27.4.2009 | 17:14
Þjóðstjórn
Kosningabaráttan fjallaði ekki um það alvarlega ástand sem við þurfum sem þjóð að takast á við. Í lok ársins 2008 voru viðtöl við Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þá kom fram að þau töldu bæði að ástandið væri þannig að við værum að fara 2-3 ár aftur í tímann. Kaupmátturinn myndi minnka úm 20-30%. Það er eins og fleiri og fleiri alþingismenn geri sér grein fyrir alvöru málsins. ESB aðild leysir ekki þann vanda sem við erum í og það duga engar smáskammtalækningar. Sigurvegar kosninganna eru VG og Samfylking sem sitjandi ríkistjórn, fengu meirihluta og þess vegna liggur beint við að þau myndi ríkisstjórn. Þær aðgerðir sem ganga þarf í eru þess eðlis að það verða óumflýjanlega gerð mörg mistök.
Þó að það sé afskaplega gaman að taka við valdasprotunum, verður munu nægjanlega margir stjórnarliðar gera sér grein fyrir að sú ríkisstjórn sem við tekur, mun ekki skapa sér vinsældir. Skynsemin kallar því á þjóðstjórn, en valdalöngunin í tveggja flokka stjórn. Atli Gíslason er einn þeirra sem bendir á Þjóðstjórn sem leið. Auðvitað gerir hann það einnig í pólitískri refskák, en hann hefur rétt fyrir sér að verkefnin kalla aðrar lausnir en við höfum áður þekkt. Til þess að leysa þau, þarf opinn hug og visku.
Ríkisstjórn Samfylkingar og VG er á borðinu og það eru engin teikn um annað að hún verði mynduð. Við normal aðstæður væri það fyllilega eðlileg niðurstaða, en við núverandi aðstæður ekki. Hvorki fyrir flokkana tvo, né fyrir almenning í landinu. Þrátt fyrir það verður vinstri stjórn komin á innan tveggja vikna.
![]() |
Jóhanna á Bessastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2009 | 07:35
Ólögmæt vaxtataka?
Byggingarfyrirtæki og jarðvegsvinnufyrirtæki eiga í gríðarlegum erfiðleikum nú bæði vegna verkefnaskorts, en einnig vegna lánamála. Sannarlega er of mikið til í landinu af ýmiss konar vélum, áhöldum og tækjum sem ekki verður þörf á á næstu árum. Þegar hefur nokkur hluti þess verið selt úr landi. Það að gæta hófs hvað þetta varðar gæti verið eitt af því sem ríkistjórnin gæti látið setja stefnu um í samvinnu við bankana.
Lánin sem fyrirtækin skulda vegna véla, áhalda og tækja eru flest með gengislánum. Nú hafa komið fram rökstuddar efasemdir um að þessi lán séu lögmæt. Í greinargerð með lögum um verðtryggingu lána frá 2001 kemur skýrt fram að ólögmætt er að tengja lán í íslenskum krónum, daggengi gjaldmiðla. Það þarf að fá strax úrskurð um þetta álitamál. Ekki bara vegna verktakafyrirtækja heldur allra þeirra sem hafa tekið gengislán. Niðurstaðan getur t.d. haft veruleg áhrif á efnahagsreikning nýju bankanna. Þeir einstaklingar sem hafa tekið gegnislán t.d. vegna bílakaupa ættu að fylgjast vel með niðurstöðunni í væntanlegu dómsmáli. Vegna heildarhagsmuna ætti þetta mál að fá forgangsafgreiðslu.
Hörð framgang lánafyrirtækjanna orkar því mjög tvímælis.
![]() |
40 vinnutækjum fátækari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 27. apríl 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10