Það er líka gaman að búa í Kópavogi!

Það er vaxandi áhugi á lýðræðislegri vinnubrögðum innan sveitarfélaga. Við getum kallað það íbúalýðræði eða við getum kallað það aukna virkni íbúanna, með ábendingar og aðhaldi. Íbúum er heimilt að koma á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi og einnig er útvarpað frá fundunum. Það er hins vegar mikill galli að fundargerðir eru skrifaðar í einhvers konar punktaformi og eru algjörlega ónothæfar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur höfðu verið í meirihluta í 20 ár, og þess vegna kom ekki á óvart, að nýr meirihluti tæki við eftir hrun. Nú var það svo að ekki voru það minnihlutaflokkarnir sem felldu meirihlutann, heldur voru það nýjir flokkar Listi Kópavogsbúa og Næst besti flokkurinn. 

Við myndun meirihlutann lagði Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar höfuðáherslu á að hún yrði bæjarstjóri. Hún hafði lengi verið einn aðal aðdáandi Gunnars Birgissonar fráfarandi bæjarstjóra og  þeirri aðdáun kom hún á framfæri annars vegar með stöðugum skotum í fjölmiðlum og ýmiss konar daðri á öðrum vettvangi.   Þeir sem stóðu að Lista Kópavgsbúa vildu Guðríði alls ekki sem bæjarstjórna og stóð tæpt að hægt yrði að mynda meirihlutann án þess að ósk Guðríðar yrði uppfyllt. Millilendingin var að Guðrún Pálsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri bæjarins yrði ráðin. 

Hópur áhugamanna um Kópavog, settist niður og spáði að bæjarstjórinn myndi fjúka í janúar 2012. Röksemdin var afar einföld. Þekking og reynsla bæjarstjórnarfulltrúana á fjárhagsáætlunargerð var afar lítil og löngun Guðríðar í bæjarstjórnarstólinn fór ekki fram hjá neinum. Í haust fór síðan að koma ýmiss teikn um að árás yrði gerð á sitjandi bæjarstjóra. 

Mistökin sem voru gerð voru tvíþætt. Guðríður gat ekki dulið fyrirlitningu sína gagnvart tveimur bæjarfulltrúum, Hjálmari Hjálmarssyni og Ómari Stefánssyni. Á sama tíma gat hún ekki leynt aðdánun sinni á Gunnari Birgissyni. Því virtist henni aðeins tveir leikir í stöðunni samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingu, eða samstarf Sjálfstæðisflokks, Samfylkingu og VG.

Uppgjör Guðríðar við bæjarstjórann líktist helst ofsafenginni árás. Þá kom fram einn helsti vankantur Guðríðar, sem virðist lýsa sér í algjöru samviskuleysi gagnvart samstarfsfólki sínu. Með framgöngu sinni fékk bæjarstjórinn algjöra samúð bæjarbúa. Í viðtali við Guðríði virtist hún átta sig á stöðu sinni og boðaði komu sína í landsmálin. Til þess að svo megi verða þarf hún að fella Árna Pál Árnason sem er talið vonlaust verk. Ekki síst vegna frammistöðu Guðríðar í Kópavoginum. 

Bæjarstjórnarfundurinn í gærkvöldi var frekar daufur. Guðríður boðaði upphlaup. Guðný Dóra Gestdóttir úr VG er pólitíkus að mínu skapi. Hún kann pólitíska stríðni þegar það á við, en hefur m.a. sýnt í skipulagsnefnd Kópavogsbæjar að hún vinnur fyrst og fremst faglega.

Hjálmar Hjálmarsson lagði til að allir bæjarfulltrúarnir færu að vinna saman. Í flestum sveitarstjórnum er það raunin. Helstu teikn um það þegar sveitarsjórnarmenn setja eigin hagsmuni ofar hagsmunum sveitarfélagsins, er þegar fjölmiðlapúkinn heltekur einstaka bæjarstjórnarmenn. 


mbl.is Styðja ekki „buddupólitík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband