Er ríkisstjórnin að falla?

Það hefur legið fyrir í allnokkurn tíma að það eru litlir kærleikar á stjórnarheimilinu. Á sama tíma og VG finnst að þau séu notuð sem hækja í ESB málinu og nú Nupomálinu, finnst Samfylkingunni óþolandi að VG haldi öllum virkjunum í gíslingu. Mjög deildar meiningar eru innan flokkana hvort kjósa eigi nú í haust, eða í vor.

Þeir sem eru óánægðastir vilja sprengja ríkisstjórnina. Þar fer fremstur Guðbjartur Hannesson, sem taldi sig eiga stuðning Jóhönnu vísan í formannsembættið, en hann er að átta sig á að Jóhanna er bara hrifin af konum. Þegar Jóhanna setti Katrínu Júlíusdóttur í embætti fjármálaráðherra fékk Guðbjartur nóg og hækkaði laun forstjóra Landspítalans að sögn með samþykki Jóhönnu. 

Óánægjuna innan Landspítalans verður ekki þaggað niður. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar láta ekki bjóða sér þessa framkomu. Nú bætast læknar við. Það hefur orðið trúnaðarbrestur og það dugar hvorki að Björn Zoëga og Guðbjartur Hannesson segi af sér. Krafan er að Jóhanna taki pokan sinn. Þá er ríkisstjórnin fallin. 

Þá hefur Katrín ekki unnið sig inn í fjármálaráðherrann og Guðbjartur hefur tækifæri. Guðbjartur var í Kastljósinu í hjá Helga Seljan, sem fór Guðbjart  ,,mjúkum höndum". Ekki endilega vegna þess að hann væri karlmaður heldur fyrst og fremst því Guðbjartur er Samfylkingarmaður. Hugsanlega vill Helgi líka frekar að Guðrbjartur verði formaður í flokknum hans, heldur en t.d. Katrín. 


mbl.is Læknar hafna fullyrðingu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það var sorglegt að horfa á hann réttlæta gjörðir sínar í Kastljósi í kvöld og alveg ljóst á tíma að hann var að missa tökin á þessu viðtali, hann gaf það í skyn að ekkert annað hefði verið í stöðunni en að hækka laun Björn Z. þegar hann gerði það annars myndi spítalinn missa Björn...

Það var gengið frá 5 ára samningi við Björn þegar hann var ráðinn í vinnu þessa og er hann þá að gefa það í skyn að Björn hafi hótað uppsögn ef hann fengi ekki hækkun á laun sín...

Það er ljóst að Ríkisstjórnin er að falla ef ekki fallinn vegna lyga sinna og óbrigðulhátta...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.9.2012 kl. 23:37

2 Smámynd: Óskar

Dream on sjallar.  Ríkisstjórnin fellur ekki útaf frekjukasti í læknum sem gerist með reglulegu millibili.

Óskar, 21.9.2012 kl. 01:40

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ingibjörg, hækkunin ein er hærri en mánaðarlaun stétta eins og hjúkrunarfræðinga, næringarfræðinga og sjúkraliða. með því að fækka tímum Björns í forstjórastarfinu á sömu launum, er  líka verið að hækka launin hans.

Óskar tilraunin með launahækkunina ein og sér er dónaskapur fyrir allar stettir landspítalans.  Það er ekkert sem starfsfólkið er neitt að fara að sætta sig við. 

Sigurður Þorsteinsson, 21.9.2012 kl. 07:09

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gott væri ef svarið við spurningu þinni væri JÁ, Sigurður, en því miður mun stjórnin lafa fram á næsta vor. Reyndar féll stjórnin í reynd strax vorið 2009. Þá missti hún í raun meirihluta á Alþingi, en hefur tekist að lifa fyrir því og mun lifa til vors, þó óstarfhæf sé. Þar er í raun engin breyting.

Gutti hefur sett verulega niður vega Björns málsins og vandséð að hann geti endurnýjað sitt umboð frá kjósendum. Hann rauf þá sátt sem þó hafði myndast innan heilbrigðiskerfisins og það rof mun ekki verða bætt aftur. Við eigum eftir að horfa uppá miklar deilur innan þess kerfis á næstu mánuðum. Það má ekki gleyma þeirri staðreynd að stórir hópar innan kerfisins eru með opna samning, svokallaðan stofnanahluta þeirra. Einnig er ljóst að flótti úr landi mun stór aukast meðal starfsfólk á heilbrigðissviði, það eru nefnilega margir sem líta þennan gjörning Gutta sem algera vanvirðingu.

Þetta Guttamál ætti svo sem ekki að koma á óvart. Þegar kennari, sem um stund var skólastjóri, í litlum barnaskóla út á landi, er settur yfir stæðsta vinnustað þjóðarinnar, velferðakerfið í heild sinni, þegar maður sem nánast enga reynnslu hefur í stjórnun er látinn taka yfir stjórn þess hluta ríkisrekstrar sem kallar á lang mestu fjárframlögin, er varla von á góðu.  Þar er ég ekki að hallmæla kennurum eða skólastjórum, þeir vinna sína vinnu af stakri prýði. Heldur er ég að benda á að velferðamálin eru stæðstu mál þjóðarinar og til þeirra fer lang stæðsti hluti skattpeninga hennar. Því þarf sérstaklega skynsama menn með mikla reynnslu á svið rekstrar, til að stjórna því.

Reyndar er óvíst að annar hæfari sé til í stjórnarliðinu og sýnir það kannski best hversu fátækir stjórnarflokkarnir eru af hæfu fólki.

Gunnar Heiðarsson, 21.9.2012 kl. 08:36

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef þessi ríkisstjórn hrökklast frá í haust, þá verður forsetinn að koma á utanþingsstjórn eða þjóðstjórn fram á vor.   Ég held að fáir flokkar séu undirbúnir undir kosningar í haust.  Sjálfstæðisflokkurinn rambar á spillingunni og veit ekki í hvort fótinn hann á að stíga, því það má ekki móðga hrunverjana.  Líú bíður líka á línunni með sitt fólk því þeir vilja sín ítök áfram í flokknum.  Nú síðast er haft eftir Illuga Gunnarssyni að hann vilji inn í ESB og taka upp evru, sem einhvernveginn þarf að tækla. 

Samfylkingin glímir við gífurlegan forystuvanda.  Ég læt mér ekki detta í hug að þeir hafi áhuga á að Jóhanna leiði flokkinn áfram, enda er ég ekkert viss um að hún vilji það í raun, hún er orðin gömul og þreytt, það má sjá á henni þegar hún röltir frá stólnum sínum upp í pontu, er líka farin að láta á sjá þegar hún kvartar undan gagnrýni bæði SA og VSÍ.

Framsókn þar sér fram á slag milli tveggja þungaviktamanna fyrir norðan, og þeir glíma líka við vantraust almennings á flokknum, ekki hefur nú bætt um eftir slag Gunnlaugs föður formannsins við Teit Atlason.

Vinstri græna tekur varla að tala um, svik forystunnar við grastrótina er örugglega geymd en ekki gleymd.  Þar eru mann farnir að hugsa sér til hreyfings með nýjan vinstri flokk. Það er alveg ófyrirséð hvernig það allt saman endar.

Hreyfingin er komin inn í Dögun og þurfa því sennilega að taka til fleiri þátta en sín eigin.  Ef þeim flokki auðnast að sameinast um nei við ESB eiga þeir góða möguleika á að stækka, en að fara inn í kosningu með ESB málið hangandi í lausu lofti held ég að þeir geti gleymt því. 

Það er ekki að vita hvernig Samstöðu reiðir af þegar Lilja hefur sest til hliðar, þar er sjálfsagt margt gott fólk, sem er tilbúið að taka slaginn, en það er nú einu sinni svo að þeir sem enginn þekkir eiga afskaplega erfitt uppdráttar í kosningum.

Hægri grænir virðast á blússandi fart upp á við  bara með sinni einörðu afstöðu gegn ESB.  Þeir eru að mínu mati afar róttækur flokkur, og foringi hans um margt umdeildur maður, það mun verða þeirra akkilesarhæll. 

Þannig að næstu daga og vikur munu held ég línur skýrast um baráttumál flokkanna, sérstaklega ef þessi stjórn riðar til falls. 

En ég vil bara segja þetta ef okkur tekst ekki núna að losna við spillingaröflin og hrunverjanna hvar í flokki sem þeir standa, þá tekst okkur það ekki fyrr en kynslóðaskipti hafa orðið og þá veit enginn hvar við verðum.  Það er einlægur vilji sumra að komast inn undir ESB sængina og þar er fé í boði sem heillar þeirra sem einungis hugsa um sig og sína.  Þar eru enginn prinsipp, heiður né áhyggjur af fólkinu í landinu.

Þetta er mín meining og ég stend við hana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2012 kl. 16:50

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svar: nei.

Svo heppin erum við ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.9.2012 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband