Kosningum stolið í tvígang.

Hlutverk fjölmiðla er að upplýsa, greina og gagnrýna. Hvernig tekið er á málum getur haft mikil áhrif á hag þjóðarinnar. Fyrir þarsíðustu kosningar var helsta kosningamálið veiting ríkisborgararéttar til handa tengdadóttur Jónínu Bjartmars. Vissulega er full ástæða til þess að jafnræðis sé gætt hvað varðar veitingu á ríkisborgararétti, en það var slæmt að þetta væri gert að aðalefni kosningabaráttunnar. Að því leiti brást Kastljós og hefði mátt vera dæmt. Ég sá hins vegar ekki hvernig sonurinn og tengdadóttirin gætu fengið Kastljósið dæmt fyrir umfjöllunina. Dómurinn sem Kastljós hefði átt að fá var fyrir það að draga athyglina frá ,,stóru málunum" svo sem mögulegar veilur í efnahagsuppbyggingunni. Þannig brást Kastljós þjóðinni. Málið var vissulega skúbb, en bara á mjög óheppilegum tíma. 

Kosningarnar núna fjölluðu um styrki til stjórnmálaflokkana. Sagt hefur verið að sú umræða hafi verið í boði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Rökræðan og fjölmiðlaumfjöllunin hefði átt að vera um þá miklu erfiðleika sem þjóðin stendur frammi fyrir henni, og lausnir á þeim vanda. Þessir styrkir voru upp á einhverja tugi milljóna, en upphæðirnar sem verið er að fara með varðandi aðgerðir í efnahagsmálum nema hundruðum ef ekki þúsundum milljarða. Um leið og kosningarnar voru búnar féll umfjöllunin um styrkina niður, og nokkrir stjórnmálamenn sögðu þegar málið snérist um styrki til þeirra persónulega, ,, Ætla nú ekki að fjalla um þetta mál, svona rétt fyrir kosningar". Ef málið var svona brýnt og mikilvægt, af hverju hætti þá umræðan strax eftir kosningar?  Umræðan sem hefði átt að taka, t.d. um efnahagsmálum, er rétt að fara í gang núna. Umfjöllunarleysið skaðar þjóðfélagið til lengri tíma. Fyrir það hefði nú átt að dæma fjölmiðlamennina. Auðvitað verður það ekki gert.

Þjófnaðurinn á síðustu tveimur kosningum hefur hér með verið upplýstur, en við brotinu eru engin ákvæði í lögum.


mbl.is Kastljós sýknað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Dómurinn sem Kastljós hefði átt að fá var fyrir það að draga athyglina frá ,,stóru málunum" svo sem mögulegar veilur í efnahagsuppbyggingunni."

Átti að dæma Kastljós fyrir rétti fyrir það að fjalla ekki um það sem þú vilt að þeir fjalli um? Neeeiii, ertu ekki að djóka?  (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 17:46

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þjófnaðurinn á síðustu tveimur kosningum hefur hér með verið upplýstur, en við brotinu eru engin ákvæði í lögum.

Af þessum sökum fær Kastljós ekki dóm fyrir brotið hvorki í Héraðsdómi eða Hæstarétti. Hins vegar ættu þeir að fá á sig dóm frá dómstóli götunnar fyrir að bregðast þjóðinni hvað varðar fjölmiðlum um stóru málin í okkar þjóðfélagi.  

Sigurður Þorsteinsson, 28.5.2009 kl. 18:11

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Styrkjamálið sýndi dæmi um þá banvænu blöndu viðskipta og stjórnmála sem skapaði grundvöll fyrir því sem gerðist fyrir hrunið. Gerendurnir voru stjórnmálaflokkar og fyrirtæki og því átti umfjöllunin rétt á sér.

Hún varð hins vegar allt of fyrirferðarmikil á kostnað þess sem mest þurfti að ræða.

Auk máls Jónínu 2007 var sprengd sú bomba nokkrum dögum fyrir kosningar að ég hefði gerst sekur um stórfelld náttúruspjöll sem gætu varðað 2ja ár fangelsi. Eftir ítarlega rannsókn lögreglu og yfirvalda lauk því máli hálfu ári seinna með þeim úrskurði sýslumanns að ekkert saknæmt hefði fundist.

1967 var stærsta kosningabomba Sjálfstæðisflokksins um mannaráðningu kaupfélagsstjórans á Fáskrúðsfirði. Það mál var týnt og gleymt nokkrum mánuðum síðar.

1958 var stærsta kosningabomba Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar plagg sem nefnt var "Gula bókin." Hún kom aldrei við sögu eftir það og var öllum gleymd nokkrum vikum síðar.

Ómar Ragnarsson, 29.5.2009 kl. 11:48

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hárrétt Ómar. Fjölmiðlar virðast vera of móttækilegir að taka upp minni  rétt fyrir kosningar, sem sett eru fram til þess að taka athyglina frá stóru málunum. Það virðist oft sem þessi mál séu sett fram sem persónulegar árásir. Í þínu tilfelli að þú hafir brotið lög, það var líka í dæmi Jónínu.

Nú er verið að vinna mál í Kópavogi. Gunnar Birgisson er sagður hafa brotið lög, og fjölmiðlar eru mjög duglegir að fjalla um það, áður en málið hefur verið rannsakað. Ég er ekki að verja að stjórnmálamenn eigi ekki að gæta að hvernig þeir vinna, en þeir ættu að njóta þess að vera saklausir, þangað til að annað sannast.

Aidan White alþjóðasamtaka blaðamanna kom inn á hlutverk fjölmiðla í Kastljósi í gær. Það  að upplýsa, greina og gagnrýna, og skýra myndina fyrir almenningi. Með því að taka lítil mál í forgrunninn skekkir það myndina. Þegar þau mál eru ósönn þá eru þau til þess að skaða lýðræðið, meiða fólk að ósekju, auk þess að slíkar áherslur geta stuðlað að því að áherslur ráðamanna verði aðrar en þær sem eru þjóðinni mikilvægastar.

Sigurður Þorsteinsson, 29.5.2009 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband