Færsluflokkur: Bloggar

Það er líka gaman að búa í Kópavogi!

Það er vaxandi áhugi á lýðræðislegri vinnubrögðum innan sveitarfélaga. Við getum kallað það íbúalýðræði eða við getum kallað það aukna virkni íbúanna, með ábendingar og aðhaldi. Íbúum er heimilt að koma á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi og einnig er útvarpað frá fundunum. Það er hins vegar mikill galli að fundargerðir eru skrifaðar í einhvers konar punktaformi og eru algjörlega ónothæfar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur höfðu verið í meirihluta í 20 ár, og þess vegna kom ekki á óvart, að nýr meirihluti tæki við eftir hrun. Nú var það svo að ekki voru það minnihlutaflokkarnir sem felldu meirihlutann, heldur voru það nýjir flokkar Listi Kópavogsbúa og Næst besti flokkurinn. 

Við myndun meirihlutann lagði Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar höfuðáherslu á að hún yrði bæjarstjóri. Hún hafði lengi verið einn aðal aðdáandi Gunnars Birgissonar fráfarandi bæjarstjóra og  þeirri aðdáun kom hún á framfæri annars vegar með stöðugum skotum í fjölmiðlum og ýmiss konar daðri á öðrum vettvangi.   Þeir sem stóðu að Lista Kópavgsbúa vildu Guðríði alls ekki sem bæjarstjórna og stóð tæpt að hægt yrði að mynda meirihlutann án þess að ósk Guðríðar yrði uppfyllt. Millilendingin var að Guðrún Pálsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri bæjarins yrði ráðin. 

Hópur áhugamanna um Kópavog, settist niður og spáði að bæjarstjórinn myndi fjúka í janúar 2012. Röksemdin var afar einföld. Þekking og reynsla bæjarstjórnarfulltrúana á fjárhagsáætlunargerð var afar lítil og löngun Guðríðar í bæjarstjórnarstólinn fór ekki fram hjá neinum. Í haust fór síðan að koma ýmiss teikn um að árás yrði gerð á sitjandi bæjarstjóra. 

Mistökin sem voru gerð voru tvíþætt. Guðríður gat ekki dulið fyrirlitningu sína gagnvart tveimur bæjarfulltrúum, Hjálmari Hjálmarssyni og Ómari Stefánssyni. Á sama tíma gat hún ekki leynt aðdánun sinni á Gunnari Birgissyni. Því virtist henni aðeins tveir leikir í stöðunni samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingu, eða samstarf Sjálfstæðisflokks, Samfylkingu og VG.

Uppgjör Guðríðar við bæjarstjórann líktist helst ofsafenginni árás. Þá kom fram einn helsti vankantur Guðríðar, sem virðist lýsa sér í algjöru samviskuleysi gagnvart samstarfsfólki sínu. Með framgöngu sinni fékk bæjarstjórinn algjöra samúð bæjarbúa. Í viðtali við Guðríði virtist hún átta sig á stöðu sinni og boðaði komu sína í landsmálin. Til þess að svo megi verða þarf hún að fella Árna Pál Árnason sem er talið vonlaust verk. Ekki síst vegna frammistöðu Guðríðar í Kópavoginum. 

Bæjarstjórnarfundurinn í gærkvöldi var frekar daufur. Guðríður boðaði upphlaup. Guðný Dóra Gestdóttir úr VG er pólitíkus að mínu skapi. Hún kann pólitíska stríðni þegar það á við, en hefur m.a. sýnt í skipulagsnefnd Kópavogsbæjar að hún vinnur fyrst og fremst faglega.

Hjálmar Hjálmarsson lagði til að allir bæjarfulltrúarnir færu að vinna saman. Í flestum sveitarstjórnum er það raunin. Helstu teikn um það þegar sveitarsjórnarmenn setja eigin hagsmuni ofar hagsmunum sveitarfélagsins, er þegar fjölmiðlapúkinn heltekur einstaka bæjarstjórnarmenn. 


mbl.is Styðja ekki „buddupólitík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ganga VG og Samfylking í Samstöðu?

Með minnkandi fylgi VG og Samfylkingar verða æ fleiri sem hallast að því að VG gangi í Samstöðu. Áður hafði komið vilji til þess að VG og Samfylking myndi sameinast, en afstðan til ESB truflaði það ferli. Með því að VG og Samfylking gangi í Samstöðu, leysist það dæmi því Lilja vill klára viðræðurnar. Þá verður kominn nýr ESB flokkur sem gæti fengið milli 20-25% fylgi. Í forystunni yrðu þá þrjár konur, Lilja Mósesdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Steingrímur Sigfússon yrði sendiherra flokksins, sem er þekkt virðingarstaða í fyrirtækjum fyrir fyrrum kommesara. Fer með umslög í póstinn, og kaupir inn bréfaklemmur.

Ég er ekki frá því að þetta gæti orðið ágætis jafnaðarmannaflokkur, sem ekki hefur verið við líði á Íslandi í allnokkur ár. 


mbl.is Lítið fylgi kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er rétt að afskrifa Vaðlaheiðagöng?

Undanfarnar vikur hefur verið mikið fjallað um Vaðlaheiðagöng, án þess að kafað hafi verið djúpt í málin. Verkfræðingur sem mér skilst að hafi  komið að gerð Hvalfjarðarganga, reiknar út að rekstur Vaðlaheiðaganga muni ekki ganga upp. Á sama tíma er verið að skoða tvöföldun Hvalfjarðarganga. Inn í þessa umræðu kemur að lítið traust er á mörgum þeim sem komu að ákvörðun um Héðinsfjarðargöng og þau tekin sem dæmi um pólitískt sukk.

Þegar gerð er skoðanakönnun eftir þessa umfjöllun, er ekki verið að kanna vilja upplýstra einstaklinga. Til þess skortir einfaldlega upplýsingar í fjölmiðlum. 

Ákvörðun um Vaðlaheiðagöng á ekki að vera spurning um hvort hægt sé að klekkja á Steingrími Sigfússyni, Kristjáni Möller eða einhverjum öðrum. Heldur faglegt mat um kostnað, áætlaðar tekjur og síðan samanburður milli valkosta. 

Ég vil sjá skoðanakönnum um Vaðlaheiðagögn þegar farið hefur yfir málið og það  mat hefur verið vel kynnt. Ákvarðanir um vegaframkvæmdir eiga ekki að mótast af upphlaupum í fjölmiðlum. 


mbl.is 28% vilja Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðfylkingin og siðferðið!

Nú geysist Borgarahreyfingin fram í bardagann. Innihaldið eru þingmenn Hreyfingarinnar sem ekki lengur komast á blað í skoðanakönnunum. Framboðið því langt umfram eftirspurn. Borgarahreyfingin sem var hópurinn, félagið eða fyrirbrigðið sem þingmenn Hreyfingarinnar komust með á þing. Innan þess hóps var hins vegar engin félagsleg þekking til þess að halda saman hóp og því fór þetta allt út og suður. Það vill þannig til að í félagsmálum er nokkuð til sem heitir venjur og hefðir. Reglur skráðar og óskráðar. Sem auðvelda samstarf fólks. Þetta er ekki uppfinning hér innanlands, heldur menning byggð á reynslu um allan heim.

Til viðbótar þessu er Frjálslyndi flokkurinn sem átti ágætu gengi að fagna um tíma. Þingmenn þess flokks settu hins vegar þegar á reyndi egin hagsmuni ofar hag heildarinnar og því lagðist flokkurinn niður. 

Það er nú frekar óheppilegt að Breiðfylkingin ætli að segja siðferðir á oddinn. Einn af þingmönnum Hreyfingarinnar er nefnilega orðuð við ,,njósnamál" á Alþingi. Þetta mál er okkar Waatergate, en hefur verið þaggað niður. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar hefur verið mikið verið í fjölmiðlum, ekki fyrir afrek sín á Alþingi, sem eru nú ekkert til þess að gorta sig af, heldur vegna tengsla sinna við Wikileaks, sem hafa verið að leka upplýsingum um mál sem margir flokka undir trúnarðarskjöl. Wikileaks heldur því fram að gögnin komi bara til þeirra, og því brjóti þeir engin lög. Um þetta er deilt. Vinnuhópur Wikileaks er ekki fjölmennur hérlendis, en einn af þeim sem hefur starfað með þeim hérlendis er barnungur harkari. Birgitta hefur verið harðlega ganrýnd fyrir samskipti við þennan ungling vegna verka hans. 

Þá kemur upp ,,sjálfsagt fyrir tilviljun" að njósnatölva finnst á Alþingi. Rétt eins og harkarar koma stundum fyrir um allan heim. Tölvan er einmitt fyrir ,,einskæra tilviljun" komið fyrir á hæðinni þar sem þingmenn Hreyfingarinnar eru með aðstöðu. Svo yfir einskæara tilviljun eru birtar upplýinsgar úr tölvupóstum ,,óvinaflokks" Hreyfingarinnar. Birgitta Jónsdóttir verður afar ,,sauðsleg" í framan, þegar hún er spurð um málið. 

Það sem síðan vekur athygli er að forseti Alþingis Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir halda málinu leyndu í rúmt ár eftir að njósnatölvan finnst. Láta ekki einu sinni flokksformenn stjórnmálaflokkana vita. Það er ekki að ástæðulausu að fram hafi komið samsæriskenningar að Jóhanna ætlaði sér með því að halda málinu leyndu. Það sem ýtir undir þessar kenningar eru að nú þegar Jóhanna þarf á Hreyfingunni að halda, eru þingmenn Hreyfingarinnar eins og hundar í bandi. 

Já, var Breiðfylkingin að tala um siðferði? Á það að vera til bóta eða ekki? 

Spái því að Breiðfylkinin muni ekki ná 1% fylgi á landsvísu. 


mbl.is Vilja efla siðferði í stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverski gulltappinn

Á skólaárum mínum leigði ég íbúð í miðborg Reykjavíkur. Í húsinu bjuggu fleiri aðilar, m.a. ung kona, lítið eitt eldri en ég,  Hún hafði afar ung hafði ákveðið að kanna öll skúmaskot mannlífsins af eigin rammleik. Íbúar hússins voru mis vel fjáðir um hver mánaðarmót þegar greiða átti húsaleiguna. Þessi vinkona mín átti ekki við það vandamál að stríða. Hún kom sér upp ,,gulltappa" sem sá um slíkar greiðslur. Lengst af var það stýrimaður sem kom sjaldan í land, og hann sá um að húsaleigan yrði alltaf þann fyrsta hvers mánaðar. Það var gaman þegar gulltappinn kom í land. Í eitt skipti er öllum íbúum hússins  boðið upp í mat. Þá var skipkokkurinn kominn með stýrimanninum og það voru eldaðar Argentískar nautalundir sem  rennt var niður með rússneskum vodka. Vinkonan var í samkvæminu klædd í bleika, blúndusamfellu og netsokka. 

Í eitt sinn fór húseigandinn í tveggja mánaða frí erlendis og þegar hann kom til baka, kom í ljós að nú voru gulltapparnir orðnir tveir, báðir greiddu húsaleiguna. Stýrimaðurinn var að setjast að á Nýa Sjálandi og hann vissi ekki að nýi tappinn var tekinn við. 

Lífið endurtekur sig í sífellu. Nýjar ungar konur og nýjir gulltappar, sem greiða húsaleiguna. Ein skuldug stúlka, Samfylkingin, fékk sér gulltappa til þess að greiða niður skuldir sínar. Sá  átti flottar skútur, íbúðir erlendis og var örlátur. Svo harðnaði á dalnum, en dýru leikfönginn hans voru  fjármögnuð með lífeyri gamla fólksins á Íslandi. Því leitaði maddaman að nýjum gulltappa. Sá kom frá Kína. Hún klæddi sig upp í samfelluna og netsokkana, og bíður þess nú að húsaleigan verði greitt, tímanlega. Tilbúin í hvaða fjör sem er.


mbl.is Kína kaupir í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með rauðan .........afturenda!

Eftir arfaslaka frammistöðu í Kastljósi í gærkvöldi á móti Hauk Hafsteinssyni framkævmdastjóra Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisstofna var komð að viðtali við Ögmund Jónassyni í Kastljósi í kvöld. Nú má vel vera að starfsmenn Kastljóss telji það hlutverk sitt að upphefja ráðherra ríkistjórnarinnar. Hafi það verið hlutverkið tókst það fullkomlega, á kostnað starfsmanna Kastljóss.

Niðurstaðan var niðurlæging fyrir Helga og Kastljós. Ögmundur sem hér á árum áður var mjög öflugur fjölmiðamaður rúllaði Helga Seljan upp. Réttilega benti Ögmundur á að til þess að fara yfir mál lífeyrissjóðanna þyrfti þekkingu og að kafa ofan í málið. Helgi hefði ekki burði til þess. Ég vorkenndi stráknum í lok þáttar. Hann hefur eflaust ekki farið til Akureyrar um kvöldið. Sennilega ekki getað setið í sætinu allan tímann. Ögmundur rassskellti guttann, verðskuldað. 


Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkissins ,,grillaður" í Kastljósi?

Lífeyrissjóðirnir hafa legið undir miklu ámæli og ekki að ástæðulausu. Þeir töpuðu hunduðum milljarða í hruninu  og það mun bara koma niður  á lífeyrisréttinum landsmanna. Rangar ákvarðanir, þekkingarleysi og jafnvel spilling eru í umræðunni. 

 Hafa menn verið að bera ábyrgð?  Aðeins stjórnarmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar hefur verið stefnt og það fyrir að hafa sennilega farið á svig við reglur, en þar með bjargað umtalsverðum fjármunum sem annars hefðu glatast í bankahruninu. Ef stjórnarmennirnir hefðu með aðgerðum sínum skaðað lífeyrissjóðinn eða Kóavogsbæ hefði ég skilið ákæruna, en ekki miðað við þessar forsendur. 

Í kvöld skyldi taka á máli lífeyrssjóðanna, þegar Helgi Seljan féttamaður fékk Hauk Hafsteinsson framkvæmdastjóra LSR í þáttinn.  Í upphituninni mátti strax sjá hvert stefndi. Helgi setti á sig boxhanskana og átti hvert vindhöggið, eftir annað. Haukur sagði ferðir starfsmanna erlendis hefðu verið vinnuferðir en ekki boðsferðir. Það er vissulega sjónarmið. Ef verið er að lána í fjárfestingu t.d. erlendis væri það ábyrgðarleysi að skoða ekki viðkomandi dæmi. Þetta er sjónarmið, skoða verður þá hvert dæmi fyrir sig.  Ómarkvissum dylgjum var svarað á markvissan öruggan hátt. Í lokin sá ég ekkert í þættinum, sem gaf ástæðu til þess að fella dóm yfir Hauki Hafsteinssyni. Þvert á móti ber ég virðingu fyrir svona frammistöðu.

Það er hins vegar áæmlisvert að forráðamenn Kastljóss skuli ekki sjá sóma sinn í því að senda öflugan spyrill sem getur spurt fagspurninga í alvöru verkefni eins og þetta. Fyrir starfsmenn Kastljóss var frammistaðan verri niðurlæging en 7-1 tap Blakburn fyrir Arsenal um helgina. 


mbl.is Ekki tilefni til að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún fékk mig til þess!

Uppákoman í bæjarstjórnarmálunum í Kópavogi tekur á sig sífellt fuðulegri myndir. Stórgóð grein Jóhanns Ísbergs í Mogunblaðinu í morgun fer yfir málið á afar skemmtilegan hátt. Tveir flokkar úr fyrrverandi meirihluta Kópavogslistinn og Næst besti flokkurinn yfirgáfu meirihlutann og söðust ekki geta unnð með Samfylkingunni. Þegar þeir höfðu kynnt sér vinnubrögð Guðríðar Arardóttur sást undir hælana á bæjarfulltrúunum.

Nú bregður svo við að á sömu síðu og grein Jóhanns birtist, er lítil grein, eða yfirlýsing frá Hafseini Karlssyni, Pétri Ólafssyni bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar og Ólafi Þór Gunnarssyni bæjarfulltrúa VG. Þar ruddaleg framganga Guðríðar réttlætt, hún hafi fyrst og fremst verið fólgið í því að ,,hjálpa" Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra. Sérstök afneitun! Minnir á þegar komið er að  eiginkonunni  með ljótt glóðurauga eftir eiginmanninn, komi skýringin að eiginkonan hafi gengið á hurð. Ef lengra er gengið á gerandann, þá kemur svarið: ,, Hún fékk mig til þess"

Ólafur þessi var leiddur niður á Alþingi til þess að samþykkja Icesave sem forfallaþingmaður og þeir félagarnir Hafsteinn og Pétur léku m.a. að spinna lygavefinn  um Kópavogsbrúna og leika báðir í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan. Þeir eru því í góðri æfingu að hagræða sannleikanum. 


Stöðvið heiminn, hér vil ég út!

Staða í bæjarstjón Kópavogs er afar þröng um þessar mundir. Eftir bæjarstjóraævintýri Guðríðar Arnardóttur ákváðu samstarfsflokkarnir Næst besti flokkurinn og Kópavogslistinn að vilja ekki vinna í meirihlutanum, eða réttara sagt ekki með Guðríði og Samfylkingunni. Það er ekki verið að kvarta yfir þeirri áráttu Guðríðar að segja ekki satt og heldur ekki þörfinni fyrir að plotta og spila leiki, nei samstarfsfólk hennar þolir ekki að Guríður setur eigin hagsmuni ávallt í fyrsta sæti og að hún skuli ekki hafa neitt samviskubit að rústa lífi þeirra sem í vegi henni verða. Framgangan gagnvart bæjarstjóranum er tekið sem gróft dæmi um þetta.

Þegar á reynir kemur líka veikleikar nýrra flokka á Íslandi. Reynslu og þekkingarleysi. Sagan segir okkur að síðustu áratugina lifa nýjir flokkar ekki nema skamman tíma.  Þessir tveir flokkar vilja nú vera í minnihluta og deyja síðan. Þessi stjórnarseta var þeim um megn. 

Sætasta stelpan á ballinu er komin uppí og til í hvað sem  er, en liggur fyrir með súkkulaðiskálina, klædd í djörf undirföt frá Tantra en enginn vill koma uppí, þrátt fyrir að stúlkan þyki nautgreind. 

 Þá er það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking. Enginn treystir Guðríði, og Hafsteinn Karlsson þykir hafa spilað slæma leiki á kjörtímabilinu. Hjá Sjálfstæðisflokki er staðan líka veik, því Ármann hefur ef eitthvað hafa veikt stöðu sína frá því að hann tók við sem oddviti. Hins vegar eru miklir kærleikar milli Ármanns og Guðríðar, sem skilja vel hvort annað sem aðrir gera ekki. Guðríður beitti sér þannig í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og smalaði til stuðnings Ármanni. 

Bæði Áramann og Guðríður gera kröfu um bæjarstjórastólinn, en talið er að mikil andstæða verði við slíkt. Hugsanlegur möguleiki er að hin metanaðrfulla Magrét Björnsdóttir bjóðist til að taka verkefnið að sér en vantar sennilega stuðning annarra bæjarfulltúra til þess. Aðrir munu krefjast þess að núverandi bæjarstjóri sitji áfram, en Guðrún Pálsdóttir hefur nú almennan stuðning og samúð í bænum. 

Ef niðurstaðan verður að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG myndi meirihluta, verður það súrsæt blanda. Flestir bæjarbúar vildu eflaust helst að kosið yrði að nýju. Fyrirfram hljóta að vera til staðar miklar efasemdir um traust  á milli bæjarfulltrúanna. Almennir félagar í þessum stjórnmálaflokkum munu ekki líða neinn refshátt.   Í upphafi er ekki traust á milli bæjarfulltrúa, og síðan ekki traust fokksmanna á bæjarfulltrúm samstarfsflokkana, og eigin bæjarfulltrúum. Það er ekki góð byrjun. 


mbl.is Vill viðræður næst án VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rubbish in, rubbish out

Þegar spurt er vitlausra spurninga,verður svarið bull. Hagfræðistofnun Háskólans metur nú hvað niðurfelling hluta skulda heimilanna þýðir. Hagfræðistofnunin hefði átt að leggja mat á skaðsemi þess að bankarnir voru seldir, eða gefnir erlendum útrásarvíkingum, vogunarsjóðum til þess að níðast á almenningi og fyrirtækjunum í landinu. Þeir hefði átt að meta hvað Icesave I hefði kostað þjóðina og hvað það þýddi að hafa þessa handónýtu ríkisstjórn. Starfsmenn Hagfræðistofnunar hafa eflaust rekist á Þórólf Matthíasson sem hefur lapið einhverja Samfylkingarvitleysuna í þá.
mbl.is Líklegt að ríkið myndi bera kostnað við niðurfellingu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband