Rangfærslur um verðtrygginguna.

Vertrygging á Íslandi var tekin upp með svokölluðum Ólafslögum 1979. Nokkru fyrir þann tíma höfðu innstæðueigendur í bönkum verið rændir og þeir sem skulduðu sáu skuldirnar fuðra upp. Það borgaði sig að skulda á þessum árum. Ástæðan var óstjórn í efnahagsmálum. Það þurfti að kenna þjóðinni að umgangast verðtryggð lán, og margir hrukku upp við það að lán þeirra hækkuðu á mælikvarðanum króna. Þeir hrukku einnig við, vegna þess að skyndilega var kominn sá tími skuldarar þurftu að greiða lánin aftur. Rétt eftir 1980 gerðist það að svokölluð lánskjaravísitala hækkaði meira en launavísitalan. Of mikið var gert úr þessum þætti og hann ranglega talinn helsta ástæða greiðsluerfiðleka sem urðu um 1982-1985. Á þessum tíma þótti vertryggt lán með 3% vöxtum hátt lán.

Fljótlega upp úr þessum tíma fara vextir á verðtryggðum lánum að hækka. Helsta ástæaða þess er fákeppni á lánamarkaðinum. Lífeyrissjóðirnir voru litlir, margir og oft á tíðum ekki nógu vel reknir. Til þess að koma rekstri þeirra í lag, hefur verið samráð milli lífeyrissjóðanna og þeir þrýst vöxtunum upp. Þetta hefur oft verið gert í samráði og samstarfi við bankanna. 

Þeir Íslendingar sem búið hafa erlendis hafa borið saman vexti af húsnæðislánum hérlendis og í nágrannalöndum okkar og sá samanburður er Íslandi mjög í óhag. Ástæaðan er fyrst og fremst upphæð raunvaxta, en ekki verðbólgan.

Þegar við ætlum að taka á málum, er það oft gert á öfgafullan hátt, og án þekkingar á verkefninu. Það er einmitt það sem verið er að gera nú með því að koma með óvertryggð lán. Þar með er ég ekki að segja að óvertryggð lán séu ekki æskileg, en þá þarf að taka a fleiri þáttum, þannig að ekki sé verið að koma með enn eina leiðina sem mismunar þjóðfélagsþegnunum. 

ESB sinnar halda því fram að vextir af húsnæðislánum muni lækka með inngöngu í ESB. Það gerir það ekki með inngöngunni einni saman, hugsanlega gæti það haft einhver áhrif að setja upp slík skilti í Öskuhliðini á gönguleiðinni þar sem fulltrúar lífeyrissjóðanna ákveða saman vextina sem þeir ákveða fyrir Íbúðalánasjóð. 


mbl.is Fá að veita óverðtryggð lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband