Þjóðin er að byrja að fagna.

Alls staðar þar sem maður kemur er eftirvæting í loftinu. Nú er að koma að tíma eftirvæntingar, vonar og sóknar. Aðeins 6 mánuðir og við erum laus við vinstri stjórnina. Jóhanna og Steingrímur sett í æfilangt frí. Það er full ástæða að undirbúa og taka þátt fagnaðarlátunum. Sumir fara í framkvæmdir, aðrir horfa til komandi tíma með bros á vör.

Siðareglur fyrir Alþingi

Áhugavert að fara yfir ræðu Forseta Íslands við setningu Alþingis. Hann minnti alþingismenn á það að virðing þjóðarinar fyrir Alþingi og starfseminni væri í algjöru lágmarki. Nú þyrfit ný vinnubrögð þar lagt yrði úr að vinna málin í sátt og með lýðræðislegri vinnubörgðum. Fór ekki á milli mála að þar átti Forsetinn m.a. við um Stjórnarskrármálið. Þá lagð hann áherslu á að ófært væri að taka fyrir of mörg mál, sem öllum væri ljóst að ógjörnignur væri að afgreiða.

Forsetinn bauð aðstoð sína til það koma vinnubrögðum í ásættanlegt form. 

Það var mikill virðing í rödd Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún sagði: ,,Heill Forseta vorum og fósturjörð". Það var ekki laust við að margir alþingismenn og ráðherrar ættu í baráttu að halda aftur af tárum sem vildu brjótast fram. 


Ísland spilaði talnaleik - Kýpur fótbolta og bæði liðin unnu!

Það er ekki ástæðulaust að ég er ekki yfir mig hrifin af því sem ég sé til Íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir að Lars Lagerbäck tók við landsliðinu. Mannskapurinn er til staðar en það vantar flot í liðið. Hugmyndafærðin er að spila 442, og þá á þann hátt sem spilaður var um 1970. Þetta er talnaleikur þar sem leikmenn spila í línum, eða í tölum. Kýpur spilaði fótbolta og náði meirihluta í aðstoð  alls staðar á vellinum. Nú er það svo að það er engin ástæða fyrir okkur að fara og spila á móti Kýpur með hroka í farteskinu. Kýpur hefur  í gegnum tíðina spilað ágætis bolta. Eru flínkir og fljótir og voru það í þessum leik. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður, og tapið verður sett á landsliðsþjálfarann fyrst og fremst.

Það vantar hreyfingu í liðið og allan frumleika. Nú vil ég sjá leikmann héðan heima inn í liðið, Guðjón Árna Antoníusson. Það hárir honum að hann hafi ekki spilað fyrir ÍBV en Heimir ætti að líta fram hjá því. Svo ætti að minni tíma í kjaftæði og meira að æfa upp flot í liðinu. Án þess munum við ekki gera nokkurn skapaðan hlut í framhaldinu. 

 


mbl.is Ísland tapaði í fyrsta skipti gegn Kýpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur í stjórnmálum?

Almenn vill fólk fá einstaklinga af báðum kynjum í stjórnmálin. Í þeim félagskap sem bæði kynin eru virk, verður oft mögnun í starfi. Ástæðan hefur ekkert með líkamlegan mismun kynjanna, heldur frekar andlegan. Konur sjá hluti og verkefni oft út frá öðrum vinklum.

Kvennalistinn var djörf tilraun á sínum tíma, sem í ljósi sögunnar hafði talsverð áhrif. Þingmenn listans juku virðingu almennings fyrir konum í stjórnmálum. Ef við berum t.d. saman starf kvennalistans sem oft voru fámennar á Alþingi og t.d. Hreyfingarinnar hins vegar verður sá samanburður skerandi. Konur eins og Guðrún Arnarsdóttir, Ingibjörg Sólrún, Sigríður Dúna, Þórhildur Þorleifsdóttir, Kristín Ásgeirsdóttir annars vegar og þingmenn Hreyfingarinnar hins vegar.

Þrátt fyrir að allir flokkar vilji gjarnan hafa bæði kynin á listum sínum, hefur núverandi aðferðir við að velja á lista ekki höfðað jafn mikið til kvenna og karla. Það er eitt af mikilvægum verkefnum stjórnmálaflokkana að finna lausn á því máli. 

 


mbl.is Sannfærður um að konur stígi fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV segir tvær konur hafa yfirgefið flokksforystuna.

Yfirgefið sagði fréttamaður RÚV. Önnur Ólöf Nordal ákveður að halda saman fjölskyldu í Sviss, ef hún væri hér heima, væri hún í fjarbúð, því eiginmaðurinn er vinnur í Sviss. Það er vissulega margir sem taka þá ákvörðun að annað hjóna búi á Íslandi og annað erlendis, börnin síðan á sitt hvorum staðnum. Mögulegt já, en æskilegt varla. Hin konan er Ragnheiður Elín Árnadóttir var formaður þingflokksins, en Illugi Gunnarsson sem var það áður kemur inn aftur. Sé bara ekkert að því, ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins skipta um þingflokksformann.

Framsetning RÚV er hins vegar í anda þess sem frá RÚV kemur, oft eins og unnið á skrifstofu Samfylkingarinnar. 


mbl.is Kveður þingið í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg uppstilling

Alfreð Finnbogason ekki í byrjunarliðinu, sem bendir til þess að við ætlum að spila hápresubolta á móti Norðmönnum sem lofar ekki góðu. Þetta hefur verið styrkleiki Norðmanna, og ef við ætlum að spila þeirra bolta verðum við myrtir í þessum leik.
mbl.is Hannes í markinu - Byrjunarlið Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löng leið frá áætlunum til athafna!

Frá hruni hafa bæjarfulltrúar okkar gert áætlanir um sölu lóða í Kópavogi, en síðan hefur ekkert gerst. Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar barði í borðið og setti sig sem formann framkvæmdaráðs og gerði áætlun, en það eina sem hreyfðist var peningastaðan hjá Kópavogsbæ lækkaði þar sem Guðríður fékk mun hærri laun. Síðan hrökklast frúin frá, eftir að hafa gert allt vitlaust. Við tekur goðsögnin hennar,  Gunnar I. Birgisson og hann lætur verkin tala. Nærri 2 milljarða sala og aðrir bæjarfulltrúar klóra sér í hárinu og velta fyrir sér leiðinni frá áætlun til athafna.
mbl.is Útlit fyrir að lóðasala þrefaldist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður kostur

Það er mikill styrkleiki að fá Illuga Gunnarsson sem formann þingsflokks Sjálfstæðisflokksins. Hlustaði á Guðmund Ólafsson hagfræðng fagna þessari ákvörðun og það er full ástæða til þess að taka undir með honum. Án þess að á nokkurn sé hallað er Illugi einn af öflugustu þingmönnnum á Alþingi Íslndinga í dag.

mbl.is Skora á þingflokkinn að endurskoða ákvörðunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Þú mátt ekki koma í afmælið mitt"!!!

Afi minn var af þeirri kynslóð, þar sem kattspyrna var ekki hluti tilverunnar. Í eitt sinn spurði hann mig hvort það væri virkilega rétt að þjálfarar helltu sér yfir leikmenn sína eftir tapleik. Ég svaraði því til að ég vissi til þess að það kæmi fyrir, og þá ítrekað hjá sömu þjálfurunum. Hann sagði mér þá að þegar hann hafði mannaforráð að í stað þess að skamma menn í lok dags, eftir mistök þá fór hann heim og tók út sinn þátt, og skammaði síðan mannskapinn daginn eftir. Furðulegt - sagði hann - þá var oft lítið eftir til að skammast út af.

Viðtöl eftir leik, þegar leikmenn eru ekki búnir að jafna sig, eru oft heimskuleg.  Jóhann Birnir Guðmundsson í Keflavíkurliðinu ætlar þannig ekki að bjóða fyrrum samherja sínum Guðjóni Árna Antoníussyni í afmælið sitt. Hér er Jóhann sennilega aftur orðinn fimm ára. Svo segir hann Guðjón óheiðarlegan. Það verður örugglega súkkulaðikaka og blöður í afmælinu hjá Jóhanni og öllum öðrum boðið nema Guðjóni Árna. 

Jóhann missir sig í hita leiksins og fær rautt. Það að leikmenn komi að hvor öðrum ógnandi er eitt en afar sjaldgæft er að menn skalli menn viljandi. 

Þegar Jóhanni hefur runnið reiðin, ætti hann ekki að láta duga að biðja Guðjón afsökunar á ummælum sínum, heldur að gera það einnig í fjölmiðlum. Það ætti Gunnar Oddson þjálfari Keflvíkinga  einnig að gera.  


mbl.is Jóhann vildi rautt á Guðjón Árna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flóttamannalandið Ísland

Það virðist svo sem margir innan Samfylkingarinnar hafi gefist upp skjaldborginni um heimilin í landinu. Málið er víst svo stórt að Jóhanna er einna helst að gera áætlun um hvernig næsta ríkisstjórn eigi að taka á málunum. Hins vegar er hópur innan Samfylkingarinnar sem telur flóttamannavandann vera áhugaverðari vettvang. Hingað koma ,,barnungir" flóttamenn, sem annað hvort neita að gangast undir aldursgreiningu, eða reynast vera langt komnir á fertugsaldurinn í stað þess að teljast á barnsaldri. Svo reynir hluti þeirra reglulega að smygla sér í skip, því þrátt fyrir að fá hér hærri laun en atvinnulausir Íslendingar. Hér vilja þeir hins vegar ekki hér að vera en Ísland er góður staður fyrir millilendingu.
mbl.is Fær viðbótarvernd á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband