Rökstuðningur

Um allan heim er verið að lækka stýrivexti. Ekki úr 15,5% í 13%  eins og hér á Íslandi, heldur úr 1% í 0,5% eða 0%. Stýrivextirnir eru nýttir til þess að annað hvort að daga úr þenslu ef hún er of mikil, eða til þess að auka umsvifin í efnahagslífinu ef um samdrátt er að ræða. Hér hefur verið leitast við að nýta stýrivextina til þess að verja efnahagskerfið fyrir verðbólgu á undanförnum. Mikil verðbólga er einmitt eitt af táknum fyrir of mikilli þenslu. Þegar verðbólguþróun er skoðuð má öllum vera ljóst að í kerfinu er engin undirliggjandi verðbólga til staðar. Þvert á móti, er sterk einkenni samdráttar og verðhjöðnunar.

Þeir sem ekki vilja heyra,sjá eða skilja, segja okkur að það sé 11,9% verðbólga. Rökstuðningurinn er að þegar þeir líta 12 mánuði aftur í tímann, og skoða verðhækkanir á því tímabili fái þeir út verbólgu þess tímabils, og yfirfæri það á verðbólguna nú. Efnahagstjórn er oft líkt við skútusiglingu. Það væri nú ekki mjög gáfuleg siglingarstjórn, ef skipstjórinn útskýrði fyrir okkur stjórnina hjá honum nú þegar komið er inn í skerjagarðinn, að hann ætlaði að láta ákvarðanir um aðgerðir nú mótast af því þegar skútan var á hafi úti.

Á sama tíma og vísitala neysluverðs hefur hækkað 11,9% hefur gengi íslensku krónunnar lækkað um tugi prósenta. Enn og ein vísbending um mikla verðhjöðnun innanlands.

Peningastefnunefnd Seðlabankans á að gefa upp afstöðu hvers og eins í nefndinni og ítarlegan rökstuðning. Fjölmiðlar þyrftu að koma að borðinu og fjalla um þessar ákvarðanir á gagnrýninn hátt. Stefna peningamálanefndar stuðlar að enn meiri samdrætti í íslensku efnahagslífi, afleiðingar þeirra stefnu auka líkurnar á öðru efnahagshruni á Íslandi, sem margir vara nú við. Ábyrgðin er því mikil, og því þarf rökstuðningur að liggja fyrir.

Það að greinargerð nefndarinnar komi fram að samkvæmt könnun Capacent Gallup telja heimilin í landinu (væntanlega almenningur) að verðbólgan sé nú 23% og hún muni lækka í 17%. Á sama tíma telja forsvarsmenn fyrirtækja að verðbólgan verði 0%. Þessi mikli mismunur er áfellisdómur yfir peningastefnunefnd, Seðlabanka og fjölmiðlum.

Í kosningunum var ekki verið að ræða um efnahagsvandann, og nú eftir kosningar er heldur ekki verið að gera það. Á meðan eykst ólgan í þjóðfélaginu, hún er í boði stjórnvalda og fjölmiðla.


mbl.is Tveir vildu lækka vexti meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér þætti fróðlegt að vita hvers vegna beðið er 2 vikur eftir að greina frá forsendum ákvörðunar um stýrivexti. Raunar tel ég líklegt að ástæðan sé sú, að fylgt er ennþá "torgreindri peningastefnu" sem felur í sér lokuð og torgreind vinnubrögð.

Ég veit ekki til þess að nokkur skilji þessar ákvarðanir um stýrivexti. Þegar ég er búinn að lesa þessa skýrslu verð ég hugsanlega einhverju nær. Eitt er víst að peningastefnunefndin fjallar ekki um peningastefnuna ! 

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.5.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband