9.4.2009 | 15:38
Með hvaða liði heldur þú?
Þegar ég var yngri hélt ég með Manchester United, einhverjir vina mina héldu með Liverpool, Totterham, Leeds og Derby. Við áttum húfur eða trefla ,,okkar" félaga. Við vissum sumir nöfn leikmanna í félögunum. Síðan héldum við með íslenskum liðum. Ég meiddist snemma og hóf að þjálfa mjög snemma. Síðan var sest á skólabekk til þess að læra meira um íþróttagreinina. Eftir því sem ég lærði meira og þjálfaði lengur, minnkaði áhugi minn á að halda með einhverju ákveðnu félagi. Fótboltinn skipti miklu meira máli. Mér er nær óskiljanlegt að margir áhugamenn í fótbolta hata lið, t.d. eins og KR, en elska sitt lið. Ef uppáhaldsliðið tapar, er það nánast alltaf vegna óheppni, vegna óheiðarleika mótherjanna eða dómarinn var ómögulegur.
Nú hafa verið stofnaðir aðdáendaklúbbar fyrir nokkur af ensku liðunum. Félagarnir mæta vel fyrir leiki á fyrirfram ákveðna bari og hita sig upp. Svo kyrja menn frasa til dýrðar sínu liði, eða til að niðurlægja lið mótherjanna.
Þetta atferli virðist einnig vera í pólitíkinni. Það er eins og litrófið einskorðist við hvítt og svart. Það mitt lið og þitt lið. Ef þú samsinnir ekki öllum skoðunum liðsins, ert þú flokkaður í hitt liðið. Í okkar liði er bara ein skoðun, sú rétta. Allt góða fólkið er hjá okkur og allt það vonda hjá hinum. Það er ekki hikað við að kalla andstæðinganna landráðamenn þeir, þiggja mútur og eru endalausir lygarar, auk þess að hafa ekkert fram að færa. Slíkar fullyrðingar eru síðan settar í frasa sem hver étur upp eftir öðrum, oftast nær hugsunarlaust. Mitt í þessari hjarðhugsun, krefjast menn svo aukins lýðræðis, hvernig sem það nú fer saman.
Vaxandi hópur tilheyrir ekki þessum liðum, og gengur tiltölulega óbundinn til kosninga. Þessi hópur er tiltölulega hljóðlátur. Ef fjölmiðlarnir stæðu sig betur í stykkinu og spyrðu gagnrýnna spurninga, er líklegt að þessi hópur stækkaði umtalsvert.
![]() |
Samfylking eykur forskot sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 9. apríl 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10