóðsins kemur á eftir íslenska sjóðnum. Sá breski greiðir aðeins mismunarfjárhæð á 20.887 evrum og 50.000 evrum og þarf ekkert að greiða ef fjárhæðin er lægri en 20.887 evrur.

Röng útlegging

Í frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi um heimild til handa fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán tryggingasjóðsins til að gera upp Icesave-skuldbindingarnar segir m.a.:

"Íslenski tryggingarsjóðurinn fær framselda kröfu breska tryggingarsjóðsins og hollenska Seðlabankans í bú Landsbankans. Erlendu aðilarnir munu síðan sjálfir gera kröfu í búið vegna þess sem umfram er og þeir hafa fjármagnað. Í samningnum er sérstakt ákvæði sem áréttar að sjóðirnir muni njóta jafnræðis þegar kemur að úthlutun úr búi Landsbankans, þ.e. fá upp í kröfur sínar í jöfnum hlutföllum, en það er í samræmi við þá túlkun á gjaldþrotalögunum sem almennt hefur verið uppi (leturbreyt. RHH)."

Ég tel að þessi útlegging sé alröng og að hún fái með engu móti staðist. Ég hef unnið talsvert við lagaframkvæmd í sambandi við gjaldþrotaskipti um alllangan tíma. Ég kannast ekki við þá lagatúlkun sem hér er haldið fram að hafi almennt tíðkast. Þvert á móti held ég því fram að lagaframkvæmdin hafi verið þveröfug. Um það nægir að vísa til þeirra ótalmörgu tilvika þar sem Ábyrgðasjóður launa hefur leyst til sín hluta launakrafna í þrotabú.

Ég hef ekki aðstöðu til að reikna það út, hve miklu munar á þessum útreikningsaðferðum, en mig grunar að það geti skipt hundruðum milljarða króna. Það er trúlega skýringin á því að í samninginn skuli hafa verið tekið sérstakt ákvæði um þetta - hér hafa einfaldlega verið gerð skelfileg mistök okkar megin - og þá er ekki erfitt að skilja að Hollendingar segi að ekki komi til greina að taka samningaviðræður upp að nýju!

Höfundur er

hæstaréttarlögmaður


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júlí 2009
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband