Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkissins ,,grillaður" í Kastljósi?

Lífeyrissjóðirnir hafa legið undir miklu ámæli og ekki að ástæðulausu. Þeir töpuðu hunduðum milljarða í hruninu  og það mun bara koma niður  á lífeyrisréttinum landsmanna. Rangar ákvarðanir, þekkingarleysi og jafnvel spilling eru í umræðunni. 

 Hafa menn verið að bera ábyrgð?  Aðeins stjórnarmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar hefur verið stefnt og það fyrir að hafa sennilega farið á svig við reglur, en þar með bjargað umtalsverðum fjármunum sem annars hefðu glatast í bankahruninu. Ef stjórnarmennirnir hefðu með aðgerðum sínum skaðað lífeyrissjóðinn eða Kóavogsbæ hefði ég skilið ákæruna, en ekki miðað við þessar forsendur. 

Í kvöld skyldi taka á máli lífeyrssjóðanna, þegar Helgi Seljan féttamaður fékk Hauk Hafsteinsson framkvæmdastjóra LSR í þáttinn.  Í upphituninni mátti strax sjá hvert stefndi. Helgi setti á sig boxhanskana og átti hvert vindhöggið, eftir annað. Haukur sagði ferðir starfsmanna erlendis hefðu verið vinnuferðir en ekki boðsferðir. Það er vissulega sjónarmið. Ef verið er að lána í fjárfestingu t.d. erlendis væri það ábyrgðarleysi að skoða ekki viðkomandi dæmi. Þetta er sjónarmið, skoða verður þá hvert dæmi fyrir sig.  Ómarkvissum dylgjum var svarað á markvissan öruggan hátt. Í lokin sá ég ekkert í þættinum, sem gaf ástæðu til þess að fella dóm yfir Hauki Hafsteinssyni. Þvert á móti ber ég virðingu fyrir svona frammistöðu.

Það er hins vegar áæmlisvert að forráðamenn Kastljóss skuli ekki sjá sóma sinn í því að senda öflugan spyrill sem getur spurt fagspurninga í alvöru verkefni eins og þetta. Fyrir starfsmenn Kastljóss var frammistaðan verri niðurlæging en 7-1 tap Blakburn fyrir Arsenal um helgina. 


mbl.is Ekki tilefni til að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég hef þá trú að umræða um þessar vinnuferðir/mútuferðir séu svokölluð "smjörklípa" tel miklu meiri áhrifavald í fjárfestingum lífeyrissjóðanna hafa verið stjórnarseta og aðrir bitlingar sem stjórnarmönnum lífeyrissjóða og tengdra aðila bauðst við kaup á hlutabréfum.  Má þar nefna setu formanns VR í fyritækjum sem lífeyrissjóður VR fjárfesti í eins og Kaupþing.  Þar voru peningar félagsmanna notaðir til að kaupa aðstöðu til að verða yfirkyndari efnahagskýlisins.  Það má ekki heldur gleyma því að stjórnendur/eigendur fyrirtækja áttu sæti, jafnvel öll stjórnarsæti í lífeyrissjóðum og hefði verið afar fróðlegt að fá að vita hversu mörgum fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða þessar efnahagsblokkir eins og Exista og Baugur réðu. 

Það er alveg með ólíkindum hve lengi við eigendur sjóðanna höfum látið það viðgangast að launagreiðendur telji sig eiga tilkall til að ráðstafa ákveðnum hluta greiddra launa, held að það tíðkist hvergi annarsstaðar þessi framlenging á lénsskipulaginu að "höfðingjarnir" hafi ráðstöfunarrétt yfir eigum þegnanna.  Hélt það hafa aflagst með falli sambandsins.

Kjartan Sigurgeirsson, 7.2.2012 kl. 10:16

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Kjartan. Það er sannarlega kominn tími til að aflétta umfjöllunarbanninu sem ríkt hefur um lífeyrissjóðina. Viðbótarúttekt væri góð og síðan rannsókn á þeim þáttum sem gerðar hafa verið athguasemdir við.

Sigurður Þorsteinsson, 7.2.2012 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband