22.7.2010 | 23:05
Klassalið
Blikar geta verið stoltir yfir frammistöðu liðsins í UEFA keppninni í ár. Tap með einu marki á útivelli og síðan einnig á heimavelli gegn Motherwell er glæsileg frammistaða. Menn geta auðvitað verið svekktir að hafa ekki nýtt ákjósanleg færi, en þess þá heldur ættu menn að vera ánægðir með frammistöðuna. Ef gagnrýna ætti eitthvað í leiknum í kvöld var að liðið hefði mátt halda boltanum betur á fremsta þriðjungi vallarins, í stað þess að stinga inn. Frammistaða Breiðabliks gerði mann stoltan yfir þeirri uppbygginu sem verið er að vinna.
Mér fannst fyrir leik að stuðningsmenn töluðu um það sem sjálfsagðan hlut að Breiðablik færi áfram. Að mínu mati er þetta óraunsæ beinlínis skaðleg krafa. Breiðablik er með mjög gott áhugamannalið, sem byggt er ungum leikmönnum. Með aukinni reynslu getur liðið komist á næsta stig og farið að ögra atvinnumannaliðum á góðum degi. Breiðablik er ekki komið í getu sambærilega og Barcelona, en er á leiðinni upp.
![]() |
Blikar úr leik eftir annað tap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2010 | 07:34
Atvinnuleysi er ástæðulaust!
![]() |
Kreppan bitnar á körlum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2010 | 23:26
Er tilgáta Bjarkar rétt?
Er það rétt að salan á HS Orku til Magma Energy sé hluti af sukki til þess að borga Iceavedæmið? Var þá arfavitlaus samningagerð sem Samfylkingin og hundadeild VG reyndi að þrýsta í gegnum Alþingi, leið til þess að segja okkur í enn verri stöðu? Var þá meiningin að selja fleiri auðlyndir, tilneyddir? Er það rétt að núverandi ríkisstjórn hafi ekki tekið tillit til réttaróvissu varðandi gengislánin, og skuldbundið ríkissjóð um hundruð milljóna til þess eins að neyða íslenska þjóð í þrot? Er helsta ástæða þess að Samfylkingin leggur alla sína orku til þess að koma okkur í ESB sú, að þar með missum við alla yfirumsjón með auðlindum okkar?
Er ekki kominn tími til þess að kalla saman Landsdóm. Ganga landráðamenn lausir?
![]() |
Býður Björk hlut í Magma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.7.2010 | 14:12
Logi farinn - Rúnar tekur við.
Það hefur legið nokkuð lengi í loftinu að farið var að hitna undir Loga. Það hefur verið sagt um KR að þar hafi óþolinmæðin ráðið ríkjum, en það hefur ekki gilt í ár. Logi hefur náð athyglisverðum árangri í Vesturbænum og það má finna bæði virðingu og þakklæti þegar hann hættir störfum. Gengi KR er hins vegar í ár er hins vegar alls ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Mannskapurinn er afar góður, umgjörðin gerist vart betri, en spilamennskan ekki góð, og ekki á uppleið. Efnasambandið gekk hreinlega ekki upp. Logi er með skemmtilegustu mönnum, en nú var meira að segja léttleikinn farinn.
Rúnar sem tekur við var einn okkar besti landsliðsmaður í fjölda ára. flinkur og útsjónarsamur leikmaður. Það verur hins vegar að koma í ljós hvort þeir hæfileikar nýtast við að byggja liðið upp. Rúnar verður ekki einn. Pétur Pétursson hefur sýnt að hann er afburðarþjálfari. Hann mætir til þess að byggja upp.
Áður hefur Luka Kostic verið látinn taka pokann sinn, það hefur ekki skilað sér sem skyld, enn sem komið er. Það þarf ekki mikið að gerst í þessari deild, þar til að fleiri þjálfarar finni stólana sína hitna.
![]() |
Loga sagt upp hjá KR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.7.2010 | 16:11
Nýstjórnhyggjan.
Nýstjórnhyggjan er eins og nýfrjálshyggjan öfgastefna. Þær eru svo nálægt hvor annari að að þær ná saman á skottunum. Nýfrjálshyggjan náði fótfestu hérlendis m.a. með stuðningi nýstjórnhyggjuaflanna. Nýfrjálshyggjan er skilgreind sem óheft frelsi. Ekkert aðhald, ekkert eftirlit. Þar sem markaðsbrestir eru ávallt til staðar er aðhald nauðsynlegt svo og eftirlit. Aðeins öfgamenn til vinstri vilja ekki markaðskerfi. Þeir hafa verið í holunum hérlendis eftir hrun kommúnismans, en þar sem ekkert uppgjör fór fram, voru þeir snöggir að koma skríðandi fram úr holum sínum eftir hrunið. Sumir þeirra rifu kjaft, aðrir gerðust svo djarfir að stýra samninganefndum fyrir Ísland. Þegar setja átti fjölmiðlum ramma hér um árið, sem hefði stuðlað að því að fjölmiðlarnir hefðu haft aðhald að útrásarvíkingnum þá voru tveir flokkar alfarið á móti. Samfylkingin og VG. Þegar útrásarvíkingarnir ákváðu að taka völdin var það gert með stuðningi tveggja flokka, jú mikið rétt Samfylkingarinnar og VG.
Það sem einkennir nýstjórnhyggjuna er gríðarleg þörf fyrir völd án nokkrar þekkingar á verkefnunum sem leysa þarf. Hið opinbera skal vera ráðandi í atvinnurekstri og almenningur er barinn til hlýðni. Allt frumkvæði skal kreist úr þjóðinni. Þetta rúma ár sem þessi óhæfustjórn hefur verið við völd hefur sýnt okkur að nýstjórnhyggjan er engu betri en nýfrjálshyggjan. Hugmyndafræðin er ekki fengin til Norðurlandanna. Hún er fengin austar. Hér er ríkisstjórn að reina að endurreisa hugmyndafræði, sem er löngu fallin. Bara sami úlfurinn í nýrri sauðargæru.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.7.2010 | 13:18
Sannarlega gott mál - hér er reikningsnúmerið!
Framlag Ómars til nátturuverndar og til að kynna þjóðnni landið okkar er ómetanlegt.
Hér er svo reikningurinn sem hægt er að leggja inn á.
Kt: 160940 4929
Reikn: 0130 26 160940
![]() |
Ómar Ragnarsson fær milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2010 | 16:02
Þarf að gjörbreyta vinnubrögðum varðandi ráðningum í opinberar stöður?
Nú eftir sveitarstjórnarkosningar eru sveitarfélögin að ráða sveitar eða bæjarstjóra. Áberandi er hversu margar stöður eru auglýstar og samkvæmt upplýsingum er leitast við að fá fagfólk til þess að meta umsækjendur. Líkur eru á að með þessari aðferð fáist faglega hæfari einstaklingar til starfa. Sérfræðingarnir mæla oft með 2-4 einstaklingum, sem sveitarstjórnarmennirnir taka síðan endanlega afstöðu til.
Á sama tíma og það virðist vandað er til verka hvað varðar sveitarstjórnarstigið, er ekkert slíkt ferli í gangi þegar valdir eru ráðherrar í ríkisstjórn. Reynslan hefur sýnt okkur að í þessar stöður hafa oft ráðist algjörlega óhæfir einstaklingar. Ef Ísland væri fyrirtæki hverjum dytti í hug að ráða dýralækni, eða mann með hlutanám í jarðfræði sem fjármálaráðherra. Skipanir í þetta embætti á víðsjárverðum tímum hefur reynst þjóðinni afar dýrkeypt. Hvaða sérfræðingi í ráðningarmálum dytti í hug að ráða fyrrum flugfreyju, með afar litla leiðtogahæfileika og litla tungumálakunnáttu í starf forsætisráðherra? Það gildir einu þó að hún hafi verið farsæl sem félagsmálaráðherra og hafi margt gott til síns ágætis.
Getur veri að það sé kominn tími til þess að skipa ríkisstjórn á annan og faglegri hátt? Er það tilviljun að tveir vinsælustu ráðherrar þessarar ríkisstjórnar eru utan þings.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.7.2010 | 21:41
Rauða málningin - er eitthvað að frétta?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.7.2010 | 07:37
Öflugur Talsmaður neytanda
![]() |
Afturkalli tilmæli sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2010 | 07:16
Innrásin frá Mars á Íslandi sumarið 2010
Orson Welles gerði allt vitlaust á sínum tíma með útvarpsþætti sínum um innrásina frá mars. Fjöldi manns þusti út á götur ofsahræddir, en þetta var þá bara blekking. Nú sumarið kom önnur innrás frá Mars, nú til Íslands. Strákur er sendur að höfuðstöðvum Magna í Svíþjóð og kemst að því að engin starfsemi er í skúffufyrirtækinu. Svandís Svavarsdóttir bregst harkalega við og ásakar Iðnaðarráðuneytið að hafa unnið að óheilindum. Fjölmiðlar taka þátt er Iðnaðarráðherra tekur til varna og segir. ,,Þetta lá alltaf fyrir" ,, Rannsókn, rannsókn" er kallað. Svo er allt búið leikstjórinn brosir í kampinn. Gott leikrit.
Í fjarska faðmar fjármálaráðherra nokkra spunameistara. Hann er með allt á hælunum. Hafði komið sér í þá stöðu að að fjölmiðlar færu að spyrjast út úr því hvort hann hafi gert alvarleg mistök við yfirfærslu bankanna að gera ekki ráð fyrir ólögmæti gengistryggingu lána,þrátt fyrir mikla réttaróvissu. Að ríkissjóður væri hugsanlega að fá á sig hundruð milljarða króna skell, hans vegna. Fjölmiðlamennirnir eru orðnir svo fáir og laskaðir, að þeir hafa hvorki getu né orku til þess að fara í málið. Sumri þeirra eru hræddir vegna falls 365 miðla. Missa þeir vinnuna? Fjármálaráðherra reynir að koma sér í skjól.
Innrásin frá Mars á Íslandi sumarið 2010, var líka blekking. Blekking til þess að Steingrímur Sigfússon klæmist í skjól.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10