
10.7.2009 | 13:36
Að trúa á jólasveininn
Lars Peder Brekk, landbúnaðarráðherra Noregs, segir að Íslendingar trúi á jólasveininn úr því að við höldum að við getum fengið sérstakar undanþágur varðandi sjávarútvegsmál innan Evrópusambandsins. Hann er sammála meirihluta þjóðarinnar sem telur að við munum ekki ná þeim samningsmarkmiðum sem við teljum okkur þurfa að ná í viðræðum við ESB.
Ásmundur Daðason ætlar að fara eftir sannfæringu sinni í þessu máli, og það kemur ekki á óvart. Það er óvenjulegt að jafn ungur þingmaður stimpli sig svo rækilega inn á Alþingi eins og Ásmundur hefur gert. Sennilega trúir Ásmundur ekki á jólasveininn, hvað svo sem hann hefur gert þegar hann var yngri. Hann trúir hins vegar á sjálfan sig og það er mikilvægt.
![]() |
Hefði þýtt stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.7.2009 | 22:06
Mikilvægur sigur
Fjölnir náði mikilvægum sigri á móti Stjörnunni í kvöld. Með því kemst Fjölnir upp fyrir bæði Grindavík og IBV á stigatöflunni í fallbaráttunni. Mikilvægur sigur. Fjölnir sem stóð sig svo vel á sínu fyrsta ári í deildinni í fyrra hefur verið að hiksta. Það er hins vegar alþekkt, því annað árið hefur reynst mörgum félögum dýrkeypt. Fjölnir missti mikilvæga menn en fékk lítið í staðinn sem gerði verkið erfiðara. Félagið á þó mjög frambærilegan annan flokk sem gæti komið að góðum notum þegar líða fer á mótið. Bæði IBV og Grindavík hafa verið að sýna miklar framfarir og því verður baráttan hörð hjá Fjölnismönnum. Feiknarefnilegur leikmaður Fjölnis Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn á í lokin. Verður gaman að sjá hvernig hann kemur út þegar líða fer á mótið.
Þetta tap kemur hins vegar nokkuð á óvart hjá Stjörnumönnum sem hafa verið að spila hörkugóðan bolta í sumar. Að vísu eru mikilvægir menn meiddir Steinþór Freyr Þorsteinsson sem hefur verið að spila hörkubolta í sumar, Arnar Már markakóngur og Tryggvi Sveinn. Tapið kemur þó ekki í veg fyrir að allt útlit er fyrir að Stjarnan verði í baráttunni í efri kanti deildarinnar.Slæmt að Halldór Orri skyldi fá rautt svona í blálokin. Halldór er allt of góður leikmaður til þess að missa sig á þennan hátt. Ungur leikmaður Heiðar Emilsson kom inn á í blálokin. Leikmaður sem hefur alla burði til þess að láta til sín taka í framtíðinni. Tíminn sem hann fékk nú er allt of lítill til þess að sýna nokkuð. Annars á Stjarnan hörku góðan annan flokk, sem Bjarni Jóhannsson mætti gjarnan líta meira til, því það verður aldrei uppbygging í félögum til lengri tíma, nema yngri leikmenn fái markvisst tækifæri.
![]() |
Fjölnir hafði betur gegn Stjörnunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2009 | 12:44
Valddreifing innan ESB
Hlustaði á mjög áhugaverða lýsingu á valdreifingu innan ESB.
,,Jú, jú, fyrst setur þú valdið til Brussel, og síðan helst það þar. Varanlega!" Í mörg ár hefur hérlendis verið hamrað á því að færa verkefni innan ríkisins út á land. Þeir sem til þekkja viðurkenna allir að það séu fullt af verkefnum sem hægt væri að vinna annars staðar en á höfuðborgarsvæðin. Reynslan er að tiltölulega fá slík verkefni hafa verið flutt. Ástæðan er fyrst og fremst af tregðu yfirmanna að missa af verkefnum. Þeir vilja hafa verkefnin hjá sér. Tregðan í Brussel til þess að láta frá sér vald, sem þeir einu sinni hafa komist yfir, er af sömu rótum.
Ein rökin fyrir því að við eigum að gagna í ESB er að þá er valdið tekið frá pólitíkusunum okkar hér, og það afhend embættismönnum í Brussel. Embættismennirnir í Brussel geti ekki verið slappari en stjórnmálamennirnir okkar. Kaupi ekki þau rök .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2009 | 22:09
Er einkavæðingin ástæða hrunsins?
Margir bloggarar hafa hallmælt einkavæðingu og telja hana orsökina af hruninu. Einkavæðing er það kallað þegar rekstur, og eða eigur sem hafa verið í eigu hins opinbera er selt til einkaaðila. Hérlendis eru bankarnir sennilega eitt þekktasta dæmið um einkavæðingu. Í blönduðu hagkerfi eru ákveðnir þættir sem flestir eru sammála um að eigi að vera hjá hinu opinbera s.s. löggæsla, tollgæsla, annað er hvort tveggja hjá hinu opinbera og í einkarekstri s.s. skólar, leikskólar, og svo eru rekstareiningar sem nánast alfarið eru í höndum einkaaðila s.s. verslanir og ýmiss konar þjónusta.
Víðast hvar á Vesturlöndum eru bankar í eigu einkaaðila og en hér voru Búnaðarbanki og Landsbanki í eigu ríkisins og þeir voru seldir. Almennt er talið að einkarekstur geti verið hagkvæmari en opinber rekstur en rekstur þarf að hafa viðeigandi regluverk og eftirlitskerfi, til þess að tryggja að slíkur rekstur verði til hagsbóta fyrir borgarana. Sala bankanna hérlendis hefur fengið talsverða gagnrýni, og að öllum líkindum með réttu. Hrun bankakerfisins er hins vegar fyrst og fremst vegna skorts á regluverki og eftirlitskerfum. Einkavæðingin sem slík er ekki talin vera vandamál nema af litlum minnihluta. Þannig er t.d. stærstur hluti fjórflokkanna sammála um að sá rekstur eigi að vera í höndum einkaaðila, en ekki opinberra aðila. Margir stjórnmálamenn vilja að bankarnir séu í höndum útlendinga, en það er jafn mikil einkavæðing og að þeir séu í höndum innlendra aðila. Jafn mikilvægt er að regluverkið og eftirlitsstofnanirnar séu að virka hvort eignarhaldið er innlent eða erlent.
Veikeikar í opinberu kerfi er oft hvað rekstur getur orðið þunglamalegur og hvað erfitt getur reynst að halda kostnaði í skefjum. Víða er því teknir rekstarþættir hjá hinu opinbera og þeim úthýst. Dæmi um þetta eru þrif og tölvurekstur. Slíkar ráðstafanir hafa oft gefist mjög vel og verið þjóðhagslega mjög hagkvæmt.
Á nokkrum stöðum hefur einkavæðing ollið miklum deilum og kallað fram spurningar. Þetta á við t.d. einkavæðing lestarkerfa, vatnsveita og rafmagnssala. Full ástæða er til þess að skoða slík dæmi og læra af þeim. Aðalatriðið er að heildarhagsmunir séu hafðir í huga, auk þess sem þau siðferðislegu gildi sem við viljum hafa í okkar þjóðfélagi séu virt. Þannig sé hugað að áhrifum á hag þeirra sem minnst mega sín.
Margir blanda saman einkavæðingu og rekstri álvera. Rekstur álvera hérlendis hefur ekkert með einkavæðingu að gera, heldur með samskipti okkar við alþjóðleg stórfyrirtæki. Full ástæða er fyrir okkur að skoða slík samskipti og móta stefnu þar um.
Af ofangreindu er einkavæðingin ekki ástæða fyrir bankahruninu. Heldur var sá rammi sem þeim einkavæddu fyrirtækjum var settur algjörlega ófullnægjandi. Bæði regluverk og eftirlitsstofnanir. Í því ástandi sem við nú erum í er mikil ástæða til þess að skoða einkavæðingu enn frekar á næstunni til þess að örva frumkvæði og kraft í þjóðfélaginu. Þjóðarskútunni verður ekki komið í var, með opinberum rekstri sem ráðandi á markaðinum. Það er einungis vísir að samdrætti og meiri erfiðleikum. Þrátt fyrir að flestir sérfræðingar um efnahagsmál geti verið sammála um kosti einkavæðingar, er ólíklegt að það verði pólitískar áherslur á næstunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.7.2009 | 17:46
Sérfræðiþekkingin afþökkuð!
Fyrir rúmum þremur árum hitti ég gamlan nemanda minn. Hann og kona hans höfðu verið í sérfræðinámi í Bandaríkjunum, en nú fengið vinnu hér heima. Þau höfðu fjárfest í húsnæði og lífið blasti við þeim. Í dag mætti ég þessum nemanda mínum aftur og þá höfðu aðstæður breyst eins og hjá mörgum öðrum. Kona hans hélt vinnunni en lækkaði umtalsvert í launum og hann hafði misst vinnuna. Þar sem sérfræðimenntun hans hefði átt að nýtast vel við núverandi aðstæður fór hann milli stofnana hjá ríkinu og hjá sveitarfélögunum. Allsstaðar fékk hann sama svarið. Við höfum aðila sem sjá um þetta mál hjá okkur. Oft á tíðum voru það aðilar sem höfðu enga menntun á þessu sviði.
Þegar þú ætlar að byggja hús, þá þarf verkfræðingur að fara yfir útreikninga til þess að meiri líkur séu á að þeir séu réttir. Af hverju virða opinberir aðilar ekki fagþekkingu á öðrum sviðum? Er þetta hugsanlega skýringin á slökum samningi vegna Icesave, opinberir aðilar kunnu meira en sérfræðingar í samningagerð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.7.2009 | 08:51
Þrautalending eða brotlending?
Lilja Mósesdóttir
ÞESSA dagana er að renna upp fyrir þjóðinni hversu alvarlegar afleiðingar óheftur markaðsbúskapur í anda nýfrjálshyggjunnar getur haft fyrir almenning. Þjóðin stendur agndofa frammi fyrir stærð skuldavanda sem má rekja til nokkurra einkaaðila sem fengu leyfi til að veðsetja hana í áhættuspili sem endaði illa. Versta dæmið um fíldirfskuna í bankakerfinu eru Icesave-reikningar Landsbankans og nú liggur fyrir Alþingi að taka á afleiðingum hennar. Ástæða þess að ég söðlaði um fyrir kosningar og fór úr akademíunni yfir í pólitík er fyrst og fremst sú að ég vildi leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að tryggja hagsmuni almennings í endurreisn hagkerfisins eftir stærsta bankahrun sögunnar. Afstaða mín til Icesave-samningsins mótast því öðru fremur af mati mínu á því hvort þjóðin geti staðið undir þeim skuldbindingum sem samningurinn leggur henni á herðar. Ef sú er ekki raunin verður erfitt að endurbyggja samfélag okkar með réttlæti og öflugt velferðarkerfi að leiðarljósi.
Eins ótrúlegt og það hljómar, þá liggja engir útreikningar á skuldaþoli þjóðarbúsins Icesave-samningnum til grundvallar. Til þess að mæla skuldaþol þess notast alþjóðastofnanir við tvenns konar mælikvarða. Með öðrum mælikvarðanum er greiðslubyrði þjóðarbúsins (afborganir og vaxtagreiðslur til erlendra lánadrottna) mælt sem hlutfall af útflutningstekjum. Bráðabirgðaútreikningar benda til þess að þetta hlutfall verði um 150%. Alþjóðastofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og Alþjóðabankinn álíta að fari greiðslubyrðin samkvæmt þessum mælikvarða yfir 150% sé hætta á að þjóðarbúið geti ekki staðið í skilum á erlendum lánum.
Hinn mælikvarðinn mælir heildarskuldir þjóðarbúsins við erlenda aðila sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. AGS mat skuldaþol Íslands í nóvember á síðasta ári og komst þá að þeirri niðurstöðu að hlutfall heildarskulda þjóðarbúsins á árinu 2009 yrði um 160%. Í ljósi þeirra lánasamninga (að Icesave-samningnum meðtöldum) sem gerðir hafa verið á þessu ári bendir allt til þess að hlutfallið sé komið í 240%. Þess má geta að AGS álítur að hættumörk liggi við 250%, þ.e. að það sé vísbending um að þjóð muni ekki geta staðið undir skuldabyrðinni.
Spurningin sem brennur nú á mörgum þingmönnum er hvort samþykkja eigi ríkisábyrgð á 705 milljarða láni innstæðutryggingasjóðsins. Það er grundvallaratriði að þingmenn fái vandaða útreikninga á skuldaþoli þjóðarbúsins og mat á þróun gengis krónunnar frá Seðlabanka Íslands til þess að geta svarað þessari spurningu og greitt atkvæði um Icesave-ábyrgðina í samræmi við sannfæringu sína um greiðslugetu þjóðarbúsins. Frekari gengislækkun krónunnar myndi þýða að greiðslubyrðin af skuldunum yrði óbærileg. Leiði Icesave-samningurinn til greiðsluþrots þjóðarbúsins tekur hinn svokallaði Parísarklúbbur við Íslandi og aðstoðar landið við að ná fram samningum við kröfuhafa um greiðslujöfnuð og/eða niðurfærslu skulda þjóðarbúsins. Ef okkur virðist nú þegar allt stefna í þá átt, þá er spurning hvort ekki sé betra að setjast niður með kröfuhöfum okkar og semja um 1800 milljarða heildarskuld ríkissjóðs í stað 2500 milljarða.
>> ...bendir allt til þess að hlutfallið sé komið í 240%. Þess má geta að AGS álítur að hættumörk liggi við 250%, þ.e. að það sé vísbending um að þjóð muni ekki geta staðið undir skuldabyrðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.7.2009 | 09:04
Eiga bæjarfulltrúar í Kópavogi að sitja?
Það vakti nokkra athygli þegar blaðamaður Morgunblaðsins fór yfir tölvupósta sem höfðu farið á milli stjórnarmanna og framkvæmastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Áður höfðu 3 bæjarfulltrúar Kópavogsbæjar, þeir Flosi Eiríksson, Ómar Stefánsson og Jón Júlíusson gefið þær upplýsingar að þeir hafi verið blekktir af framkvæmdastjóra lífeyrissjósins, og formanni stjórnar sjóðsins, fyrrverandi bæjarstjóra. Niðurstaða blaðamanns var að stjórnarmennirnir hafi fengið öll gögn og bæjarfulltrúarnir þrír farið með rangt mál. Síðan þá hafa bæjarfulltrúarnir þrír verið þögulir um málið. Munu fjölmiðlar fylgja þessum máli eftir? Eða er þetta allt í lagi, því þetta sé pólitík? Verum minnug að bæjarfulltrúarnir þrír eru einnig að saka framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins um blekkingar og ólöglegt athæfi. Framkvæmdastjórinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem afstaða bæjarfulltrúanna er hörmuð og málið sagt notað í flokkspóltískum tilgangi. Nú hafa verið skrifaðar þrjár greinar um málið og verður áhugavert að fylgjast með framgangi þess.
Hvað nú, Flosi, Ómar og Jón?
Um daginn þegar þetta mál kom upp höfðu þessir menn allir tækifæri til að komast frá þessu máli með reisn og í örfáar klukkustundir virtist sem svo að þeir ætluðu sér það með sameiginlegri yfirlýsingu allra stjórnarmanna. Undirritaður var meira að segja ánægður með framgöngu Flosa í sjónvarpsviðtali sem ég viðurkenni að gerist ekki oft. En nei, óttinn við að taka afleiðingum gerða sinna, freistingin að berja meira á Gunnari eða einhverjar aðrar hvatir urðu greinilega sómatilfinningunni yfirsterkari og allir bentu þeir fingri að Gunnari, einn af öðrum. Fyrst Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, þá Ómar Stefánsson oddviti og bæjarfulltrúi framsóknarmanna og síðast Jón Júlíusson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Nú þegar búið er að afhjúpa þá hafa þeir enn tækifæri til að ganga fram og gera hreint fyrir sínum dyrum. Kannski ekki með reisn í þetta skiptið en ég sting upp á iðrun í staðinn. Verði hún djúp og einlæg mun ég fyrir mína parta reyna að vera nógu stór í mér til að fyrirgefa þeim. Ég býst nú samt ekki við slíkum viðbrögðum heldur fremur að þeir reyni að þegja málið í hel og lauma frá sér yfirlýsingum um rangar upplýsingar og slæma miðlun þeirra.
Þá reynir á þá aðila sem harðast hafa gengið fram í siðapredikunum undanfarnar vikur. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, hefur verið óþreytandi við að ráðast á Gunnar I. Birgisson og fjölskyldu hans, allt undir yfirskini siðferðis jafnvel þó að ekkert hafi sannast á hann, hvorki rangfærslur, lygar né rangar embættisfærslur. Hvar er hún nú þegar klárt er að hennar eigin bæjarfulltrúar hafa villst af leið sannleikans og eru uppvísir að því að herma ranglega lygar upp á Gunnar og fleiri. Hún ætti kannski að skoða hvort bæjarfulltrúunum hennar er sætt í bæjarstjórn meðan þeir sæta lögreglurannsókn og hafa að auki gengið fram með fremur ósmekklegum hætti til að reyna að fría sig ábyrgð á kostnað annarra. Ég bíð spenntur ásamt fleiri Kópavogsbúum, án þess þó að halda niðri í mér andanum.
Ábyrgð kjörinna fulltrúa
Guðríður Arnardóttir
JÓHANN Ísberg kallar eftir viðbrögðum mínum í Morgunblaðinu þann 30. júní vegna málefna Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og þá hver afstaða mín sé gagnvart hlut Flosa Eiríkssonar og Jóns Júlíussonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar sem eiga sæti í stjórn sjóðsins. Mér er bæði ljúft og skylt að svara Jóhanni.
Jón Júlíusson situr ekki í stjórn LSK sem pólitískur fulltrúi, hann situr þar fyrir hönd Starfsmannafélags Kópavogsbæjar og situr því ekki í umboði Samfylkingarinnar. Flosi Eiríksson situr aftur á móti sem kjörinn fulltrúi í stjórninni og því eðlilegt að ég taki afstöðu til vinnubragða hans í málinu.
Frétt Morgunblaðsins á laugardaginn var því byggð á röngum upplýsingum. Á stjórnarmönnum í LSK hvílir ekki rannsóknarskylda. Það þýðir að ekki er gerð sú krafa um að þeir sannreyni hvort gögn sem þeim eru afhent af framkvæmdastjóra eða stjórnarformanni séu rétt. Þeir eiga eðilega að treysta því að allt sé satt og rétt sem að þeim er rétt.
Málefni lífeyrissjóðsins eru því tvíþætt: Annars vegar liggur fyrir að lánveitingar til Kópavogsbæjar fóru yfir 10% hámark af heildareignum sjóðsins en það gerðist þegar eignasafn sjóðsins féll í bankahruninu og lán sem var undir 10% hámarkinu í október varð hærra hlutfall af heildareignum sjóðsins þegar eignasafnið rýrnaði. Þetta var öllum stjórnarmönnum kunnugt um og ekki um það deilt.
Hins vegar virðist vera að gögn hafi sérstaklega verið matreidd ofan í FME sem sýndu aðra skuldastöðu bæjarins við sjóðinn en raunin var. Stjórnarmenn lásu yfir drög að bréfi sem átti að senda Fjármálaeftirlitinu og Flosi Eiríksson m.a. gerði athugasemd við þau í tölvupósti. Þau drög voru ekki send óbreytt áfram til Fjármálaeftirlitsins heldur hafði verið bætt við texta bréfsins fullyrðingum sem breyta í grundvallaratriðum innihaldi þess. Á því bera stjórnarmenn enga ábyrgð.
Eins og öllum má vera ljóst bera almennir stjórnarmenn og svo formaður stjórnar mismikla ábyrgð. Formaður stjórnarinnar, bæjarstjóri í þessu tilfelli, ber ábyrgð á samskiptum stjórnarinnar við Fjármálaeftirlitið. Stjórnarmenn byggja ákvarðanir sína á þeim gögnum sem þeir fá í hendur og þeir verða að geta treyst því að þau séu rétt. Bregðist það er ekki við þá að sakast. Ég vil vekja athygli á því að fyrrverandi bæjarstjóri og stjórnarformaður lífeyrissjóðsins varð að hverfa úr starfi bæjarstjóra vegna óeðlilegra viðskipta bæjarins við fyrirtæki dóttur hans. Það var ákveðið áður en mál lífeyrissjóðsins kom upp. Hann hefði horfið úr starfi hvort sem var. Hann hefur hins vegar kosið að tengja brotthvarf sitt fremur við lífeyrissjóðsmálið. Nú er vonandi mál að linni um sinn. Mörg brýn verkefni sem hafa legið á ís undanfarnar vikur bíða úrlausnar bæjarstjórnar Kópavogs. Nú þegar rykið sest og aftur kemst á vinnufriður í bæjarstjórn mun ekki standa á fulltrúum Samfylkingarinnar að vinna að góðum málum í þágu Kópavogsbúa en við munum nú sem fyrr standa vaktina og láta í okkur heyra þegar tilefni er til.
Tvöfalt siðgæði
Gunnar Birgisson
GUÐRÍÐUR Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, telur sig þess umkomna, að segja öðrum til í siðferðislegum efnum vegna málefna Lífeyrissjóðs starfsmannafélags Kópavogs, þótt þeir séu ekki einu sinni í sama stjórnmálaflokki og hún. Þegar kemur að samflokksmönnum hennar, gildir hinsvegar tvöfalt siðgæði.
Dómgreind eða dómgreindarbrestir Jóns Júlíussonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem á sæti í stjórn lífeyrissjóðsins sem nú sætir lögreglurannsókn, kemur Guðríði ekki við, því að Jón er í lífeyrissjóðnum í umboði starfsmanna, ekki flokksins. Það fer eftir því, á hvorri öxlinni hann ber kápuna, hvort hún vill kannast við kauða eða ekki.
Hún getur ekki með sama hætti afsalað sér ábyrgð á Flosa Eiríkssyni, sem er hinn bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn lífeyrissjóðsins, því að hann er þar í umboði flokksins. Þá veifar hún frekar röngu tré en öngu.
Í Morgunblaðsgrein segir hún, að bréfi til Fjármálaeftirlitsins hafi verið breytt í grundvallaratriðum án vitneskju annarra stjórnarmanna sjóðsins en mín. Það er út af fyrir sig alveg rétt hjá henni, að drögin að bréfinu fóru ekki óbreytt frá lífeyrissjóðnum. Fyrst var tekið tillit til allra athugasemda Flosa um málfar og efni og þeirri einu setningu bætt við, að fjárfestingar á árinu 2008 hafi verið í samræmi við lög. Sú breyting á bréfinu skiptir engu máli, hvað þá öllu máli, eins og Guðríður vill vera láta. Auk þess var bréfið lagt fyrir á stjórnarfundi síðar, án þess, að nokkrar athugasemdir kæmu fram.
Þar sem Guðríður lætur undir höfuð leggjast að verja bæjarfulltrúa sína með sómasamlegum hætti, skal ég taka að mér að árétta, að lánveitingar úr sjóðnum til bæjarsjóðs voru ákveðnar með hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi. Fjármálamarkaðurinn var hruninn, en bærinn vel rekinn og gat hvenær sem var, án fyrirvara, endurgreitt lánið. Ég hef líkt þessu við að bjarga búslóð úr brennandi húsi.
Ég vék sæti sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi, því að mér þótti það rétt siðferðileg ákvörðun meðan á lögreglurannsókn stendur. Ég vék ekki sæti út af neinu öðru. Hinir bæjarfulltrúarnir þrír, sem störfuðu með mér í stjórninni, verða að eiga við sjálfa sig og samvisku sína, hvort þeim finnist að annar siðferðilegur mælikvarði eigi að gilda um þá en mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2009 | 21:29
Áhugaverð grein Sighvats Björgvinssonar
Sighvatur Björgvinsson skrifar mjög áhugaverða grein á Vísi.is í dag.
Brostið traust er ekki traustabrestur
Samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðherra og íslenskra bílalánafyrirtækja festu 40 þúsund Íslendingar kaup á 70 þúsund bifreiðum með því að nýta sér milligöngu íslenskra banka til þess að slá jafnvirði 115 þúsund milljóna króna lán fyrir kaupunum frá breskum, hollenskum, þýskum, japönskum og svissneskum almenningi. Erlendir viðmælendur spyrja í forundran: Er þetta svo? Gátu 40 þúsund Íslendingar labbað sig inn í íslenska banka og fengið lán í erlendum gjaldeyri til þess að kaupa bíla? Gerðu menn þetta virkilega?" Já, menn gerðu það virkilega. 40 þúsund einstaklingar meðal 320 þúsund manna þjóðar séu allir þegnarnir með taldir, reifabörn jafnt sem gamalmenni.
Þessir 40 þúsund Íslendingar munu vera hartnær helmingur landsmanna á lántökualdri". Nú virðast þessir 40 þúsund Íslendingar ætla að eiga erfitt með að standa við greiðslur vaxta og afborgana af lánunum sem þeir tóku til þess að eignast einn glæsilegasta bílaflota, sem um getur í Evrópu. Í umræðunni er, að hinir Íslendingarnir, sem ekki tóku lánin, eigi að hjálpa þeim að greiða reikninginn. Jafnvel er í umræðunni að þeir útlendingar eigi að taka á sig skell, sem fengu íslenskum aðilum í hendur sparifé sitt eftir að hafa hlýtt á fullyrðingar helstu ráðamanna þjóðarinnar: forsetans, forsætisráðherrans, fjármálaráðherrans, utanríkisráðherrans - og Tryggva Þórs Herbertssonar - um að allt væri í stakasta lagi.
Íslendingum væri treystandi. Þeir myndu standa við skuldbindingar sínar. Líka þessi 40 þúsund. Slíkt væri inngróið í eðli Íslendinga, enda væru þeir á fljúgandi siglingu að því marki að gera landið að einni af helstu fjármálamiðstöðvum heimsins.
Þjóðin hefur glatað trausti nágranna sinna. Ofstopinn í umræðunni er ekki til marks um traustabrest heldur brostið traust. Stærilætið og þjóðrembingurinn hefur breyst í andhverfu sína. Ég þekki enga þjóð sem er jafn háð því að eiga samskipti við umheiminn og Íslendinga. Fötin, sem við klæðumst, Skórnir á fótum okkar. Tækin sem við notum. Nánast öll aðföng íslensks atvinnulífs - landbúnaðar, iðnaðar, sjávarútvegs, ferðaþjónustu - allt er þetta fengið frá útlöndum. Keypt fyrir andvirði varnings, sem við verðum að finna markað fyrir í útlöndum. Sem við verðum að fá útlendinga til þess að kaupa af okkur til þess að geta aftur keypt af þeim. Forsenda slíkra viðskipta er að traust ríki milli aðila - og að það traust sé gagnkvæmt. Hvernig ætlar þjóð, sem svo mikið er háð umheiminum, að eiga sér framtíð ef hún glatar trausti umheimsins til frambúðar? Þykir mönnum líklegt að það siðrof, sem er að verða í íslensku samfélagi þar sem Íslendingar neita að axla ábyrgð jafnt á eigin gerðum sem og skýlausum yfirlýsingum eigin stjórnvalda sem talað hafa í nafni þjóðarinnar samkvæmt umboði sem hún hefur þeim fengið í lýðræðislegum kosningum og samþykktum Alþingis sé líklegt til þess að endurheimta glatað traust? Í nágrannaríkjum okkar er ekki einungis rætt um útrásarvíkingana. Þar eru ekki bara nefndir sérstaklega til sögunnar Jón Ásgeir, Björgólfsfeðgar eða Hannes Smárason. Þar ræðir fólk ekki síst um íslensku þjóðina, hvernig fyrir henni er komið og hvaða ábyrgð hún ber.
Þetta er ekki spurning um auðmagn, vonda kapítalista né hvernig blása megi í glæður gamalla kommúnista, sem drógu sig svo lítið á bæri á inn í skelina við hrun Berlínarmúrsins og fóru að skrifa litteratúr þar til allt í einu nú að þeir spretta fram eins og gorkúlur á haugi með gamalkunnu frasana um auðvald og kúgun kapítalismans. Þetta er spurning um hvernig íslenskur almenningur ætlar að koma fram við stéttarbræður sína annars vegar á Íslandi og hins vegar í öðrum löndum. Hvernig ósköp venjulegt fólk eins og ég og þú ætlar að koma fram við ósköp venjulegt fólk eins og þig og mig. Sú er spurningin, sem íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir og verður að svara.
Uppgjör almennings á Íslandi við þá, sem meginábyrgðina bera á hruni efnahagslífsins, traustsins og þjóðarstoltsins, er svo önnur saga. Saga sem verður samin af okkur sjálfum að mestu einum og óstuddum. Er líka hætta á siðrofi þar? Hvaða bresti merkja menn þar? Eru það traustabrestir eða brestandi traust?
Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.7.2009 | 22:41
Stjarnan - KR
Fór á Stjörnuvöllinn í kvöld til þess að sjá Stjörnuna taka á móti KR. Stjarnan hefur verið að spila firnagóðan bolta á sama tíma og KR ingar hafa átt afar misjafna leiki. Átti von á jöfnum leik. Í byrjun átti Stjarnan heldur meira í leiknum en þeir leituðustu of mikið við að spila boltanum frá vörninni með löngum sendingum fram í stað þess að færa boltann upp í gegnum miðjumennina. KR ingar réðu vel við þetta og því var ekki mikil ógnun við mark KR. Á 31 mínútu er dæmd vítaspyrna á Bjarna markvörð Stjörnunnar, sem úr áhorfendastúkunni virkaði mjög vafasamur dómur. Eftir þetta var jafnræði með liðunum. Í síðari hálfleik hafði Stjarnan heldur undirtökin í leiknum, en KR ingar voru hættulegri í vítateignum. Á lokamínútu leiksins jafnaði Stjarnan eftir mikla pressu. Sjálfsagt sanngjörn úrslit. Spil Stjörnunnar olli mér örlitlum vonbrigðum. Of mikið af löngum sendingum í stað þess að láta boltann fljóta. Stjörnunni hefur farið mikið fram sem liði milli frá því í fyrra. Þá var liðið í ákveðnu basli með að fara upp, en nú er liðið sannarlega eitt af 3 bestu liðum deildarinnar. Þessi leikur var ekki einn af bestu leikjum liðsins í sumar. Það að ná jafntefli þegar lítið gengur upp, er styrkleikamerki. Daníel Laxdal er einn besti leikmaðurinn í Íslandsmótinu að þessu sinni, ótrúlega öruggur leikmaður. Það var hrein unun að sjá hvernig hann hirti boltann af Prinsinum trekk í trekk. Daníel er leikmaður sem er kominn í landsliðsgetu og hlýtur að fá tækifæri fyrr en seinna. Spilamennska Stjörnunnar hentaði hins vegar ekki leikmönnum eins og Ellert Hreinssyni sem sýndi snilldartakta á móti Val. Hjá KR fannst mér Björgúlfur oft sýna flotta takta. Í heildina finnst mér hins vegar KR liðið ekki að vera að sýna neinn topp fótbolta. Skókarleikur er allt of tilviljanakenndur og ekki sannfærandi. Það er eitthvað að hjá KR, félagið er of öflugt til þess að vera ekki með betra lið. Fótboltinn líður fyrir það.
Það var samt gaman á vellinum, mikið fjör, góð stemming. Sannarlega ferðarinnar virði.
![]() |
Tryggvi tryggði Stjörnunni stig á síðustu stundu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2009 | 11:28
Nýkommúnismi
Glæsileg niðurstaða í Icesave málinu í sjónmáli, sagði Steingrímur Sigfússon okkur. Verið er að kynna niðurstöðuna og útkoman verður seint flokkuð undir neinn glæsileika. Ríkisstjórnin mun hins vegar tryggja að nógu margir greiði atkvæði með samkomulaginu, og aðrir sitji hjá. Þannig heldur ríkisstjórnin velli.
Steingrímur lofaði okkur ríflegri lækkun stýrivaxta en þeir standa í stað og ástæðan sem peningastefnunefndin gefur er skortur á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þær aðgerðir sem fram eru komnar byggjast á því að hækka skatta, og skera eins lítið niður í ríkiskerfinu eins og mögulegt er. Afleiðing þessa er að allt höggið kemur á atvinnuvegina og sem kemur í veg fyrir endurreisn. Fyrir kosningar lofuðu allir stjórnmálaflokkarnir aðgerðir í atvinnumálum. Hvar er aðgerðalisti ríkistjórnarinnar?
Með því að kyrja atvinnulífið, falla fleiri og fleiri fyrirtæki undir ríkið og þá geta stjórnmálamennirnir ráðskast með æ fleiri þætti. Þá dregur úr frumkvæði, vilja og getu almennings til hefja endurreisn. Það er einmitt vilji samkvæmt nýkommúnismanum.
![]() |
Engin uppgjöf á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10