Nú verðum við öll að mæta!

Stjórnvöld hafa valið áherslur, og þær áherslur eru ekki með heimilunum í landinu. Þau eru með erlendum útrásarvíkingum sem þau afhentu bankana. Þau eru með erlendum kröfuhöfum, og hef við hefðum ekki stoppað ríkisstjórnina hefði hún sett á okkur 540 milljarða skuldaklafa að ástæðulausu. Í stað þess að eyða kröftunum í að byggja upp atvinnu til þess að eyða atvinnuleysinu, hefur ástandið versnað og þúsundir hafa valið það að fara til starfa í öðrum löndum.

Ríkisstjórnin fagnar við hvert tækifæri sem tækifæri gefst til að fara í fjölmiðla. Fagnar ,,ótrúlegum" árangri sínum.

Við þurfum að mæta til þess að tjá þessu liði skoðanir okkar. 


mbl.is Boða fjöldafund við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóra ákvörðunin hjá KSÍ!

Ísland gæti átt möguleika á móti Noregi í leiknum í kvöld. Drillo lætur spila mjög einfaldan bolta. Knettinum er spyrnt fram í eins fáum sendingum og möguleiki er á. Kick and run, er ekki taktík Englands, heldur Noregs. Nú er það svo að svo að við ákveðnar aðstæður geta komið upp skemmtilegir kaflar við þessa leikaðferð og Noregi hefur ekki gengið illa undir stjórn Drillós. Hérlendis eigum við okkar Drillo, en það er Bjarni Jóhannsson. Árangur Stjörnunnar er sannarlega athyglisverður í ár.

Hér á síðunni var skoðanakönnun um næsta landsliðsþjálfara og niðurstaðan var sú að Guðjón Þórðarson nýtur mestar hylli, næst kemur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þá Eyjólfur Sverrisson og Willum Þórsson og loks koma þeir Ólafur Kristjánsson og Kristján Guðmundsson sem reyndar ekki fékk atkvæði. 

Ég hef fengið ábendingu um að á þennan lista hafi vantað þá Heimi Hallgrímsson, Bjarna Jóannsson, Teit Þórðarson og Pál Gíslason.  Alveg réttmæt ábending.

 Allt eru þetta innlendir þjálfarar og allir gætu þeir komið til greina. 

 Í vikunni kom síðan viðtal við Bjarna Jóhannsson þjálfara Stjörnunnar. Hann telur að umgjörðin um íslenska landsliðið sér helsta ástæða fyrir slæmu gengi. ,,Tengslin milli KSÍ og stjóru félaganna eru sterk, og starfsfólkið í kringum landsliðið er alltof tengt félögunum". Hér talar fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari og það er full ástæða fyrir alla aðila að hlusta nú vel. 

í úrvarpsþætti nýlega voru landsliðsmálin rædd og þá kom fram sama tillaga að ráða erlendan þjálfara og þá tekið dæmi, að finna mann eins og Johan Cruyff sem væri höfundur af svokölluðum heildarfótbolta eða Total fotball. Johan Cruyff spilaði m.a. í liði Hollands sem fékk silfur 1974 og er talið verið eitt af bestu landsliðum allra tíma. Þjálfari þá var Rinus Michels sem einnig ranglega er talinn höfundur heildarboltans, en sá bolti er meira sprottinn upp í félaginu Ajax sem stefnumótun. Auðvitað hafði Michels áhrif þar á.

Staða KSÍ nú er afleit hvað varðar A landslið karla. Góður árangur hefur hins vegar náðst í kvennalandsliðinu, U21 liði karla, drengjalandsliði og landsliði stúlkna. Það bendir til þess að KSÍ sé í talsverðri sókn. Að KSÍ sé tilbúið að búa til stefnu, sem síðan þjálfarar séu ráðnir í. Það að ráða einhvern þjálfara sem eigi að ráða þessu öllu er tímaskekkja. Einhvern Roy Rogers. Þannig eru fremstu lið heims ekki rekin í dag og heldur ekki bestu landsliðin. Vinnubrögðin eru teymisvinna þó einn þjálfari leiði þjálfarateymið. Fótboltinn þarf ekki annað en að líta til þeirra vinnubragða sem Alfreð Gíslason innleiddi í handboltann og sem síðan síðar hélt áfram og skilaði handboltanum silfri á Ólympíuleikunum  í Peking. Við þurfum nýja hugsun, ekki þorpshugsun, heldur víðsýna sýn á framtíðina. Ef þjálfari er ráðinn án stefnu mun okkur ekki miða mikið áfram á komandi árum.   


mbl.is Mikið sjálfstraust í norska liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar vont fyrir sjálfsmatið!

Þessi réttarhöld í  Landsdómi eru afar slæm fyrir sjálfsmat margra Samfylkingarmanna. Það voru margir sem gagnrýndu ráðherra ríkisstjórnar Geirs Haarde löngu fyrir hrun. Það að draga Geir Haarde einan fyrir dóm er hins vegar réttarhneysli. Einn ráðherra sem sat í sérstakri fjármálanefnd var Jóhanna Sigurðardóttir núverandi forsætisráðherra.

Það var réttlát gagnrýni sem ráðherrarnir fengu á sínum tíma, en þá er spurt. Er gagnrýni á núveranid ráðherra og ríkisstjórn, réttmæt? Eru þessir ráðherrar að standa sig gagnvart þjóðinni? Allir ráðherrar þessarrar ríkisstjórn samþykktu Icesave á sínum tíma. Liggur ekki fyrir að ný réttarhöld hefjast þegar búið er að koma þessarri ríkisstjónr frá? 


mbl.is Landsdómur kemur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2011
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband