Fellur á Silfrið

Það hafa oft komið góðir punktar í Silfri Egils. Hann kom með ný vinnubrögð inn í íslenska fjölmiðlun. Það voru ekki bara viðhorf stjórnvalda sem réðu för, heldur máttu mismunandi sjónarmið koma fram. Þar með var Silfur Egils gott aðhald að stjórnarherrunum. Því verður ekki neitað að mér fannst Egill oft vera frekar slakur á síðasta vetri, sérstakalega þegar hann taldi það hlutverk sitt að sína fram á að hann hafi jú bent á hætturnar á hruninu, og stjórnvöld hefðu átt að hlusta á hann. Þá gerði ég mér grein fyrir að Egill var fallinn í sömu gildru og margir sem hafa verið við stjórnvöldin of lengi.

Í haust hef ég oft valið að lesa eitthvað skemmtilegt fremur en að horfa á Silfur Egils. Valdi þó að hlusta á vettvang dagsins í dag með Merði Árnasyni, Þór Saari, Unni Brá Konráðsdóttur og Baldri Kristjánssyni. Egill Helgason hefur oft verið talinn vera hallur undir Samfylkinguna hefur legið undir ámæli fyrir að velja jábræður sína í þáttinn. Hafi hann ætlað sér að ögra þeim sem hafa haft þessa gagnrýni, tókst honum það afar vel. Mörður, Þór, Baldur og Egill voru eins og á sellufundi í Samfylkingunni. Áhugaverðasta innleggið var frá Baldri Kristjánssyni, sem sagði stjórnmálaflokkana óhæfa til þess að taka á verkefnum líðandi stundar, en undanskyldi Samfylkinguna. Taldi það helsta veikleika stjórnmálaflokkana að innan þeirra hefðu fólk mismunandi skoðanir. Með fjölbreyttri skoðanaflóru líktust stjórnmálaflokkarnir trúflokkum. Undir þetta tók Egill!!!!

Ég legg til að Egill Helgason fari með aðdáanda sínum Baldri Kristjánssyni, á byrjendanámskeið um lýðræði. Dýrkunin á SKOÐUNINNI, einu sönnu er aðal inntak alræðisflokka.


Bloggfærslur 25. október 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband