Ný fjölmiðlalög

Fljótlega tekur sumarþing við, en það er í raun stórfurðulegt að Alþingi Íslendinga skuli ekki vera eins og aðrir vinnustaðir, þar sem unnið er a.m.k. tíu og hálfur mánuður. Þetta fyrirkomulag er arfleifð þess að á þingi sátu fjöldi bænda, sem þurftu að sinna vor og sumarverkunum.

Á sumarþingi þarf að taka á efnahagsmálunum, sem er forgangsverkefni, en einnig er mjög brýnt að taka á íslenskri fjölmiðlun. Steingrímur gagnrýndi fjölmiðamenn réttilega, þar sem þeir ásamt völdum álitsgjöfum sem eru verulega hallir undir Evrópuaðild. Steingrímur kallaði þetta elítu sem væri komin talsvert frá grasrótinni. Skoðanakannanir hefðu sýnt að meirihluti þjóðarinnar telji ekki að við náum ásættanlegum samningum við ESB. Það er annað sem farið hefur mjög hljótt í þessari kosningabaráttu en það eru meint áhrif Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á svokallað styrkjamál. Á Eyjunni kom fram í óstaðfestum fréttum að það hafi ekki verið tilviljum að skúbbið um styrkina hafi komið á Stöð 2. Hefnd Jóns gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Hvar í öðru ríki teldist það eðlilegt að einn af útrásarvíkingunum ætti Stöð 2, Fréttablaðið og DV og þar að auki að þessir miðlar hefðu verið beitt í kosningabaráttunni. Hvað hefði heyrst í Jóhönnu eða Steingrími ef þessum miðlum hefði verið beitt gegn flokkum þeirra.

Þegar fjölmiðlafrumvarpið kom fram síðast kom fram hjá þingmönnum allra flokka að eignaraðild eins aðila á fjölmiðlum eins og í tilfelli Fréttablaðsins, DV og Stöð 2 væri óæskileg og óeðlileg. Nú þarf að taka málið upp að nýju.


mbl.is Elítan vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plúsar og mínusar

Úrslitin í kosningunum ættu ekki að koma svo mjög á óvart. Á heimsvísu sveiflast pólitíkin frá vinstri til hægri og til baka, með mismunandi áherslum. með Tony Blair tók verkamannaflokkurinn upp meiri áherslur á frelsi, en Gordon Brown tók upp hefðbundnari vinnubrögð verkamannaflokksins. Vinstri sveifla hérlendis er því fyllilega eðlileg í ljósi efnahagshrunsins. Steingrímur Sigfússon hefur rekið harðan áróður fyrir því að stefna Sjálfstæðisflokksins sé orsök efnahagshrunsins og aðrir tóku undir. Reiðin í þjóðfélaginu fékk þannig útrás á einhverjum. Sagan segir okkur að slíkir áróðursmeistarar fá slíkt alltaf í hausinn aftur. Við sáum Sigmund Davíð Gunnlaugsson ráðast á Steingrím Sigfússon í lok kosningabaráttunnar og er sannfærður um að hann komst inn á þing fyrir þá viðleitni. Held að meira jafnvægi verði í pólitíkinni með Sigmund Davíð Gunnlaugsson inni á þingi.

Það eru mjög margir spennandi nýliðar að koma inn á þing í öllum flokkum þannig komust þeir félagar Robert Marchall og Guðmundur Steingrímsson en nú ekki fyrir sama flokk. Lúðvík Geirsson hefði styrkt þingmannahópinn en hann spilaði djarft og tapaði.

Við tekur stjórn sem þarf að takast á við verulega erfið verkefni. Sagan segir okkur að slík ríkisstjórn mun eiga mjög erfiða tíma. Sérstakalega þegar forðast var að ræða um lausnir á erfiðleikunum í kosningum. Við tekur umsókn í ESB. Það er vonin sem Samfylkingin gaf þjóðinni sem lausn á efnahagsvanda okkar. Hvað erum við tilbúin að gefa mikið eftir í viðræðum?

Í Bretlandi er krafa innan Verkamannaflokksins að létta stefnuna, þannig að búast má við hægri sveiflu til þess að leysa vanda þeirra. Við förum eins langt til vinstri og möguleiki er á, það kallar á bakslag, hvenær sem það nú kemur.


mbl.is Jónína inn í stað Lúðvíks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband