30.8.2014 | 22:14
Blindu mennirnir lýsa fílnum!
Skynjun okkar mannskepnunarinnar er svo takmörkuð að henni hefur verið lýst með dæmisögunni af blindu mönnunum sem lýstu fílnum. Snerting þeirra mótaði sýn þeirra á fílnum hvort sem hún var á rananum, fótunum, eyrunum, fílabeini eða öðrum líkamshlutum. Viðtalið sem þar sem laganemarnir ungu sem heimsóttu Norður Kóreu lýsa upplifun sinni, útskýrir fyrir okkur líka hvernig fólk í gegnum árin upplifði og lýstu fyrir öðrum hvað það sá, en ekki síður það sem það sá ekki.
Hér eftir eigum við ekki bara lýsingu blindu mannanna, heldur líka ungu lögfræðinemanna sem fóru til Norður Kóreu. Í þeirra augum var skynjun alls heimsins á Norður Kóreu röng, þeir höfðu jú verið þar, þó undir strangri gæslu væri!
![]() |
Alveg bannað að krumpa foringjann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 31.8.2014 kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.8.2014 | 08:30
Knattspyrnuveilsan í kvöld!
Íslensk knattspyrna er á uppleið og leikur Stjörnunnar gegn Inter Milan á San Siro. Það er uppskera knattspyrnunnar á Íslandi í ár og það er góð uppskera. Það er með ólíkindum hversu vel félögin hérlendis hafa haldið sinni stefnu, þrátt fyrir efnahagshrun, og hversu mikil gæði knattspyrunnar er. Í ár var gert ráð fyrir fimm liðum sem myndu berjast um titilinn, sem segir um breiddina. FH hefur verið leiðandi undanfarin ár með KR ekki langt undan, og nú bætist Stjarnan í hópinn. Val og Breiðablik var spáð góðu gengi, en það hefur því miður verið skrykkjótt í ár, Víkingur og Keflavík hafa í staðinn komið sterk inn.
Stjarnan er ekki að spila í dag til þess að slá Inter Milan út, það besta sem gæti gerst er að liðið spili sinn bolta og fari ekki út í að spila stífan sóknarbolta, né að leggjast allir í vörn. Í fyrri leiknum kom fljótlega fram veikleiki vinstra megin í vörninni, sem kostaði m.a. fyrsta og þriðja markið í síðasta leik. Í þessu hefur örugglega verið unnið.
Með leiknum í kvöld, hver svo sem úrslitin eru, eru íslensku félögin og KSÍ hafa skilað starfi, sem kallar á virðingu.
![]() |
Allir vilja spila á San Síró |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2014 | 12:56
Litla félagið með stóra hjartað!
Í dag er stór dagur í íslenskri knattspyrnusögu. Stjarnan tekur á móti Inter Milan. Í sögulegu tilliti er Stjarnan ungt félag stofnað 1960. 1983 var liðið í neðstu deild og þá var ákveðið að stefna uppávið. Á þessum árum var félagið nú ekki mjög sterkt. Minnist þess eitt árið að þá hafði verið ákveðið að 6 flokkur fengi að fara á Tommamótið i Eyjum, sem nú heitir Skeljungsmótið. Stjórnin var mjög veik og þjálfarinn ákvað að nenna ekki að fara til Eyja. Þá komu til mín afar daprir strákar og ég féllst á að fara með þá til Eyja. Það voru ekki til neinir búningar, en mér sagt að þeir yrðu til fyrir mótið og kæmu með flugi. Undirmeðvitundin sagði mér að fara niður í Stjörnuheimili og safna saman öllum gömlum búningum og taka með til vonar og vara. Þeir búningar voru af misjöfnum stærðum og lit, og með mismunandi auglýsingum. Það fór svo að engir komu búningarnir og þarna spiluðum við í ,,fjölbreyttum búningum með auglýsingum frá Garða Héðni, Fálkanum, Frigg, og Sjóvá. Það var gaman í Eyjum eins og alltaf, og strákarnir stóðu sig eins og hetjur. Það voru allir stoltir af góðum árangri í Eyjum. Þegar heim var komið fundaði ég með foreldrum og helstu forráðamönnum. Ég sagði frá ferðinni og leikjunum, en svo sagði ég þeim frá því að eftir hátíðarkvöldið í Eyjum hafi strákarnir komið til mín og sagt við mig. ,, Veistu hvað strákarnir eru að spyrja okkur? Jú, hvort við séum svo fátæk í Garðabænum að við höfum ekki efni á að eiga alvöru búninga".
Í næsta leik voru það mjög stoltir strákar sem gengu til leiks í stórglæsilegum búningum, sem sá eðalmaður Páll Bragason í Fálkanum hafði komið með færandi hendi.
Þetta eru strákarnir í Silfurskeiðinni, með alsnægtirnar, sem við sem að komum, fréttum um af afspurn.
Í dag er tíminn til þess að njóta. Þeir Rúnar Páll og Brynjar Björn mundu stýra strákunum á móti einu öflugasta liði heims, það er bara tími til þess að njóta. Til hamingju með daginn.

![]() |
Margir sem styðja Stjörnuna (Myndband) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2014 | 07:10
Brynjar Nielsson sem dómsmálaráðherra!
Vonandi er tími fagmennsku gengin í garð. Þar sem þeir bestu eru valdir í störf í stað annarra sjónarmiða. Nýlega var Már Guðmundsson ráðinn sem Seðlabankastjóri. Held að fáir dragi fagmennsku hans í efa, þó kusk hafi fallið á hvítflibbann, þegar hann þáði styrk til þess að greiða dómskostnað sinn úr sjóðum Seðlabankans. Samþykkt lá ekki fyrir í bankastjórn Seðlabankans um það mál. Í síðustu ríkisstjórn var valin sú leið til þess að velja sem hæfustu ráðherranna að fá utanþingsfólk að hluta sem ráðherra. Ragna Árnadóttir varð dómsmálaráðherra og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Bæði voru vinsæl sem ráðherrar og farsæl, þrátt fyrir að Gylfi setti nokkuð niður þegar kom að Icesavesamningum. Í þingliði síðustu var þó afburðafólki haldið frá ráðherrastólunum, þar sem þingmennirnir hefðu skyggt á formenn stjórnarflokkana, þingmenn eins og Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir. Þekking þeirra, reynsla og hæfni hefði á nokkurs efa getað skilað okkur betri niðurstöðu en síðasta ríkisstjórn skilaði.
Það er hárrétt ákvörðun hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að óska eftir því að dómsmálahluti innanríkisráðuneytisins verði færður öðrum, a.m.k. á meðan mál er í gangi gegn fyrrum aðstoðarmanni hennar. Auðvitað getur Bjarni Benediktsson tekið það að sér og myndi skila því verki með sóma. Hins vegar er hann með það stór og mikilvæg verkefni að óráðlegt er að bæta dómsmálaráðuneytinu við þau verkefni. Í þingliði stjórnarflokkanna er toppmaður til þess að fara með málaflokkinn.
Brynjar Níelsson hefur mikla reynslu og þekkingu á málaflokknum og myndi skila þess hlutverki með einstakri prýði. Hann hefur kjark og getu til þess að stuðla að breytingum til þess að gera gott samfélag enn betra.

![]() |
Sigmundur fellst á beiðni Hönnu Birnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10