1.7.2009 | 20:19
Goðið fallið!
Steingrímur Sigfússon hefur í langan tíma verið í miklum metorðum hjá mér sem stjórnmálamaður. Hann er feiknar mælskur ræðumaður og oft á tíðum afar rökfastur. Stundum hafur hann sett fram áherslur sem mér eru mér afar vel að skapi, ekki síst í félags og umhverfismálum. Þá hefur hann oft haft hagsmuni landsbyggðarinnar að leiðarljósi, sem ég met mikils, því að við þurfum að byggja landið allt. Við bankahrunið held ég að það hefði verið mjög skynsamlegt að taka Steingrím inn í ríkisstjórnina, en vandamálið var að bæði Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndir voru lemstraðir og vart stjórntækir. Ég er sannfærður um að Steingrímur hefði staðið sig.
Svo kom tækifæri Steingríms. Allt var réttlætt vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn bar ábyrgð. Frasar eins og nýfrjálshyggja og græðisvæðing voru notaðir, en lausnir létu á sér standa. Síðan kom kosningabarátta og þar komu heldur engar lausnir fram. Jú, mjög hagstæði lausn í Icesavemálinu var rétt handan við hornið. Síðan kom bið, af einhverjum ástæðum með niðurstöðu, fram yfir kosningar, og svo lengri bið.... þá niðurstaða, sem enginn mátti sjá. Síðan máttum við sjá, pínulítið og svo nærri allt. Þá kom í ljós að Steingrímur sem jú bar ábyrgð á Icesavesamingunum hafði gert alvarleg mistök. Hann hafði kallað til Svavar Gestsson og Bart Simson og þeir saman komu bara með klúður. Það gleymdist að fá fagaðila til þess að koma að þessum samning, niðurstaða eitthvað sem 60% þjóðarinnar vill ekki sjá eða heyra. Það sem þjóðin greinir er að Steingrímur hefur farið inn í þingflokksherbergið og snúið upp á höndina á þeim sem ekki vilja sjá þessi hörmung. ,,Þú skalt, með góðu eða illu". Gagnvart þjóðinni hefur Steingrímur fallið á inntökuprófinu. Hann hefur ollið þjóðinni ómældum vonbrigðum. Ef hann neyðir sitt fólk til þess að samþykkja þennan samning, mun þjóðin senda Vinstri græna í varanlega útlegð. Með haustinu kemur ný búsáhaldabylting. Þá hafa Vinstri Grænir ekkert með þá byltingu að gera. Þá verður kallað vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn. Þá verður ekki kallað Dvíð Oddson burt, heldur Steingrím Sigfússon burt. Goðið er fallið!
![]() |
Fylgi stjórnarflokkanna minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.7.2009 | 07:22
Ég er þjóðin
Búsáhaldabyltingin hefði átt að sýna stjórnmálamönnum að þjóðin rís upp ef henni er ofboðið. Í framhaldinu urðu stjórnmálamennirnir okkar óskaplega lýðræðislegir. Á Alþingi var lagt fram frumvarp það átti að duga að fá stuðning 15% þjóðarinnar til þess að fá fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin skyldi ráða. Þessa lýðræðisást mátti sjá í andliti sumra þingmanna rétt fyrir kosningar, þeir urðu svo lýðræðislegir og þjónustusinna. Þegar ég sá þennan svip fyrst á fyrrum kennara mínum Álfheiði Ingadóttur, þekkti ég hana ekki fyrst. Hélt að hún hafi farið í lýtaaðgerð. Svo nú þegar kemur að máli sem er verulega stórt þá er gamla Álfheiður kominn í stólinn. Hún stappar fætinum í bræði þegar fram er lögð tillaga um að þjóðin fái að greiða atkvæði um Icesave. ,,Þjóðin er búin að kjósa. Hún gerði það í april. Ég er þjóðin".
Í svipnum mátti sjá hatur, sem sást svo oft hjá stjórnmálamönnunum í gömlu kommúnistaríkjunum. Lýðræðissinninn var farinn. Í stað hans var sami gamli úflurinn mættur, bara í nýrri sauðagæru.
![]() |
60-70 milljarða árleg greiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 1. júlí 2009
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10