28.5.2009 | 17:24
Kosningum stolið í tvígang.
Hlutverk fjölmiðla er að upplýsa, greina og gagnrýna. Hvernig tekið er á málum getur haft mikil áhrif á hag þjóðarinnar. Fyrir þarsíðustu kosningar var helsta kosningamálið veiting ríkisborgararéttar til handa tengdadóttur Jónínu Bjartmars. Vissulega er full ástæða til þess að jafnræðis sé gætt hvað varðar veitingu á ríkisborgararétti, en það var slæmt að þetta væri gert að aðalefni kosningabaráttunnar. Að því leiti brást Kastljós og hefði mátt vera dæmt. Ég sá hins vegar ekki hvernig sonurinn og tengdadóttirin gætu fengið Kastljósið dæmt fyrir umfjöllunina. Dómurinn sem Kastljós hefði átt að fá var fyrir það að draga athyglina frá ,,stóru málunum" svo sem mögulegar veilur í efnahagsuppbyggingunni. Þannig brást Kastljós þjóðinni. Málið var vissulega skúbb, en bara á mjög óheppilegum tíma.
Kosningarnar núna fjölluðu um styrki til stjórnmálaflokkana. Sagt hefur verið að sú umræða hafi verið í boði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Rökræðan og fjölmiðlaumfjöllunin hefði átt að vera um þá miklu erfiðleika sem þjóðin stendur frammi fyrir henni, og lausnir á þeim vanda. Þessir styrkir voru upp á einhverja tugi milljóna, en upphæðirnar sem verið er að fara með varðandi aðgerðir í efnahagsmálum nema hundruðum ef ekki þúsundum milljarða. Um leið og kosningarnar voru búnar féll umfjöllunin um styrkina niður, og nokkrir stjórnmálamenn sögðu þegar málið snérist um styrki til þeirra persónulega, ,, Ætla nú ekki að fjalla um þetta mál, svona rétt fyrir kosningar". Ef málið var svona brýnt og mikilvægt, af hverju hætti þá umræðan strax eftir kosningar? Umræðan sem hefði átt að taka, t.d. um efnahagsmálum, er rétt að fara í gang núna. Umfjöllunarleysið skaðar þjóðfélagið til lengri tíma. Fyrir það hefði nú átt að dæma fjölmiðlamennina. Auðvitað verður það ekki gert.
Þjófnaðurinn á síðustu tveimur kosningum hefur hér með verið upplýstur, en við brotinu eru engin ákvæði í lögum.
![]() |
Kastljós sýknað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 28. maí 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10