„Bankarnir þöndu húsnæðismarkaðinn“

Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasala segir Seðlabankann hafa ráðist að rótum fasteignamarkaðarins með spá sinni um 30 prósenta raunlækkun fasteignaverðs. Hún telur jafnframt að 90% lán Íbúðalánasjóðs hafi ekki orsakað þenslu á markaðnum síðustu ár, heldur bankarnir.

Nú hef ég aldrei tekið mark á því þegar fréttamenn eiga viðtöl við formenn Félags fasteignasala. Fasteignasalar hafa mikla hagsmuni af því að verð á fasteignum haldist hátt og sala haldi áfram. Samdráttur á markaði þýðir launatap fasteignasala. Þegar Ingibjörg fullyrðir að þeir sem hafi skoðað markaðinn viti að 90% lán Íbúðalánasjóðs hafi ekki orsakað þenslu á markaðinum, slær út í fyrir henni. Hún er fyrsta manneskjan sem ég hef heyrt halda þessari kenningu fram. Fjölmiðlamenn verða hafa getu og dug til þess að taka fulltrúa hagsmunasamtaka á beinið þegar þeir bulla fyrir framan alþjóð. Svar bankanna við hækkun Íbúðalánasjóðs er vissulega ámælisverð, en það er hafið yfir allan vafa að hækkunin hafði mikil og slæm áhrif.


Bloggfærslur 3. maí 2008

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband