6.7.2010 | 15:47
Böðlar þöggunarinnar
Frá því löngu fyrir Icesave var komið í ljós að Lilja Mósesdóttir var ósátt við fagleg vinnubrögð innan VG og innan ríkisstjórnarinnar. Framhaldið var fyrirsjáanlegt. þrennt var í stöðunni
a) að vinnubrögðin á stjórnarheimilinu myndu breytast og tekið yrði tillit til ábendinga Lilju,
b) valtað yrði yfir Lilju og hún myndi koðna niður eða
c) Lilja færi eign leiðir.
Þrátt fyrir allt tal um ný og faglegri vinnubrögð í pólitíkinni, opnar og lýðræðislegar umræður, hefur lágkúran sjaldan verið meiri í íslenskri pólitík. Lilja gerir athugasemdir sem liggja borðliggjandi fyrir. Hún neitar að taka þátt í lyginni. Einn af þeim þingmönnum sem skora hvað hæst.
Þá fara flokkshundarnir á stað, böðlar þöggunarinnar. Fyrst kemur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jón Ásgeir Jóhannesson útrásarvíkingur er enn eigandi meirihluta fjölmiðla á Íslandi. Í gegnum þá hefur hann stjórnað fjölmiðaumræðunni á Ísandi. Hann kemst upp með það af því að hann studdi Samfylkinguna. Jón Ásgeir er einn þeirra sem ríkisstjórn ákvað að slá skjaldborg um! Fékkst þú að vera í skjaldborginni með Jóni Ásgeiri?
Í fréttum RÚV er sagt frá hluta viðskipta hans. Þessi frétt hefði aldrei birst á Stöð 2
Greiddi upp lán í New York
Húsnæðislán Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vegna íbúðar á Manhattan að upphæð tíu milljóna bandaríkjadala eða 1,3 milljarðar króna var greitt upp fyrir nokkrum vikum með millifærslu af reikningi hans í Royal Bank of Canada.Eins og kunnugt er stefndi slitastjórn Glitnis Jóni Ásgeiri og sex öðrum til að greiða 260 milljarða króna. Í stefnu er fullyrt að Jón hafi farið fyrir klíku sem hafi í eigin þágu mergsogið Glitni innanfrá. Verjendur hafa frest til loka þessa mánaðar til að skila inn rökstuðningi fyrir frávísunarkröfu en þegar er byrjað að takast á. Þannig reyna lögmenn verjanda að hnekkja kröfu um að Royal Bank of Canada verði gert að afhenda upplýsingar. Einnig því að fasteignafélag í Gramercy Park auðmannahverfinu á Manhattan, þurfi að leggja fram gögn.
Keyptu tvær íbúðir í New York
Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálmadóttir kona hans keyptu tvær íbúðir í hverfinu. Í skjölum sem lögð hafa verið fyrir réttin kemur fram að Royal Bank of Canada lánaði 10 milljónir dollara, eða jafnvirði 1300 milljóna króna til þessara fasteignakaupa. Þar kemur einnig fram að lögmenn bankans telji ekki vandkvæðum bundið að leggja fram gögn um þau viðskipti. Jafnframt má lesa úr málsskjölunum að þetta lán hafi verið uppgreitt um miðjan maí síðastliðinn. Þetta er staðfest af bankanum sjálfum og lögmönnum hjónanna. Þetta hafi verið gert með millifærslu af reikningum hjónanna í Royal Bank of Canada. Nýverið féllust svo Jón Ásgeir og Ingibjörg kona hans á að engu yrði raskað í eignarhaldi á þessum fasteignum fyrr en málið væri til lykta leitt fyrir dómstól í New York.
Lögmenn slitastjórnar Glitnis hafa bent á að þessar fasteignir þeirra hjóna í New York kunni að vera keyptar fyrir meintan ólögmætan ávinning af stórfelldum brotum þeirra gegn Glitni banka sem þau, ásamt öðrum kærðum, eru sökuð um að hafa rænt innanfrá. Vísað er til vitneskju um að milljónir dollara ásamt örðum eignum séu á einkareikningum þeirra hjóna í þessum stærsta banka Kanada.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2010 | 18:38
Nú er Veigar tilbúinn Ólafur!
Veigar hefur átt góða kafla með Íslenska landsliðinu, en stundum furðar maður sig á því af hverju hann hefur ekki fengið fleiri tækifæri. Auðvitað var Frakklandsdvöl hans honum ekki til framdráttar, en þrenna nú segir okkur að hann á heima í byrjunarliðinu. Flinkur leikmaður og leggur sig fram. Hann heldur bolta vel og les leikinn vel.
Annar leikmaður hvarf úr landsliðinu að ástæðulausu en það er Hannes Þ. Sigurðsson. Dugnaðarforkur, sem hlýtur að leysa Brynjar Björn af hólmi. Mætti gjarnan fara að skoða aftur.
![]() |
Þrenna Veigars fyrir Stabæk gegn Molde |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2010 | 22:37
Gagnrýnifælni?
Það var komið að leik Stjörnunnar og IBV. Við komum okkur vel fyrir, og virtum fyrir okkur fagurgrænan völlinn. Hann er alltaf grænn völlurinn í Garðabænum, líka á veturna, á honum er þetta fallega gervigras. Hvað sem hver segir er ég ánægður með grasið í Garðabænum. Við hlið mér settist gamall og góður Stjörnumaður, sem ég hafði ekki hitt í ein 10 ár. Hvernig spáir þú þessu, sagði hann kampakátur við mig. 0-2 eða 1-3 sagði ég. Á til að giska rétt á óvænt úrslit. Var neyddur til að reyna að rökstyðja þessa óvæntu spá mína. Við spilum með því að fara mjög hratt fram, og þá oft sleppa miðjunni. Slíkur bolti hentar IBV og þeir munu eiga auðvelt að stöðva sóknir okkar.
Það voru ekki margar mínútur þar til boltinn lág í netinu hjá okkur.
,, Nú færa þeir sig aðeins aftar og okkar spilaðferð er mjög slök í þeirri stöðu." sagði ég.
,,Það er eins og þú sért á móti Stjörnunni" sagð sessunautur minn.
,, Nei ég er með Stjörnunni, en á móti leikaðferðinni" sagði ég
,, Þú gagnrýnir okkur opinberlega" sagði sessunauturinn
,,Er einhver vettvangur til þess að gagnrýna leikaðferð innanfélags"? spurði ég
Vandræðaleg þögn.
,, Það á ekki að gagnrýna félagið sitt opinberlega" sagði sessunautur minn
,, Þú vilt Samfylkingaraðferðina", sagði ég
,, Allt lýðræðislegt og opið, fyrir lokuðum dyrum"
Leikurinn þróaðist eins og ég átti von á, ekkert miðjuspil, langar sendingar fram. Eina þróunin er að nú eru sendingar fram ekki í 5-7 metra hæð, heldur leitast við að hafa þær neðar.
,,Við spilum stundum eins og Brasilíumenn eða Hollendingar" sagði sessunautur minn.
,, Við spilum hvorki eins og Brasilíumenn og því síður eins og Hollendingar. Hins vegar spilum við ekki á ósvipaðan hátt og mörg lið í Heimsmeistarakeppninni. Þessi spilamennska mun aldrei skila okkur ofar en 5-6 sæti. Getur verið skemmtilegt á góðum degi, en án miðjuspils verðum við ekki í toppbaráttu".
,, Ertu á móti þjálfaranum" spurði sessunauturinn.
,, Alls ekki" sagði ég, en hann lætur spila bolta sem ég er ekki hrifnastur af.
,, En þú gagnrýnir hann" sagði sessunauturinn um leið og Eyjamenn bættu við marki.
,, Held að það sé ekki gott að vera haldinn gagnrýnifælni, en ég gleðst þegar vel gengur"
Eyjamenn unnu sanngjarnan sigur. Gamli karakterinn er kominn í Eyjaliðið. Gaman að sjá Marel Baldvinsson inn í Stjörnuliðinu, með því að fá Birgi Birgisson inn á miðjuna er hægt að fá upp bolta sem skilaði okkur fleiri stigum. Til þess þarf hann a.m.k. að komast á bekkinn.
![]() |
Eyjamenn efstir eftir sigur á Stjörnunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.7.2010 | 23:41
Góður laugardagur og svo kemur mánudagur.
Meiriháttar veisla í dag, þegar Þýskaland vann Argentínu. Með mun betur útfært leikskipulag, voru úrslitin sanngjörn. Þessir strákar sem eru að lýsa, gera sitt besta en þetta er mjög vandræðalegt hjá þeim.
Á morgun er nokkuð þétt dagskrá, þó vonast ég til að skella mér á leik Stjörnunnar og ÍBV. Það gæti orðið spennandi.
Á mánudaginn kl. 12 ætla ég í miðbæinn og heimsækja Seðlabankastjórann okkar. Miðað við þau viðbrögð sem ég heyri á ég von á fjölmenni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2010 | 23:13
Þetta er nóg handa ykkur - hugarfarið.
Tugir þúsunda íslenskra fjölskyldna hafa búið við það að gengistryggð lán sem þau hafa tekið hafa hækkað rúmleg hundrað prósent. Allar fjárhagsáætlanir hafa af þessum sökum hrunið og oft er eignarstaðan orðin neikvæð. Margir áttu von á að ríkisstjórn undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tæki á þessum málum, en þær vonir hafa brugðist algjörlega.
Fyrir rúmu ári síðan komu upp miklar efasemdir um að gengistryggingin sjálf væri ólögleg. Stjórnvöld gerðu ekkert í málunum, en sífellt stærri fagfólks varð sannfært um að dómstólar myndu dæma gengistrygginguna ólöglega. Sú varð einnig raunin. Fyrst voru stjórnarliðar eins og flemtri slengir, en smá saman hafa þeir náð vopnum sínum og segja dóminn ósanngjarnan, annars vegar fyrir þá sem ekki voru með gengistryggð lán en einnig fyrir þjóðfélagið. Mat þeirra skal vega þyngra en dómur Hæstaréttar.
Með því að beita Seðlabanka og Fjármálaeftirliti á að ,,lagfæra" dóminn með tilmælum. Tilmælum sem samin voru af fjármálafyrirtækjunum. Svo er áróðursmaskínunum beitt, til þess að reyna að blekkja almenning. Hugarfar stjórnarliða er ,, þetta er nóg handa ykkur" við sjáum um hverju skal skammta en ekki Hæstiréttur.
Mun almenningur rísa upp? Værum við í öðrum Evrópuríkjum yrði gripið til kröftugra mótmæla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2010 | 13:21
Hverjar hefðu afleiðingarnar orðið?
Ef yfirvöld hefðu sætt sig við dóm Hæstaréttar hefði bláþráðurinn sem ríkisstjórnin hangir á rofnað. Umhyggjan er ekki fyrir lántakendum, neytendum og heldur ekki fyrir lánastofnununum. Skjaldborgin er um ríkisstjórnina. Enn og aftur sömdu ,,sérfræðingar" ríkisstjórnarinnar af sér, þegar nýju bankarnir yfirtóku útlánasöfn gömlu bankanna. Skellurinn sem menn sáu nú fyrir var upp á hundruði milljarða. Nú vonast ríkisstjórnin að hún fái frið fram á haustið áður en að skuldadögunum kemur. Það verður að koma í ljós hvort neytendur ætla að láta þetta yfir sig ganga.
![]() |
Íslandsbanki fer að tilmælunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2010 | 00:50
Misnotkun á RÚV
Eftirfarandi frétt far flutt ítrekað í RúV í dag:
Skuldarar fá lækkun á lánum sínum
Gengistryggðu lánin, sem Hæstiréttur úrskurðaði nýlega ólögmæt, skulu í framtíðinni bera vexti sem Seðlabankinn ákveður. Þeir eru nú 8,25%. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa beint tilmælum um þetta til banka og fjármálastofnanna.Fyrir þá sem hafa tekið slík lán þýðir þessi lausn að skuldarar munu fá lækkun á lánum sínum frá því sem var, áður en Hæstiréttur dæmdi myntkörfulánin ólögleg, en þó ekki jafnmikla lækkun og verið hefði ef dómur Hæstaréttar hefði staðið óhaggaður.
Dæmigert 3,5 milljóna króna bílalán í japönskum jenum og svissneskum frönkum að jöfnu, sem tekið var um miðjan maí 2006 til 6 ára, stökkbreytist með breyttum forsendum. Miðað við 4% vaxtaálag lítur dæmið svona út:
Að óbreyttu stendur lánið núna í rúmlega 2,5 milljónum króna, hafi ávallt verið staðið í skilum. Mánaðarleg afborgun er rúmlega 115 þúsund. Sé gengistryggingin tekin af í samræmi við dóm Hæstaréttar, þannig að samningsvextirnir einir stæðu eftir, ætti lántakandinn 1.140.454 krónur inni hjá lánafyrirtækinu. Miðað við vexti Seðlabankans eins og þeir eru núna, 8,25%, skuldar lántakandinn hins vegar rúmlega 1100 þúsund krónur og afborganir eru tæplega 70 þúsund mánaðarlega. Nákvæm útfærsla á þessu er þó ekki á hreinu og þetta gæti breyst.
Menn greinir á um hvað dómur gengislánadómur Hæstaréttar þýði í raun, og þótt gengistryggingin sjálf sé ólögleg þurfi að líta til annara laga, segja sumir, áður en næstu skref eru ákveðin.
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að lögin um vexti og verðtryggingu séu þannig skilin að þau eigi við í þessu tilfelli. Markmiði sé að skapa ákveðna festu og stöðugleika í því hvernig brugðist er við. Frekari röksemd fyrir því að beita þessum lögum er sú að það tryggi að fjármálakerfið helst stöðugt jafnvel þó það fái eitthvað högg. Fjármálafyrirtækin geta þó greitt úr þeim vanda án þess að leita á náðir ríkissjóðs.
Tilgangurinn með tilmælunum er sem sagt að verja fjármálakerfið, krónuna og ríkissjóð. Þannig séu ríkir almannahagsmunir fyrir því að þessi leið sé farin.
Ljóst er að málaferlum vegna gengistryggingarinnar er hvergi nærri lokið. Nokkur mál verða að öllum líkindum höfðuð, eða eru þegar komin af stað, og málin skýrast þá líklega betur með haustinu. Tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eru hugsuð til að brúa bilið þangað til.
Í þessari frétt IDR (Isländische Demokratische Republik) eru fullt af rangfærslum og áróðri, sem var svo þekktur í fyrirmyndarríkinu DDR.
1. Skuldarar fá lækkun á lánum sínum, er fyrirsögnin, þegar stjórnvöld ætla sér að grípa fram fyrir hendurnar á Hæstarétti, og leiðrétta dóma. Aðgerðir stjórnvalda þýða stórhækkun lána miðað við úrskurð Hæstaréttar. Strax í fyrirsögninni er frjálslega farið með sannleikann.
2. Skulu í framtíðinni bera vexti sem Seðlabankinn ákveður. Þeir eru nú 8,25% segir í fréttinni. Hér er um hrein ósannindi að ræða og blekkingar. Þrátt fyrir að flestir fræðimenn telji að þeir vextir sem í samningum eru skuli standa, fullyrðir útvarp IDR að vextir á gengislánunum verði það sem stjórnvöld ákveði. Réttarósvissu verður sannarlega eytt með dómi Hæstaréttar um vexti en er ekki eytt með ákvörðun stjórnvalda eða Seðlabanka.
3. Þó ekki jafnmikla lækkun og verið hefði ef dómur Hæstaréttar hefði staðið óhaggaður. Dómi Hæstaréttar verður ekki breytt af Seðlabanka eða Fjármálaráðuneytinu. Dómur hæstaréttar stendur óhaggaður hvað sem þetta lið segir.
4. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að lögin um vexti og verðtryggingu séu þannig skilin að þau eigi við í þessu tilfelli. Markmiði sé að skapa ákveðna festu og stöðugleika í því hvernig brugðist er við. Það eru líka til lög um neytendamál og þar er skýrt tekið fram að ef vafi leikur á skuli túlka lög neytandanum í hag. Réttindi og skyldur samningsaðila eins og lánveitanda og lántakenda eiga ekki að mótast af því hvaða efnahagsaðgerðir stjórnvöld eru að vinna að. Þá gæti framkvæmdavaldið rétt eins tekið yfir hlutverk dómstólanna.
5. Tilgangurinn með tilmælunum er sem sagt að verja fjármálakerfið, krónuna og ríkissjóð. Hvaða tilgang sem Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið eða stjórnvöld hafa með vanhugsuðum aðgerðum sínum, þá ber þeim að virða þau lög sem í landinu eru þær niðurstöður sem dómstólarnir komast að í dómum sínum. Það má vel vera að þessi vinnubrögð haði tíðkast í DDR hér á árum áður, en stofnun IDR hefur ekki formlega farið fram.
Misnotkun RÚV ber að fordæma fyrir gagnrýnislausa og afar óvandaða fréttamennsku í þessu máli. Það er þekkt að ríkisfjölmiðlar séu misnotaðir með þessum hætti í alræðisríkjum, en í vestrænum ríkjum er dæmi sem þessi fáheyrð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10