Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Klassalið

Blikar geta verið stoltir yfir frammistöðu liðsins í UEFA keppninni í ár. Tap með einu marki á útivelli og síðan einnig á heimavelli gegn Motherwell er glæsileg frammistaða. Menn geta auðvitað verið svekktir að hafa ekki nýtt ákjósanleg færi, en þess þá heldur ættu menn að vera ánægðir með frammistöðuna. Ef gagnrýna ætti eitthvað í leiknum í kvöld var að liðið hefði mátt halda boltanum betur á fremsta þriðjungi vallarins, í stað þess að stinga inn. Frammistaða Breiðabliks gerði mann stoltan yfir þeirri uppbygginu sem verið er að vinna.

Mér fannst fyrir leik að stuðningsmenn töluðu um það sem sjálfsagðan hlut að Breiðablik færi áfram. Að mínu mati er þetta óraunsæ beinlínis skaðleg krafa. Breiðablik er með mjög gott áhugamannalið, sem byggt er ungum leikmönnum. Með aukinni reynslu getur liðið komist á næsta stig og farið að ögra atvinnumannaliðum á góðum degi. Breiðablik er ekki komið í getu sambærilega og Barcelona, en er á leiðinni upp. Wink


mbl.is Blikar úr leik eftir annað tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logi farinn - Rúnar tekur við.

Það hefur legið nokkuð lengi í loftinu að farið var að hitna undir Loga. Það hefur verið sagt um KR að þar hafi óþolinmæðin ráðið ríkjum, en það hefur ekki gilt í ár. Logi hefur náð athyglisverðum árangri í Vesturbænum og það má finna bæði virðingu og þakklæti þegar hann hættir störfum. Gengi KR er hins vegar í ár er hins vegar alls ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Mannskapurinn er afar góður, umgjörðin gerist vart betri, en spilamennskan ekki góð, og ekki á uppleið. Efnasambandið gekk hreinlega ekki upp. Logi er með skemmtilegustu mönnum, en nú var  meira að segja léttleikinn farinn.

Rúnar sem tekur við var einn okkar besti landsliðsmaður í fjölda ára. flinkur og útsjónarsamur leikmaður. Það verur hins vegar að koma í ljós hvort þeir hæfileikar nýtast við að byggja liðið upp. Rúnar verður ekki einn. Pétur Pétursson hefur  sýnt að hann er afburðarþjálfari. Hann mætir til þess að byggja upp. 

Áður hefur Luka Kostic verið látinn taka pokann sinn, það hefur ekki skilað sér sem skyld, enn sem komið er. Það þarf ekki mikið að gerst í þessari deild, þar til að fleiri þjálfarar finni stólana sína hitna.


mbl.is Loga sagt upp hjá KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spáin var 4-0

Leikurinn í kvöld var leikur kattarins að músinni. Bæði lið eiga hólf í hjarta mínu, en fyrir mér var engin spurning um úrslit. Breiðablik er með léttleikandi, baráttuglatt lið sem er á bullandi uppleið. Stjarnan er með marga mjög góða leikmenn, en ,,Fram aðferðin" var ekki að vika á móti Blikum. ,,Fram aðferðin" hefur ekkert með úrvalsliðið Fram að gera, heldur snýst um það að þegar Stjarnan nær knettinum þá er boltanum sparkað fram. Þar tóku Blikar á móti boltanum og hófu nýja sókn. Ef Stjörnumen náðu boltanum héldu þeir boltanum í 10-20 sekúndur og þá hófu Blikar næstu sókn.

Til þess að veikja lið Stjörnunnar meiddist Ellert Hreinsson og þar með fór mesta ógnunin úr liði Stjörnunnar.  Marel Baldvinsson var ekki á skýrslu, sennilega meiddur og ég saknaði Baldvins Sturlusonar sem hefur verið mjög öflugur í bakverðinum. Þá var Birgir Birgisson ekki í liðinu að vanda, en hann styrkti þó hópinn með því að vera á bekknum.

Blikar spiluðu eins og englar. Þó Alfreð Finnbogason hafi verið þeirra besti maður, var allt liðið feiknargott. Það er meistarabragur á liðinu. Það eru tveir afar erfiðir leikir framundan á móti Fram og Keflavík og yfir þær hindranir verður liðið að komast. 

Þó Stjarnan hafi tapað stórt í kvöld er Stjarnan með allt of góðan mannskap til þess að fara neitt í fallbaráttu. Liðið verður hins vegar að aga leik sinn, og spila boltanum ef þeir ætla sér að færa sig upp töfluna. Það geta þeir hæglega gert.

Fyrir þennan leik spáði ég 4-0 sem gekk eftir. 


mbl.is Alfreð með þrennu í 4:0 sigri Breiðabliks á Stjörnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnrýnifælni?

Það var komið að leik Stjörnunnar og IBV. Við komum okkur vel fyrir, og virtum fyrir okkur fagurgrænan völlinn. Hann er alltaf grænn völlurinn í Garðabænum, líka á veturna, á honum er þetta fallega gervigras. Hvað sem hver segir er ég ánægður með grasið í Garðabænum. Við hlið mér settist gamall og góður Stjörnumaður, sem ég hafði ekki hitt í ein 10 ár. Hvernig spáir þú þessu, sagði hann kampakátur við mig. 0-2 eða 1-3 sagði ég. Á til að giska rétt á óvænt úrslit. Var neyddur til að reyna að rökstyðja þessa óvæntu spá mína. Við spilum með því að fara mjög hratt fram, og þá oft sleppa miðjunni. Slíkur bolti hentar IBV og þeir munu eiga auðvelt að stöðva sóknir okkar. 

Það voru ekki margar mínútur þar til boltinn lág í netinu hjá okkur. 

,, Nú færa þeir sig aðeins aftar og okkar spilaðferð er mjög slök í þeirri stöðu." sagði ég. 

,,Það er eins og þú sért á móti Stjörnunni" sagð sessunautur minn. 

,, Nei ég er með Stjörnunni, en á móti leikaðferðinni" sagði ég

,, Þú gagnrýnir okkur opinberlega" sagði sessunauturinn

,,Er einhver vettvangur til þess að gagnrýna leikaðferð innanfélags"? spurði ég

Vandræðaleg þögn. 

,, Það á ekki að gagnrýna félagið sitt opinberlega" sagði sessunautur minn

,, Þú vilt Samfylkingaraðferðina", sagði ég

,, Allt lýðræðislegt og opið, fyrir lokuðum dyrum" 

Leikurinn þróaðist eins og ég átti von á, ekkert miðjuspil, langar sendingar fram. Eina þróunin er að nú eru sendingar fram ekki í 5-7 metra hæð, heldur leitast við að hafa þær neðar. 

,,Við spilum stundum eins og Brasilíumenn eða Hollendingar" sagði sessunautur minn. 

,, Við spilum hvorki eins og Brasilíumenn og því síður eins og Hollendingar. Hins vegar spilum við ekki á ósvipaðan hátt og mörg lið í Heimsmeistarakeppninni. Þessi spilamennska mun aldrei skila okkur ofar en 5-6 sæti. Getur verið skemmtilegt á góðum degi, en án miðjuspils verðum við ekki í toppbaráttu".

,, Ertu á móti þjálfaranum" spurði sessunauturinn. 

,, Alls ekki" sagði ég, en hann lætur spila bolta sem ég er ekki hrifnastur af. 

,, En þú gagnrýnir hann" sagði sessunauturinn um leið og Eyjamenn bættu við marki. 

,, Held að það sé ekki gott að vera haldinn gagnrýnifælni, en ég gleðst þegar vel gengur"

Eyjamenn unnu sanngjarnan sigur. Gamli karakterinn er kominn í Eyjaliðið. Gaman að sjá Marel Baldvinsson inn í Stjörnuliðinu, með því að fá Birgi Birgisson inn á miðjuna er hægt að fá upp bolta sem skilaði okkur fleiri stigum. Til þess þarf hann a.m.k. að komast á bekkinn. 

 


mbl.is Eyjamenn efstir eftir sigur á Stjörnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórtap verðandi Íslandsmeistara?

Skrapp á Stjörnuvöllinn í kvöld og sá Stjörnuna rústa Keflavíkurliðinu 4-0. Þessi leikur tapaðist Keflvíkingum í gærkvöldi, en hugarfar í leik mótast oftast deginum áður. Leikmenn Stjörnunnar léku á útopnu allan leikinn, en leikmenn Keflavíkur ekki. Mismunurinn er fjögur mörk. Stemmingin á Stjörnuvellinum var hreint með ólíkindum góð og skemmtileg svo og  öll umgjörð. Halldór Björnsson leikmaður Stjörnunnar fannst sem þeir spiluðu sambabolta, sem sennilega stafar af einhverjum misskilningi. Lið Brasilíu er það lið sem oftast er kennt við sambabolta og þá gengur boltinn oft með einni eða tveimur sendingum innan liðs. Það vantar tilfinnanlega innan Stjörnuliðsins. Ég sakna Birgis Birgissonar í Stjörnuliðið, en hann heldur vel bolta, og getur látið hann fljóta, auk þess sem Ellert Hreinsson á eftir að styrkja sóknarleikinn. Halldór, Steinþór og Daníel voru að mínu mati mjög góðir. Þá voru tveir nýliðar Hilmar Þór og Baldvin Sturluson stórgóðir.

Keflavíkurliðið sem hafa alla burði til þess að verða Íslandsmeistarar ættu að láta þennan leik verða víti til varnaðar. Ef rétt hugarfar er ekki með í fartaskinu, er hægt að tapa fyrir hvaða liði sem er. 


mbl.is Stjarnan rúllaði yfir toppliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð fyrirsjáanlegt

Það þurfti engan stórsnilling til þess að finna út að Kristján Guðmundsson yrði ekki áfram þjálfari Keflavíkurliðsins. Kristján tók óvænt við sem aðalþjálfari hjá Keflavík 2005 þegar Guðjón Þórðarson yfirgaf liðið. Undir stjórn Kristjáns náði liðið mjög athyglisverðum árangri og 2008 var liðið komið með aðra höndina á Íslandsmeistarabikarinn, en tókst með ólíkindum að klúðra dæminu á lokasprettinum. Gengið í ár hefur verið langt undir væntingum, með góðan mannskap. Það liggur einhvernvegin beinast við að Willum Þórsson taki við. Leikstíll Willums ætti að henta vel í Keflavík og það kæmi manni ekki á óvart að Keflavík landaði einhverjum bikar á næsta ári.

Kristján hefur sannað sig sem þjálfari og kæmi ekki á óvart að hann endaði á Selfossi á komandi tímabili.


mbl.is Kristján ekki áfram með Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voða hissa?

Stjörnunni var spáð niður á þessu ári. Það er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem nýliðar koma á óvart í úrvalsdeildinni. Nægir að minna á gengi Fjölnismanna á síðasta ári. Sem gömlum félaga fagnaði ég gengi liðsins framan af, en óttaðist einnig að spilamennskan gæti orðið brothætt þegar líða tók á. Það varð og raunin. Liðið spilaði frekar aftarlega á vellinum, en tók síðan hraðar sóknir fram og þá oft með löngum sendingum. Lið sem þekkja svona spilamennsku, eiga að geta varist henni tiltölulega auðveldlega. Í 10 leikjum í seinni umferð hefur Stjarnan náð einum sigri og tveimur jafnteflum. Það getur nú varla talist ásættanleg niðurstaða. Í fyrri umferðinni sáust oft skemmtileg tilþrif hjá liðinu, en þeim hefur fækkað umtalsvert í þeirri seinni. Í tveimur leikjum sumarsins hefur liðið fengið á sig 7 mörk, sem er nægjanlegt til þess að skoða málið mjög vel fyrir næsta tímabil.  

KR liðið hefur hins vegar verið á uppleið og getur verið ánægt með þetta sumar.


mbl.is Logi Ólafsson: Góður sóknarleikur skilaði sjö mörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölnir í 1 deild

Það hefur nú legið nokkuð ljóst fyrir í allnokkurn tíma að það yrði hlutskipti Fjölnis að fylgja Þrótti niður. Fjölnir missti nokkra leikmenn fyrir þetta tímabil eftir gott gengi á 1 ári í úrvalsdeildinni. Annað árið er alltaf erfitt, og það fékk Fjölnir að finna fyrir í ár. Liðið var á tímabili ekki lakara en lið IBV og Grindavíkur, en þá vantaði þá reynslu sem með þurfti. Þegar líða tók á þetta tímabil fóru leikmenn að safna óþarfa spjöldum, sem oft einkennir lið sem ekki halda haus. Annað sem vekur athygli er hversu fáir uppaldir Fjölnismenn voru í liðinu. Félagið á t.d. mjög góðan 2 flokk sem lítið var nýttur upp í meistaraflokk. Þrjá leikmenn sem spilað hafa í drengja og unglingalandsliðunum sem sáralítið eða ekki hafa verið nýttir. Þetta kallar á skýrari stefnumörkun í félaginu. Yngri flokkar félagsins hafa verið að gera góða hluti og miðað við núverandi efnahagsástand, þá verða félög að byggja markvisst á eigin uppbyggingu. Reikna má með að dvöl Fjölnis verði stutt í 1 deildinni, spái þeim beint upp aftur.
mbl.is Fjölnismenn fallnir eftir tap gegn Fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök Ásmundar

Annað árið er alltaf erfitt í Úrvalsdeild, þá reynir mikið á þjálfara. Eitt af því sem gerist er að leikmenn hafa tilhneigingu til þess að missa stjórn á skapi sínu. Það er einmitt eitt af hlutverkum þjálfara liða í fallbaráttu að sjá til þess  að leikmenn haldi haus. Í undanförnum leikjum hafa leikmenn Fjölnis ítrekað verið að fá á sig spjöld að óþörfu. Ef fram heldur sem horfir mun Fjölnir sogast niður í erfiða fallbaráttu. Ábyrgðin er fyrst og fremst þjálfarans. Lið Þróttar er svo arfaslakt að það er nánast kæruleysi sem þarf til, ef tapa á stigi til liðsins.


mbl.is Afmælisbarnið fagnaði sigri gegn Fjölni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægur sigur

Fjölnir náði mikilvægum sigri á móti Stjörnunni í kvöld. Með því kemst Fjölnir upp fyrir bæði Grindavík og IBV á stigatöflunni í fallbaráttunni. Mikilvægur sigur. Fjölnir sem stóð sig svo vel á sínu fyrsta ári í deildinni í fyrra hefur verið að hiksta. Það er hins vegar alþekkt, því annað árið hefur reynst mörgum félögum dýrkeypt. Fjölnir missti mikilvæga menn en fékk lítið í staðinn sem gerði verkið erfiðara. Félagið á þó mjög frambærilegan annan flokk sem gæti komið að góðum notum þegar líða fer á mótið. Bæði IBV og Grindavík hafa verið að sýna miklar framfarir og því verður baráttan hörð hjá Fjölnismönnum. Feiknarefnilegur leikmaður Fjölnis Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn á í lokin. Verður gaman að sjá hvernig hann kemur út þegar líða fer á mótið.

Þetta tap kemur hins vegar nokkuð á óvart hjá Stjörnumönnum sem hafa verið að spila hörkugóðan bolta í sumar. Að vísu eru mikilvægir menn meiddir Steinþór Freyr Þorsteinsson sem hefur verið að spila hörkubolta í sumar, Arnar Már markakóngur og Tryggvi Sveinn. Tapið kemur þó ekki í veg fyrir að allt útlit er fyrir að Stjarnan verði í baráttunni í efri kanti deildarinnar.Slæmt að Halldór Orri skyldi fá rautt svona í blálokin. Halldór er allt of góður leikmaður til þess að missa sig á þennan hátt.  Ungur leikmaður Heiðar Emilsson kom inn á í blálokin. Leikmaður sem hefur alla burði til þess að láta til sín taka í framtíðinni. Tíminn sem hann fékk nú er allt of lítill til þess að sýna nokkuð. Annars á Stjarnan hörku góðan annan flokk, sem Bjarni Jóhannsson mætti gjarnan líta meira til, því það verður aldrei uppbygging í félögum til lengri tíma, nema yngri leikmenn fái markvisst tækifæri.


mbl.is Fjölnir hafði betur gegn Stjörnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband