19.8.2008 | 07:25
Skortur á lýðræðislegri færni.
Það er mjög áhugavert að skoða yfirlýsingu Marsibil Sæmundardóttir vegna nýs meirihluta í Reykjavíkurborg.
sjá: http://marsibil.blog.is/blog/marsibil/
Þar segir Marsibil m.a.
,,Það var ekki á dagskrá hjá mér í síðustu viku að hætta í Framsóknarflokknum né að hætta í pólitík. "
Síðar segir Marsibil
,,Ég ítreka að ég mun ekki stunda tækifærismennsku og fella meirihlutann komi til þess að Óskar Bergsson forfallist tímabundið. Slík tækifærismennska þjónar ekki hagsmunum borgarbúa.
Stjórnmálamenn sem eru í miðjuflokkunum hljóta oft að vilja annað hvort samstarf síns flokks við vinstri vænginn eða hægri vanginn. Þeir sem vilja bara annað og ekkert annað en það sem þeir frekar vilja, eru ,,veikir hlekkir" í sínum flokki. Í stjórnmálum og lýðræðinu almennt þarf fólk að vinna að málamiðlunum. Gefa eftir til þess að þeirra lykilmál komist fram. Það er aldrei hægt að fá ,,allan pakkann" í samstarfi. Ef allir eru alltaf sammála í hóp, eru annað hvort mörgum ofaukið, eða það vantar styrkleika í hópinn.
Ef það var ekki á dagskrá hjá Marsibil að segja sig úr Framsóknarflokknum fyrir viku, þá þýðir það væntanlega að stefna Framsóknarflokksins hentaði Marsibil. Það að henni hugsnist betur að fara í samstarf við Tjarnarkvartettinn, þarf ekki að þýða úrsögn úr flokknum. Með því að segja að hún ætli ekki að fella núverandi meirihluta gerir úrsögn hennar nær óskiljanlega. Lýsir fyrst og fremst pólitískum veikleika. Á sínum tíma fór Alþýðuflokkurinn gamli mjög langt til hægri, Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið þekkt fyrir að vera vinstra megnin við miðju, var í minnihluta í sínum flokki. Á stundum kunni hún illa að meðhöndla þá stöðu, en til lengri tíma hefur hún gert það mjög vel og hefur haft mikil áhrif í íslenskri pólitík. "Hennar tími kom, og er" þrátt fyrir að hún hafi ekki verið flokksformaður.
Í Framsóknarflokknum virðast menn hafa átt mjög erfitt með að vinna með lýðræðið, sérstaklega Reykjavíkurarmur flokksins. Þar hefur að sögn jafnvel verið unnið með hnífasettum, ef menn eru ekki sammála. Einn góður vinur minn bað mig eitt sinn að koma með sér á fund hjá Framsóknarflokknum. Fundurinn var haldinn á Grand Hótel. Sem oftar höfðu verið íllvígar deilur innan flokksins í Reykjavík. Þá stendur upp ungur maður Björn Ingi Hrafnsson og segir eitthvað á þá leið að Framsóknarmenn eigi ekki að vera með margar skoðanir á málum. Menn þyrftu að koma ser saman um eina skoðun á hverju máli og halda sér a.m.k. opinberlega við hana. Hjöðin hélt varla vatni yfir boðskapnum. Allir saman. Kaupfélagshugsunin. Þar sem ég var þá að kynna mér sögu þeirra Hitlers og Stalín fannst mér lítið til koma. Þetta var allt önnur hugsun en hjá mörgum góðum Framsóknarmönnum af landsbyggðinni. Sem sagt, ef Framsóknarmenn hafa ekki getu og þroska til þess að vinna með lýðræðið í Reykjavík,þá er bara að afnema það!
Afsögn Marsibil Sæmundardóttur sýnir í hnotskurn þennan veikleika. Annað hvort fyllilega með, eða á móti. Hún þyrfit að komast á gott félagsmálanámskeið. Hún fær þó plús fyrir seinni yfirlýsingu sína að hún ætli sér ekki að fella meirihlutann.
![]() |
Endalok átaka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2008 | 23:30
Lýðræðisleg umræða
S.l. sunnudag birti ég litla grein í Morgunblaðið. Báðu mengin við borðið. Þessa grein er hægt að lesa hér á blogginu mínu, ásamt rökstuðningi Alberts Eymundssonar fyrrverandi bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Hornafirði, fyrir beiðni um lausn frá sveitarstjórnarmálum. Virðing mín fyrir Albert er mikil þegar ég fór að kynna mér rökstuðning hans.
Viðbrögðin við greininni hafa komið mér mikið á óvart. Annars vegar eru þeir sem hafa haft samband við mig úr Kópavoginum og vilja fylgja málinu eftir. Að ekki sé eðlilegt að sveitarstjórnarmenn sitji báðu megin við borðið,bæði sem yfirmenn stofnana bæjarins annars vegar og síðan sem yfirmenn sínir sem bæjarstjórnarmenn. Þeir sem hafa menntun frá Bretlandi og Skandinavíu hafa verið harðastir í afstöðu sinni. Mér var hreinlega ekki ljóst að svo margir hefðu skoðun á málinu. Síðan hef ég fengið viðbrögð aðila sem sitja í þessari stöðu að sitja báðu mengin við borðið og þau viðbrögð fengu mig til þess að skella uppúr.
Síðan í vor hef ég verið að skrifa efni í bók, sem reyndar ég hef ákveðið að skipta í tvær bækur. Innlegg dagsins er gott krydd í það efni. Lýðræðið hefur verið mér hugleikið og það mat mitt að á undanförnu hafi lýðræðinu verið settar of stífar skorður, hef ég fengið staðfest í dag. Svona dæmi krydda efnið.
Bloggar | Breytt 13.8.2008 kl. 05:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2008 | 23:09
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
![]() |
Dró sér 9,2 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.8.2008 | 16:43
Söguferð
Fjölskyldan fór m.a. í vikuferð til Póllands í sumar. Nánar tiltekið til Slesíu,en þar var tengdafðir minn fæddur og ólst upp þar til fjölskyldan þurfti að flýja fyrir til Suður Þýskaland í seinni heimstyrjöldinni. Mjög eftirminanleg ferð, saga, mikil náttúrufegurð og frábær þjóð Pólverjar. Meðal þeirra staða sem við heimsóttum var Kreisau, en þar er m.a. merkilegt safn. Í Kreisau komu aðilar saman í seinni heimstyrjöldinni m.a. til þess að ræða uppbygginu Evrópu á lýðræðislegri hátt en þá tíðkaðist, þ.e. alræðisstjórnun. Nasistminn annars vegar og kommúnisminn hins vegar. Aðaláherslan átti að vera uppbygging smárra eininga, til þess að útiloka svipaða kúun eins og hjá Hitler. Efla lýðræðið og byggja upp á kristnum gildum. Mjög skemmtilegt lítið safn heldur utan um söguna í Kreisau. Öðru mengin er fjallað um undirbúningsvinnuna frá nasismanum og hinu megin í safninu er farið yfir baráttu Pólverja gegn kommúnismanum.
Leiðsögumaður okkar lýsti því þegar hann sá fyrst 9 ára gamall, gyðingum safnað saman í sínum heimabæ. 40-50 manns, menn, konur og börn. Flest illa klædd, sum berfætt. Andlitin voru döpur og tóm. 3 fóru ekki eftir skilaboðum strax og voru skotnir umsvifalaust. Hinir litu vart við. Öllum var ljóst hvert var verið að smala þessu fólki. Hann sagði að kommúnisminn hafi verið lítið betri, ef ekki verri.
20 þúsund yfirmenn í pólska hernum flúðu yfir til Rússa. Þeir voru allir drepnir af Þjóðverjum stóð í sögubókum í Póllandi allt fram til 1989. Sannleikurinn var að Stalín lét drepa þá alla, til dýrðar kommúnismanum.
Við sáum Nýnasista í Póllandi. Þeir halda því fram að misgjörðir Nasista hafi aldrei átt sér stað. Þetta sé sögufölsun. Það eru fullt af fólki í fyrrum austurblokkinni sem trúir enn þann dag í dag, að þeir hafi verið á réttri leið.
Óttinn er versti óvinur okkar. Að þora ekki að standa upp þegar verið er að misnota lýðræðið. Verið að taka völdin. Óttinn við að tala, skrifa, tjá sig. Aleksander Solzhenitsyn þorði, og mátti þola útlegð í framhaldinu. Hann tjáði sig um óhæfuverk Stalíns.
Hérlendis er líka fólk sem lifir einhvers konar stjórnmálatrúarlífi. Sögulegar staðreyndir skiptir þá engu. Skoðið bloggið hans Jóhannesar. Skil ég hann rétt að hann sé að hreyta í Aleksander Solzhenitsyn. Er þetta mikilmennið úr Ólafsvíkinni sem skrifar. Hversu langt hefði hann gengið ef hann hefði starfað með Stalín, eða Hitler.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2008 | 11:51
Verða þeir fátækari fátækari og þeir ríkari ríkari?
Ekki samkvæmt athugunum. Þeir ríkari verða sífellt ríkari, en undanfarin ár hefur staða þeirra verst settu batnað mikið. Það er hins vega alveg ljóst að gera þarf betur og þeir ríkari þurfa að stuðla að gera Ísland að enn betra landi. Það skiptir þá sem minnst mega sín mun meira máli að hagur þeirra batni heldur en hvort einhverjir verða ríkari og ríkari.
Mikilvægasta verkefni okkar í dag er að taka á efnahagsmálunum á þann hátt að velferð haldi áfram að vaxa.
![]() |
Hús ríkra og fátækra á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2008 | 11:44
Flott forsetafrú
Dorrit Moussaieff er verulega flott í hlutverki forsetafrúar. Morgunblaðið gleymir að segja frá hvenær embættistaka forseta Íslands fer fram í dag. Eflaust myndu margir vilja koma niður í Alþingi. Auðvitað er hægt að fletta þessu upp. Svona til upplýsingar þá hefst athöfnin kl. 15.30.
![]() |
Dorrit klæðist merkum skautbúningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10