Stjórnir lífeyrissjóðanna Framsókn mjög erfiðir.

Kosningabarátta framsóknarflokksins hefur gengið vonum framar. Það er ekki bara að framsetning málefnanna hefur náð þjóðinni heldur er framsóknarflokkurinn með vel, mannaðan lista. Einn frambærilegasti nýliðinn meðal frambjóðanda fyrir þessar kosningar er Frosti Sigurjónsson úr Reykjavík Suður. Hann er frambjóðandi sem myndi styrkja hvaða lista sem er. Hann hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu, er hugmyndaríkur og rökfastur.

Lekið hefur úr búðum framsóknarflokksins að þeir hafi ætlað að vera dálítið djarfir, og vinna með sjálfstæðisflokknum sem er íhaldssamari og geta þá sagt á næsta kjörtímabili: ,,Við náðum ekki öllu fram í samstarfinu". Þetta er hins vegar erfiðara sem stærsti stjórnmálaflokkurinn, enda eru nú komnir allmargir fyrirvarar: ,,Við meintum þetta nú ekki alveg svona". Auðvitað reikna allir með því að fylgið muni dvína en framsókn verður sannarlega sigurvegari í næstu kosningum, þó þeir nái öðru sæti. 

Nú kemur áfallið. Lífeyrissjóðirnir ætla að kaupa Íslandsbanka og Kaupþing. Vandamálið fyrir framsókn er að þarna eru peningarnir sem áttu að borga kosningaloforðin. Auðvitað eru þessar fjárfestingar algjört glapræði, en verða örugglega að veruleika. Verðmæti bankanna er stórlega ofmetið. Hagnaður þeirra felst í afslættinum sem almenningur í landinu átti að fá. Ríkisstjórn VG og samfylkingar ásamt þingmönnum bjartrar framtíðar sviku að skila afslættinum til þjóðarinnar. Þegar sá hagnaður kemur ekki á hverju ári, tekur við niðurskurður í bönkunum og verðgildi þeirra mun rýrna. Aftur mun almenningur vera látinn borga með minni lífeyrisréttindum. Vel á minnst án þess að nokkur einasti stjórnarmaður lífeyrissjóðanna beri ábyrgð. 

Ákvarðanir stjórna lífeyrissjóðanna eru ábyrgðarlausar rétt eins og kosningaloforð framsóknarflokksins. Ákvarðanir þeirra beggja munu reynast báðum afar afdrifaríkar. 

 


Eiga ekki i vök að verjast

Hljomsveitin Vök sigraði í Múskitilraunum að þessu sinni. Fletti þeim upp og ....

 

 

 

 verulega vel gert.  Mikil gerjun er í tónlistinni á Íslandi. Dútett þeirra Margréta og Andra Márs er hreint út sag frábær. Til hamingju. 


mbl.is „Draumi líkast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnumst Icesaveníðinganna í komandi kosningum!

Ef þá á eftir að velja versta samning Íslandssögunnar kemur aðeins einn til greina, Svavarssamningurinn í Icesave málinu. Þó þjóðin hafi fellt þennan samning nánast með fullu húsi, er enn lið úr innsta trúarliði samfylkingarinnar sem enn telur að þessi samningur hafi veri alveg ágætur. Það notar öll möguleg tækifæri að níða þá menn sem beittu sér fyrir því að samningurinn yrði felldur. Fremstur hataðra hjá samfylkingunni er Ólafur Ragnar Grímsson, okkar ágæti forseti. Á Eyjunni í dag kemur einn samfylkingarsnúðurinn Karl Th. Birgisson og ræðst á annan heiðursmann, sem þjóðin á mikið að þakka Ragnar Hall. Þessi undirmálsmaður Karl Th. Birgisson kann ekki einu sinni að skammast sín, heldur hælir sér af því að hafa stutt Svavarssamninginn sem hefði sett þjóðina endanlega á hausinn. 

Nú fer að líða að síðustu mánaðamótum sem við þurfum að hafa vinstri stjórn á Íslandi.  Þjóðin er þegar farin að fagna.

Minnumst allra þeirra í samfylkingunni sem vildu koma Íslandi á vonarvöl. Þar voru einnig piltarnir sem nú kallar sig bjarta framtíð, útibú frá samfylkingunni. Í sama hópi voru allir ráðherrar VG, nema Ögmundur og núverandi þingmenn VG. Megi uppskera þeirra í komandi kosningum verða í samræmi við það sem þeir til sáðu. 


Stefán Ólafsson, háskólaprófessor þarf launahækkun, og það strax.

stebbi.jpgStefán Ólafsson hefur sem fræðimaður fundið það út að tímakaup á Íslandi, sé of lágt og eigi að hækka ekki seinna en strax.  Vafalaust er þetta fræðilega innlegg Stefáns, mikilvægt í komandi kjarasamningum, og málsaðilar munu vitna til þess.  Boðskapur Stefáns er sá að launagreiðendur hafi alveg efni á að hækka tímakaupið og að landsframleiðsla á mann réttlæti þá fullyrðingu.

 

Það skal í nafni réttlætis tekið undir það, að laun og þá sérstaklega ráðstöfunartekjur eru sorglega lágar á Íslandi. Eignastaða fjölmargrar heimila er einnig þannig að stór hópur berst við alltof miklar skuldir og húsnæðiskostnaður er að sliga heimilin.  Allt hefur hækkað, ekki síst opinber gjöld.

 

Fyrri skrif Stefáns um að kreppunni sé lokið og kaupmáttur  hafi þrátt fyrir allt verið varin, hljómar því eins lygasaga í tómri buddu fólks. Þrátt fyrir allt hlutleysi Stefáns og fræðilegt yfirbragð, hefur hann leynt og ljóst tekið að sér hlutverk predikarans fyrir núverandi ríkissjórn.  Innlegg hans um launahækkanir verður að skoðast sem slíkt.   Gaman væri að vita hvort Stefán hefur talað fyrir því hjá vinum sínum,  að laun ríkisstarfsmanna verði hækkuð ríflega.

 

Hinn fræðilegi samanburður Stefáns, sem kemur fram í skrifum hans á Eyjunni og hér er vitnað til er þegar til kastanna kemur ekki svo fræðilegur.  Almenn afkoma fyrirtækja á Íslandi og fjárhagsstaða þeirra er slík, að engin geta er til að hækka laun, hvað sem landsframleiðslu líður. Hugsanlega gætu einhver fyrirtæki gert það en almennt ekki.  Raunverulegur samanburður er miklu flóknari er Stefán lætur í veðri vaka.

 

Sú mynd sem Stefán dregur upp er mynd áróðursmannsins og spunameistarans. Mynd hans passar vel, við blekkingu fjármálaspekúlantanna, „ byggja upp traust og láta allt líta eðlilega út „   Það að byggja upp falskar, óraunsæar, vonir er hinsvegar ekki stórmannlegt.

 


mbl.is Erfitt að horfa framan í reitt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófessorinn ,,hlutlausi" á harðahlaupum frá sannleikanum.

johanna_og_steeingrimur.jpg stefan_olafsson_1194584.jpg

 

 

 

 

 

 

Frammistaða ríkisstjórnarinnar hvað varðar skjaldborgina er hreint með ólíkindum. Þangað komast helst inn fáir útvaldir flokksgæðingar. Einstaka aðilar reyna að skrifa ríkisstjórnina upp. 

Stefán Ólafsson ,,hinn hlutlausi" notar síðustu daga þessarar ríkisstjórnar til þess að læða inn enn einni lyginni, með þekktri aðferð, tölfræðinni. Fundin eru hlutföll varðandi opinberan rekstur. Með með þáttöku Safylkingar í ríkisstjórn 2007 þanndist kerfið út bæði sem hlutfall af þjóðartekjum, en þar sem þennsla var yfirgengileg, þá var báknið þanið enn meira út. Rétt eins og áður, er ábyrgðin hins vegar á Sjalfstæðisflokknum. Margir af þeim lægst settu trúðu því í alvöru að Stefán væri að skrifa með hag þeirra að leiðarljósi. Æ fleiri eru farnir að átta sig á því að tilgangur Stefáns var fyrst og fremst að skara eld að eigin köku. Hækka sporslur sínar á meðan almenningur lepur dauðann úr skel. Stefán hélt að með blekkingum sínum gæti hann orðið formaður samfylkingarinnar. Jafnvel þar voru nógu margir upplýstir að þeir  sögðu ekki meir, ekki meir. Blekkingar Stefáns hafa ekki aðeins skaðað samfylkinguna og ríkisstjórnina, sem eru í útrýmingarhættu, þær hafa einnig skaðað þá sem minnst mega sín. Öryrkja og fátæka. 
Stefán hefur ekki haft manndóm til þess að gefa almenningi upp tekjur sínar, en úr því verður bætt síðasta árs verður hægt að  upplýsa í fjölmiðlum þegar skattskrárnar liggja fyrir. Tekjur hans munu lækka umtalsvert á þessu ári og það mun bara gera Stefáni gott. Hann gæti orðið fyrir því að virða sannleikann meira, og þá mun hann átta sig á því að sannleikurinn mun gera hann frjálsan.


mbl.is Heimilisofbeldi á sér stað daglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er sagt gaman í skaldborginni!

Skjaldborgin sem þau Jóhanna og Steingrímur lofuðu okkur reis sannarlega á tímabilinu. Hún er tignarleg og þar innandyra bogna borð af veigum. Reglulega fáum við fréttir af dýrðinni en fáum ekki að njóta. Þarna eru bankamennirnir og erlendir vogunarsjóðir, sem síðan geta greitt ofurlaun á kostnað almúgans á Íslandi, ríkisstjórnin segir þessa stráka afar skemmtilega. Þarna eru íslensku útrásarvíkingarnir og endurheimta í sína vörslu, féð sem þeir náðu út úr lífeyrissjónunum og sparnaði landsmanna  með blekkingum, og þarna er Stefán Ólafsson þrútinn af ofneyslu veiganna. Af og til hleypur hann út í Eyjagluggann og heldur tölur fyrir sárþjáðan almenning um að fáktækin þeirra sé alls ekki verri hérlendis en annars staðar. Svo dásamar hann Jóhönnu, Steingrím og verk ríkisstjórnarinnar, enda hefur sjálfur aldrei haft það betra.

Fyrir utan Skjaldborgarmúrana eru fjölskyldur sem hafa misst allt sitt. Margir neyna að bera höfuðið hátt. Fólk tekur utan um hvert annað. Líka þeir sem bíða í biðröðunum eftir matargjöfunum hjá hjálparstofnunum. 

Auðvitað hefði þetta allt getað farið miklu verr. Ríkisstjórnin og liðið þeirra vildi setja á þjóðina 540 milljarða klafa tl viðbótar, sem öllum má vera ljóst nú að við hefðum aldrei staðið undir. Svavarssamningurinn var til þess ætlaður að almúginn kæmist aldrei í dýrðina.

Minnumst  þessa fólks í bænum og okkar í vor þegar við gefum þeim einkunnirnar fyrir frammistöðuna í kosningunum  í april. Þeir voru líka í þessu liði strákarnir Gummi og Robbi sem nú hafa stofnað nýtt band björt framtíð, sem þeir sáu sennilega inn í skjaldborginni, sem var fyrir þá útvaldu. 

 


mbl.is Mikil hækkun launa í fjármálageira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Íslenska alþýðulýðveldið dó.

Á menntaskólaárum mínum í MH voru mörg okkar harðir sósíalistar. Það voru margir kennararnir líka. Andinn var í loftinu og sumar skoðanir sjálfgefnar, rétt eins og hjá húsmæðrunum í vesturbænum. Nánast allir kennarar héldu sér innan rammans. Álfheiður Ingadóttir var byltingarsinni og hélst því ekki innan neins ramma. Við skýrðum það á þann veg að hún væri dóttir ,,big papa" Inga R. Helgasonar, sem ég sá alltaf fyrir mér akandi um í svörtum bíl, með skyggðum rúðum. ,,Big papa" var sagður sendiherra kommúnismans á Íslandi, vellauðugur með beintenginu í gullkisturnar sem biðu okkar.

Álfheiður var með silfurskeið í munninum, sófa-byltingarsinni, frek, ofdekruð og fremur slakur kennari. Mér fannst hún vera blettur á sósíalismanum, Auðvitað var hún farin miklu lengra austur. Sjálfur var ég heillaður af Maó og bar sjáfur viðurnefnið Maó formaður  í áraraðir. 

Í austur-þýska sendiráðinu var ákveðinn kjarni boðaður. Einn kunningi okkar boðaði átta kröftuga stráka niður í sendiráð. Mér brá þegar þessi tengiliður faðmaði sendiráðsmennina og heilsast var með kossum á kinnar. Okkur var boðið upp á vont kex, vont te en dásamlegt vodka. Okkur var í öðru boði, sagt frá merkum Íslendingum sem hefðu fenið tækifæri að læra í fyrirheitna landinu. Hjörleifur, Svavar og Indriði. Þessi listi var langur af úrvalsmönnum. Allt þetta beið okkar ef.... Í þriðja boði var lagt áherslu á trúnað og öflun upplýsinga. Ég riðaði, vissi ekki hvort það var vodkinn, eða það að mér var skyndilega hugsað til afa míns og ömmu frá Vopnafirði sem trúðu á Ísland, getu okkar, réttlæri og heiðarleika. Ég lofaði sjálfum mér því að skoða málið, en kom aldrei aftur með félögum mínum í sendiráðið.  Ég gekk alltaf í stóran hring fram hjá húsaröðinni í mörg ár.

Í millitíðinni lét Jón Hnefill Aðalsteinsson okkur lesa Frelsið eftir John Stuart Mill.  Ég var alveg grunlaus því Jón var kvæntur einum af mínum uppáhaldsrithöfundum,  Svövu Jakobsdóttur. Ég byrjaði að lesa seint á föstudegi og las fram á laugardagsmorgun. Þá vaknaði ég nýr maður, hafði þurft að spyrja mig gagnrýninna spurninga. Kötturinn minn hafði ekki komist út, og hann hafði gert þarfir sínar í stofunni. Í þann mund sem ég tók skítinn upp, datt laufblað á blómi og sveif niður og tók það með. Ég fór út í garð og jarðaði það, ásamt táknmyndinni um íslenska alþýðulýðveldið. 

Forríka, ofdekraða kommúnistastelpan hefur lítið lært. Ennþá hliðrar hún sannleikanum ef með þarf. Nú til þess að koma í veg fyrir að vera dregin fyrir dóm. 


Útimennirnir gera útslagið

Það er ákaflega ánægjulegt að verið sé bæta þjónustu margra fyrirtækja. Fór á eina bensínstöðina fyirr skömmu og þá biðu tveir viðskiptavinir eftir að lokið væri að setja eldsneyti á bíla þeirra.

Ungur maður í afgreiðslunni hefur sennilega verið nýbúinn á námskeiði segir við mig. 

,,Hvað get ég gert fyrir þig"

,, Það er verið að athuga með olíuna á bílnum mínum"

Ungi maðurinn færðist allur í aukana. 

,,Meðan þú bíður vantar þig ekki eitthvað. Hér er allt til"

Ég var nú ekkert í fjárfestingarhugleiðingum, svo ég missti út úr mér, svona alveg óvart. ,,Áttu kannski til samfylkingarvara"

,,samfylkingarvara"? spurði ungi maðurinn óöruggur. 

Kona sem var við hliðina á mér, byrjaði að hlægja, en var samt afar fáguð. 

Ungi maðurinn varð vandræðalegur og hóf að fletta upp í vörulista. samfylkingarvari, muldraði hann en  loks gafst hann upp og sagði. 

,,Hann er örugglega til hjá útimönnunum" 

 

 

 

 


mbl.is Erfiðast að fara á klósettið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki hægt að mála strákana brúna?

Á þessu kjörtímabili hefur aðaláherslan verið lögð á að einbeita sér að öllu öðru en að hlúa að hag fólkskins í landinu. VG og samfylking sameinuðust um það að sækja formlega um aðild að ESB án þess að spyrja fólkið í landinu um þá vegferð. Fyrir umsókn kölluðu stjórnarflokkarnir það viðræður eða að kíkja í pakkann, til þess að villa um fyrir þjóðinni. Auðvitað kom ekkert út úr þessu dæmi. Eftir sitja tugir stjórnarliðar sem töldu sig vera að byrja upp starfsferil í Brussel til komandi ára. VG er nú orðinn varanlegur ESB flokkur.

Svo var það Icesave. Aðaláherslan var að við Íslendingar ættum  að greiða Bretum og Hollendingum, þó ekki vegna lagalega raka, heldur ,,siðferðilegra" Nú skammast sín flestir sem að þessari aðför að hagsmunum þjóðarinnar. Örfáir eins og Gylfi Magnússon hefur viðurkennt að hann hafi bullað. Sjálfsagt var ætlunin að gera okkur að Kúpu norðursins. Vert er að minnast þess að Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marcall frambjóðendur Bjartar framtíðar, studdu Svavarssamninginn heilshugar, vörðu ríkisstjórnina vantrausti og vilja nú bjóða þjóðinni upp á skítlega framtíð. 

Birgitta Jónsdóttir hefur einbeitt sér að uppljóstrum leynigana erlendis á tímabilinu. Að vísu fannst ,,njósnatölva"  í herberginu við hliðina á henni, en hún hefur ekkert verið að gera mikið úr þessu smáræði, og því síður að óska eftir opinberri rannsókn. Á sama tíma er barnungur tölvuhakkari fluttur út til Wikileaks, undir yfirskininu að hann hafi átt að selja boli. Strákruinn sem er vonlaus sölumaður. Þegar hann sleppur frá þessu fólki, segir þetta lið í íslenskum fjölmiðlum að strákurinn sé ekki andlega heilbrigður og  fjölmiðlar hérlendis gera engar athugasemdir við þá  yfirlýsingar frá íslenska armi Wikileaks.  Kristinn Hrafnsson fjölmiðlafulltrúi Wikileaks og samstarfsmaður Birgittu er orðaður við nýja stöðu geðlæknis hjá Landsíptalunum, þar sem talið er að hann muni sjá um hraðvirkar sjúkdómsgreiningar. Geðmat er víst ein af þeim greinum sem kenndar eru í fjölmiðlafræðinni. 

Eitt af því sem ríkisstjórnin hefur verið hvað stoltust með  er að flytja inn alla þá flóttamenn sem gætu hugsað sér að setjast er að. Hér fá flóttamennirnir móttökur eins og þjóðhöfðingjar fá í mörgum ríkjum. Lifa hér í allsnægtum á meðan landsmenn bíða í biðröðum hjálparstofnana eftir matargjöfum. Flóttamennirnir segjast flestir vera um fermingu, sem síðan við rannsókn kemur í ljós að margir þeirra eru að komast á eftirlaunaaldurinn. Margir þeirra reyna síðan að flýja ,,Kúpu norðursins" til Bandaríkjanna eða Kanada. Þeir sem ekki fá dvalarleyfi hér er fólk sem er af íslenskum ættum og eiga jafnvel ísenska foreldra. Þeir fá synjun. Ef Auðunn pabbi strákana sem var skynjað um dvalarleyfi á Íslandi, hefði málað strákana brúna hefði málið strax gengið upp. 

 


mbl.is Erum íslenskir og eigum fjölskyldu hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga Icesavesamninganna

Það er áhugavert að rifja upp einhverja ósvífnustu tilraun vanhæfra stjórnmálamanna til þess að setja Ísand á hausinn. Þjóðin þarfa að muna eftir illvirkjunum. Auðvitað þarf rannsóknarnefnd til þess að gera þetta mál upp. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband