Annað hrun?

Skýrsla endurskoðendafyrirtækisins Olivers Wymans leiðir í ljós að framundan er allsherjarhrun íslensks efnahagskerfis ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segir stjórnvöld blekkja almenning með því að halda skýrslunni leyndri. Að fyrirtækin í landinu séu verr farin en áður hafði verið áætlað.

 Sé þetta rétt og stjórnvöld ræði þetta ekki í núverandi kosningum, verður sprengja með haustinu. Fari atvinnuleysið upp í 30 þúsund manns í haust verður sprenging. Ef til kemur fjöldagjaldþrot, verður sprenging. Það mun engin ríkisstjórn standa það ástand af sér. Æskilegt hefði verið að þjóðstjórn hefði tekið við síðastliðið haust og það væri best fyrir þjóðfélagið að lokum þessum kosningum.

Við kjósendur vitum að það verður stjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna að lokum kosningum.


mbl.is Ræða trúnaðargögn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sæll  Sigurður.

Fundurinn hjá utanríkisnefnd í fyrramálið kl.9-15 er alvarlegur!

Lestu færslu hjá Jónasi Egils.frá í dag/kvöld með yfirskriftinni - Landráð Samfylkingarinnar..............

Benedikta E, 24.4.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er búið að margsvara þessu- Það kom profesor í hagfræði og sagði að það væri mjög ólíklegt að þetta bölsýnishrun sigmundar yrði að veruleika ef þessar tölur væru réttar. Heldur myndi verða meiri tregða til lána erlendis aukast tímabundið. Gylfi Magnússon sagðist ekki kannast við þessar tölur og taldi að þarna væri um mjög mikin misskilining að ræða en Gylfi hefur margsinnis skoðað tölur sem koma frá þessu fyrirtæki og kannaðist ekki við þessa skýrslu.

Þannig að það er alveg ljóst að annað hvort er Gylfi að ljúga eða Sigmundur með pólitískt upphlaup.

Ég er sannfærður um að Sigmundur á atkvæðaveiðum og sé í örvæntingu sinni að hræða fólk með því að dekkja hlutina full mikið. Vissulega er ástandið alvarlegt nú á dögum... en ef við ætlum að horfa fram á vegin... Verðum við að halda okkur við RAUNSÆI en ekki BÖLSÝNI.

Ég trúi því ekki að Gylfi sé að ljúga af fjölmiðlum.  

Brynjar Jóhannsson, 24.4.2009 kl. 03:27

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Brynjar það eru nú fleiri en Sigmundur sem vara við hruni. Gylfi er líka í pólitík.

Við hefðum átt að vera að ræða þessa stöðu í þessum kosningum og hvaða leiðir við höfum.

Sigurður Þorsteinsson, 24.4.2009 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband