Þarf að gjörbreyta vinnubrögðum varðandi ráðningum í opinberar stöður?

Nú eftir sveitarstjórnarkosningar eru sveitarfélögin að ráða sveitar eða bæjarstjóra. Áberandi er hversu margar stöður eru auglýstar og samkvæmt upplýsingum er leitast við að fá fagfólk til þess að meta umsækjendur. Líkur eru á að með þessari aðferð fáist faglega hæfari einstaklingar til starfa. Sérfræðingarnir mæla  oft með 2-4 einstaklingum, sem sveitarstjórnarmennirnir taka síðan endanlega afstöðu til.

Á sama tíma og það virðist vandað er til verka hvað varðar sveitarstjórnarstigið, er ekkert slíkt ferli í gangi þegar valdir eru ráðherrar í ríkisstjórn. Reynslan hefur sýnt okkur að í þessar stöður hafa oft ráðist algjörlega óhæfir einstaklingar. Ef Ísland væri fyrirtæki hverjum dytti í hug að ráða dýralækni, eða mann með hlutanám í jarðfræði sem fjármálaráðherra. Skipanir í þetta embætti á víðsjárverðum tímum hefur reynst þjóðinni afar dýrkeypt. Hvaða sérfræðingi í ráðningarmálum dytti í hug að ráða fyrrum flugfreyju, með afar litla leiðtogahæfileika og litla tungumálakunnáttu í starf forsætisráðherra? Það gildir einu þó að hún hafi verið farsæl sem félagsmálaráðherra og hafi margt gott til síns ágætis.

Getur veri að það sé kominn tími til þess að skipa ríkisstjórn á annan og faglegri hátt? Er það tilviljun að tveir vinsælustu ráðherrar þessarar ríkisstjórnar eru utan þings.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Kanski var hún farsæl sem félagsmálaráðherra,alla vega hélt ég það. En samkvæmt upplýsingu eins viðmælanda á útv Sögu,fyrir u.þ.b. mánuði,braut hún jafnréttislög. Auglýst var laust starf hjá Féló,konan sótti um var vel menntuð auk þess hafði hún reynslu. Ráðinn var karlmaður,sem hafði hvorki eins mikla reynslu og hún,auk minni menntunar. Tek fram að  konan sagði sjálf frá og sagði til nafns. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 16.7.2010 kl. 23:18

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona að benda á að Jóhanna var kynnt sem forsætisráðherraefni Samfylkingar og var forsetisráðherra þegara síðustu kosningar fóru fram og Samfylking og Vg fengu um 52% greiddra atkvæða. Þannig virkar lýðræði.

Það er ekki hægt að líkja þjóð eða ríki við fyrirtæki hvað þetta varðar. Ekki veit ég til þess að í fyrirtækjum hafi stafsfólk nokkuð um það að segja hver ráðinn er sam forstjóri.  Það eru hluthafar eða stjórn sem ráða þá.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.7.2010 kl. 00:03

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Helga það sem ég kynntist verkum Jóhönnu sem félagsmálaráðherra var að í þeim málaflokki var hún mikil hugsjónamanneskja og barðist með oddi og egg fyrir þeim sem  minna máttu sín. Hún hefur eflaust gert einhver mistök í starfi. Jóhanna átti hins vegar ekkert auðvelt með að vinna með öðrum ráðherrum og sem forsætisráðherra hefur hún staðið sig illa.

Magnús með miklum fjölmiðla og fjárhagslegum stuðningi Jóns Ásgeirs komst þessi ríkisstjórn að. Nú stefnir í næstu kosningar og þá er enginn Jón Ásgeir. Þrátt fyrir að kosið sé til Alþingis þá þurfa ráðherrarnir ekki að koma úr stjórnmálaflokkunum. Núverandi dómsmálaráðherra er t.d. er ekki alþingismaður, og hún er ber höfuð og herðar yfir aðra ráðherra. 

Sigurður Þorsteinsson, 17.7.2010 kl. 09:15

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurður. Nú talar þú eins og það sé óumdeilanlegt að sú aðferð sem notuð er hjá "fagfólki" sé sú eina rétta. Ég hef lengi haft mínar efasemdir um það. Ég lærði starfsmannastjórnun í EHÍ og þar fannst mér allt of mikið vera einblint á staðlaðar hugmyndir og aðferðir en lítið um huglægt mat á fólki og karakterum umsækjenda. Staðalímyndir skilurðu. Fagfólkið mælir með þeim sem hafa mestu menntun í langflestum tilfellum og fyrra sig ábyrgð á þjónustunni ef verkkaupi velur einhvern. Þar með eru þau að taka út valkostinn eða veikja hann mikið. Annars er það rétt sem Magnús segir hér á undan. Menn völdu vitlaust og verða að taka því :) kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.7.2010 kl. 09:19

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Kolla ég ætla að taka undir með þér hvað varðar algildar aðferðir. Hins vegar held ég að það sé alls ekki sjálfgefið að ráðherrar séu valdir úr röðum þingmanna.

Þetta veður var sérstaklega pantað fyrir þig, til þess að þú getir lækkað forgjöfina.

 bestu kveðjur 

Sigurður Þorsteinsson, 17.7.2010 kl. 11:37

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

haha takk fyrir það Sigurður. Ég er að fara í afmælispartý til Röggu Sig og vona að það hafi góð áhrif á mig þegar ég spila á morgun. Ég hef aldrei slegið eins vel og langt og þegar hún var að taka mig með sér nokkrar holur á Holtinu og var með henni í holli á Costa Ballena í fyrra þegar ég fór holu í höggi . Geturðu framlengt þessu veðri til morguns...

Nei ég held að ráðherrar ættu ekki að vera þingmenn líka  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.7.2010 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband