Þjóðarsátt

Er kominn tími fyrir þjóðarsátt um meðferð þeirra sem eru í greiðsluerfiðleikum? Til þess að svo gerist þarf að setja fjármagn í dæmið. Það þarf líka ráðgjöf. Það þarf samstarf allra sem að borðinu koma til þess að ná lausn. Frá byrjun þarf hins vegar að vera alveg ljóst að staða einhverra er þannig að ekki verður hægt að bjarga dæminu. Í einhverjum tilfellum er um hreina óráðsíu að ræða. Þeim verður vart bjargað, og þó að það yrði gert, kæmu þeir aftur, og aftur og aftur. Þetta þarf að vera eitt af verkefnum ríkisstjórnarinnar, launþegahreyfingunni og lánastofnana. Ef ríkisstjórnin er að koma á móts við bankana með aðgerðum sínum, er hægt að gera kröfu á móti að þeir sýni meiri sveigjanleika. Þar til viðbótar þarf raunverulega ráðgjöf.
mbl.is Bankar slaki á kröfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grafalvarlegt mál

Samdrátturinn mun sannarlega koma við marga. Unga fólkið mun að öllum líkindum lenda illa í þessu dæmi. Fyrir 25 árum var ég fenginn að Húsnæðisstofnun ríkisins, sem er forveri Íbúðalánasjóðs. Í undirbúningi var lánaflokkur hjá Húsnæðisstofnun sem var kallaður greiðsluerfiðleikalán. Yfirmaður ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar var Grétar J. Guðmundsson verkfræðingur, ef ég þekki til, núverandi blaðamaður á Mbl. Afbragðsmaður. Reiknað var með að þessi starfsemi væri tímabundin og stóð til að ég yrði þarna í um 3 mánuði, en endaði í hátt í þriðja ár. Þetta var einhver skelfilegasta vinna sem ég hef tekið að mér í gegnum tíðina. Við vorum spurðir hvernig við héldum geðheilsu, Grétar spilaði á píanó, og ég þjálfaði fótbolta. Fram á kvöld og um helgar var farið yfir skelfilega stöðu margra einstaklinga, en lán urðu til þess að hjálpa mörgum til þess að halda eignum. Auðvitað voru einhverjir sem misnotuðu lánaflokkinn, en í heild var afbragðsvel staðið að málum. Settar voru reglur um hvernig lána skyldi og staðið var við þær reglur býsna vel. Félagsmálaráðherra á þessum tíma var Jóhanna Sigurðardóttir, sú sama og nú situr í ráðuneytinu. Fyrir kom að óánægðir viðskiptavinir leituðu til Jóhönnu og þá voru mál tekin upp, nánast alltaf stóð fyrri niðurstaða. Jóhanna fær hæstu einkunn mína fyrir samstarfið. Alltaf var hún fagleg, alltaf sjálfri sér samkvæm. Oft var hún gagnrýnd t.d. í slagnum við Jón Baldvin. Það má vel vega að hún hafi ekki alltaf verið auðveld í samstarfi í ríkisstjórn, en sem yfirmaður þessa málaflokks, kom hún sem mikil hugsjónakona, sem aldrei breytti ráðherravaldi sínu til að mismuna þegnunum.

Síðar kynntist ég konu minni, sem er menntaður heimilisrekstarfræðingur. Lærð í Þýskalandi til þess að kenna Þjóðverjum að spara. Þá skildi ég hvað okkur vantaði inn í ráðgjafastofuna forðum.

 Það er mikilvægt að ríkisstjórnin skoði þennan málaflokk vel. Það væri betra að gengið yrði í málin fyrr en seinna. Sundraðar fjölskyldur, uppgjöf er meðal þess sem við kynntumst á þessum árum. Enn í dag er að koma til mín fólks sem hefur sögu að segja frá samskipum við ráðgjafastöð Húsnæðisstofnunar á þessum árum og þakka fyrir.


mbl.is „Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. maí 2008

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband