Söguferð

Fjölskyldan fór m.a. í vikuferð til Póllands í sumar. Nánar tiltekið til Slesíu,en þar var tengdafðir minn fæddur og ólst upp þar til fjölskyldan þurfti að flýja fyrir til Suður Þýskaland í  seinni heimstyrjöldinni. Mjög eftirminanleg ferð, saga, mikil náttúrufegurð og frábær þjóð Pólverjar. Meðal þeirra staða sem við heimsóttum var Kreisau, en þar er m.a. merkilegt safn. Í Kreisau komu aðilar saman í seinni heimstyrjöldinni m.a. til þess að ræða uppbygginu Evrópu á lýðræðislegri hátt en þá tíðkaðist, þ.e. alræðisstjórnun. Nasistminn annars vegar og kommúnisminn hins vegar. Aðaláherslan átti að vera uppbygging smárra eininga, til þess að útiloka svipaða kúun eins og hjá Hitler.  Efla lýðræðið og byggja upp á kristnum gildum. Mjög skemmtilegt lítið safn heldur utan um söguna í Kreisau. Öðru mengin er fjallað um undirbúningsvinnuna frá nasismanum og hinu megin í safninu er farið yfir baráttu Pólverja gegn kommúnismanum.

Leiðsögumaður okkar lýsti því þegar hann sá fyrst 9 ára gamall, gyðingum safnað saman í sínum heimabæ. 40-50 manns, menn, konur og börn. Flest illa klædd, sum berfætt. Andlitin voru döpur og tóm. 3 fóru ekki eftir skilaboðum strax og voru skotnir umsvifalaust. Hinir litu vart við. Öllum var ljóst hvert var verið að smala þessu fólki. Hann sagði að kommúnisminn hafi verið lítið betri, ef ekki verri.

20 þúsund yfirmenn í pólska hernum flúðu yfir til Rússa. Þeir voru allir drepnir af Þjóðverjum stóð í sögubókum í Póllandi allt fram til 1989. Sannleikurinn var að Stalín lét drepa þá alla,  til dýrðar kommúnismanum.

Við sáum Nýnasista í Póllandi. Þeir halda því fram að misgjörðir Nasista hafi aldrei átt sér stað. Þetta sé sögufölsun.  Það eru fullt af fólki í fyrrum austurblokkinni sem trúir enn þann dag í dag, að þeir hafi verið á réttri leið.

Óttinn er versti óvinur okkar. Að þora ekki að standa upp þegar verið er að misnota lýðræðið. Verið að taka völdin. Óttinn við að tala, skrifa, tjá sig. Aleksander Solzhenitsyn þorði, og mátti þola útlegð í framhaldinu.  Hann tjáði sig um óhæfuverk Stalíns.

 

Hérlendis er líka fólk sem lifir einhvers konar stjórnmálatrúarlífi. Sögulegar staðreyndir skiptir þá engu. Skoðið bloggið hans Jóhannesar. Skil ég hann rétt að hann sé að hreyta í Aleksander Solzhenitsyn. Er þetta mikilmennið úr Ólafsvíkinni sem skrifar. Hversu langt hefði hann gengið ef hann hefði starfað með Stalín, eða Hitler.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband