29.9.2011 | 21:14
Vonbrigði með Sigmar
Ég játa að ég var mest fyrir vonbrigðum með Sigmar Guðmundsson því hann er einn af okkar albestu fjölmiðlamönnum. Jóhanna reyndi eins og hún gat að halda orðinu, en gaf oft höggstað á sér. Hún vílaði sér ekki við að fara rangt með staðreyndir og það kom í ljós að hún virðist lifa í einhverjum lokuðum hugarheimi sem þjóðin þekkir ekki. Hefði hún verið í viðtali hjá BBC hefði verið hneppt niður um hana og hún rassskellt opinberlega, andlega. Hvort það hafi verið vorkunn fyrir Jóhönnu, þá hefði Sigmar átt að taka hana betur á teppið. Hún sagði þjóðinni að allt hefði verið gert fyrir heimilin. Hún fær svar við því á laugardaginn hvort þjóin sé henni sammála.
Það kemur hins vegar ekki á óvart að DV fagnar viðtali við Jóhönnu ógurlega. Það kemur ekki á óvart í ljósi þess að vinveittur útrásarvíkingur er sagður hafa borgað upp skattaskuldir snepilsins.
![]() |
Kvótafrumvarpið gallað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
28.9.2011 | 19:47
Launalágu stéttirnar
Allnokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um starfstéttir sem eru ílla launaðar. Fyrst voru það flugmenn, flugumferðarstjórar og flugfreyjur. Þessar séttir báru sig saman við samskonar stéttir erlendis. Svo bættust við félagsráðgjafar og lögreglumenn. Á þeim séttum getur verið mikið álag og starf þeirra orðin erfiðari og hættulegri en áður. Í viðtölum við lögreglumenn kemur fram að það sem erfiðast er í þeirra starfi er meðal annars að koma að börnum og ungu fólki sem hefur slasast eða látið lífið.
Ef við skoðum dæmið aðeins lengra, þá koma slik erfið mál einnig upp hjá stéttum eins og hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, læknum og næringafræðingum. Í dag ræddi ég við tvær konur sem vinna á Landspítalanum. Önnur hjúkrunarfræðingur og hin næringarfræðingur. Báðar eru á strípuðum taxta og ekkert álag, eða aðrir hækkunarmöguleikar. Þær fara ekki í fjölmiðla, og fjölmiðlarnir koma ekki til þeirra. Laun þeirra munu ekki hækka, nema með því móti að flytja erlendis. Í Noregi bjóðast feiknargóð laun fyrir þessar stéttir.
Laun er auðvitað allt of lá, en við það búa flestar starfstéttir á Íslandi. Það breytist ekki fyrr en atvinnumálin séu sett á dagskrá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2011 | 14:20
Sársvekkti forsætisráðherrann!
![]() |
Sár og svekkt vegna orða SA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.9.2011 | 08:48
Hættulegar áherslur!
Það að flýta setningu Alþingis er afar grunnhyggin ákvörðun. Ef tíminn 13.30 hefði staðið kæmu á Austurvöll 8-10 þúsund mótmælendur. Stærsti hluti þess friðsamt fólk sem vill tjá óánægju sína. Heyrði í gær að sjálfboðaliðar ætluðu að taka það að sér að halda uppi lögum og reglu. Breyttur tími þýðir að nú ber meira á ólátaseggjunum. Ríkisstjórn sem ekki þorir að horfast í augu við almenning á landinu á að segja af sér.
Heyrði í Margréti Tryggvadóttur, sem mér skilst að sé ennþá á Alþingi. Henni fannst sú ráðstofun að flýta setningunni, alveg skiljanleg. Þannig losnaði starfsfólk Alþingis fyrr úr vinnunni á laugardaginn. Hún var heldur ekkert á því að ríkisstjórnin ætti að segja af sér. Þessi kona kom úr Borgarahreyfingunni, sem taldi sig eina málsvara fólksins í landinu. Afsprengi búsáhaldabyltingarinnar. Sigur hún á Alþingi og eina baráttumálið hennar er að halda sér á Þingi út tímabilið.
![]() |
Flýta setningu Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.9.2011 | 22:26
Reka lögreglumenn réttmæta kjarabáttu?
![]() |
Hræddir við hvað geti gerst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2011 | 08:44
Fjársöfnun fyrir ESB!
![]() |
Björgunarsjóður fjórfaldaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.9.2011 | 14:19
Veik móðir svipt þremur börnum sínum!
Í gær hitti ég 65 ára gamla ekkju sem hefur átt við talsverð veikindi að stríða undanfarin ár. Hún sagði mér að börnin hennar þrjú væri tilneytt þurft að fýja land og hefja nýtt líf í Norgi. Öll erum með framhaldsmán í Háskólum hérlendis og öll bætt við sig námi, en ekkert þeirra fékk vinnu hérlendis. Þau eru flutt með fjölskyldur sínar til Noregs og eru búin að fá störf þar. Hún saknar barnanna og barnabarnanna, en getur sjálf ekki flutt út þótt hún vildi.
,, Ég hef verið stuðningur Samfylkingarinnar frá stofnun hennar. Það verður ekki meir. Ég hef séð hvað vinstri menn gera fyrir okkur alþýðufólkið. Þau koma bara með loforð til þess að svíkja."
Á sömmum tíma hef ég hitt þrjár konur sem sögðu mér nánast sömu söguna. Vonbrigðin með að missa börnin og ekki síst barnabörnin er mikil. Á sama tíma eru þingmenn og ráðerrar ríkisstjórnarinnar að reyna að telja fólki trú um að náðst hefur einstakur árangur. Eitthvað sem fólkið ekki sér og finnur.
Fólkið þarf á von að halda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2011 | 20:16
Íslandsmeistaratitilinn á leiðinni í Vesturbæinn.
Það væri virkilega ósanngjarnt ef titilinn í ár færi ekki í Vesturbæinn. KRingarnir eru einfaldlega bestir í ár. Með hörkugóðan mannskap, mjög öfluga stjórn og frábæran þjálfara Rúnar Kristinsson. Þetar þetta allt fer saman kemur sigur. Auðvitað hefur liðið átt miðlungsgóða leiki inn á milli, en í heildina eru þeir bestir í ár og verðskulda titilinn. Það væri sigur knattspyrnunnar.
Ég er ekki að gera lítið úr IBV og þar hefur þjálfarinn gert afskaplega góða hluti. Mannskapurinn er hins vegar ekki eins góður og hjá KR. Hins vegar frábært ár hjá IBV.
![]() |
Aron Bjarki hetja KR-inga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2011 | 22:48
Nýtt stjórnmálaafl fyllir gatið sem Samfylkingin skildi eftir sig.
Samfylkingin er í upphafi sett saman úr Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Kvennalistanum. Þessi samsuða tókst að hluta, en að mestu leyti ekki. Mörgum Alþýðuflokksmönnum sveið þegar Margrét Frímannsdóttir úr Alþýðubandalaginu varð formaður Samfylkingarinnar. Ekki síst vegna þess að það dugði ekki til þess að halda Alþýðubandalagsfólinu í Samfylkingunni. Stór hluti þess fór og stofnaði VG. Svekkelsið minnkaði ekki þegar við formannssólnum tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir úr kvennalistanum. Þessi vonbrigði og pirring má glöggt finna hjá fyrrverandi formanni Alþýðuflokksins Jóni Baldvini Hannibalssyni. Hafi óánægjan verið mikil hjá gamla Alþýðuflokkskjarnanum, náði yfirtaka Þjóðvakaforyngjans Jóhönnu Sigurðardóttur að fylla mælinn. Þessi kona sem ekki gat unnið með neinum í ríkisstjórn átti að fara að leiða Samfylkinguna og ríkisstjórn. Það var dæmt til að mistakast. Í raun færði Jóhanna Samfylkinguna vinstri megin við VG. Ríkisstjórnin er því oft kölluð, ríkisstjórn Alþýðubandalagsins.
Eftir að Guðmundur Steingrímsson gerði sér grein fyrir því að hann átti enga samleið með hinni vistrisinnuðu Samfylkingu, ákvað hann að fara inn á miðjuna og ganga í Framsókn. Það lá fyrir strax í byrjun að hann átt ekkert sameiginlegt með því fólki. Guðmundur sem trúir á ESB, en Framsókn ekki og þegar Ásmundur Daði gekk í Framsókn var ljóst að Guðmundur var úti.
Jafnaðarmenn á miðjunni og hægra megin við miðju voru orðnir heimilislausir. Þetta vissi Guðmundir og þeim vill hann safna saman. Ná þeim úr Samfylkingunni sem töldu að flokkurinn ætti að vera miðjuflokkur. Það er ekki ólíklegt að Árni Páll og Magnús Schram gangi til liðs við Guðmund, og jafnvel Katrín Julíusdóttir og Kristján Möller. Við næstu kosningar gæti það gerst að Samfylkingin þurrkist út, eða leifar hennar gangi til liðs við VG og einhver hluti við Guðmund og Besta flokkinn. Jóhanna bauð nýlega upp á að sameinast í nýjan flokk,aðalatriðið væri ESB, jafnaðarmennskan var algjört aukaatriði. Að forminu til gengi Samfylkingin þá i flokkinn hans Gumma Steingríms. Nýji flokkurinn verður ekki með áherslu á jafnaðarmennsku, heldur lítið hér og lítið þar. Jafnaðarmennirnir í Alþýðuflokknum verða því áfram heimilislausir. Kjarnann vantar. Niðurstaðan er hringferð án stefnu og árangurs.
![]() |
Áhugi víða fyrir nýju framboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.9.2011 kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.9.2011 | 08:36
11 dagar til Austurvallarmótmælanna miklu!
Já, 1 október verður Alþingi sett. Hagsmunasamtök heimilanna hefur þann dag boðað til friðsamra mótmæla fyrir utan Alþingi. Samtökin mótmæla að illa hafi verið staðið að málum, hvað varðar skuldavanda heimilanna og að loforð hafi verið svikin. Stjórnvöld hafa margoft boðað aðgerðir sem fara á í rétt eftir helgi, og svo næstu helgi. Þær hafa flestar frestast eða gleymst og ekkert hefur verið gert. Þeir sem vilja vekja stjórnmálamenninga af Þyrnirósar svefni sínum ættu að mæta á Austurvöll. Einhver óvissa er hvort lögreglan verður á staðnum, en þá verðum við fólkið í landinu að taka að okkur gæsluna. Örfáir öfgamenn mega ekki skemma fyrir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10