Færsluflokkur: Bloggar
26.2.2012 | 09:26
Krafan um bætt lýðræði og nýa stjórnarskrá?
Verið er að undirbúa breytta stjórnarskrá. Fyrst var kallaður til þjóðfundur, sem var hið besta mál. Vel skipulagður og heppnaður. Fjöldi fólks kom saman til þess að ræða m.a. grunngildin sem við viljum hafa í okkar samfélagi. Þá kom að stjórnlagaráði. Þeir útvöldu sem áttu að taka kalekinn af Alþingi og semja nýja stjórnarskrá. Þar sem hér hafði orðið hrun, var stjórnarskráðin auðvitað kolómuguleg. Stjórnarskráin þurfti sannarlega endurbóta, en stjórnarskrá er eitthvað sem á og verður að halda til lengri tíma, en ekki plagg sem menn eru að rugla í eftir tíðarandandum.
Stefnumótun er grunnplagg sem fyrirtæki, stofnanir, félög og einstaklingar gera til þess að gera stefnu til lengri tíma skýra, ákveða andann og setja niður mörg skref á vegferð að settum markmiðum. Stefnumótun er ekki samin af einum aðila heldur kemur hópur fólks og vinnur þessa vinnu og er yfirleitt sátt um niðurstöðuna. Lýðræðisvinna með sátt.
Hæstiréttur dæmdi kjör til stjórnlagaráðs ólöglegt. Það var afleit niðurstaða, fyrir framhaldið. Þá skipaði meirihluti Alþingis stjórnlagaráð sem vinnunefnd. Það eitt er ekki í anda stefnumótunar eða lýðræðislegra vinnuhátta.
Stjórnlagaráð tók til starfa og niðurstaðan var framar vonum. Þetta plagg hefði verið kjörið til þess að Alþingi hefði síðan fullunnið. Á Alþingi er nú ríkisstjórn sem er rúin öllu trausti. Með ríkisstjórn sem notar allt að því alræðislega stjórnarhætti. Við slíkar aðstæður er ekki hægt að koma fram stjórnarskrá sem unnin er af því hugarfari að sátt skapist. Fólkið í landinu þarf að geta sagt, þetta er stjórnarskráðin okkar. Hvar sem fólk er í flokki.
Áfram heldur klúðrið, nú skal skipa eitthvað, sem enginn veit hverju á að skila og hvernig skal vinna. Alræðisstjórnandinn er ekki fær um að leiða lýðræðislegt vinuferli. Það gera aðeins unnendur lýðræðislegara vinnuhátta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.2.2012 | 08:42
Skýringin er fundin
Margir hafa velt því fyrir sér hvernig Steingrímur Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir tjá sig um ástandið í þjóðfélaginu. Einhverjir segja að þetta séu fjölmiðlaráðgjafarnir. Skýingin er einfaldari.
![]() |
Björguðum Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2012 | 14:57
Gunnar heppinn, svakalega heppinn!!!
Gunnar Þ. Anersen er afar heppinn maður. Hann býr á Íslandi en ekki á Italíu. Duglegur yfirmaður í fjármálaeftirliti á Ítalíu, sem myndi sauma að útrásarvíkingum eða öðrum landráðamönnum, yrði skotinn eða myndi vera látinn hverfa. Á Íslandi er hann rannsakaður og niðurstaðan er Gunnari í hag. Þá er hann rannsakaður aftur og aftur er rannsóknin Gunnari í hag. Þá er Gunnar enn og aftur rannsakaður af ,,réttum" aðilum, og þá er hugsanlegt að eitthvað hefði fundist, sem hugsanlega gæti hefði verið betra að hefði komið fram við ráðningu Gunnars.
Gunnar hefur það helst sér til saka unnið að hafa sent fjölda dæma til Sérstaks saksóknara. Mál manna sem bera stærstan hluta af hruninu, og ,,þjófnaðinum" úr lífeyrissjóðunum.
Af einhverjum ástæðum féll strax grunur á Steingrím Sigfússon, þegar spurt var hverjir bæru ábyrgðina á aðförinni að Gunnari Þ. Andersen. Steingrímur setti upp ,,heiðarlega svipinn" og sagði að hann hefði fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum og tiltók dag. Seinna kom í ljós að Steingrímur var að segja ósatt. Hann hafði m.a. fundað með hluta stjórnar FME nokkrum dögum áður.
Í Stigahlíðinni fylgist Baugsstrákurinn með framvindu mála. Fjölmiðlarnir hans munu ekki vera neitt að fjalla um þetta mál. Það er algjör óþarfi. Hann fékk 365 miðla keypta af ríkisbankanum, en yfirmaður bankans var þá fyrir tilviljun sjálfur fjármálaráðherrann Steingrímur Sigfússon. Baugstrákurinn bara varð að fá fjölmiðlana sína til baka.
Forstöðumenn ríksstofnana vita um hvað málið snýst. Það gera margir fleiri. Mun restin af fjölmiðlunum veita stjórnvöldum aðhald. Mun Helgi Seljan taka Steingrím á teppið, eða mun Steingrímur setja hundanammi uppí Helga. Þá mun Helgi sleikja fætur húsbónda síns.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2012 | 22:22
Verður Salvör Nordal næsti forseti?
Sjálfsagt eru allnokkrir sem gætu komið til greina sem næsti forseti lýðveldissins. Ólafur kemur vissulega til greina, en sennilega er tími hans kominn. Ólafur getur verið ánægður í heildina með sinn feril og gæti gagnast þjóðinni áfram, rétt eins og Vigdís Finnbogadóttir sem var og er frábær.
Þegar ég hlustaði fyrst á Salvöu Nordal varð ég afar hrifinn og hún hefur í mínum huga bara vaxið. Hvaða þjóð sem er gæti verið stolt af henni sem þjóðhöfðingja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2012 | 22:48
Af hverju voru þau á móti 20% leiðinni?
Þegar ég heyrði fyrst hugmyndir um 20% leiðina, sem fyrst var nefnd af Framsóknarflokknum, Lilju Mósesdóttur og Tryggva Herbertssyni, kölluðu þær á miklar efasemdir. Hins vegar þegar ég heyri frumlegar, djarfar hugmyndir þá hef ég af reynslunni ákveiðið að hlusta vel og dæma síðar, ( og taka mér tíma til þess).
Í þessu tilfelli keypti ég þessa hugmynd mjög flótlega. Ég var sannfærður um að mikilvægt skef til þess að huga að hagsmunum almennings væri að einkavæða ekki bankana . Alls ekki. Jafnvel kaupa íbúðalánin af böndunum og setja inn í Íbúalasjóð. Þannig væri hægt að afskrifa hluta af þessum lánum.
Því miður ákvað ríkistjórnin að gara allt annað. Hafi það verið ámælisvert hvernig bankarnir voru seldir fyrir hrun, sem það sannarlega var, var það glæpur gagnvart heimilunum í landinu að selja bankana nú, og það til erlendra útrásarvíkinga, vogunarsjóanna. Hvað gekk þessu liði til .
Síðan voru sett lög til þess að verja þessa erlendu útrásarvíkinga, í nafni Árna Páls Árnasonar. Árnalögin. Þar sem átti að reyna að negla þá sem höfðu tekið gengislán, þrátt fyrir að fjölmargir sérfræðingar bentu á að afturvirk lög stönguðust á við stjórnarskrá.
Er það nema von, að ég treysti þessu liði ekki að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá. Ekki er nú virðing þeirra fyrir stjórnarskrám mikil.
Nú er dómur Hæstaréttar fallinn, og þá dansar hluti ríkistjórnarinar á götum landsins af fögnuði. Af fognuði yfir því að álögum sem þau með óréttmætum hætti var aflétt. Þetta er víst kallað að spila á fjölmiðana, og þeir spila sannarlega með.
Þegar upp er staðið var 20% leiðin afar snjöll leið. Fyrir henni fór afburða flók. Henni höfnuðu lið gamla tímans. Jónanna og Steingímur og allt þeirra stuðningsfólk. Þau fengu fyrir dóm Hæstaréttar 20% fylgi, og munu nú nálgast 10%. Sennilega væri skynsamlegast fyrir þau að ganga inn í Samstöðu, þar sem Lilja mun veita þeim leiðsögn. Til nýrra tíma. Þeirra tími er liðinn.
Bloggar | Breytt 22.2.2012 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2012 | 23:39
Í kapphlaupi við áfallið!
Dómur Hæstaréttar varðandi svokölluð gengislán, kalla á leiðréttingu annarra lána. Það er út af fyrir sig rök að þó gengistryggingin hafi verið dæmd ólögmæt, svo og að afturvirkir vextir hafi verið reiknaðir á lánin, þá hafi það lítið með verðtryggð lán að gera. Þegar fyrri Hæstaréttardómurinn kom fram, var eins og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar væri að egna þeim hópum saman sem höfðu tekið gengislán og verðtryggð lán. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og margir þeirra sem voru með vísitölulán gagnrýndu þann hóp sem var með gengislán. Þetta var tvíbent sverð, og þeir sem skynja stöðuna vita að vístitöluhópurinn mun nú ráðast af alefli gegn stjórnvöldum. Niðurstaðan er fengin í gengislánunum, þá er ljóst að lántakendur gengistryggðra lána munu krefjast leiðréttingar.
Reiði þeirra sem eru með verðtryggð lán, mun smá saman vaxa, þar til uppúr springur. Þetta skynja menn eins og Hlegi Hjörvar, en það gera líka fleiri. Haldi ríkistjórnin ekki rétt á málunum í framhaldinu, gæti þetta mál orðið banabiti ríkisstjórnarinnar. Þetta er spurning um kapphlaup um aðgerðir áður en aldan fellur að landi.Bloggar | Breytt 20.2.2012 kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2012 | 22:47
Blekkingar ríkisstjórnarnnar afhjúpaðar
Ég ætlaði mér að skrifa hér blogg um blaðagrein Jóhönnu Sigurardóttur þar sem hún enn og aftur á gamals aldri tekur upp á því að fara með ósannindi. Hún hélt því fram að ríkisstjórnin hafi með aðgerðum sínum lækkað skuldir heimila um rúmlega 200 milljarða.
Júlíus Sólens skrifar ágæta grein í Fréttablaði í dag þar sem hann á mjög röggsaman hátt hrekur ósannindi Jóhönnu Sigurðardóttur. Í lokin er ekki úr vegi að rifja upp þegar Ólafur Ragnar Grímsson rassskellti Jóhann Hauksson núverandi fjölmiðlafulltrúa ríkisstjórnarinar í beinni útsendingu eftir ákvörðun sína að setja Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Umræðan um almenna lækkun húsnæðisskulda landsmanna heldur áfram. Stjórnvöld þykjast hafa lækkað húsnæðisskuldir heimilanna um 200 milljarða nú þegar og halda því fram að ekki sé hægt að gera meira. Þetta stenzt hins vegar ekki skoðun. Fyrir tilstilli stjórnvalda hafa húsnæðisskuldir landsmanna aðeins lækkað um einhverja 3040 milljarða með ótrúlega flóknum, sértækum aðgerðum. Langmesti hluti 200 milljarðanna er kominn til vegna hæstaréttardóms um ólögmæti gengistryggðra lána.
Ef eitthvað reyndi ríkisvaldið að hindra, að slíkur úrskurður yrði felldur, lyfti a.m.k. ekki litla fingri til að flýta fyrir honum.
Dómurinn hefur hins vegar haft í för með sér, að höfuðstóll gengistryggðra húsnæðisskulda hefur lækkað umtalsvert. Á sama tíma hefur höfuðstóll verðtryggðra skulda hækkað stjórnlaust. Það er ekki mikill jöfnuður í því.
Forsætisráðherra og grátkór lífeyrissjóðanna eru óspör á að segja, að það sé óðs manns æði að fara í almenna 20% skuldaleiðréttingu. Stjórnvöld yrðu talin skaðabótaskyld nema samþykki allra kröfuhafa eða lánveitenda fengist, sem verður að teljast ólíklegt. Verðmiðinn sé um 200 milljarðar miðað við, að húsnæðisskuldirnar séu 1.000 milljarðar. Almenningi er svo talin trú um, að ríkissjóður/skattgreiðendur verði að greiða þennan kostnað, nánast sama dag og leiðrétting eigi sér stað.
Menn virðast ekki átta sig á því, að heildarupphæð húsnæðislána er bókfært virði (væntingar um endurgreiðslu) þeirra miðað við, að þær innheimtist að fullu á 2540 ára lánstíma. Er það líklegt? Þúsundir heimila ráða illa við að greiða af stökkbreyttum, verðtryggðum húsnæðislánum og því sennilegt, að mikil afföll verði á virði lánasafnsins á næstu árum. Með því að lækka höfuðstól lánanna um 1015%, gæti innheimtan orðið öruggari, greiðsluviljinn meiri, og lánastofnanir myndu innheimta hærra hlutfall skuldanna en ella. Ef til vill meira en sem nemur höfuðstólslækkuninni.
Hér er varpað fram þeirri hugmynd að breyta lánskjaravísitölunni með einfaldri aðgerð, það er að hreinsa burt allar innlendar skattbreytingar og önnur álíka ósanngjörn áhrif og nota framvirkt veldismeðaltal vísitölunnar til að draga úr miklum sveiflum á henni. Það er ef til vill ekki óeðlilegt, að lánskjör Íslendinga versni við að kaffi hækki í Brazilíu. Það gildir hins vegar ekki, þegar ríkið hækkar virðisaukaskatt skyndilega um 1%, eykur tekjuskatt eða álögur á áfenga drykki og benzín.
Á sama hátt geta sparifjáreigendur ekki ætlazt til að bankainnistæður þeirra hækki af þeim sökum. Tökum dæmi frá stóru nágrannalandi okkar, Þýzkalandi. Þar var virðisaukaskattur hækkaður um heil 3% fyrir nokkrum árum, úr 16 í 19%, til að rétta af fjárhag ríkisins. Við það hækkaði verðlag í Þýzkalandi. Skyldi einhverjum þýzkum sparifjáreiganda hafa látið sér detta í hug að heimta hlutfallslega hækkun á bankainnistæðu sinni af þeim sökum eða lánastofnunum að hækka húsnæðislán?
Hefði vísitala með ofangreindum formerkjum verið innleidd á Íslandi 1995 í stað hrárrar neyzluvísitölu, væri hún núna um 20% lægri en núverandi lánskjaravísitala. Réttlát breyting á vísitölunni þyrfti að vera afturvirk til 1. september 2008, en ef það kynni að skapa ríkinu skaðabótaskyldu er betra en ekki að breyta vísitölunni strax framvirkt til að koma í veg fyrir, að almenningur verði með öllu eignalaus eftir nokkur ár.
Með þessari aðgerð er hægt að lækka húsnæðisskuldirnar framvirkt án skaðabótaskyldu fyrir ríkið. Að sjálfsögðu munu verðtryggðar innistæður lækka að sama skapi sem er eðlilegt. Þetta gæti ef til vill orðið grundvöllur sátta í þjóðfélaginu. Taka verður undir með Jóhönnu, að bezta lausnin er sú að skipta um gjaldmiðil, taka upp evru. Sú lausn mun hins vegar taka allt of langan tíma. Heimilin verða öll komin á hausinn áður, ef ekkert verður aðhafzt nú þegar.
Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ákvað 1983 að afnema vísitölutengingu launa til að reyna að koma böndum á verðbólguna sem þá grasseraði. Næstu ár á eftir fundu launþegar áþreifanlega fyrir því. Verðtryggður höfuðstóll húsnæðislána jókst hratt í 30% verðbólgu, en launin stóðu nánast í stað. Sigtúnshópurinn svokallaði, en Ögmundur Jónasson, núverandi innanríkisráðherra, var aðaltalsmaður hans, vakti óspart athygli á þessu óréttlæti. Fulltrúar launþega í verkalýðshreyfingunni tóku undir það, andstætt því sem nú gerist. Það leiddi til þess, að lánskjaravísitölunni var breytt með lögum í janúar 1989 og launavísitala reiknuð inn í hana að einum þriðja. Þetta dró verulega úr hækkun verðtryggðra skulda landsmanna á næstu mánuðum og misserum. Tvö fjármálafyrirtæki fóru í mál og kröfðust þess að verðtryggð skuldabréf sem þau áttu skyldu greidd samkvæmt gömlu vísitölunni og báru fyrir sig eignarrétt skv. stjórnarskrá. Viðskiptaráðherra hefði ekki haft vald til að breyta vísitölugrunni verðtryggingar skuldanna. Ríkið vann málin á báðum dómsstigum.
Taldi Hæstiréttur að ríkisvaldið hefði sett verðtryggingu á með lögum og hefði því rétt til þess að breyta vísitölunni með þeim hætti sem var gert. Þess vegna var ekkert aðhafzt, þegar lánskjaravísitölunni var breytt aftur 1995, en á ný voru það helztu forvígismenn launþegasamtaka sem kröfðust þessa. Þeir töldu að vísitalan frá 1989 væri orðin of óhagstæð fyrir launafólk.
Það vekur því nokkra athygli, að 2012 berjast forsvarsmenn launþega hvað harðast gegn því að milda áhrif vísitölunnar. Lánskjaravísitalan, sem nú er í gildi, er óskadraumur fjármagnseigenda. Hún mælir allar breytingar sem geta valdið hækkun hennar þeim í hag, hvort sem einhver rök eða skynsemi eru fyrir því. Hagsmunir skuldara eru hins vegar fyrir borð bornir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.2.2012 | 23:15
Gunnar Andersen rekinn!!

Gunnari Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur verið sagt upp störfum. Hann fékk uppsagnarbréfið sent heim til sín seint í dag. Ástæða uppsagnarinnar mun vera skýrsla sem lögfræðingarnir Ástráður Haraldsson og Ásbjörn Björnsson hafa skrifað um hæfi Gunnar til að gegna starfinu.
Áður hafði Andri Árnason, lögmaður, í tvígang metið Gunnar hæfan til starfans. Ekki hefur náðst í Aðalstein Leifsson stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins vegna málsins.
Gunnar hefur gegnt starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins í tæp þrjú ár. Hann tók við því af Jónasi Fr. Jónssyni.
(samkvæmt nýjustu fréttum ruv.is)
Spurningin hvort ekki fá hið snarasta skýrslu um frammistöðu Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.2.2012 | 20:59
Ofsagleði á ríkisstjórnarheimilinu.
Það eru sannkallaðir gleðidagar á Íslandi. Hæstiréttur fellir dóm, þar sem lagasetning sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir að vöxtum skyldi breytt eftirá, sem segir að lögin hafi stangast á við stjórnarskrá. Í framhaldinu skrifar forsætisráðherra blaðagrein þar sem hún fagnar ógurlega, það sama gerir fyrrverandi viðskiptaráðherra Árni Páll Árnason svo og Helgi Hjörvar formaður fjárlaganefndar. Sagt er að ráðherrarnir hafi faðmast og kyssts rétt eins og lið þeirra hefði unnið bikarinn. Alþingi varð óstarfhæft vegna fagnaðarlátanna.
Þegar fjölmiðamenn spyrja forráðamenn ríkisstjórnarflokkanna hvort þetta hafi ekki verið klúður, er því auðvitað neytað. Það hefur ekki verið hægt að gleðjast út af neinu síðustu þrjú árin, loksins er hægt að gleðjast og þá eruð þið með nöldur. Fjölmiðlafólkið skilur ekki upp né niður í þessari gleði og fólkið í landinu gapir af undrun.
,,Enginn hefur skaðast þá þessum bara grætt. Allir græða".
,, Hvað með fólkið sem hefur þjáðst þennan tíma vegna lána sem hefur verið að sliga þau".
,, Nú gleðst það, og þá er tilganginum náð. Þá er fólkið svo þakklát ráðherrunum fyrir að hafa sett vond lög, sem síðan eru afnumin".
Annars ég má ekki vera að því að blogga meira. Nágrannarnir eru komnir út á götu til að fagna. Fólkið faðmast og lofar ríkisstjónina. Út í geðskapinn......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.2.2012 | 17:28
Sálfræðileg aðstoð við fjölmiðlamenn.
Margir fjölmiðlamenn urðu fyrir meira áfalli í hruninu en aðrir, vegna tengsla sinna við útrásarvíkingana. Sumir þáðu boðsferðir erlendis, og aðrir vinnuferðir, enn aðrir höfðu tengsl við stjórnmálaflokka sem gerði þá háða útrásarvíkingunum.
Helgi Seljan fyrrum kosningastjóri Samfylkingarinnar, hefur þannig ítrekað verið grunaður um að fylgja hagsmunum flokksins en almennings. Umfjöllun hans hefur verið afar lituð. Þegar hann ræðir við fulltrúa ríkisstjórnarflokkana líkist hann rakka sem hefur verið laminn reglulega.
Ef hann ræðir við fulltrúa stjórnarandstöðunnnar eða við óþæga stjornarliða er hann hinn vesti og gjammar stöðugt. Rétt eins og hjá rökkunum þá er harla lítið vit í gjamminu
í Pressunni í dag segir:
Björn Vernharðsson, sálfræðingur, sérhæfir sig í að lesa úr líkamstjáningu og látbragði og les úr því hvort fólk sé að segja satt eða ekki.
,,Það er ekki auðvelt að fullyrða mikið um hve hreinskilin svör Bjarna voru því spurningar Helga voru svo gildishlaðnar. Helgi er svo blindur af eigin skoðunum að honum fer fyrir í spurningunum. Þannig skapast strax þrungið andrúmsloft og umræðan verður því ekki eins fagleg".
,,Helgi missir þess vegna sýn á það faglega í málinu og tapar þræðinum hvað eftir annað og missir því tækifærið á því að spyrja Bjarna frekar um mál".
Nú er spurningin að Helgi hefur farið mjög illa út úr síðustu viðtölum og á sýnilega við talsverða erfiðleika að stríða, hvort forráðamenn RÚV styðji ekki starfsmanninn til þess að leita sér hjálpar?
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/salfraedingur-um-vidtal-ekki-haegt-ad-greina-hreinskilni-bjarna-thvi-helgi-er-blindadur-af-eigin-skodunum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10