Ámælisverð fundarstjórn

Sigmundur Ernir gerði mistök þegar hann kom í ræðustól Alþingis undir áhrifum áfengis. Það hefur örugglega áður verið gert, sem réttlætir ekki framgöngu Sigmundar. Hann hefði átt að fá tiltal vegna þessa eða áminningu. Það voru hins vegar alvarlegri mistök hjá honum að viðurkenna ekki mistök sín, og reyna að ljúga sig út úr hlutunum. Upptaka af atvikinu sýndu það mikið að tiltölulega auðvelt var að sjá hvers kyns var. Við það missir Sigmundur trúverðugleika, sem er mun alvarlegra en að fá áminningu. Sigmundur ætti að einbeita sér að leggja meira á sig í framhaldinu og standa undir þeim væntingum sem  til hans hafa verið gerðar. Trúi ekki öðru en hann geri það.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir gerði hins vegar alvarleg mistök að stöðva ekki þessa uppákomu. Það að hún segi að hún hafi ekki tekið eftir neinu athugaverðu við framgöngu Sigmundar Ernis, er alvarlegt athugunarleysi. Það bætir ekki virðingu fyrir hanni sem þingforseta. Áður hafði hún sett niður þegar hún bjölluæfingar sínar fyrr í vetur. Þær sýndu að hún réð ekki við hlutverkið. Framganga Sigmundar Ernis virtist vera undir sterkum áhrifum. Framganga Ástu Ragnheiðar var það hins vegar ekki og í því ljósi ekki síður alvarleg.


mbl.is Ræddu hegðun þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundarstjórn Alþingis

Fundarstjórn Alþingis hefur vakið athygli í vetur. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Forseti Alþingis hefur ítrekað misnotað bjöllu forseta, þannig að fundarstjórn  hefur sett niður. Það er ekki að ástæðulausu að embætti Forseta Alþingis er metið sem ráðherraembætti. Það skiptir mikli máli hvernig embættinu er beitt. Bjölluspil Ástu Ragnheiðar hefur gert embættið að aðhlátursefni.

Nú tók Álfheiður Ingadóttir við fundarstjórn á Alþingi og Tryggvi Herbertsson fór í ræðustól.  Tryggvi sagðium vinnubrögð í Efnahags og skattanefnd væru ,,vítaverð". Álfheiður Ingadóttir gerði  athugasemd við það orðalag. Þessi athugasemd fundarstjóra hefur ekkert með eðlilega fundarstjórn að gera  heldur  er hér um að ræða svokölluð ,,kennaraeinkenni" að ræða en þau felast í því þegar fyrrum kennarar tala niður til fullorðins fólks að ástæðulausu, þar sem kennararnir voru vanir að gera slíkt við yngri nemendur sína á árum áður. Þetta er líka þekkt hjá fundarstjórnum sem lítið kunna fyrir sér, en ofmeta sína litlu þekkingu. Þá verður útkoman oft sérstæð.  

Það væri mikilvægt fyrir orðstý Alþingis að þær Ásta Ragnheiður og Álfheiður, héldi sig sem mest frá fundarstjórn Alþingis.  


Aukin spenna í 1 deild

Það er sannarlega komin spenna í 1. deildina. Selfoss sem hefur haft forystu hefur verið að tapa stigum og þar með hefur saxast á forystu þeirra. Spilamennska Selfoss hefur hins vegar verið mjög sannfærandi síðustu 2 árin og það væri virkilega gaman að sjá hvernig liðið stæði sig í úrvalsdeildinni. Hef fulla trú á þeim. Haukarnir eru með þrælgott lið, en ég var farinn að óttast að HK væri að dagast aftur úr í baráttunni, spái HK upp, þeir eru með þrælefnilega stráka.
mbl.is Hreinn tryggði Þórsurum sigur gegn toppliði Selfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vildu einhverjir samþykkja óbreyttan Icesavesamning?

Var aðeins seinn á mótmæli á Austurvöll. Átti von á 3-400 manns en þegar ég nálgaðist miðborgina, varð mér ljóst að mjög erfitt var að fá bílastæði. Allt fullt og margir höfðu gefist upp á því að finna stæði til þess að koma bílnum fyrir. Um 3000 manns voru mættir og samsetning fólksins örlítið önnur en áður. Andstaðan gegn Icesavesamningum var mikil, þó eflaust hafi áherslur fólks verið misjafnar. Nokkrir þingmenn voru meðal áhorfenda. Ólína Þorvarðardóttir labbaði framhjá og mér var hugsað til þess að hún hefur barist harkalega fyrir því að við samþykkjum samninginn óbreyttan. Það var eins og hún hafi hlustað vel á það sem ræðumenn höfðu fram að færa því hún var  mjög illileg í framan. Lýðræðisást hennar takmarkast við flokksrammann. Undirlægjuna fyrir ESB veldinu.

Þjóðin þarf að halda því til haga hvaða þingmenn  og ráðherrar vildu að þjóðin samþykkti þennan samning án skilyrða og fyrirvara. Þeir þingmenn og ráðherrar geta ekki gert þá kröfu að eftir þeirra starfskröftum verði óskað við næstu kosningar.


mbl.is Sneisafullur Austurvöllur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðidagar

Þetta eru miklir gleðidagar. Gay pride var að vanda fjölmenn hátíð, þar sem samkynhneigðir og fjölskyldur komu saman. Þessi gleðiganga eykur víðsýni, sem ég held að sé til nú til staðar hjá þjóðinni. Þessi hátíð á sannarlega rétt á sér, þó ég skilji ekki af hverju fólk þarf endilega að tengja að vera nánast á alsbertinu í göngunni. Boðað var að Páll Óskar yrði ekki í göngunni, von væri á Jóhönnu Sigurðardóttur. Hefði nú átt von á henni fullklæddri, en hún mætti víst ekki, en sex Jóhönnur mættu í staðinn. Fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar hefur ekki gert rétt í því að ráðleggja Jóhönnu að vera fjarverandi, það hefði einmitt verið sterkur leikur.

Það verður mikill gleðidagur í dag þegar 700 fjölskyldur fá matarúthlutanir frá Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd. Þar er eflaust brýn þörf, þar sem nú hefur verið sumarleyfi. Sjálfsagt eru einhverjir sem tilneyddir hafa þurft að taka þátt í hluta Detox og létta sig síðustu vikurnar.

Einu áhyggjurnar sem ég hef haft síðustu dagana er frekar óskemmtileg frétt sem ég heyrði sem hundaeigandi. Gamall hundur fannst eftir að hafa verið drepinn og af honum hafði verið tekið skottið. Ég heyrði að Þóra Kristín Ásgeirsdóttir væri að koma úr fríi, sjálfsagt endurnærð eftir gleðidaga, og ég óttaðist að hún færi að tengja þessa frétt, t.d. við frétt um mótþróa Ögmundar Jónassonar. Hafa því samband við ein vin minn á Morgunblaðinu og hann fullvissaði mig um að Þóra Kristín myndi ekki tengja þessa frétt við frétt af Ögmundi. Það væri hægt að gera síðar og yrði líklegra að hún tengdi þessa frétt við stjórnarandstöðuna. Það sem hefði komið ljós við þennan hund, er að hann hafi verið orðinn afgamall og sennilega þurft að aflífa hann en einhver haldið að hér væri kominn gamall refur og rifið af honum skottið. Góð tengisaga.

Nýlega var búinn til mikil spenna um ESB. Frétt eftir frétt sagði okkur að um mjög spennandi og tvísýna kosningu yrði að ræða. Menn tóku sér jafnvel frí í vinnu til þess að fylgjast með úrslitunum. Síðan komu þau. Það urðu einhverjum blaðafulltrúum mikil vonbrigði þegar Össur Skarphéðinsson kom fram eftir að útslitin komu  fram og sagði. ,,Þetta var nú alveg ljóst, við erum 63 á þingi og tiltölulega auðvelt að finna út niðurstöðuna fyrirfram". Voru þá fjölmiðlar að búa til spennu sem aldrei var til staðar?

Nú á að halda gleðidögunum áfram. Kjósa á  um Icesave. Við skoðun á samningum komu margir ágallar í ljós, og sennilega mikil fljótfærni af þeim Svavari Gestssyni og Indriða Þorlákssyni að rumpa þessum samningi af. Það var að sjálfsögðu útilokað að hafna þessum samningi. Bæði átti þjóðin von á glæsilegri niðurstöðu, en svo sagði Steingrímur okkur að honum hafi verið treyst fyrir verkefninu. Staðan var algjört klúður fyrir ríkisstjórnina.  Fjölmiðlafulltrúar ríkisstjórnarinnar sem hefðu getað verið í að stuðla að bættri ímynd Íslands, hafa tekið allan tímann í það að ,,photosjoppa" þetta Icesave mál. Jóhann og Steingrímur vilja samþykkja samninginn óbreyttan og Ögmundur og Guðfríður Lilja vilja fella hann. Síðan kemur að því að mýkja. Steingrímur og Jóhanna eru tilbúin að skoða einhverja fyrirvara og Ögmundur vill frá samstöðu  allra 63 þingmannanna um athugasemdir. Síðan verður aðalgagnrýnin á stjórnarandstöðuna að vilja ekki samþykkja þessa ,,málamiðlun". Stjórnarandstaðan er þá komin í hlutverk ,,vonda karlsins".  Svona uppskrift klikkar ekki.

Gleðin hefur tekið völd.   


mbl.is Andstaða líka í Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðfengið kvæði

Heyrði í góðum vini mínum í morgun. Borgarahreyfingin kom til tals og  hann skellti fram :  

 

Hreyfingin er þung og þver

og þarf að brýna ljáinn

Því byltingin nú orðin er

ekkert nema þráinn/Þráinnn


Opinber rekstur og/eða einkarekstur.

Blandað hagkerfi Vesturlanda  býr við opinberan rekstur og einkarekstur. Í Evrópu hafa svið eins og skólakerfi, heilbrigðiskerfi verið að meginhluta til veríð í höndum opinberra aðila en svið eins og samgöngur, rafmang og vatnsveita í höndum bæði opinbera og einkaaðila. Opinber rekstur hefur tilhneigingu til þess að vera þunglamalegur og dýr, þess vegna hafa verið gerðar tilraunir með að fá einkarekstur í samkeppni eða úthýsa hluta eða alla starfsemina. Það er oft vandmeðfarið. Hættan er að með einkavæðingu sé verið að búa til einokun, sem þá skapar oft verri niðurstöðu fyrir notendurna og samfélagið. Þekkt dæmi er um slíkt varðandi orku, rafmagn og samgöngur. Hins vegar eru mjög mörg dæmi þar sem skilyrðin eru ströng að einkavæðing hefur gefist mjög vel.

 Einkavæðing eða opinber rekstur hafa verið sem trúarbrögð ákveðinna aðila í pólitíkinni. Með meiri fagmennsku i greiningum og skipulagi, verði einkavæðing, þjónustuvæðing og úthýsing verka sem nú eru í opinberum rekstri verða algengari. Skilyrðin og aðhald verða einnig mun skýrari en nú er.

Talsverð einkavæðing er nú t.d. í heilbrigðisgeiranum hérlendis. Fáir eða engir vilja hins vegar fá heilbrigðiskerfi eins og er í Bandaríkjunum.


mbl.is Danskur einkarekstur á ríkisspena?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilaboð Steingríms eru algjörlega skýr

Það fór ekkert á mill mála skilaboðin sem Steingrímur Sigfússon kom til sinna manna í kastljósi. Ég er búinn að fara yfir alla gagnrýni með mínum lögfræðingum og einhverjum útlendingum og öll gagnrýni sem fram hefur komið er röng. Punktur og basta. Þingheimur á að skrifa undir, þar sem þetta er nú alveg ljóst. Þá er bara að kalla óþæga liðið inn í rétt herbergi og rauða höndin sér til þess að allir munu sjá málið með sömu augum.

Stórkostlegur sagði Samfylkingarliðið, stórkostlegur sagði VG liðið og undir tók í fjöllunum. Það er alls ekki víst að hann fari alltaf rétt með hann Steingrímur, en hann segir þetta svo andskoti vel.

 


mbl.is „Það er búið að semja!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bæta verkföllum við

Núverandi ástand er nógu erfitt þó við förum ekki að fá verkföll í ofanálag. Það var gott starf hjá aðilum vinnumarkaðarins að ná þessum stöðugleikasáttmála. Við þurfum þjóðarátak til þess að vinna þjóðina út úr þeim erfiðleikum sem verið er að glíma við. Við þurfum ekki átök á vinnumarkaði. Full ástæða til þess að skoða leiðir til þess að viðhalda sáttinni.
mbl.is Sáttmálinn marklaust plagg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök Ásmundar

Annað árið er alltaf erfitt í Úrvalsdeild, þá reynir mikið á þjálfara. Eitt af því sem gerist er að leikmenn hafa tilhneigingu til þess að missa stjórn á skapi sínu. Það er einmitt eitt af hlutverkum þjálfara liða í fallbaráttu að sjá til þess  að leikmenn haldi haus. Í undanförnum leikjum hafa leikmenn Fjölnis ítrekað verið að fá á sig spjöld að óþörfu. Ef fram heldur sem horfir mun Fjölnir sogast niður í erfiða fallbaráttu. Ábyrgðin er fyrst og fremst þjálfarans. Lið Þróttar er svo arfaslakt að það er nánast kæruleysi sem þarf til, ef tapa á stigi til liðsins.


mbl.is Afmælisbarnið fagnaði sigri gegn Fjölni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Ágúst 2009
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband