Nú verðum við öll að mæta!

Stjórnvöld hafa valið áherslur, og þær áherslur eru ekki með heimilunum í landinu. Þau eru með erlendum útrásarvíkingum sem þau afhentu bankana. Þau eru með erlendum kröfuhöfum, og hef við hefðum ekki stoppað ríkisstjórnina hefði hún sett á okkur 540 milljarða skuldaklafa að ástæðulausu. Í stað þess að eyða kröftunum í að byggja upp atvinnu til þess að eyða atvinnuleysinu, hefur ástandið versnað og þúsundir hafa valið það að fara til starfa í öðrum löndum.

Ríkisstjórnin fagnar við hvert tækifæri sem tækifæri gefst til að fara í fjölmiðla. Fagnar ,,ótrúlegum" árangri sínum.

Við þurfum að mæta til þess að tjá þessu liði skoðanir okkar. 


mbl.is Boða fjöldafund við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það var upplýst núna um helgina að bara á árinu 2009 var afskrifað meira hjá fyrirtækjum en sem nemur öllum skuldum heimilanna!

Fyrst það var hægt með nokkrum pennastrikum þá hefði jafn auðvaldlega mátt gera allar íbúðir almennings skuldlausar.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2011 kl. 20:37

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt áherslu á vandaðan og hógværan málflutning. Því miður hafa stjórnvöld tekið það sem linku og sýnt samtökunum dónaskap, og þar með heimilunum í landinu. Við mætum og mótmælum án átaka, en af festu.

Sigurður Þorsteinsson, 4.9.2011 kl. 22:02

3 Smámynd: Benedikta E

Fjölda-mótmæli svo lengi sem þurfa þykir!

Benedikta E, 4.9.2011 kl. 22:13

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála ykkur.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.9.2011 kl. 22:27

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Krefjumst frjálsra handfæraveiða fyrir heimilin, frelsi er það sem vantar,

nýtum auðugustu fiskimið í heimi á sjálfbæran hátt.

Í dag gefa fiskimiðin aðeins lítið brot af eðlilegum afla.

Aðalsteinn Agnarsson, 4.9.2011 kl. 23:25

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Aðalsteinn.langt síðan við höfum mótmælt,en nú hljóta allir að vera búnir að sjá að við svo búið,má ekki standa. Ríkisstjórnin búin að fifla okkur of lengi. Mómælum án hávaða í okt. byrjun.

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2011 kl. 00:07

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nú vona ég að öllum sé alvara í að mæta á mótmæli við setningu þings í byrjun óktóber.

Sigurður Haraldsson, 5.9.2011 kl. 00:56

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hér kvarta menn undan því að stjórnvöld hafi sýnt of mikla "linkind" gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna, og pistlahöfundur segir að stjórnvöld hafi afhent bankana erlendum útrásarvíkingum.

En næsta dag kvarta svo sömu menn að stjórnvöld séu ekki nógu dugleg að fá hingað erlendar fjárfestingar.

Skeggi Skaftason, 5.9.2011 kl. 13:58

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Það er sitthvað að gefa,en bjóða þáttöku,með hagnaðar von.

Helga Kristjánsdóttir, 7.9.2011 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband