Þjóðstjórn

Kosningabaráttan fjallaði ekki um það alvarlega ástand sem við þurfum sem þjóð að takast á við. Í lok ársins 2008 voru viðtöl við Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þá kom fram að þau töldu bæði að ástandið væri þannig að við værum að fara 2-3 ár aftur í tímann. Kaupmátturinn myndi minnka úm 20-30%. Það er eins og fleiri og fleiri alþingismenn geri sér grein fyrir alvöru málsins. ESB aðild leysir ekki þann vanda sem við erum í og það duga engar smáskammtalækningar. Sigurvegar kosninganna eru VG og Samfylking sem sitjandi ríkistjórn, fengu meirihluta og þess vegna liggur beint við að þau myndi ríkisstjórn. Þær aðgerðir sem ganga þarf í eru þess eðlis að það verða óumflýjanlega gerð mörg mistök.

Þó að það sé afskaplega gaman að taka við valdasprotunum, verður munu nægjanlega margir stjórnarliðar gera sér grein fyrir að sú ríkisstjórn sem við tekur, mun ekki skapa sér vinsældir. Skynsemin kallar því á þjóðstjórn, en valdalöngunin í tveggja flokka stjórn. Atli Gíslason er einn þeirra sem bendir á Þjóðstjórn sem leið. Auðvitað gerir hann það einnig í pólitískri refskák, en hann hefur rétt fyrir sér að verkefnin kalla aðrar lausnir en við höfum áður þekkt. Til þess að leysa þau, þarf opinn hug og visku.

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG er á borðinu og það eru engin  teikn um annað að hún verði mynduð. Við normal aðstæður væri það fyllilega eðlileg niðurstaða, en við núverandi aðstæður ekki. Hvorki fyrir flokkana tvo, né fyrir almenning í landinu. Þrátt fyrir það verður vinstri stjórn komin á innan tveggja vikna.  


mbl.is Jóhanna á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll frændi.

Siggi við þurfum á þverpólitískri samstöðu að halda, nú þíðir ekkert að vera að karpa um einhver smá mál. Nú verða allir að standa saman sem einn, þjóðarskútan er að sökkva og hún sekkur ansi hratt þessa dagana. Ef foringjar VG og samfylkingarinnar ætla lufsast áfram eins og allt bendir til þá þíðir það sjálfsmorð Íslensku þjóðarinnar.

Því miður held ég að hvorki Jóhanna né Steingrímur hafi þann dug og áræðni sem þarf til að leiða þjóðina úr þessum hremmingum.

KV/Jenni

Jens Sigurjónsson, 27.4.2009 kl. 18:30

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Jenni

Ég held að bæði þau Jóhanna og Steingrímur séu mjög vel meinandi. Hins vegar óttast ég að þau grípi ekki til þeirra ráðstafana sem nauðsynleg eru. Lögmál hagfræðinnar eru virk hvort sem fólk er vinstri sinnað eða hægri sinnað. Ég þekki til starfa Jóhönnu virði hana og Steingrímur er reynslubolti sem full ástæða er að virða. Þegar kemur að félagsmálum treysti ég þeim báðum, en þegar kemur að því að snúa við þeirri efnahagsþróun sem nú er í gangi þá eru þau einfaldega ekki réttu aðilarnir. Í báðum þessum flokkum eru góðir liðsmenn. Í dag kom Atli Gíslason fram og talaði um þjóstjórn. Að hluta til tók ég vara á því sem hann sagði, en ég held að Atli Gíslason sé einn af fáum í þessum meirihluta sem gerir sér grein fyrir þeim vanda sem við er að etja.

Þegar ég held því fram að ég haldi því fram að þjóðstjórn væri ekki bara góð fyrir þjóðina, heldur ríkisstjórnina þá er það vegna þess að ég óttast annað hrun þegar líða tekur á árið og nýrri byltingu. Til þess að setja á þjóðstjórn sýndi það leiðtogahugsun sem vart þekkis á Alþingi. Ef þau Steingrímur og Jóhanna tækju það skref, sýndu þau þjóðinni að þau settu hagsuni þjóðarinnar ofar hagsmunum flokkana og á því hef ég enga trú að þau geri.

Sigurður Þorsteinsson, 27.4.2009 kl. 21:08

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Geir H Haarde setti ekki heldur hagsmuni þjóðarinnar ofar flokknum. Þjóðstjórn kom ekki til greina hjá honum. Ef hann hefði samþykkt þjóðstjórn strax í haust værum við ekki búin að vera eyða dýrmætum tíma málþóf og kosningar og værum líklega komnir lengra áleiðis í endurreisninni.

Þorvaldur Guðmundsson, 27.4.2009 kl. 22:48

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Geir var reyndar nokkur vorkunn. Bæði Framsókn og Frjálslyndiflokkurinn voru í upplausn, þannig að aðeins VG var stjórntækur af stjórnarandstöðunni. Þá var Ingibjörg í Bandaríkjunum og Samfylkingin heldur ekki mjög samstillt. Eftirá séð hefði þjóðstjórn samt verið betri lausn. Geir sýndi ekki mikla leiðtogatakta á þessum tíma. Hann átti líka möguleika að taka stjórnarandstöðuna síðar inn en gerði ekki. Vandamál íslenskra stjórnmála er m.a.  skortur á leiðtogum.

Sigurður Þorsteinsson, 27.4.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband