Fellur á Silfrið

Það hafa oft komið góðir punktar í Silfri Egils. Hann kom með ný vinnubrögð inn í íslenska fjölmiðlun. Það voru ekki bara viðhorf stjórnvalda sem réðu för, heldur máttu mismunandi sjónarmið koma fram. Þar með var Silfur Egils gott aðhald að stjórnarherrunum. Því verður ekki neitað að mér fannst Egill oft vera frekar slakur á síðasta vetri, sérstakalega þegar hann taldi það hlutverk sitt að sína fram á að hann hafi jú bent á hætturnar á hruninu, og stjórnvöld hefðu átt að hlusta á hann. Þá gerði ég mér grein fyrir að Egill var fallinn í sömu gildru og margir sem hafa verið við stjórnvöldin of lengi.

Í haust hef ég oft valið að lesa eitthvað skemmtilegt fremur en að horfa á Silfur Egils. Valdi þó að hlusta á vettvang dagsins í dag með Merði Árnasyni, Þór Saari, Unni Brá Konráðsdóttur og Baldri Kristjánssyni. Egill Helgason hefur oft verið talinn vera hallur undir Samfylkinguna hefur legið undir ámæli fyrir að velja jábræður sína í þáttinn. Hafi hann ætlað sér að ögra þeim sem hafa haft þessa gagnrýni, tókst honum það afar vel. Mörður, Þór, Baldur og Egill voru eins og á sellufundi í Samfylkingunni. Áhugaverðasta innleggið var frá Baldri Kristjánssyni, sem sagði stjórnmálaflokkana óhæfa til þess að taka á verkefnum líðandi stundar, en undanskyldi Samfylkinguna. Taldi það helsta veikleika stjórnmálaflokkana að innan þeirra hefðu fólk mismunandi skoðanir. Með fjölbreyttri skoðanaflóru líktust stjórnmálaflokkarnir trúflokkum. Undir þetta tók Egill!!!!

Ég legg til að Egill Helgason fari með aðdáanda sínum Baldri Kristjánssyni, á byrjendanámskeið um lýðræði. Dýrkunin á SKOÐUNINNI, einu sönnu er aðal inntak alræðisflokka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes S Guðbjörnsson

Væri brotajárn ekki betra heiti á þættinum.

Jóhannes S Guðbjörnsson, 26.10.2009 kl. 00:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Séra Baldur sýndi fádæma hroka og yfirlæti í þættinum og dæmdi á báða bóga eins og hann einn hefði valdið.  Þetta var ótrúleg samkunda þarna. Eini tæri og yfirvegaði tónninn þarna var hjá Saari og ekki hef ég eytt orðum í að mæra þann mann áður. Unnur varði álið áþeim forsendum að það þyrfti erlenda fjárfestingu inn í landið, en síðar í þættinum kom hagfræðingur, sem hafð greint íslenska verðbréfa plat markaðinnog þar kom í ljós að Íslensku bankarnir þrír áttu 80% í draslinu og að engin erlend fjárfesting hafi verið í landinu allt góðærið utan Össurar og Marels.  Heldur þetta fólk að það sé líklegra nú að hingað komi fjárfestar í þessu árferði. Allir flokkarnir eru helteknir einhverjum double standard og virðast allair tala fyrir því aðstyrkja skjaldborgiina um fjármagnseigendur nema Þór.  Eina þerpólitíska sáttin er að þjarma frekar að fólkinu.

Nú má Egill vinur minn fara að skerpa sig. Ég er ekki par sáttur við hann núna.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 03:37

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég tek undir með þér Sigurður, mikið ósköp er farið að falla á silfrið hans Egils, hann ætti að ná í fægilögin og þrífa Samfylkingaráfallið af silfrinu eigi hann að verða trúverðugur þáttastjórnandi. 

Annars hefur mér aldrei þótt Egill góður þáttastjórnandi, en honum hefur hins vegar oft tekist að fá fólk í þátt sinn sem hefur komið með athyglisverðar athugasemdir.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.10.2009 kl. 14:17

4 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Gunnar Guðbjörnsson, einsöngvari og tollvörður - sprenja sjálfstæðismanna var í þætti Egils sunnudaginn á undan - og fékk mjög mikinn og góðan tíma !

Var það líka samfylkingarsýkin í honum ?

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 26.10.2009 kl. 16:20

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Guðbjörn heitir einsöngvarinn og er Guðbjörnsson.

Hvar Alma hefur haldið sig er ómögulegt að geta sér til um, en enn á ég eftir að sjá flöt á málflutningi söngvarans sem skilur sig frá Samfylkingunni, utan þeirra fullyrðinga hans að hann sé sjálfstæðismaður.

Ragnhildur Kolka, 26.10.2009 kl. 18:01

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Alma heldur þú að Guðbjörn sé kominn með svínaflensu?

Sigurður Þorsteinsson, 26.10.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband