Afkáranleg ekkifrétt

Í síðasta mánuði var verðhjöðnun.  Það er ekkert í kerfinu sem kallar á verðbólgu nema annars vegar að gengið veikist, sem þýðir dýrari innflutning og hins vegar allt of háir stýrivextir Seðlabankans. Einhver verðbólgumarkmið upp á 2,5% árið 2010 er bara alls ekki áhugaverð. Þetta er svona álíka áhugaverð frétt og segja frá spretthlaupara sem setti það markmið árið 2010 að hlaupa 100 m hlaup á 11 sek., en í besti tími hans í síðasta mánuði er 10,8 sek.

Það væri nær að þeir sem stjórni Seðlabankanum fari með stýrivextina í hámark 4-6%. Stýrivextir í Bretlandi eru 0,5%. Vandamál okkar er að atvinnuvegirnir eru að stöðvast, með kolrangri vaxtastefnu Seðlabankans.

Vandamál íslensku þjóðarinnar eru hátt atvinnuleysi, og að efnahagskerfið er að dragast svo mikið saman að hætta er á hruni.


mbl.is Verðbólga í 2,5 prósent 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar á unga fólkið okkar að fá vinnu?

Nú eru um 18 þúsund manns atvinnulausir. Í sumar bætast um 20 þúsund til að leita sér að sumarvinnu. Í haust er talið að atvinnuleysið aukist enn meira, þar sem enn stefnir í þrot fjölda fyrirtækja, og hefur talan 30 þúsund verið nefnd. Fyrir liggur að skerf þarf niður hjá hinu opinbera, samhliða því að lækka laun, þannig að ekki bætast við störf þar. Við þetta bætist svo að um 20 þúsund munu koma út á vinnumarkaðinn að loknu námi næstu 3 árin.

Snúast kosningarnar núna um að taka á þessu máli? Hvaða raunhæfar lausnir hafa stjórnmálaflokkarnir og stjórnmálamennirnir okkar varðandi atvinnuuppbyggingu? Ekki það að þeir eigi að búa til störfin sjálfir.

Ef störfin eru ekki hjá hinu opinbera, hvar þá?


mbl.is Atvinnuleysi mest meðal ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru útrásarvíkingarnir enn við völd?

Valdinu var hér áður skipt í dómsvald, framkvæmdavald og löggjafarvald. Með þeirri þróun sem hefur orðið í heiminum á síðustu áratugum, var fjölmiðlavaldinu oft bætt við sem fjórða valdinu og síðar kemur fimmta valdið á síðustu árum þ.e. fjármálavaldinu. Við Íslendingar kynntumst þessu valdi mjög sterkt á síðustu árum. Mikilvægt er að þessir valdsþættir séu í jafnvægi og þeir virði landamæri, ef ekki á illa að fara. Hérlendis kom skýrt fram að dómsvaldið, framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið var oft álitið aðeins vera til óþurftar fyrir þá sem fóru með fjármálavaldið, og fjölmiðlarnir voru síðan í eigu þeirra. Það vill enginn til baka, til þessa tíma en umræðan hefur ekki farið fram hvernig fyrirkomulag við viljum hafa.

Lýðræðisleg umræða er aldrei sterkari en í aðdraganda kosninga, og einmitt nú ættum við að vera að fjalla um hvernig þjóðfélag viljum við lifa í á komandi árum. Mál eins og styrkjamál Sjálfstæðisflokksins eru eitt af þeim málum sem geta tekið umræðuna frá þeim megin verkefnum sem við þurfum takast á við. Ekki það að þetta styrkjamál eigi ekki að ræða, en það eru mun brýnni og stærri mál sem skipta þjóðina meira máli fyrir þessar kosningar.

Hvernig ætlum við að taka á vanda heimilanna? Hvernig ætlum við að koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný? Hvernig ætlum við að haga samstarfi okkar við nágrannaríki okkar, innan ESB eða utan?Hvað gerum við með íslensku krónuna? Hvernig höldum við sem flestum íslendingum á Íslandi? Hvernig getum við varið velferðina? Hvernig tökumst við á við atvinnuleysið? Í þessari kosningabaráttu er lítil áhersla á þessa þætti. Fjölmiðlarnir hafa sett kastljósið á styrkjamál Sjálfstæðisflokksins. Styrkjamál annarra flokka hefur fallið í skuggann, svo og fjármálaleg staða flokkanna.

Er það mögulegt að Stöð 2 hafi haft upplýsingar um styrkjamálið í nokkra mánuði? Ef svo er, er það tilviljun að upplýsingar um það sé sett fram um páskana rétt fyrir kosningar? Er það tilviljun að Jón Ásgeir Jóhannesson var bæði stór eigandi í FL Group og er nú stór eigandi í Stöð 2? Gæti verið að upplýsingarnar hafi verið auðfengnar. Þá er spurningin um tilganginn?

Verða kosningaúrslitin í Alþingiskosningunum 2009 í boði útrásarvíkinganna?


Bloggfærslur 17. apríl 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband