Opinber rekstur og/eða einkarekstur.

Blandað hagkerfi Vesturlanda  býr við opinberan rekstur og einkarekstur. Í Evrópu hafa svið eins og skólakerfi, heilbrigðiskerfi verið að meginhluta til veríð í höndum opinberra aðila en svið eins og samgöngur, rafmang og vatnsveita í höndum bæði opinbera og einkaaðila. Opinber rekstur hefur tilhneigingu til þess að vera þunglamalegur og dýr, þess vegna hafa verið gerðar tilraunir með að fá einkarekstur í samkeppni eða úthýsa hluta eða alla starfsemina. Það er oft vandmeðfarið. Hættan er að með einkavæðingu sé verið að búa til einokun, sem þá skapar oft verri niðurstöðu fyrir notendurna og samfélagið. Þekkt dæmi er um slíkt varðandi orku, rafmagn og samgöngur. Hins vegar eru mjög mörg dæmi þar sem skilyrðin eru ströng að einkavæðing hefur gefist mjög vel.

 Einkavæðing eða opinber rekstur hafa verið sem trúarbrögð ákveðinna aðila í pólitíkinni. Með meiri fagmennsku i greiningum og skipulagi, verði einkavæðing, þjónustuvæðing og úthýsing verka sem nú eru í opinberum rekstri verða algengari. Skilyrðin og aðhald verða einnig mun skýrari en nú er.

Talsverð einkavæðing er nú t.d. í heilbrigðisgeiranum hérlendis. Fáir eða engir vilja hins vegar fá heilbrigðiskerfi eins og er í Bandaríkjunum.


mbl.is Danskur einkarekstur á ríkisspena?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Það er komið bakslag í einkavæðingu eftir ófarirnar undanfarið.Ég man eftir útlánatöpum Landsbankans út af landsbyggðarfyrirtækjum í laxeldi og fiskvinnslu og fleiru fyrir um það bil 20 árum .það voru bara smáaurar miðað við ósköpin núna.Þótti samt nógu slæmt þá og átti einkavæðingin að laga bankareksturinn.

Hörður Halldórsson, 10.8.2009 kl. 03:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband