Að trúa á jólasveininn

Lars Peder Brekk, landbúnaðarráðherra Noregs, segir að Íslendingar trúi  á jólasveininn úr því að við  höldum  að við getum fengið sérstakar undanþágur varðandi sjávarútvegsmál innan Evrópusambandsins. Hann er sammála meirihluta þjóðarinnar sem telur að við munum ekki ná þeim samningsmarkmiðum sem við teljum okkur þurfa að ná í viðræðum við ESB.

Ásmundur Daðason ætlar að fara eftir sannfæringu sinni í þessu máli, og það kemur ekki á óvart. Það er óvenjulegt að jafn ungur þingmaður stimpli sig svo rækilega inn á Alþingi eins og Ásmundur hefur gert. Sennilega trúir Ásmundur ekki á jólasveininn, hvað svo sem hann hefur gert þegar hann var yngri. Hann trúir hins vegar á sjálfan sig og það er mikilvægt.


mbl.is Hefði þýtt stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Siguðrur þá samþykkjum við bara ekki samninginn! Ekkert flókið vð það! Ef við fáum ekki viðundandi niðurstöðu þá samþykkum við þetta ekki. Bendi þér á að Ásmundur er bóndi einn af um hvað 3000 bændum sem eru hræddir við inngöngu í ESB. Bendi þér líka á að Lars Peder Brekk er svarinn andstæðingur ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.7.2009 kl. 13:58

2 identicon

Og þú Magnús er samfylkingarkall og Evrópusinni, þú trúir því að innganga í Evrópusambandið leysi öll mál.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 14:53

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Magnús mér finnst málflutningurinn  hjá þér ekki beysinn. Þú tekur eina stétt út bændur og segir 3000 þeirra ekki styðja aðild að ESB. Hef ekki séð neina skoðunarkönnun sem sýni það. Ef meirihluti bænda vill ekki í ESB þá hljóta þeir að hafa einhver rök fyrir afstöðu sinni.

Kolfinna Baldvinsdóttir sagði á INNTV að það væri skiljanlegt af hverju landsbyggðarmenn væru á móti aðild að ESB, þeir væru nefnilega á móti erlendum samskiptum.

Ég held að flestir taki afstöðu til ESB með rökum, en ekki af einhverri skyldurækni gagnvart einhverjum flokki, búsetu eða atvinnuvegi. Þau rök hafa verið afar léttvæg hingað til.

Sigurður Þorsteinsson, 10.7.2009 kl. 15:10

4 identicon

Svo þú forðufellir ekki við tilsvör að þá hreytti ég þessu svona fram til að sýna þér framá hvað athugasemdirnar um að hann væri hræddur bóndi og Lars Peder evrópusinni að þá eru hinar staðhæfingarnar um þig alveg jafn vitlausar.

Þær hafa ekkert um það að segja hvort hefur meira rétt fyrir sér, annað en að vera innihaldslausar fullyrðingar.

Það sem Sigurður var hinsvegar að segja er að þessi maður fylgir sinni sannfæringu og það er eiginleiki sem alltof fáir hafa.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 15:11

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús. Kanski hann hefði átt að vera atvinnulaus.

þá hefði hann verið svo ágætur og trúverðugur, eða hvað? það væri kanski í lagi að benda á dæmi um að hann sé ekki heiðarlegur í sinni afstöðu vegna atvinnu sinnar?

Ef það er ekki hægt er lítið að marka skoðanir sem byggjast á órökstuddum fullyrðingum. Litlu börnin segja "af því bara". það gengur ekki þegar fólk er orðið fullorðið. þá þurfa að fylgja sannfæringar og rök með fullyrðingunum.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.7.2009 kl. 16:19

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Anna ég var bara að benda á að bændur hafa verið á móti inngöngu í ESB vegna þess að þeir óttast að innflutningur á ódýrum kjöt og mjólkurvörum eigi eftir að bitan á þeim. Hann sem bóndi ásamt því að vera þingmaður hefur eðlilega þessa skoðun. EN ég er að banda á að af 320 þúsund Íslendingum eru bændur aðeins um 3 þúsund. Og það er spurning hvort að að hagur þeirra versni nokkuðu við inngöngu þar sem þeir fá á móti markaði þar sem hægt er að selja unna kjöt og mjólkur vörur.

Ég hef því miður ekki haldið sérstaklega utan um allt sem ég hef bloggað um ESB en hugsa að þær færslur skipti hundruðum.

Aðal ástæða fyrir því að ég vill viðræður um inngöngu í ESB er sú staðreynd að nær allar þjóðir Evrópu hafa kosið að hafa með sér þetta aukna samstarf. Þar á meðal flestar nágranaþjóðir okkar á Norðurlöndum sem og nær öll lönd sem við skiptum mest við. Við erum þegar í samstarfi við þessar þjóðir í NATÓ, EES, Evrópuráðinu, Schengen. Ég tel að framtið okkar og hagsæld sé meðal annars betur trygg með því að vera í nánu samstarfi við þennan hóp þjóða. Auk þess sem að vegna þess að tollar á unninni vöru fellur niður í viðskiptum við þessar þjóðir. Þá líkar mér að ESB er friðarbandalag, umhverfismál eru stór þáttur í starfi þeirra. Svo ekki sé minnst á að við mundum í framtiðinni komast í myntsamstarf við þá og fengjum aðstoð til að ná þeim skilyrðum sem við þurfum að ná til að taka upp evru og fengjum stöðugleika.

Ég blæs nú á svona athugasemdir eins og þú ert með þarna neðst og skil ekki hvað atvinnulausir koma málinu við. Þessi ungi Vg maður er bóndi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.7.2009 kl. 20:42

7 identicon

Magnús, það má benda þér á það að Evran væri ekki fýsilegur kostur að mínu mati við inngöngu í ESB.  Ef við íslendingar myndum halda rétt á spilunum gætum við  styrkt okkar eigin gjaldmiðill það vel að hann yrði mjög verðmætur og margfallt.  Við eigum hér aragrúa af auðlindum og gætum því orðið mjög öflugt útflutningsríki og einfaldlega þess vegna er það okkar hagur og stórgott verfæri til að skapa hér hagvöxt á ný að vera með sjálfstæðan gjaldmiðill.  Þegar okkur hefur tekist að koma okkur í þessa stöðu gætum við hugsanlega haft hag af inngöngu í sambandið en að mínu mati ekki fyrr.

Evran hefur staðið í stað í fjölda ára og hagvöxtur innan ESB er brotabrot af því sem ísland gæti haft.  Evran hefur ekki hækkað gagngvart bandaríkja dollar eins og margir vilja meina.  Heldur hefur bandaríkjadollar verið að falla í verði sökum stríðsins sem þeir hafa átt í. 

Það eru auk þess margir ókostir þess að ganga í evrópusambandið og það mætti til dæmis benda þér á að EES samningurinn inniheldur þessi tolla og vörugjöld sem þú nefnir að myndu falla niður.  Við einfaldlega erum með undanþágu frá þessum klausum í samningum af því að við höfum metið það sem svo að okkar hag sé betur borgið með því að hafa þessa tolla.

Ég á jafnframt bágt með að trúa því að 3000 manns standi svo fast á þessum skoðunum sínum án þess að hafa fyrir því haldbær rök.   Ert þú kannski of þver til að hlusta á þau rök eða taka þau til greina.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband