21.5.2009 | 10:34
Rökstuðningur
Um allan heim er verið að lækka stýrivexti. Ekki úr 15,5% í 13% eins og hér á Íslandi, heldur úr 1% í 0,5% eða 0%. Stýrivextirnir eru nýttir til þess að annað hvort að daga úr þenslu ef hún er of mikil, eða til þess að auka umsvifin í efnahagslífinu ef um samdrátt er að ræða. Hér hefur verið leitast við að nýta stýrivextina til þess að verja efnahagskerfið fyrir verðbólgu á undanförnum. Mikil verðbólga er einmitt eitt af táknum fyrir of mikilli þenslu. Þegar verðbólguþróun er skoðuð má öllum vera ljóst að í kerfinu er engin undirliggjandi verðbólga til staðar. Þvert á móti, er sterk einkenni samdráttar og verðhjöðnunar.
Þeir sem ekki vilja heyra,sjá eða skilja, segja okkur að það sé 11,9% verðbólga. Rökstuðningurinn er að þegar þeir líta 12 mánuði aftur í tímann, og skoða verðhækkanir á því tímabili fái þeir út verbólgu þess tímabils, og yfirfæri það á verðbólguna nú. Efnahagstjórn er oft líkt við skútusiglingu. Það væri nú ekki mjög gáfuleg siglingarstjórn, ef skipstjórinn útskýrði fyrir okkur stjórnina hjá honum nú þegar komið er inn í skerjagarðinn, að hann ætlaði að láta ákvarðanir um aðgerðir nú mótast af því þegar skútan var á hafi úti.
Á sama tíma og vísitala neysluverðs hefur hækkað 11,9% hefur gengi íslensku krónunnar lækkað um tugi prósenta. Enn og ein vísbending um mikla verðhjöðnun innanlands.
Peningastefnunefnd Seðlabankans á að gefa upp afstöðu hvers og eins í nefndinni og ítarlegan rökstuðning. Fjölmiðlar þyrftu að koma að borðinu og fjalla um þessar ákvarðanir á gagnrýninn hátt. Stefna peningamálanefndar stuðlar að enn meiri samdrætti í íslensku efnahagslífi, afleiðingar þeirra stefnu auka líkurnar á öðru efnahagshruni á Íslandi, sem margir vara nú við. Ábyrgðin er því mikil, og því þarf rökstuðningur að liggja fyrir.
Það að greinargerð nefndarinnar komi fram að samkvæmt könnun Capacent Gallup telja heimilin í landinu (væntanlega almenningur) að verðbólgan sé nú 23% og hún muni lækka í 17%. Á sama tíma telja forsvarsmenn fyrirtækja að verðbólgan verði 0%. Þessi mikli mismunur er áfellisdómur yfir peningastefnunefnd, Seðlabanka og fjölmiðlum.
Í kosningunum var ekki verið að ræða um efnahagsvandann, og nú eftir kosningar er heldur ekki verið að gera það. Á meðan eykst ólgan í þjóðfélaginu, hún er í boði stjórnvalda og fjölmiðla.
![]() |
Tveir vildu lækka vexti meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 21. maí 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10