13.12.2009 | 22:19
Er samþykkt Icesave, leið Samfylkingarinnar inn í ESB?
Það hefur vakið nokkra athygli að allir þingmenn Samfylkingarinnar hafa alltaf verið einhuga í að samþykkja samning um Icesave. Fyrst settu þeir þrýsting í ríkisstjórn Geirs Haarde um að slíkur samningur yrði gerður. Því var gefin út yfirlýsing um að Ísendingar stefndu að samningi við Breta og Hollendinga með Brussel viðmiði. Þessi yfirlýsing er síðan notuð sem ein helsta ástæðan fyrir því að við ættum að samþykkja misheppnaða Icesamninga.
Svavar Gestsson fór út með sitt gengi. Þá vildi Samfylkingin samþykkja samninginn óséðan. Við nánari skoðun runnu grímur á suma þingmenn Samfylkingarinnar þó út á við hafi þeir allaf vilja samþykkja. Alþingi samþykkir samninginn með fyrirvörum og aftur er fari út til samningagerðar, og nú er Svavar haldið víðsfjarri. Aftur er komið heim með samning þar sem fyrirvörunum sem settir voru er mörgum ýtt út. Aftur vill allur þingflokkur Samfylkingarinnar samþykkja.
Það kemur því ekkí á óvart að spyrja hvað gengur Samfylkingunni til? Jú, ef Icesavesamninguinn er samþykktur mun það setja svo mikinn þrýsting á íslensku krónuna að eina leiðin út úr þeim erfiðleikum er að gagna í ESB og taka upp Evru. Meira að segja þingmenn VG munu þá samþykkja samhljóða að gagna í ESB. Það verðu því fullnaðarsigur Samfylkingarinnar.
Með inngöngu í ESB tryggir Samfylkingin sér varanlegt forystuhlutverk á vinstri vægnum, það virðist vera flokksmönnum var afar mikilvægt.
Bloggar | Breytt 14.12.2009 kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.12.2009 | 17:45
Niðurtakan
Fyrir fáum árum síðan var ég að vinna verkefni fyrir sveitarfélag. Þetta verkefni var unnið við nokkuð erfiðar aðstæður, þar sem miklar deildur voru í sveitarstjórn. Mikil harka var í deilum og mikill skortur á félagslegri reynslu til þess að vinna úr málum. Þá tekur eitt dagblaðanna upp á því að fjalla um einn sveitarstjórnarmanninn á einstaklega rætinn hátt. Það þurfti sérstaklega einbeittan illvilja til þess að sjá þá hið á málinu sem blaðamaðurinn valdi sér, mikilvægum upplýsingum var haldið til hliðar og aðrar sem birtar voru áttu enga tengingu við sannleikann.
Þar sem ég þóttist þekkja nokkuð vel til mála og fannst dregin upp mjög röng og ósanngjörn mynd, allt að því persónuníð, þá sló ég á þráðinn til blaðamannsins. Kynnti mig og sagði örstutt frá tengslum mínum. Þessu var ekki vel tekið, réttara sagt umturnaðist blaðamaðurinn í símanum. ,, Ef þú heldur þig ekki frá þessu máli, þá finn ég eitthvað á þig, eða bý eitt hvað til til þess að eyðileggja mannorð þitt". Ég var kjaftstopp og lagði á. Nokkrum mínútum síðar var ég kominn á lítinn kaffifund. Þar voru staddir fyrir tilviljun þekkir fjölmiðlamenn og ég sagði farir mínar ekki sléttar. Ég hafði ekki nefnt nein nöfn þegar fjölmiðlamennirnir skelltu uppúr. Fjölmiðlamennirnir gátu þeir strax nafngreint kollega sinn og sögðu að þetta væri nánast daglegt brauð. Þetta væri kallað að taka menn niður.
Nú fjallar DV um Bjarna Benediktsson og með fullri virðingu, þá trúi ég aldrei einu einasta orði sem í því blaði stendur. Ekki fyrr og heldur ekki nú. Geri mér heldur ekki í hugarlund af hvaða hvötum blaðið er gefið út. Les það aldrei. Mér skilst að Bjarni Benediktsson hafi rætt við Hrein Loftsson og óskað eftir að umfjöllun DV yrði hætt. Bjarni óttaðist málningarliðið. Það er annars merkilegt að ,,rannsóknarblaðið" hafi ekki komist að því hverjir eru hér að verki. Kannski misminnir mig, en ég minnist ekki að málningu hafi verið skvett á hús Hreins Loftssonar, Jóns Ásgeirs Jóhannssonar eða Jóhannesar Jónssonar. Það er eflaust tilviljun.
Það verður hins vegar athylisvert að sjá hverjir eru á niðurtökulista DV á næstunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 13. desember 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10