Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Stjarnan - KR

Fór á Stjörnuvöllinn í kvöld til þess að sjá Stjörnuna taka á móti KR. Stjarnan hefur verið að spila firnagóðan bolta á sama tíma og KR ingar hafa átt afar misjafna leiki. Átti von á jöfnum leik. Í byrjun átti Stjarnan heldur meira í leiknum en þeir leituðustu of mikið við að spila boltanum frá vörninni með löngum sendingum fram í stað þess að færa boltann upp í gegnum miðjumennina. KR ingar réðu vel við þetta og því var ekki mikil ógnun við mark KR. Á 31 mínútu er dæmd vítaspyrna á Bjarna markvörð Stjörnunnar, sem úr áhorfendastúkunni virkaði mjög vafasamur dómur. Eftir þetta var jafnræði með liðunum. Í síðari hálfleik hafði Stjarnan heldur undirtökin í leiknum, en KR ingar voru hættulegri í vítateignum. Á lokamínútu leiksins jafnaði Stjarnan eftir mikla pressu. Sjálfsagt sanngjörn úrslit. Spil Stjörnunnar olli mér örlitlum vonbrigðum. Of mikið af löngum sendingum í stað þess að láta boltann fljóta. Stjörnunni hefur farið mikið fram sem liði milli frá því í fyrra. Þá var liðið í ákveðnu basli með að fara upp, en nú er liðið sannarlega eitt af 3 bestu liðum deildarinnar. Þessi leikur var ekki einn af bestu leikjum liðsins í sumar. Það að ná jafntefli þegar lítið gengur upp, er styrkleikamerki. Daníel Laxdal er einn besti leikmaðurinn í Íslandsmótinu að þessu sinni, ótrúlega öruggur leikmaður. Það var hrein unun að sjá hvernig hann hirti boltann af Prinsinum trekk í trekk. Daníel er leikmaður sem er kominn í landsliðsgetu og hlýtur að fá tækifæri fyrr en seinna. Spilamennska Stjörnunnar hentaði hins vegar ekki leikmönnum eins og Ellert Hreinssyni sem sýndi snilldartakta á móti Val. Hjá KR fannst mér Björgúlfur oft sýna flotta takta. Í heildina finnst mér hins vegar KR liðið ekki að vera að sýna neinn topp fótbolta. Skókarleikur er allt of tilviljanakenndur og ekki sannfærandi. Það er eitthvað að hjá KR, félagið er of öflugt til þess að vera ekki með betra lið. Fótboltinn líður fyrir það.

Það var samt gaman á vellinum, mikið fjör, góð stemming. Sannarlega ferðarinnar virði.

 


mbl.is Tryggvi tryggði Stjörnunni stig á síðustu stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað árið erfitt

Reynslan sýnir að annað árið í efstu deild er alltaf erfitt. Nýliðarnir leggja sig yfirleitt alla fram í öllum leikjum, og liðin sem fyrir eru í deildinni hafa tilhneigingu til þess að vanmeta kjúklingana. Oft missa nýliðarnir síðan leikmenn á öðru ári, annað hvort vegna þess að reyndir leikmenn ákveða að leggja skóna á hilluna, eftir velheppnað fyrsta ár í deildinni eða góðir leikmenn eru uppgötvaðir og fara til annarra liða. Þeir sem eftir eru ofmeta síðan stöðuna og leggja sig ekki nægjanlega fram.

Eitthvað vill þetta passa við Fjölni í ár, sem komu á óvart á síðasta ári. Þar við bætist að meiðsli eru að há Fjölnisliðið. Vönduð uppbygging innan Fjölnis er að skila sér upp í meistaraflokk, og má búast við því að nokkrir ungir leikmenn bætist í meistaraflokkshópinn þegar líða tekur á sumarið. Ásmundur þjálfari er kominn með talsverða reynslu, hann mun halda haus.  Þrátt fyrir að þetta líti ekki sérlega vel út í augnablikinu, hef ég trú á að liðið styrkist þegar líða tekur á sumarið.

Skemmtilegt að sjá kraftinn í Fylkisliðinu. Það vantar yfirleitt ekki baráttuna í liðin hans Ólafs Þórðarsonar. Það var einmitt sem vantaði hjá Fylki. Réttur maður á réttum tíma á réttum stað.


mbl.is Góður útisigur Fylkis í Grafarvogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður leiksins

Maður þessa leiks var Gunnleifur Gunnleifsson. Heilsteyptur karakter í markinu. Að öðrum ólöstuðum yfirburðarmarkamður í íslenskum fótbolta. Nú er bara fyrir þá Ólaf og Pétur að kíkja á upptökur af leikjum HK og boða Gunnleif í næsta lansleik gegn Hollendingum.
mbl.is Atli tryggði KR-ingum sigur á HK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökrétt val

Breiðablik missti nýlega Grétu Mjöll Samúelsdóttur út úr liði sínu, og Sara Björk Gunnarsdóttir passar vel inn í það skarð. Það hefði verið erfitt að komast í Valsliðið og það er eitthvað að hjá KR, sem ég veit ekki hvað er. A.m.k. er þjálfarinn góður. Einhverjir prímadonnustælar, sem hafa t.d. hjálpað til að KR tapaði síðasta leik. Sara Björk Gunnarsdóttir er einn skemmtilegasti leikmaður í kvennaboltanum sem ég hef séð lengi.
mbl.is Sara valdi Breiðablik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti dugað

HK er með marga stórefnilega leikmenn. Gunnleifur markmaður er í sérklassa, en annars finnst mér tilfinnanlega vanta þroska í þetta lið. Hafði á tilfinningunni að liðið héldi að þeir gætu tekið þetta með annarri eftir frábæran árangur í fyrra. Vonandi er sú firra komin út af borðinu. Rúnar Sigmundsson þjálfari, er "vel upp alinn" sem leikmaður og gæti komið sínum mönnum á skrið. Hef meiri trú á HK en Skaganum nú. Mikilvægt er að þeir leikmenn sem til staðar eru leggi allt í leikinn á móti Fram, og bæti síðan þessum leikmönnum við. Það vesta væri að á leiknum í kvöld settust menn á bekkinn í biðstofunni, eftir að þessir tveir kæmu og björguðu dæminu. Þessu dæmi verða allir að taka á, útlendingarnir tveir eiga bara að vera viðbót í hópinn.  
mbl.is HK fær tvo varnarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5 ára samningur

KR ingar hafa tekið upp að reyna að gera langa samninga við leikmenn. Hvað þýðir það? Jú, leikmennirnir eru lengur bundnir. Yfirráð félagsins er meiri yfir leikmanninum. Af hverju ekki 10 ára samningur, eða 20 ára. Verða allir leikmannasamningar 5 ára í framtíðinni, eða verða sett mörk á þessa samninga. Get ímyndað mér að mörgum Skagamanninum sárni þessi langi samningur. Varla hefur það verið markmiðið hjá KR.
mbl.is Bjarni genginn í raðir KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir keyptu bekkinn!!

Sagan segir að umboðsmaðurinn hafi komið eftir leik og boðið í bekkinn. Tilboð var ótrúlega gott. Hins vegar átti Kópavogskaupstaður þennan bekk og hann vildi Kópavogsbær ekki selja. Enda hluti af mjög dýru mannvirki. Þá buðust Blikar að ná í gamlan bekk niður í geymslu og settust varamennirnir á hann umboðsmanninum til mikillar ánægju, hann hækkaði tilboð sitt umtalsvert. Síðan var útbúinn samningur og fer bekkurinn út með Eimskip til Svíþjóðar eftir helgina.  Tounge Prince Rajcomar og hinir leikmennirnir munu spila áfram með Breiðablik. Eftirmálar þessa máls, eru að í ljós hefur komið að Blikar áttu ekki bekkinn, heldur Kópavogsbær. Blikar fá hins vegar hluti söluvirðisins, sem er bara gott. Stærsti hlutinn fer í Bæjarsjóð, sem stendur þá betur að vígi. Strax í gær var farið að undirbúa varanlegt slitlag við Vatnsendann, þannig að þetta kemur okkur Kópavogsbúum til góða. Wink Skyldi Gunnar standa á bak við þetta?

 


mbl.is Fulltrúi Örebro sá Prince bara á bekknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í íslenska landsliðið

Er það Scott Ramsey ekki íslenskur ríkisborgari? Er hann ekki gjaldgengur í íslenska landsliðið? Þessi leikmaður myndi styrkja landsliðið umtalsvert. Hann hefur komið til baka í fótboltann, eftir erfiða lífsreynslu og gert það með þeim hætti að mikill sómi er að. Einn af bestu leikmönnum í deildinni og það væri sannarlega gaman að sjá hann í landsliðstreyjunni. Eitt er víst, hann gæfist ekki upp!!!
mbl.is Orri: „Scotty sýndi hvers hann er megnugur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband