Alþýðubandalagið lifnar við!

Þá er þessi kosningabarátta á enda komin. Kosningabaráttunni var stjórnað að þessu sinni af útrásarvíkingum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Samkvæmt upplýsingum á Eyjunni og víðar, það Jón Ásgeir sem kom upplýsingum um styrkjamálið, þannig að það varð aðalmál kosninganna. Síðan var málinu fylgt eftir á Stöð 2 og Fréttablaðinu. Reyndar var bara sá hluti styrkjamálsins sem þótti heppilegur tekinn fyrir.

Efnahagsmálin sem hefði þurft að taka á í þessari kosningabaráttu, urðu útundan. Hvernig hefja eigi endurreisnina. Með formannsskiptum í Samfylkingunni tók sá hluti flokksins við sem er lengst til vinstri. Saman með VG verður til ríkistjórn sem hefur áherslur gamla Alþýðubandalagsins. Því má búast við að þegar umsókn verður sett inn í Evrópubandalagið þá verði ástandið í atvinnumálum á Íslandi orðið þannig að fólk mun kjósa aðild í þeirri von að það bjargi einhverju, og tilbúið að fórna öllu, sjávarauðlindinni, orkunni og væntanlegum olíuauðlindum. Kosningarnar voru því um ESB, í boði Baugs.

Hefur Alþýðubandalagið lifnað við, í vinstri Samfylkingu og VG?


mbl.is Bjarni Ben kaus fyrstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir segja satt?

Tvisvar sinnum í þessari kosningabaráttu hafa forráða VG og Samfylkingin snöggreiðst. Flokkarnir eru sigurvegarnir og ekkert má skyggja á sigurhátíðna. 

Í öðru tilfellinu er framlag Sigmundar um minnisblað Olivers Wymanns. Sú skýrsla átti að koma fram 15 apríl, en kemur fram eftir kosningar. Hvarflar að einhverjum að það sé tilviljun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins er of reyndur í fjölmiðlun að koma fram með gögn sem ekki eru rétt. Fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið hafa mótmælt innihaldi þessa minnisblaðs, og Steingrímur hefur reynt annars vegar að rengja innihald minnisblaðsin og hins vegar að gefa í skyn að minnisblaðið sé fengið með óeðlilegum hætti. Það er von mín að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komist á þing. Hann gæti tekið þátt í að koma fram með heiðarlega stjórnarandstöðu.  Það væri meiri fengur í Sigmundi en t.d. Þráni Bertelssyni, Ástþóri Magnússyni, Karli V. Matthíassyni. Ég treysti Sigmundi til þess að koma með faglegri áherslur á þingi.

Hin ástæða fyrir reiði stjórnarflokkanna eru auglýsingar Áhugafólks um endurreisn, (ef ég man nafnið rétt) um auglýsingar um skattahækkanir. Katrín Jakobsdóttir, sem ég met mikils sem framtíðarstjórnmálamann, sagði í umræðum að skattahækkanir væru nauðsynlegar. Auglýsingarnar byggðu á yfirlýsingum og þeirri stefnu sem út hafði verið gefin. Það reyndist erfitt að svara auglýsingunni og því fór allur krafturinn í að finna út hver stóð á bak við auglýsinguna. Þegar það kom fram fór Fréttablaðið á límingunum, en þar er fyrir tilviljun fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar sem fréttastjóri.


mbl.is Afskrifa 75% fyrirtækjalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. apríl 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband