Annað hrun?

Skýrsla endurskoðendafyrirtækisins Olivers Wymans leiðir í ljós að framundan er allsherjarhrun íslensks efnahagskerfis ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segir stjórnvöld blekkja almenning með því að halda skýrslunni leyndri. Að fyrirtækin í landinu séu verr farin en áður hafði verið áætlað.

 Sé þetta rétt og stjórnvöld ræði þetta ekki í núverandi kosningum, verður sprengja með haustinu. Fari atvinnuleysið upp í 30 þúsund manns í haust verður sprenging. Ef til kemur fjöldagjaldþrot, verður sprenging. Það mun engin ríkisstjórn standa það ástand af sér. Æskilegt hefði verið að þjóðstjórn hefði tekið við síðastliðið haust og það væri best fyrir þjóðfélagið að lokum þessum kosningum.

Við kjósendur vitum að það verður stjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna að lokum kosningum.


mbl.is Ræða trúnaðargögn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála eða ósammála

Nú komið fram tvær síður sammala.is og osammala.is sem fjalla um ESB mál. ´

Á sammála segir:

 Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru.
Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi.

Á osammala segir:

Við undirrituð erum ósammála þeim málflutningi að innganga í Evrópusambandið sé leiðin til þess að koma efnahagsmálum Íslands aftur í réttan farveg. Við teljum að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið sem sjálfstæðri þjóð utan sambandsins.

 Á báðum síðunum er safnað undirskriftum. Sammala.is byrjaði með augýsingum og fundarhöldum en osammala.is var að fara í loftið í gærkvöldi án auglýsinga.  

Nú fyrir skömmu voru 10.867 komnir inn á sammala.is, en 1.878 inn á osammala.is og dregur saman með þeim.

Vonandi verða þessar síður til þess að umræðan um kosti og galla ESB aðildar fari í gang af einhverri alvöru.

 Síðurnar má sjá með að smella á:

http://sammala.is/Vefur/

og

http://osammala.is/

 


Faglegt pan eða bara áróður

Pólitíkin sveiflast frá því að vera umræða á faglegu plani eða vera hreinasti áróður. Bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum fer meginþorri tími stjórnmálamanna í faglega vinnu. Stjórnmálamaður sem vinnur vel og skilar góðu starfi til samfélagsins þarf ekki að njóta þeirra góðra verka til þess að vera kosinn aftur. Þá kemur til kynningar annars vegar með auglýsingum, á fundum, maður á mann eða í fjölmiðlum. Netið er að koma vaxandi inn.

Þegar kemur að kynningarstarfseminni er oft eins og stjórnmálin breytist í leikhús og fagmennskan gefur eftir. Kosningarnar þetta árið fjalla nánast ekkert um þau verkefni sem takast á við, heldur nánast eingöngu um svokallað styrkjamál. Bara til þess að halda því til haga að ekki hefur verið haldið fram að þessir styrkir séu ólöglegir. Þeir sem ganga lengst hafa fullyrt að um mútur sé að ræða, eins og Svandís Svavarsdóttir, en síðan þegar ,, smjörklípunni" hefur verið klínt á mótherjanna, þá er tekið til fótanna í málflutningum.

Nú í lok kosningabaráttunnar kemur síðan upp að einstakir stjórnmálamenn hafa fengið veglega styrki, og á sama hátt og stóru styrkirnir voru ekki ólöglegir, en orka tvímælis siðferðislega séð. Þá vill svo til að stjórnmálamenn sem hafa verið duglegir í áróðursstríðinu, vilja ekkert ræða um málin nú.

Það sem vantar í þessa kosningabaráttu er fagleg fjölmiðlun sem kemur pólitíkinni á faglegra plan. Þar bregðast fjölmiðlar þjóðinni.


mbl.is Segir 40 aðila hafa styrkt sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband