Frá hjónunum að austan

Í dag birtist lítil en áhugaverð grein í Morgunblaðinu sem vert er að vekja athygli á.

 

 

Rökstudd gagnrýni kallar á rökstudd svör

Forsendur:

Ísland ábyrgist innstæðueiganda í íslenskum banka að hann fái innstæðu sína greidda að fullu allt að 20.887 evrum.

Þrotabú íslensks banka greiðir innstæðueiganda 20.887 evrur.

Spurning:

Ber Ísland ábyrgð á tjóni innstæðueigandans vegna innstæðu umfram 20.887 evrur?

Svar okkar:

Nei.

Sé þessi framsetning rétt hefur íslenska samninganefndin um Icesave-málið gengist undir ábyrgð, umfram skyldu, gagnvart breskum og hollenskum stjórnvöldum sem nemur gríðarlegum fjárhæðum. Um það hefur verið samið að íslenski tryggingasjóðurinn sitji uppi með kostnað, sem hann ber ekki ábyrgð á. Lögmennirnir Hörður Felix Harðarson hrl. og Ragnar H. Hall hrl sýndu fram á þetta með dæmum í grein sem birtist í Morgunblaðinu 22. júlí sl. og Ragnar skýrði málið enn frekar í grein í Morgunblaðinu 27. júlí. Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, hefur haldið því sama fram í Morgunblaðinu.

Þegar fram koma vel rökstuddar ábendingar um að íslensk stjórnvöld séu að auka fjárhagsbyrðar þjóðarinnar umfram nauðsyn þurfa stjórnvöld að skýra mál sitt. Þetta mál er svo alvarlegt að skýringarnar þurfa að vera efnislegar, rökstuddar og án útúrsnúninga. Svörin mega ekki felast í þeirri gamalkunnu aðferð að varpa rýrð á þá menn sem sett hafa fram ábendingarnar.

Höfundar eru hjón í Fjarðabyggð.

Helga Jónsdóttir Helgi H. Jónsson


Bloggfærslur 29. júlí 2009

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband