Færsluflokkur: Bloggar
22.1.2012 | 18:55
Ekki alveg viss!
Í íþróttum er afar mikilvægt að hugsa fyrst og fremst um það sem við ætlum að gera en ekki eyða orkunni í það sem hinir ætla sér. Þeir sem fyrst og fremst hugsa um andstæðinginn, bera meiri virðingu fyrir andstæðingnum en sjálfum sér. Niðurstaðan er yfirleitt tap.
Ég rifjaði þetta upp þegar ég var spurður um álit á umsögn Þráins Bertelssonar í Silfrinu í dag, en þar sagði hann víst eitthvað á þá leið að eitt helsta verkefni VG væri að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist til valda. Þráinn var kosinn á Alþingi til þess að koma einhverju í verk, en ekki að koma í veg fyrir að einhverjir aðrir gerðu það. Hér á blogginu lýsti ég þeirri skoðun minni að áhugavert væri að fá Þráinn á þing. Hann myndi a.m.k. örugglega gera þingið skemmtilegra. Því miður hefur dvöl hans á Alþingi verið drama fremur en kómik. Bæði fyrir okkur og hann. Þráinn ætti að láta vera að hnýta í Ögmund því Ögmundur hefur unnið fyrir kaupinu sínu. Sjálfstæðisflokkurinn kemst brátt til valda og þá verður VG í stjórnarandstöðu, eða sá hluti liðsins sem eftir er. Þá er Þráinn kominn heim, til þess að skrifa bækur, sem nú seljast notaðar á 50-100 kr. Þær gerast vart ódýrari.
![]() |
Titringur og erfiðleikar á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2012 | 00:22
Að fara eftir sannfæringu sinni.
Eftir hrun fóru fram umræður um nýtt Ísland. Flestir vildu aukið lýðræði, rökræðu í stað áróðurs, Margir vildu einstaklingskjör eða að minnsta kosti minnkað flokksræði. Við vildum að stjórnmálamenn okkar hefði stefnu og markmið, sem þeir legðu fyrir okkur, þannig að við gætum metið frammistöðu sína.
Nýlega sagði Árni Páll Árnason fyrrverandi ráðherra, að meirihlutaræðið hafi aukist eftir hrun. Það hefur flokksræðið gert líka.
Í kosningu um frávísun á þingályktunartillögu Bjarna Benediktssonar gengu nokkrir þingmenn mjög langt til þess að fara eftir sannfæringu sinni. Ræður þeirra Guðfríðar Lilju og Atla Gísla voru afburða góðar. Framganga Össurar Skarphéðinssonar sem flýtti försinni erlendisfrá sýndi ótrúlega einbeittan vilja og sterka réttlætiskennd. Þó ég viti það ekki fyrir víst, held ég að Katrín Júlíusdótir hefði fellt frávísunartillöguna. Ásta Ragnheiður sínir mikinn kjark að setja emæbtti forseta Alþingis undir.
Niður á þingi urðu áhorfendur vitni að afar sérstakri uppákomu. Logi Már Einarsson varaþingmaður Samfylkingarinnar, arkitekt frá Akureyri var á staðnum en var ekki heimilað að koma ,,inná" í staðinn fyrir Sigmund Erni Rúnarsson. Marg ítrekað var reynt að hringja í Sigmund, sem var með slökkt á síma sínum. Einhver húmoristinn skaut að yfirspenntum stjórnarliðum að Sigmundur hefði örugglega gert það viljandi svo Logi Már gæti ekki kosið. Éitt augnablik héldu áhorfendur að slagsmál myndu brjótast út, eins og sést hefur á ,,heitari" þingum erlendis.
Á sama tíma og margir fagna því að hlýðni við formenn stjórnarflokkana minnkar, verða stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar að virða sjálfstæðar skoðanir innan sinna raða. Sterkir einstaklingar geta mótað sér sjálfstæðar skoðanir á málum og hafa þann manndóm að fylgja þeim eftir. Eins og alþjóð veit nú, þá þarf sterk bein fylgja sannfæringu sinni hverju sinni.
![]() |
Frávísun felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2012 | 20:49
Veit ekki!
Eygló Harðardóttir var ein þeirr sem vildi ekki að Alþingi fjallaði aftur um ákæru Alþingis á Geir Haarde. Hún segir að fæstir þingmenn hafi verið að greiða atkvæði um slíkt, heldur um eitthvað allt annað. Það er einmitt að sem margir uppliftðu þegar þer sáu meirihlutahjörðina fylgja Jóhönnu og Steingrími. Eygló Harðardóttir var bara saklaust fórnarlamb sem hafði ekki hugmynd um havð hún gerði.
Kannski föst í eigin sannfæringu, eigin staðfestingarskekkju. Veit ekki.
Það er mikilvægt að minnast þessa þegar næsta ríkisstjórn er mynduð. Konan úr Vestmannaeyjum sem vildi ekki umræður, af því að hún vissi ekkert um hvað hún var að fjalla um.
Hvað hefur slíkur þingmaður að gera í ráðherrastól, þar sem þarf skýra hugsun?
Ég játa að Eygló hefur oft staðið sig vel, en í stórum málum þurfa grundvallarþættir að vera á hreinu.
![]() |
Kannski föst í eigin sannfæringu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2012 | 22:57
Þingkona réttlætisins?
Hún er furðulegur fugl hún Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar. Hún fór á þing sem einu fulltrúar þjóðarinnar eftir Búsáhaldabyltinguna. Það skyldi komið á betri vinnubrögðum og siðum. Fljótlega eftir á Alþingi var komið, kom í ljós að hún hafði afskaplega frátt fram að færa. Þá ákvað hún í stað þess að breyta Íslandi, að breyta heiminum. Hún valdi sér Wikileaks til þess að hafa eitthvað fyrir stafni, á meðan almenningur á Íslandi borgði launin hennar. Að nafninu til mætti hún á Alþingi. Í Bandaríkunum eru þessi samtök grunuð um að brjóta landslög, og af einhverjum ástæðum óskuðu bandaríks stjórnvöld eftir að fá twitterfærslur Birgittu.
Flestir hérlendis sýndu þessu uppátæki Birgittu umburðarlyndi, þó víða um heim væri hún fordæmd. Brigittu þótti hins vegar afar skemmtilegt að komast í sviðsljósið.
Julian Assange stofnandi Wikileaks var sagður á árum áðum hafa verið harkari, og á Wikipedia segir: ,,Í undirheimum internetsins var hann þekktur undir heitinu mendax og var þekktur fyrir að geta skurkað sig inn á flóknustu öryggiskerfi heims. Ein af höfuðreglum hans, sem hann nefnir í bókinni Underground, var að skemma aldrei þau tölvukerfi sem hann brýst inn í." Nú segir Julian Assange að Wikileaks brjótist ekki inn í tölvukerfi.
Svo vill þó til að einn af fáum íslenskum samstarfsmönnum Wikileaks er barnungur strákur, sem hefur vakið athygli fyrir tölvuhark á Íslandi. Í raun er nú ekki mikill lagalegur munur að brjótast inn í tölvukerfi eða brjótast inn í hús.
Þegar Birgitta hafði starfað í allnokkurn tíma með Wikileaks vöktu samskipti þingkonunnar við þennan barnunga strák, sem m.a. hafði verið kallaður fyrir hjá yfirvöldum nokkra athygli. Voru þau viðeigandi? Varla var þingkonan að kenna barninu mannkynsögu.
Þessi samskipti urðu síðan enn umdeildari þegar njósnatölva fannst í Alþingishúsinu, á sömu hæð og þingmenn Hreyfingarinnar. Það er varla hægt að ásaka fólk fyrir að leggja saman tvo og tvo. Birgitta varð alveg orðlaus og vissi bara ekki nokkurn skapaðan hlut.
Það sem vekur ekki síður furðu að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir héldu málinu leyndu fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í rúmt ár! Hver var tilgangurinn með yfirhylmingunni?
Það er alls ekki hægt að saka fólk fyrir að um að fara sannfæringu sinni, en það eru takmörk hversu langt má gagna. Ég þykist sannfærður um að Birgitta óskar eftir að skipuð verði rannsóknarnefnd í njósnatölvumálinu og ég skora á hana að koma fram með tillögu um slíkt á Alþingi.
Nú er Birgitta aftur oðin orðlaus. Vegna þess að Ögmundur Jónasson fer eftir sannfæringu sinni. Hún telur að Ögmundur eigi að segja af sér, fyrir að Ögmundur telur að draga eigi ákæru á hendur Geirs Haarde til baka. Birgitta er að setja sig í dómarahlutverk yfir Ögmundi. Hún gæti þó orðið að fara úr því hlutverki ef og þegar njósnatölvumálið verður tekið fyrir.
![]() |
Frávísunartillaga lögð fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.1.2012 kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2012 | 23:01
Nýju föt keisaraynjunnar
Hún fór mikinn keisaraynjan í Kópavogi í síðasta minnihluta. Dyggilega studd af Baugsmiðlunum þá var hún verkfærið sem átti að taka þáverandi bæjarstjóra Gunnar Birgisson niður. Nánast vikulega kom hún með sprengjur, og skipti þá engu hvort eitthvað væri á bak við dæmið eða ekki. Mörgum gömlum krötum þótti nóg um athyglisþörf keisaraynjunnar. Í kosnigabaráttunni kom síðan ,,stóra útspilið" Kópavogsbrúin. Kópavogsbær átti að kaupa ókláraðar fasteignir, fá með sér ríki, lífeyrissjóði og alls kyns aðila, hvort ekki voru kvennfélög og kórafélög. Fullklára átti íbúðirnar og leigja þær síðan í einhvers konar félagslegum tilgangi. Þeir sem þekktu til á þessum markaði voru fljótir að sjá í gegnum lygavefinn. Keisaraynjan kom með fríðu föruneyti og tróð sér í alla fjölmiðla til þess að kynna ,,stóra útspilið". Hvar átti Kópavogur að fá ódýrt fjármagn, og hverjir ætluðu að selja ódýrt?
Elfur Logadóttir lögfræðingur og viðskiptafræðingur, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar sem var frambærilegasti frambjóðendiSamfylkingarinnar í síðustu kosningum gat ekki orða bundist þegar hún fór yfir málið og sá eins og aðir fagaðilar að hér var um lygavef að ræða. Þá setti Guðríður Arnardóttir Elfu í frystingu. Þar á bæ er ekki rúm fyrir rökræðu og fagleg vinnubrögð. Svar við gagnrýninni sem fram kom var:
,,Þetta er bara kosningaloforð"
Eins og hjá keisaranum eru föt úr lygavefnum til lítils gagns.
Kópavogur hefur ekki keypt eina einustu ókláraða íbúð,. Árlega hafa verið keyptar nokkrar íbúðir í félagslega kerfið, en nú færii en um langt árabil. Kópavogsbrúin hékk uppi á lyginni einni saman. Framganga Guðríðar í málefnum bæjarstjórans er í anda keisaraynjunnar. Jafnaðarmenn eiga betra skilið en að vera með svona forystumann, enda er hennar tími liðinn.
Skoðum ,, Stóru sprengjuna" loforð Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hafið þið heyrt þetta lið biðjast afsökunar?
![]() |
Aðilar hafa rætt saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.1.2012 | 23:44
Bæjarstjórastóllinn í Kópavogi - harmleikur í allt of mörgum þáttum.
Þeir sem áttu von á siðbót eftir hrun, verða að vera afar þolinmóðir. Það á víða eftir að taka til. Eftir bæjarstjórnarkosningarnar síðustu töpuðu bæði Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur. Sigurvegar kosninganna voru Næst besti flokkurinn og Kópavogslistinn. Það var ekkert óeðlilegt við það að næsti meirihluti væri skipaður minnihlutaflokkunum Samfylkingu og VG, auk Næst besta flokknum og Kópavogslistanum. Við myndun meirihluta kom mjög skýrt í ljós að Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar var með bæjarstjórastólinn efst á málefnalistanum, það svo að lengi vel leit út fyrir að ekkert yrði af samstarfinu. Það var Kópavogslistinn sem sagði alfarið nei og var ekki hnikað. Kópavogsbúar ættu að minnast þessarar stefnufestu. Hana ber að virða.
Ráðning Guðrúnar Pálsdóttur kom ekki endilaga á óvart. Glögg kona, og vel meinandi. Hún hafði starfað sem yfirmaður hjá bænum í rúmlega 20 ár, sem fjármálastjóri og síðar sem sviðstjóri menningar og fræðslusviðs. Það var hins vegar alveg ljóst að ráðning hennar gerðu einhverja starfsmenn bæjarins svekkta.
Þeir sem til þekkja töldu að Guðríður mæti Guðrúnu fyrst og fremst hlýðna, þar sem Guðrún væri svo kurteis. Þar misreiknaði Guðríður sig. Guðrún hefur eflaust neitað að sukka með Guðríði og þar með féll hún í ónáð. Guðríði til mikillar gleði missteig Guðrún sig með því að lána dóttur sinni bæjarstjórabílinn. Guðríður gat hins vegar ekki notfært sér þetta glapparskot og það getur hún alls ekki fyrirgefið.
Mannorð Guðrúnar er nú laskað. Hennar bíður að skýra alþjóð fra vinnubrögðum Guðríðar Arnardóttur. Þá mun Guðrún spila á Baugsmiðlana, en Guðríður er sérstök dekurróa þeirra, og bæjarstjóraefni. DV mun síðan eflaust fylgja á eftir og taka Guðrúnu niður. Guðríður reynir að telja fjömiðlum trú um að hún hafi bara alls engan áhuga á að verða bæjarstjóri. Það var bara tilviljun að nýlega fékk hún Ómar í Framsókn uppí. Það dugði bara ekki til. Nú eru bæði Kópavogslistinn og Næst besti flokkurinn harðákveðnir að það sé ekki verjandi að setja Guðríði í bæjarstjórastólinn. Helsta ástæðan er fyrir utan yfirgang, frekju og takmarkalausan egóisma, er að þeim þykir ekki viðeigandi að hafa bæjarstjóra sem hafi nef sem eigi það til að lengjast og skreppa saman í tíma og ótíma. Guðríður er sögð víst vera náskild Gosa nokkrum.
Bloggar | Breytt 17.1.2012 kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.1.2012 | 20:08
Fréttablaðið tekur til varna!
Það virðist mörgum vera hulin ráðgáta hvers vegna Jón Ásgeir Jóhannesson ákveður að eiga rúmlega helming allra fréttamiðla á Íslandi, og af hverju Ólafur Ragnar Grímsson ákveð að hafna fjölmiðlafrumvarðinu á sínum tíma og af hverju ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hafa ákveðið að leyfa Jóni Ásgeiri áfram að eiga þessa fjölmiðla eftir rannsóknarskýrsluna um hrunið kom fram.
Hér eftir kemur smá frétt úr Fréttablaðinu, sem gæti fengið einhverja af þeim sem ennþá hafa ekki græna glóru um hvað stendur til þess að sjá málið i nýju ljósi:
Krafa á hendur Jóni Ásgeiri reist á óljósri ábyrgð um skuggastjórnun
Slitastjórn Glitnis lítur svo á að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi beinlínis stýrt Lárusi Welding þegar Lárus var forstjóri bankans, en Jón Ásgeir hafði enga stöðu innan Glitnis á þeim tíma. Sérfræðingur í félagarétti segir engin lagaákvæði eða fordæmi séu í íslenskum rétti um skuggastjórnun.Í stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis og fyrrverandi stjórn bankans, eru raktar þær málsástæður sem slitastjórnin byggir kröfu sína á, en málið snýst um 15 milljarða króna víkjandi lán sem Glitnir veitti Baugi Group í desember 2007.
Skaðabótakrafa á hendur Jóni Ásgeiri er frábrugðin kröfu slitastjórnarinnar á hendur Lárusi og fyrrverandi stjórn Glitnis því ábyrgð þeirra er bundin í lögum um hlutafélög. Jón Ásgeir var hins vegar hvorki í stjórn né hafði stöðu innan bankans.
Meðal gagna í málinu eru tölvupóstar frá Jóni Ásgeiri til Lárusar, en Jón Ásgeir sendi m.a drög að lánasamningi milli Glitnis og Baugs Group í desember 2007.
Fullyrða að Lárusi og stjórn bankans hafi verið stýrt
Í stefnunni segir að Jón Ásgeir hafi mátt vita í desember 2007 að fjárhagur Baugs hafi verið með þeim hætti að bankinn ætti enga raunhæfa endurkröfumöguleika á hinu víkjandi láni á gjalddaga þess að 5 árum liðnum og að lánveitingin væri því í raun eins konar örlætisgerningur í þágu stefnda Jóns Ásgeirs og félaga hans. Með háttsemi sinni hafi hann því gerst meðábyrgur fyrir lánveitingunni til Baugs, ásamt framkvæmdastjóra og stjórn bankans.
Í þeim kafla stefnunnar er fjallar um bótaábyrgð Jóns Ásgeirs segir að hann hafi valdið Glitni fjártjóni með því að stýra þeirri ákvörðun Lárusar og stjórnar bankans að lána Baugi." Og að hann hafi í krafti stöðu sinnar sem stjórnarformaður FL Group beitt áhrifum sínum með ótilhlýðilegum hætti á framkvæmdastjóra og stjórnarmenn."
Með öðrum orðum er slitastjórn Glitnis þarna í raun að halda því fram að Jón Ásgeir hafi stýrt stjórn og forstjóra bankans, en hann hefur alfarið vísað því á bug. Meðal annars hefur hann bent á að lánveitingin til Baugs hafi verið ákvörðun stjórnar og samningsdrög sem hann hafi sent á Lárus í tölvupósti hafi mikið breyst í meðförum bankans.
Engin lagaákvæði eða skýr dómafordæmi
Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í félagarétti, segir að þarna sé um að ræða álitaefni um skuggastjórnun. Stefán segir að engin lagaheimild sé til í íslenskum rétti eða fordæmi séu fyrir því að hluthafi sem situr ekki í stjórn og hefur enga formlega stöðu innan hlutafélags sé gerður ábyrgur fyrir ákvörðunum stjórnenda.
Skylt fyrirbæri er fyrirbæri sem hefur verið kallað að lyfta hulunni af ábyrgð fyrirtækis" (e. "lifting the corporate veil"). Til er einn dómur þar sem eigandi fyrirtækisins TL Rúllna var samsamaður félaginu, en það er talið mjög frábrugðið því máli sem hér um ræðir.
Það eru engar beinir heimildir en hitt er annað mál að það er mikið rætt um þetta í fræðunum. Það hafa verið skrifaðar bækur á Norðurlöndunum um þetta atriði. Það má meðal annars benda á að menn hafa talið í vissum tilvikum að móðurfélag geti borið ábyrgð á aðgerðum dótturfélags. Þetta sem þú spyrð um, hin svokallaða skuggastjórnun, það er svona einu skrefi lengra ef svo má segja," segir Stefán Már.
Aðildarskortur er sýknuástæða í íslenskum rétti og verða dómstólar því að sýkna fallist þeir ekki á hina óljósu ábyrgð um skuggastjórnun.
Ef að íslenskir dómstólar tækju slíka kröfu til greina þá yrði hún sennilega byggð á því að þarna hafi farið fram svokölluð raunveruleg stjórnun. Þannig að viðkomandi aðili hafi í raun stjórnað félaginu, hvað sem það nú þýðir."
Stefán Már segir að ekki sé alveg ljóst hvað raunveruleg stjórnun feli í sér og það verði að meta sérstaklega í hvert og eitt sinn.
Stefna slitastjórnar Glitnis verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 2. febrúar næstkomandi. thorbjorn@stod2.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2012 | 22:36
Sorglegur grínisti!
Jón Gnarr var tekinn á beinið hjá Sigmari Guðmundssyni í Kastljósi. Ég er einn af þeim sem þykir vænt um Jón Garr og kann oft vel að meta húmór hans. Hef verið opinn fyrir hvað Jón hafði í huga að gera, því hann hefur mjög áhugaverðu fólki að skipa í sinni sveit. Þetta var hins vegar verulega ömurlegt. Sigmar spurði og Jón gat ekki svarað. Jón Gnarr svaraði út ú hött, aftur og aftur ekki vegna þess að hann væri fyndinn heldur vegna þess að hann ræður alls ekki við verkefnið. Að öllum líkindum er honum það ljóst nú , hafi honum ekki verið það áður.
Brandarinn gekk ekki upp í kvöld. Þetta var vandræðalegt, reyndar sorglegt. Það sem ég óttast að í kvöld hafi Jón ekki bara gert lítið úr borgarstjóraembættinu, heldur einnig grínistanum Jóni Gnarr. Gamanleikþættinum er lokið, hann fær enga stjörnu. Það hlógu engir, poppið hefði líka mátt vera betra.
Bloggar | Breytt 12.1.2012 kl. 06:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.1.2012 | 13:02
Flokkslausir jafnaðarmenn á Íslandi.
Fjórflokkakerfið sem ríkt hefur á Íslandi undanfarna áratugi, hefur ekki verið til staðar að ástæðulausu.
Við höfum verið með frjálslynda og íhaldsmenn í einum flokki Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn hefur með stefnu eins og stétt með stétt náð til 30-45% kjósenda.
Framsóknarflokkur er miðjuflokkur sem lagt hefur áherslu á landsbyggðina, bændur en í vaxandi mæli leitað á slóðir jafnaðarmanna og frjálslyndra. Hafa veirð með 10-20% fylgi.
Sósíalistar voru lengi vel sterkir, með Alþyðubandalagið gegnu til samstarf við jafnaðarmenn með stofnun Samfylkingarinnar, en átök bæði persónuleg en líka um stefnu leiddu til stofnunar VG. Vaxandi stuðningur við umhverfismál hérlendis, bjó til Vinstri græna. Áherslurnar eru hins vegar mestar á vinstri. Fylgið hefur verið um 10-20%
Jafnaðarmenn voru lengst af í Alþýðuflokki. Af mörgum ástæðum hafa jafnaðarmenn ekki náð eins miklum árangri hérlendi. Þeir hefur tekist m.a. ílla að ná til jafnaðarmanna á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Margir forráðamenn hafa því valið að taka hagsmuni höfðuborgarsvæðissins fram fyrir hagsmuni landsbyggðar. Af þessum sökum m.a. var Alþýðuflokkurinn sterkur á höfðuborgarsvæðinu og síðan að einhverju leiti á Akureyri. Við stofnun Samfylkingarinnar kom fyrsti formaðurinn frá Sósíalistum, síðan frá Kvennalista og nú aftur frá sósíalistum. Það sem verst er fyrir jafnaðarmenn að núverandi flokksforysta er að þurrka áhrif jafnaðarmanna út úr flokknum.
Eftir síðustu uppákomur í Samfylkingunni eru jafnaðarmenn heimilislausir. Einhver hluti þeirra mun eflaust ganga í Sjálfstæðisflokkinn, aðrir í Framsókn, en eftir stendur að heildin hefur engan vettvang. Ég sé ekki að nýju flokkarnir muni leysa þennan vanda. Reynslan hefur líka sýnt að smáflokkar hafa haft afar lítið erindi upp á dekk.
Það hlakkar eflaust í einhverjum við þessa stöðu, en það er misráðið. Hugmyndafræði jafnaðarmanna á sér hljómgrunn meðal margra Íslendinga. Margir hafa t.d. kynnst jafnaðarmennsku þegar þeir hafa búið á Norðurlöndunum eða annars staðar í Evrópu.
Þegar tillögu um landsfund Samfylkingarinnar var vísað til framkvæmdastjórnar fokksins, var verið að hafna nýjum landsfundi. Þeir sem skildu það á annan hátt eru annað hvort byrjendur í pólitík eða félagsmálum, eða þeir voru að skemmta skrattanum.
Það er erfitt að sjá að jafnaðarmenn nái vopnum sínum t.d. með Guðmundi Steingrímssyni og Besta flokknum. Líklegast verður að telja að annað hvort verði Alþýðuflokkurinn endurvakinn, eða nýr flokkur eins og Jafnaðarmannaflokkurinn verði stofnaður. Hvað sem skammtímahagsmuni varðar þá núverandi staða ekki íslenskum stjórnmálum til góðs. Margir úr forystu VG sjá fyrir sér að með núverandi stöðu muni flokkurinn ná yfirburðastöðu á vinstri vængnum og þar með samkeppnina við jafnaðarmenn. Það verður aldrei varanleg staða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2012 | 19:18
Cameron fékk hugmyndina frá Íslandi
Ef ég man rétt þá var það Davíð Oddson sem labbaði sér niður í Kaupþingbanka og tók út sitt fé þegar ofurlaunin voru sett á. Þá voru allir í stjórnarandstöðu á móti Davíð, og því var það algjörlega rangt hjá honum að taka út sparnað sinn. Fréttablaðið, Stöð 2, DV og aðrir Baugsmiðlar voru að sjálfsögðu á móti þessum aðgerðum forsætisráðherrans. Hver voru viðbrögð Egils Helgasonar, Sigurjóns Egilssonar, Gunnars Smára Egilssonar, Hallgríms Helgasonar, Eiríks Bergmanns, og Hallgríms Helgasonar?
Nú eru bankarnir byrjaðir aftur eins og í öðrum löndum og ekki fer Jóhanna Sigurðardóttir og tekur sinn sparnað út. Af hverju?
![]() |
Vill koma böndum á ofurlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10