Réttlætingin

Við getum alveg haft skoðanir á því hvað er rétt og hvað er rangt, en í réttarríki þá tökum við ekki lögin í okkar hendur. Við fáum sérfræðinga og skipum sérstaka saksóknara og úr þeirra vinnu kemur vonandi eitthvað fyrr en seinna. Þegar almennir borgarar ákveða hins vegar að taka að sér dómsvaldið og framkvæmd hegninga erum við komnir út á mjög hættulega braut.

Í gær var afgreidd tillaga á þingi þar sem samþykkt er að sækja um aðild að ESB. Mörgum finnst það jaðra við landráð. Er þá komin réttlætanleg ástæða til þess að heimsækja heimili þeirra sem fremst stóðu í baráttunni fyrir að sækja um aðild að ESB? Viljum við slíkar aðgerðir?

Ríkisstjórnin má gjarnan fara að ganga í ,,stóru málin" sem fjalla um skjaldborgina um heimilin og aðstoð við lítil og miðlungastór fyrirtæki. Þeir sem réttlæta aðgerðir eins og þær að eru á villigötum. Hvar á þá að setja mörkin?


mbl.is Málning á hús Bjarna Ármanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ég er reyndar hissa á að ekki skuli vera búið að brenna þessi hús.

Það þarf að sýna þessum köllum (og hinu opinbera) hvað okkur finnst um þá.

Þegar Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir brotabrot af því sem þessir gæjar gerðu, held ég að flestir hafi fengið nóg.

Þessa menn á að taka úr umferð, og dæma til þyngstu refsingar. Með því sendum við heiminum þau skilaboð, að þetta muni aldrei gerast aftur, og kannski þá fengjum við virðingu aftur.

Hvað sagði Þorvaldur Gylfason ? Ísland - þjófabæli ?

Börkur Hrólfsson, 17.7.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Í réttarríkinu ráða lög fremur en menn. Menn hafa misjafnar skoðanir. Ef menn taka ákvarðanir um að brenna hús til þess að framfylgja réttlætinu, gætu mjög mörg hús orðið eldinum að bráð.

Hvað gerir það að verkum að menn sem hafa framið stór afbrot eru strax teknir höndum í Bandaríkjunum en seint hér þarf að kanna. Sennilega vegna þess að lög landanna eru mismunandi. Ef svo er þarf að breyta lögum okkar.  

Sigurður Þorsteinsson, 18.7.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband