6.9.2009 | 14:27
Hvert er stóra málið? - Aðlögun.
Fyrir um tveimur mánuðum sendi góður vinur minn búsettur á Norðurlöndum, mér póst og spurði mig að útskýra fyrir sér hvert væri stóra verkefni þessarar ríkisstjórnar og hvað er það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlast til af okkur?
Ég sendi honum svar, en minnti hann á að spurningin væri mjög stór og þess vegna þyrfti að einfalda svarið sem var eitthvað á þessa leið.
Mikilvægasta verkenfið er aðlögun. Um 2004 fer að verða koma upp alvarleg skekkja í íslensku efnahagslífi. Mikil þensla án framleiðniaukningar. Í stað þess að beita þá aðhaldi er haldið á allsherjarfyllerí. Slök efnahagstjórn þar sem stjórnvöld ýta undir þensluna. Hluti af dæminu var að gengi var rangt skráð, þannig að aðstæður urðu útflutningsgreinunum óeðlilega óhagstæðar, en innflutningsgreinar hagstæðar. Þá blómstruðu greinar tengdum fjárfestingum. Á sama tíma hefur ríkiskerfið þanist út. Það er alltaf hægt að réttlæta meiri opinbera þjónustu. Nú eru aðstæður útflutningsgreinunum óeðlilega hagstæðar og aðstaða innflutningsgreina mjög erfiðar, auk þess að fyrirtæki tengdar fjárfestingagreinum s.s. byggingarfyrirtæki eru nánast í rúst.
Aðlögunin fellst í því að skera niður í ríkiskerfinu og skapa aðstæður fyrir atvinnulífið til þess að rétta sig við, í samræmi við væntanlegt jafnvægi. Vandamálið er að þar sem vinstri stjórn er við völd, að þeir eiga erfitt með að skera niður í opinbera kerfinu. Alþjóagjaldeyrissjóðurinn fer réttilega fram á að ríkissjóður sé rekinn réttu megin við strikið um þá kröfu verður erfitt að deila, hins vegar er afskipti þeirra af málum eins og Icesave, en einnig stýrivöxtum umdeildari.
Göran Persson fyrrverandi fjármálaráðherra Svía, ráðlagði okkur að ganga strax í verk. Í stað þess fórum við fyrst í kosningar, síðan í ESB umræður og loks í Icesave. Þar með höfum við tapað mörgum dýmætum mánuðum í baráttunni. Spurningin fellst í því hvort við munum einhenda okkur í aðlögunina eða hvort menn gefast upp? Það kemur í ljós á komandi mánuðum.
![]() |
Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir kosningar kom Framsóknarflokkurinn fram með 20% fyrningarleiðina. Bankarnir höfðu fengið niðurfellingu af erlendum lánum og því kom upp tækifæri á að rétta skuldastöðu heimilanna og fyrirækja að hluta. Hugmyndin var óvenjuleg, en aðstæður eru líka óvenjulegar. Tryggvi Herbertsson og Lilja Mósesdóttir tóku undir þessa frumlegu hugmynd, þó með sínum áherslum. Ráðamenn höfnuðu tillögunni hins vegar, og að því virtist af valdahroka einum saman. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra taldi aðgerðir ríkisstjórnarinnar duga varðandi skuldsett heimili og nefndi m.a. greiðsluaðlögun. Nú nokkrum mánuðum síðar kemur hann til baka og vill taka málið upp. Það er virðingarvert, að sjá að sér. Að öðru leiti ríkir þögnin. Hins vegar fréttist af því að verið sé að selja bankana útlendingum. Sem þýðir hvað? Jú, tækifærinu til leiðréttinga er glatað. Ef bankarnir eru komnir í eignarhald útlendinga, þá er ekki spurning um hvað sé réttlæti gagnvart heimilunum og fyrirtækjunum. Þá er spurt, hvað gagnast eigendum bankanna. Ef bankarnir eru seldir útlendingum, verður engin leiðrétting. Leiðréttingin verður ekki tekin eingöngu úr ríkissjóði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2009 | 22:34
Nýtt lið í úrvalsdeildinni
![]() |
Selfyssingar komnir í úrvalsdeildina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 20:22
Að setja þjóðarhag ofar flokkshollustu.
Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar kom fram krafa um aukið lýðræði og minna flokksræði. Að rökræðan tæki við af kappræðunni og að aukin áhersla yrði lögð á þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Þessu síðastnefnda hefur reyndar verið stungið undir stól, loforð týnt og tröllum gefið. Hins vegar hafa ákveðnir þingmenn sýnt viðleitni til þess að taka upp rökræðu um mál, og taka sjálfstæða afstöðu með því sem þeir telja gagnast best þjóðarhag. Hjá Sjálfstæðisflokknum greiddi Ragnheiður Ríkharðsdóttir atkvæði með umsókn í ESB, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sat hjá. Sjálfsagt ekki auðvelt fyrir þær stöllur, en virðingarvert að þær fari eftir sannfæringu sinni. Hjá VG vöktu þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason,Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Ögmundur Jónasson athygli varðandi afstöðu sína til Icesave og nokkur einnig til ESB.
Þessi framganga fær mann til þess að trúa því að styrkur Alþingis vaxi að nýju. Að framkvæmdavaldið fái ekki að rúlla yfir löggjafarvaldið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2009 | 23:23
Er bloggumræðum miðstýrt?
Ég hef í allnokkurn tíma verið sannfærður um að bloggumræðum sé miðstýrt að hluta. Í dag var frétt á Mbl.is Meirihluti á móti ríkisábyrgð.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/09/01/meirihluti_a_moti_rikisabyrgd/
Tvær bloggfærslur skáru sig algjörlega út.
Magnús Helgi Björgvinsson
Fylgi ríkisstjórnarflokkana eykst!
Þriðjudagur, 1. september 2009
Þetta er nú það sem vekur meiri athygli í þessari könnun.
Eins vekur athygli að þeir eru helst á móti ríkisábyrgð sem segjast ekki hafa kynnt sér samningana. En um 40% segjast ekki hafa kynnt sér icesave samningana. Og þeir sem hafa kynnt sér málið vel voru frekar jákvæðari gagnvart ríkisábyrgð.
Og eins kemur fram í þessari könnun að meirihluti taldi að hagur okkar hefði verið verri ef við hefðum ekki samþykkt ábyrgð á icesave
En sem sagt framsókn er að dala í fylgi en furðulegt að 28,8% vilja aftur fá Sjálfstæðisflokkinn til valda. Þrátt fyrir allt sem
hefur gerst.
Síðan kemur færsla frá Gísla Baldvinssyni
Fylgi ríkisstjórnarinnar eykst
Alveg dæmalausir hjá Mbl.is Passa mjög vel með sinni sígildu þöggun að eftirfarandi komi fram:
Fylgi stjórnarflokkanna eykst meðal kjósenda samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. 49% styðja ríkisstjórnina; örlítið fleiri en þegar síðast var spurt. 27% segjast myndu kjósa Samfylkinguna 2% fleiri en síðast. 22% styðja Vinstri hreyfinguna grænt framboð 3% fleiri en síðast. Fylgi við Framsóknarflokkinn minnkar hins vegar um tvö prósentustig og er nú 15%. Fylgi við Borgarahreyfinguna minnkar jafn mikið og er nú 6%. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar óbreytt 29%. 2% myndu kjósa aðra flokka en þá sem eru á þingi. Gallup spurði tæplega 5 þúsund kjósendur um fylgi við flokkana og afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Könnunin var gerð á síðustu fjórum vikum tæplega 60% svöruðu.
Sama fyrirsögn, sama myndskreyting, nánast sama innihald, á skjön við alla aðra sem blogga um fréttina. Tilviljun? Nei, þeir Gísli og Magnús, ásamt nokkrum félögum sínum virðast sammála um alla hluti. Þetta er FLOKKURINN, þar sem skoðanir FLOKKSINS eru skoðanir meðlimanna. Allir þingmenn Samfylkingarinnar studdu Icesave, án fyrirvara. Það voru lýðræðissinnaðir þingmenn í VG sem þorðu að hafa aðrar skoðanir en flokksformaðurinn.
Báðir þessir bloggarar Gísli og Magnús, flokksauðir Samfylkingarinnar fylgdu flokkslínunni alla leið Icesavemálsins í gegnum þingið. Töldu eðlilegt að Icesave yrði samþykkt í byrjun. Óséð og án fyrirvara. Minnihlutinn á þingi skipti ekki máli. Þegar í ljós kom að ekki var meirihluti fyrir því, þá átti að reyna að ná samstöðu allra þingmanna. Þá var allt í einu þörf fyrir samráð. Síðan kom gagnrýni úr þjóðfélaginu frá sérfræðingum þá var gert lítið úr slíkum ábendingum.
Skyldu þessir flokksauðir líka fá línu frá flokknum hvað þeir eigi að borða í morgunverð?
Bloggar | Breytt 2.9.2009 kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10