Vók vírusinn ekki ennþá náð til Grænlands

Þegar meintir glæpamenn fara á milli landa, eru þeir yfirleitt ekki að tilkynna komur sínar. Það gerir Paul Watson. Hann er ekki að fara til Grænlands í náttúruskoðun, það vita heimamenn og handtaka hann strax við komuna, enda eftirlýstur. Á hann engin óuppgerð mál á Íslandi? Hefði verið hægt að setja hann hér inn fyrir meint óhæfuverk hans og/eða samtaka hans  á Íslandi? Fyrir Grænlendinga eru hval og selveiðar hluti af þeirra menningu. Þó hvalveiðar hafi ekki sama sess hérlendis eru þær hluti af menningu okkar og sögu. Ég skil vel að einhverjir eru á móti hvalveiðum. Er samt viss um að ef byrjað væri að rækta hunda til manneldis þá færu einhverjir upp á afturlappirnar. Sum staðar þykir át á svínakjöti ósiðlegt. Þegar hvalveiðar voru ákveðnar síðast fóru örfáir Íslendingar niður á Austurvöll og mótmæltu. Þeir fóru í hóp stuðningsmanna Palestínu, sem hafa hegðað sér hér sem örgustu dónar. Er svo komið að stór hluti þjóðarinnar myndu vilja henda þeim úr landi fyrir framkomuna. 


Staða flokkana - spáð í spilin

Síðasta skoðanakönnun Gallups um fylgi flokkana kemur ekki svo á óvart. Við tekur sumarleyfi á Alþingi og átökin líkleg að verði minni en hefur verið, þó ýmislegt sé í pípunum.

Sútninkflokkurinn í vetur er tvímælalaust Samfylkingin sem hefur verið um og yfir 30% í skoðanakönnunum. Engin spurning að koma Kristrúnar Heimisdóttur vegur þar þungt. Í skoðanakönnum fyrir kosningar fékk Samfylkingin nokkru meira en í kosningunum sjálfum og munar þar allt að 15%. Sé niðurstaða Gallups nú leiðrétt miðað við þetta þá er samfylkingin að fá um 22,9%, sem flestir stuðningsmenn yrðu ánægðir ef það yrði niðurstöður næstu kosninga. Það eru hins vegar svört ský á lofti. Hreinn klofningur er kominn fram Gamla Samfylkingin og Nýja Samfylkingin munu ekki vinna saman. Á milli þessara arma er komin djúp gjá. Mjög sterkur skoðanaágreiningur sem vart verður séð hvernig á að brúa. Líklegast er að fram komi nýtt framboð og þegar líklegt að slíkt framvoð fái nokkuð fylgi. Það sem ógnar samt Samfylkingunni enn meira er að ,,erfðaprinsinn" Dagur B. Eggertsson tók ekki við af Loga Einarssyni, sjálfsagt sáu margir hvernig viðskilnaður Dags yrði hjá Reykjavíkurborg. Þegar þau mál verða gerð upp í haust er líklegt að flokkurinn verði fyrir talsveðrum skakkaföllum hvað fylgi varðar. Kristrún er fyrst og fremst að höfða til flökkufylkisins sem hreyfist milli flokka. Sá hópur fer vaxandi. Þegar á reynir gæti Nýja Samfylkingin verið komin niður í 17% raunfylgi þegar haustar. 

Sjálfstæðisflokkur greinist með 18,5% og hefur oft mælst hærra. Hins vegar eru niðurstöður kosninga yfirleitt mun betri en í skoðanakönnunum og er fylgið uppreiknað 20,2% sem enn er sögulega mjög lágt. Líklegt er að árangur Guðrúnar Hafsteinsdóttur varðandi útlendingamálin eigi eftir að hækka fylgið nokkuð þegar á komandi mánuðum. Þá virka ráðherrar flokksins kröftugri og stefnufastari, en áður. Það er líklegt að skila einhverri fylgisaukningu.  

Framsóknarflokkurinn kom afar illa út úr þessari skoðanakönnun, en Framsóknarflokkurinn kemur ávallt sterkari út úr kosningum en skoðanakönnunum og ef tekið er tillit til síðustu kosninga þá fengi Framsóknarflokkurinn 7,6% fylgi. Sigurður Ingi Jóhannsson virkar ekki sterkur og   mælist mjög neðarlega í hvað varðar fylgi sem leiðtogi. Þau  Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þórsson eru mun sterkari. Auk þess að ekki mun koma til sameiningu við Miðflokkinn með Sigurð í formannssætinu. Einar Þorsteinsson hefur komið vel út sem Borgarstjóri og það gæti skilað flokknum fylgi í Alþingiskosningunum. 

Vinstri græn mælast nú með 4% en þeir eru yfirleitt sterkari varðandi úrslit kosninga, eða með 4,8%. Flokkurinn er í raun formannslaus í dag og öllum má vera ljós að Svandís Svavarsdóttir mun bæta stöðu flokksins ef hún einbeitir sér að húsnæðismálunum og mikilvægum málum í Innviðaráðuneytinu. Þá gæti flokkurinn náð betur til yngra fólks en nú er. Það að þeir yfirgáfu meirihlutann í Reykjavík gæti skilað auknu fylgi. Gamla Samfylkingarfólkið á hvergi heima sem stendur, og gæti að hluta farið yfir á VG. Þá ætti hluti fylgis Flokk fólksins að vera auðunnið. 

Viðreisn mælist yfirleitt hærri í skoðanakönnunum en í kosningum, og munar talsverðu. Hjá Gallup eru þau nú að fá 9,4% en með leiðréttingu væru þau að fá 6,4%. Flokkurinn er ekki afgerandi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem mjög veikan formann, en á sama tíma og innanborðs eru mjög sterkri þingmenn eins og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Guðbrand Einarsson og Hönnu Katrínu Friðriksson. Uppgjör í Borgarstjórn með afar veikan Forseta borgarstjórnar Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, gæti orðið flokknum dýrkeyptur. 

Píratar virðast halda sjó, en svo er ekki því þeir koma ávallt lakar út í kosningum. Eru nú með 8,8% en með leiðréttingu verða þeir með 7,6%. Stuðningur þeirra fyrir opnum landamærum er ekki líkleg til þess að auka fylgið. Erfiðleikarnir í Reykjavík gætu einnig reynst þeim erfiðir. Það mun ekki skila fylgi þar að svara réttmætri gagnrýni með hroka.

Flokkur fólksins, mælist nú með 7,7% sem er mun hærra en fyrir síðustu kosningar. Með leiðréttingu þar gætu þeir náð 13,6&. Það kæmi ekki á óvart að barátta VG fyrir lífi sínu tækju þeir allnokkuð frá Flokki fólksins auk þess að nýr flokkur á grunni gömlu Samfylkingarinnar er líklegur til þess að tæta fjaðrirnar af Flokki fólksins. 

Sósíalistaflokkurinn mælist nú með 3,5%. Þeir hafa komið hærra út úr skoðanakönnunum en úr kosningum, með leiðréttingu væru þeir líklegir til þess að fá 2,1% sem þýðir í raun að þeir eru að þurrkast út. 

 

 

 


Í kapphlaupi um vinsældirnar

Á ákveðnu aldurskeiði er það hjá mjög mörgum afar mikilvægt að vera vinsæl. Sumir ganga svo langt að láta breyta útliti, eingöngu til þess að auka vinsældirnar. Svo þroskast margir, samt ekki allir. Minnist afar sársaukafullu viðtali við unga stúlku sem var afar skotin í vini mínum. Hún skildi hann alls ekki, hún sjálf var miklu vinsælli en kærastan hans. Þrátt fyrir að keppinauturinn hafði eytt miklum peningum í brjóstastækkun hélt vinur minn við sig við þessa druslu eins og stúlkan kallaði hana, sem hafði ekkert til brunns að bera nema að vera stundum fyndin og ganga vel í skólanum. Jú jú hún væri ekkert ljót, en með allt of lítil brjóst. Í fjölmiðlum snýst allt um skoðanakannanir, hver er vinsælastur eða vinsælust hverju sinni. Hvað viðkomandi hefur áorkað eða getur skiptir litlu máli. Þannig voru vinsældir borgarfulltrúa skoðaðar stuttu eftir að Einar Þorsteinsson tók við sem Borgarstjóri. Einar átti lítinn möguleika í vinsældarkapphlaupi við Dag B. Eggertsson, sem hafði þessar flottu krullur. Síðast hefur komið í ljós að þær upplýsingar fjárhagstöðu borgarinnar sem gefnar voru upp,  voru einfadleag rangar, staðan er ein rjúkandi rúst. Þegar Dagur fær harða gagnrýni um ýmsar ákvarðanir í fjármálum er þeim vísað til innri endurskoðunar borgarinnar. Vonar að þannig sé hægt að eyða málinu. Skuldadagarnir býða haustsins. Ef það verður svört skýrsla mun Dagur þá Dagur þá segja af sér? Honum dettur þá væntanlega ekki í hug að fara á Þing!  Mun Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar úr Viðreisn þá segja af sér?  Þórdís Lóa er menntuð með meistaranám í Rekstarhagfræði hún getur ekki skýlt sér á bak við þekkingarleysi á fjármálum. Hvað með Dóru Björt Guðjónsdóttur úr Píörum?  Verður nýr meirihluti myndaður í Reykjavík í byrjun vetrar? 


Er vilji til þess að lækka verðbólguna meira?

Nú lækkar verðbólgan milli mánaða og fer undir 6%. Enn er það húsnæðisliðurinn sem heldur verðbólgunni uppi. Ef vilji er að taka á þeim þætti verðum við að taka á bæði byggingarkostnaði en einnig að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar hvað varðar fastignir. Af einhverjum ástæðum eru of margir sem halda að Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri stjórni þessu. Það er algjör misskilningur. 

Aðalástæða fyrir að framboð og eftirspurn eru fjarri lagi í húsnæðismálum er að stærsta sveitarfélagið hefur dregið lappirnar að útvega lóðir. Þær lóðir sem koma eru af svæðum þar sem verið er að þétta byggð, sem þýðir dýrar lóðir. Reykjavík rétt eins og önnur sveitarfélög verða að æxla sína ábyrgð. Það hefur ekki verið gert. Í gær hélt Einar Þorsteinsson áhugaverðan fund um fleiri lóðir og fyrir minni verktaka frammistaða Einars lofar góðu. Líklega hefur Reykjavíkurborg ekki fjárhagstöðu til þess að brjóta nýtt land, því því fylgir skólpræsikerfi og innviðauppbygging. 

Verkalýðshreyfing, atvinnurekendur, ríki og sveitarfélög varða að koma að dæminu til þess að fá Lífeyrissjóðina til þess að koma betur að uppbyggingu á ódýrari húsnæði. Ólafur Margeirsson hefur komið með leiðir til þess að byggja upp leiguhúsnæði með aðkomu lífeyrissjóðanna sem er hið besta mál. Það þarf einnig að koma að því að byggja upp húsnæði til sölu. 

Það verður áhugavert hvað Svandís Svavarsdóttir gerir í þessum málaflokki. 


Sprengjan féll.

Eins og alltaf voru smá uppákomur á síðustu dögum þingsins Í þetta sinn meira krassandi, en oft áður. Fyrsta málið var afgreiðsla á vantrausti á matvælaráðherra Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur. Það lá alltaf fyrir að tillagan yrði felld, allar fléttur til að gera málið spennandi urðu aldrei trúverðugar. Ekki síst þegar þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gaf út yfirlýsingu deginum áður að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði ekki að samþykkja vantraust, á Bjarkeyju, sem hefði hú þýtt að ríkisstjórnin væri fallin. Það lá líka fyrir að stjórnin yrði að fá ákveðinn fjölda stjórnarmanna til þess að fella tillöguna, og þá gætu einhverjir fengið frítt spil. Það kom í hlut Jóns Gunnarssonar hann hafði jú látið stór orð falla um vinnubrögðin en það lá líka nokkuð ljóst fyrir að hann myndi skila auðu. Óli Björn Kárason rökstuddi hins vegar atkvæði sitt og lýsti yfir vonbrigðum með vinnubrögð ráðherra. Allar yfirlýsingar eftir atkvæðagreiðsluna voru líka borðleggjandi, eins og skrifaðar úr handriti leikrits. 

Hitt kom meira á óvart að bæði Samfylking og Viðreisn sætu hjá varðandi útlendingalög dómsmálaráðherra Guðrúnar Hafsteinsdóttur, þrátt fyrir að formennirnir Samfylkingar og Viðreisnar höfðu sagst ætla að styðja lagafrumvarpið. Sú yfirlýsing kallaði á mikla ólgu innan Samfylkingar hjá nokkuð stórum hópi úr kjarna flokksins undanfarin ár. Yfirlýsingar úr Viðreisn hristu upp í litlum virkum hópi Viðreisnar og kemur m.a. á skjön við framgöngu Sigmars Guðmundssonar. Þingmenn Samfylkingarinnar eru klofnir í afstöðu sinni. Gamla Samfylkingin er á móti útlendingafrumvarpinu. Þeir vilja fá að mótmæla í hvert skipti sem einhverjum er vísað úr landi til þess að ná hugsanlega einhverjum atkvæðum, í nafni samúðar. Einhverjir í þessum hópi þingliðs flokksins mun halda áfarm að vera með þessa afstöðu og fara í með Helgu Völu í flokkinn hennar. Enda munu þessir þingmenn verða dregnir upp ´arófunni og hent út af sviðinu fyrir næstu kosningar. Kristrúnararmurinn ákvað ákvað að sitja hjá til þess að falla ekki í næstu skoðanakönnun. Þetta er það sem flokkað er undir populisma í alþjóðapólitíkinni. Einmitt þetta gagnrýndi gamla Samfylkingin þ.e. Helguarmurinn, Miðflokkinn að ætla að ná fylgi og ala á andúð gegn innflytjendum. Nú gerir Kristrún allt til þess að verða vinsæl, eins og segir í kvæðinu nema hugsanlega ekki að koma nakin fram. Kristrún Frostadóttir hefði sennilega farið frekar billega út úr þessari afgreiðslu, en þá kemur til Helga Vala Helgadóttir í Spursmálum og niðurlægir Kristrúnu Frostadóttur og upplýsir landsmenn að Kristrún einfaldlega hafi ekki haft getu eða kjark til þess að afgreiða málið. Oft þegar nýr aðili kemur inn í fjölskyldu, eða formaður í stjórnmálaflokk fær viðkomandi oft ,,þægilegan tíma" Í tilfelli Kristrúnar hefur hún brosað en jafnfram verið árástargjörn, án þess að tekið sé á henni. Þessi liðni tími er oft kallaður ,,hveitibrauðsdagarnir". Sá tími er liðinn. Það er enginn kærleikur á milli Kristrúnar og Helgu Völu og sú síðarnefnda er ekkert hætt í stjórnmálum. Þegar Kristrún tók í rófuna á Helgu Völu og henti henni ákveðið út af sviðinu, vakti hún aðdáun sumra fyrir ákveðni og kjark. Hún misreiknaði sig hins vegar þetta var ekki rófa á ketti, heldur tígrisdýri og það snýr til baka. Hveitibrauðsdagar Kristrúnar Frostadóttur eru liðnir. Þetta gætu meira að segja orðið erfitt sumar fyrir þá sem næsrast á vinsældum. Svo kemur haustið það getur orði kalt, mjög kalt.  


EM 2024, gæði og staða okkar.

Mikil veisla þessa daganna. Mörg skemmtileg lið. Fyrir þetta mót komu fram sérfræðingar og sögðu að Englendingar gætu orðið Evrópumeistarar. Sjá jafnvel að Skotland væri inn í myndinni. Við Íslendingar fengum á sjá Ísland spila við tvö lið rétt fyrir mótið. Annars vegar lékum við gegn Englandi sem við unnum óvænt 1-0. Þar komu fram verulega góðir punktar hjá okkar liði, en Enska liðið sýndi einnig hversu langt þeir eiga í land að standa í bestu liðum Evrópu. Það er himinn og haf á milli getu Holllands og Englands. Leikirnir hingað til hafa bara staðfest þetta mat mitt. 

Það að við kæmumst í lokakeppni EM 2016. Ekki bara það heldur komust við upp úr riðlakeppninni, og slógum við  síðan England út í 16 liða úrslitunum. Við töpuðum síðan fyrir Frökkum 2-5, en Frakkar tapa síðan fyrir Portúgal í úrslitaleik keppninnar 0-1. Áhugavert því við gerðum jafntefli 1-1 við þá í riðlakeppninni, og urðum fyrir ofan Portúgal í riðlinum. 

Liðið okkar lofar góðu núna. Enn er möguleiki á að Gylfi Sigurðsson komi til baka inn í liðið. Þá tel ég að við eigum möguleika á að styrkja lið okkar enn frekar.  


Hvað lærðum við af forsetakosningunum?

Forsetakosningar eru nýafstaðnar. Áhugaverðar og ættu að vera lærdómsríkar. Efast samt að það sem við ættum að læra af hafi komist til skila. Í morgun mætti Björn Ingi Hrafnsson í þáttinn Í bítið á Bylgjunni. Þar var rætt um komandi kosningar í landsmálunum, og tengsl þeirra við skoðanakannanir. Í forsetakosningunum koma Baldur fyrst fram í sviðsljósið og fjölmiðlar sérstaklega RÚV gerði mikið úr forystu hans, þrátt fyrir að aðeins hluti frambjóðenda væri kominn fram. Auk þess var alveg ljóst að það voru stuðningsmenn Baldurs og samflokksmenn fjölda  starfsmanna RÚV. Stefán útvarpsstjóri nýkominn undan væng Dags B. Eggertssonar hjá Borginni. Svo hófu  gagnrýnir fjölmiðlamenn að spyrja frambjóðandann um manninn sem Baldur bauð sig fram með, það voru frekar óþægilegar spurningar. Nú er ég sannfærður um að meginþorri landsmanna er slétt sama hvort Baldur sé samkynhneigður eða ekki þá eru það ekki allir og þeir voru furðu háværir. Baldur kom málefnalega vel út úr kosningabaráttunni en það kom ekki vel út þegar hann kom fram og sagði að einhverjir úr stuðningsliði Katrínar Jakobsdóttur vildu að Baldur lýsti yfir stuðningi við Katrínu. Nokkuð sem hörðustu stuðningsmenn Katrínar kannast ekkert við. Fylgið hrundi af Baldri í lokin og fór til Höllu Tómasdóttur sem vann jú hjá Kviku banka, rétt eins Kristrún Frostadóttir. Þetta er sjálfsagt bara tilviljun. 

Þá kom Katrín Jakobsdóttir fram og leit út fyrir yfirburðarsigur hennar, þegar maskína fór í gagn og stimplaði Katrínu sem svikara og hreinasta óþverra. Mér skilst að greining þá þeim sem réðust að Katrínu hafi fyrst og fremst verið Pítatar ásamt félögum úr Samfylkingunni. Spurningar fjölmiðlamanna voru líka afar grimmar, rétt eins og hjá Baldri.  Það verður áhugavert hvernig félagar í VG bregðast við eftir næstu þingkosningar. Munu VG rétta fram hinn vangann til þess að fá annað högg og fara í náðið ríkisstjórnarsamstarf með þessum flokkum. 

Þá kom fram Halla Hrund og virtist ætla að rúlla kosningunum upp þegar hún fór að fá á sig höggin. Fjölmiðlar tóku hana í gegn og það gerðu stuðningsmenn annarra framboða einnig. Hún náði aldrei flugi eftir það. 

Þá kom Halla Tómasdóttir inn rétt á endasprettinum. Fjölmiðlar höfðu ekki tíma til að tæta hana í sig. Sjálf hafði hún komið afar vel út í kappræðunum og rúllaði þessu upp í lokin. Kosningabaráttan vekur athygli og er afar faglega unnin. Það höfðu flestir afskrifað Höllu. Sérfræðingar sögðu að ef Halla hefði komið í toppbaráttuna viku eða tveimur áður hefði hún líka lent í hakkavélinni. Hverjum hefði dottið í hug að mikil hægri manneskja fengi mikinn stuðning frá vinstra liðinu, gegn frambjóðanda úr vinstrinu. 

Björn Ingi kom því á framfæri að Kristrún Frostadóttir hafi komið Samfylkingunni á toppinn án þess að hún hafi nánast opnað munninn, hvað þá með því að koma einhverju málefnalegu á framfæri, nema að sópa Helgu Völu Helgadóttur út af svölunum. Annað ekki, enda væru kjósendur ekki að biðja um málefni. Hvað þegar Kristrún Frostadóttir fær á sig erfiðar spurningar? Hvað þegar almennngur fær að sjá alvöru kappræður?  Vissulega munu þær spurningar ekki koma frá fréttamönnum RÚV, heldur ekki þætti sem forystumenn flokkana takast á um alveöru málefni. Síðast þegar Kristrún mætti í viðtal hjá Sigríði Hagalín Björnsdóttur snérist dæmið um að Sigga fengi eiginhandaráritun hjá Kristrúnu. 

Það bendir margt til þess að ríkisstjórnin haldi kosningar eftir rúmt ár. Fram að þeim tíma mun fylgi Samfylkingarinnar að sjálfsáðu dala. Meira að segja innsti kjarni Samfylkingarinnar gerir sér grein fyrir að 20% fylgi í næstu kosningum yrði stórsigur. 

Það er sannarlega fengur að fá Kristrúnu fram í pólitíkina, Samfylkingin fékk loksins alvöru manneskju í forystu, eftir afar mögur ár. Nú hefur stjórnarandstaðan hins vegar fengið enn öflugari leiðtoga  Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í Viðreisn  hefur komið afar sterk upp, hingað til  miklu öflugari en Kristrún. Málefnaleg og hörkuefni. Það kæmi mér ekki á óvart að Viðreisn muni á komandi mánuðum reyta talsvert fylgi frá Samfylkingunni. Í stjórnarliðinu er líka mjög öflugt lið. Framsókn með Willum öflugan sem heilbrigðisráðherra og Lilju sem veit sínu viti hvað varðandi efnahagsmálin, Sjálfstæðisflokkurinn með Þórdísi Kolbrúnu, Áslaugu Örnu og dómsmálaráðherrann Guðrún Hafsteinsdóttir sem á  sviðið eftir afgreiðslu á útlendingafrumvarpinu.  Reynsluboltanir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru afar dýrmætir. VG er í erfiðleikum en ef Svandís tekur sig til og beitir sér þá er hún komin með hörkureynslu, ef ekki gæti Helga Vala Helgadóttir komið til greina. 

 

 


Samfylkingin klofnar

Þegar Helgu Völu helgadóttur var hent út af þingi mátti öllum vera ljóst að það myndi hafa afleiðingar. Kristrún Frostadóttir kom á sviðið þá var ekki pláss fyrir Helgu Völu. Minnir mann á söngleikinn Cats, tími gömlu læðunnar var liðinn. Unga læðan henti öllu snyrtidóti þeirrar gömlu og með fylgdu leikföngin. Bæði ESB og opin landamæri voru liðin tíð. Nú skyldi fara í kjarnann. Baráttu verkalýðshreyfingarinnar og svo áherslur borgarastéttarinnar. Helga Vala sagði sig ekki úr Samfylkingunni, hún beið. Hennar tími myndi koma. Skoðanakannanir segja annað. Nú þegar oddviti Samfylkingarinnar í Garðabæ stendur upp og segir sig úr flokknum, segir hún að fólkið sem ráði hafi skipt um skoðun, eða skipt hafi verið um stefnu. Skilur þetta ekki. Helga Vala kemur strax fram  og tekur undir með skoðanasystur sinni úr Garðabænum., þær eru samherjar og skoðanasystur. Kristrún reyndi að halda hjörðinni saman með því að sitja hjá við afgreiðslu útlendingafrumvarpinu. Það gerði Viðreisn líka og þá verður Sigmar Guðmundsson áfram í Viðreisn, a.m.k. um sinn. Brestirnir í Samfylkingunni eru víðar. Gömlu læðurnar í verkalýðshreyfingunni með Sigríði Ingadóttur eru alveg til í að sprengja kjarasamninga verkalýðshreyfingarinnar  í loft upp. Eins og einn gallharður gamall Samfylkingarmaður sagði. ,,Hún er skrítin þessi pólitík. Um leið og tískuhúsin setja fram nýju línuna, þurfum við að vera tilbúin að pakka einhverjum af okkar lykilmálum niður í kassa, henda öðrum eftir því hvað í er í tísku hverju sinni. Kannski eigum við ekki að henda kössunum, rétt eins og með fötin, eitthvað af þessu gæti komist í tísku aftur."  

Líklegast er að annað hvort muni Helga Vala og hennar fólk ganga til liðs við VG, eða það sem líklegra er að stofnaður verði nýr flokkur þar sem félagar í Samfylkingunni muni taka þátt.   Nafnið Alþýðufylkingin er þegar komið á borðið. Margir hafa verið orðaðir í hinum nýja flokki. Fremstur fer Eiríkur Bergmann sem kennir stjórnmálafræði við Bifröst, þingmennirnir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Oddný Harðardóttir og fjölmiðlamennirnir Egill Helgason, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon og Bogi Ágústsson. 


Hjólað í fólk

Daglega þarf ég að fara Sæbrautina. Var ekki búinn að keyra hana lengi þegar ég áttaði mig á því að ef þú keyrir á löglegum hraða, þarf ég að stoppa á nánast hverjum gatnamótum, á rauðu ljósi. Byrjaði að telja og reglan var níu stopp í hverri ferð á Sæbrautinni. Svo fór ég bara að undirbúa mig að þetta væri regla. Ræddi þetta við verkfræðing sem fékk far hjá mér. Hann sagði þetta stýringu ljósanna, gerða til þess að tefja umferðina og búa til umferðateppur. Svekkja bifreiðaeigendur. Það er ósanngjarnt að skella bara skuldina á  Dag B. Eggertsson , eða Samfylkinguna þó þau leiði stefnuna.  Það bera fleiri ábyrgð. Dóra Björt Guðjónsdóttir og  Píratar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Viðreisn  og Sóley Tómasdóttir með VG, sem gáfust upp eftir síðustu kosningar og vildu ekki meira svona samstarf.  Framsóknarflokkurinn ber bara ábyrgð á að breyta þessu sem ekki hafur gerst ennþá þó þau hafi borgarstjórann nú. Það væri áhugavert að vita  hvað þessi aðför að bifreiðaeigendum kostar íbúana á hverju ári. Auðvitað eru hindranir settar upp víðar enda um skipulagða aðför að íbúunum að ræða. 

Borgin hjólar vissulega í fleiri hópa. Þá sem eru með bíla sína í bílastæði. Jafnvel einkabílastæði inn sinni lóð, sem það hefur haft í áratugi. 

Það er líka hjólað í fólk með flugvélar, og með því að þrengja að Reykjavíkurflugvelli og þannig gera flugi erfitt fyrir, en líka hafa þessar aðfarir gert það að verkum að í neyð verður erfiðara að lenda í Reykjavík. Þetta þýðir að allar flugvélar sem koma til Íslands þurfa að hafa meiri varabirgðir af bensíni. Sem aftur þýðir dýrara flug almennings. 

Í vikunni var viðtal við skólasystur mína Ingibjörgu Sólrúnu í tilefni að 30 ár voru liðin frá því að R listinn bauð fram í borginni. Hún sagði við það tilefni. Við breyttum borgarkerfinu úr valdakerfi í þjónustustofnun. Ingibjörg Sólrún kom inn í Kvennalistanum, en þegar Samfylkingin tók við hefur þessari þjónustuhugmynd verið alfarið hafnað. Í staðinn er hjólað í fólk. Í ungt fólk með börn sem ekki fær leikskólapláss. Í unga fólkið og þá sem minna mega sín með því að brjóta ekki upp á nýtt land með ódýrari lóðum, heldur einungis þéttingu byggðar vegna Borgarlínu. Þetta hækkar íbúðaverð þannig að t.d. ungt fólk þarf að eiga ríka foreldra til þess að eignast húsnæði og leiguverð íbúða fer upp úr öllu valdi. 

Ef Reykjavíkurborg var bretytt í þjónustustofnun undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar, hafur hún síðan breyst í  hjólastofnun, sem nú er notuð til þess að hjóla í fólk. 


Á undirskriftarveiðum.

Var staddur í Nurnberg í Þýskalandi á fjölförnustu verslunargötu borgarinnar. Konurnar að versla, þá fer ég vanalega í bókabúðir eða sinni öðrum áhugamálum. Hef nógan tíma. Fyrir utan Karstadt verslunina var stórt tjald baráttufólks gegn hvalveiðum, þar var boðið upp á bæklinga og ókeypis svaladrykk, auk þess að verið var að safna undirskriftum. Við hliðina á þeim stóðu hjón sennilega frá Vottum Jehova og buðu gangfarandi ókeypis lesningu og frelsun. Áhugi fólks virtist vera álíka mikill á þessum tveimm hópa krossfara. Ákvað að kynna mér boðskapinn. Í tjaldinu sem var milli 20 og 30 fermetra stórt,  voru fimm sjálfboðaliðar. ,,Viltu skrifa undir, vernda hvalina"? spurði hávaxinn maður um þrítugt. ,,Veit svo lítið um hvalveiðar" sagði ég. ,,Jú hvalir eru einhver gáfuðustu dýr á jörðinni, koma næst manninum". ,,Ertu héðan frá Nurnberg"? spurði, ég því hann var með annan hreim en heimamenn. ,,Nei frá Dresden" sagði ungi maðurinn. Eftir nokkuð spjall grunaði mig að hann væri í vaxandi hreyfingu þjóðernissinna sem er fjölmenn í Dresten. Ung stúlka kom brosandi með ávaxtadrykk á bakka og bauð mér. Vel þegið því hitinn var um 30 stig. ,,Af hverju ertu á móti hvalveiðum"? spurði ég. ,,Er á móti öllum veiðum á dýrum" svarði hún brosandi. Ef við eigum að geta fætt heiminn verðum við að borða plöntur og afurðir úr jurtaríkinu. Svo er það miklu hollara. ,,Allir hvalir eru í útrýmingarhættu" fullyrti sá stóri. Ég sagðist koma frá Íslandi og þar væri opinber stofnun Hafrannsóknarstofnun og samkvæmt okkar upplýsingar, er afar fáar hvalategurndir í hættu og þvert á móti" ,,Hvalveiðifyrirtækin múta öllum, opinberum stofnunum og stjórnmálamönnunum", ,,Frá Íslandi"  bætti sá stóri við. Hann fór og náði í stóra útprentaða mynd af grindhvalaveiðum, sjórinn og veiðimennirnir útataðir í blóði. ,,Þetta eruð þið, svona gerið þið þetta" ,,Þetta er ekki frá Íslandi", Sagði ég. . Sá stóri mótmælti mér reiðilega og hann var orðinn mjög argur. Ég sagði honum að myndin væri frá Færeyjum. Sá stóri sagði mér að við styddum hvalveiðar vegna þess að við græddum svo mikið á því að drepa hvalina. Sagði honum að það gæti átt við nágranna okkar Grænlendinga þar skiptu hvalveiðar og selveiðar miklu máli. Vegna eigin neyslu.  ,,Þeir eru ógeðslegir villimenn", svaraði hann. Ég mótmælti fullyrðingu hans harkalega. Nú var þrýstingurinn á mig orðinn þannig að ég ákvað að koma með útspil. Ég skrifa undir ef þið styðjið mína baráttu. Þau hlustuðu. Jú, dætur mínar elska svín, alveg frá því að þær fengu sparibauk sem var svín. Svo rétt hjá okkur er bóndi með nokkur svín og þær elska að fara og sjá dýrin. Þau eru svo falleg og gáfuð. Við friðum svínin, það er nóg af þeim í Þýskalandi. Við hleypum þeim út úr stíunum og út á göturnar. Þið skrifið undir hjá mér og ég styð ykkar baráttu. Jurtaætan var alveg til, hin voru orðin mjög óvinveitt. Öskureið.  Það varð ekkert af undirskriftum. Þegar ég kom heim til Íslands las ég grein um eftir Sigurstein Másson þar sem hann sagði fjölda Erópubúa væri að mótmæla hvalveiðum á Íslandi, og það gæti haft mjög skaðleg áhrif á ferðaþjónustuna og útflutning okkar ef við hættum ekki hvalveiðum. Mér var hugsað til þeirra sem voru að veiða fólk, m.a. til Votta jehóva fólksins við aðal verslunargötuna í Nurnberg.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband